Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 25 BRILLIANT F A N G A Ð U A U G N A B L I K I Ð S: 564-4120 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um 12,6 stig í nóvember, eða úr 61,8 stigum í 74,4 stig, og er þetta mesta hækkun milli mánaða frá því mælingar hófust í mars á þessu ári. Væntingavísitalan mælir tiltrú al- mennings á efnahagslífið og vænt- ingar hans til þróunar efnahagsmála og er, að því er fram kemur í frétt frá Gallup, talin hafa gott forspárgildi um þróun einkaneyslu. Vísitalan er þannig upp byggð að hún getur legið á bilinu 0–200 og er yfir 100 ef meiri- hluti svarenda telur útlitið í efna- hagsmálum jákvætt, en undir 100 ef meirihlutinn telur útlitið neikvætt. Að sögn Guðna Rafns Gunnars- sonar hjá Gallup tekur tvær vikur að mæla vísitöluna hverju sinni og hækkaði vísitalan báðar vikurnar, en marktækur munur var á fyrri vik- unni og þeirri seinni þar sem vísital- an hækkaði mun meira í seinni vik- unni. Í fréttum Kaupþings og Íslandsbanka segir að líklegt sé að samkomulag Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, auk styrkingar krónunnar, ráði mestu um aukna bjartsýni í seinni vikunni. Aukin trú á efna- hagslífið              GJALDEYRISMÁL, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út, hafa birt nýja verðbólguspá sem gerð er í ljósi vísitölu neysluverðs sem birt var í síðustu viku og með hlið- sjón af samningi SA og ASÍ frá í síðustu viku. Hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember reyndist í takt við spá Gjaldeyrismála frá 26. nóvember síðastliðnum eða 0,5% samanborið við spá um 0,2–0,6% hækkun. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is hækkaði um hið sama. Umtals- verðan hluta hækkunarinnar nú virðist mega skýra með verðhækk- un innflutts varnings í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Í janúar gera Gjaldeyrismál ráð fyrir að vísitala neysluverðs verði nær óbreytt, eða breytist um á bilinu -0,1% til +0,2%. Frá upphafi til loka þessa árs er gert ráð fyrir um 8,4% verðbólgu. Árið 2002 er spáð rösklega 5% verðbólgu á milli ársmeðaltala vísi- tölu neysluverðs. Í Gjaldeyrismálum segir að ljóst sé að eigi spá þessi að ganga eftir megi lítið út af bera hvað varðar helstu forsendur, s.s. laun og gengi en spáin er nokkru lægri en nýlegar spár annarra aðila, t.d. spá Seðlabanka Íslands frá í nóv- ember síðastliðnum. „Eins og undanfarna mánuði eru margir óvissuþættir í verðlagsmál- um bæði um hækkanir og tíma- setningar. Þar standa upp úr þró- un olíuverðs og gengis og staða kjaramála. Í maí gerir spáin ráð fyrir að vísitala neysluverðs verði um 1 stigi fyrir neðan rautt strik samkomulags SA og ASÍ frá í síð- ustu viku. Spáin gerir ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar næstu mánuði,“ segir í Gjaldeyrismálum. Ráðgjöf og efnahagsspár spá 3,5% verðbólgu frá byrjun til loka næsta árs Telja vísitöluna verða fyrir neðan rautt strik í maí SAMKVÆMT upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér átti Providence Equity Partn- ers, sem gert hefur tilboð í kjöl- festuhlut Landssíma Íslands, innan við 1% í Western Wireless Corporation í apríl síðastliðnum. Western Wireless Corporation er móðurfélag Western Wire- less International, sem á um 58% hlut í Tali. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu bárust tvö tilboð í svonefndan kjölfestuhlut í Landssíma Íslands hf. Annars vegar barst tilboð frá TDC, sem áður hét TeleDanmark, og hins vegar frá bandaríska fjárfest- ingarsjóðnum Providence Equity Partners, sem er meðal annars stærsti hluthafinn í Eir- com á Írlandi. Á innan við 1% í Western Wireless
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.