Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 30

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 30
ERLENT 30 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að segja upp Gagneldflaugasáttmálan- um frá 1972 (ABM) og sagði, að hún væri ekki reiðubúin að ræða nýja af- vopnunarsamninga vegna þeirrar óvissu, sem nú ríkti. Þótt Rússar hafi verið andvígir uppsögn ABM leggja þeir mikla áherslu á viðræður við Bandaríkjastjórn um fækkun kjarn- orkuvopna. Rumsfeld sagði á fundi með varn- armálaráðherrum NATO í Brussel, að einhliða ákvörðun Bandaríkja- stjórnar um að segja upp ABM með sex mánaða fyrirvara ætti ekki að standa í veginum fyrir aukinni sam- vinnu við Rússa. Minnti hann á, að Rússar og Bandaríkjamenn hefðu orðið sammála um að fækka kjarna- vopnum sínum og sagði unnið að því að tryggja, að hvorir um sig gætu gengið úr skugga um fækkunina. Ekki ógnun við Rússa Rumsfeld sagði hins vegar, að í þeirri endurskoðun, sem nú væri að ljúka á kjarnorkuvígbúnaðarstefnu Bandaríkjanna, væri lögð áhersla á, að unnt væri að mæta nýjum ógnum við nýjar og breyttar aðstæður. Með það í huga vildi Bandaríkjastjórn bíða með frekari afvopnunarsamn- inga. Sagði hann, að mesta áhyggju- efnið væri tilraunir hryðjuverkasam- taka og hryðjuverkaríkja til að komast yfir gjöreyðingarvopn og tæki til að beita þeim. Rumsfeld átti í gær fund með Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sem ítrekaði, að Rússar væru andvígir uppsögn ABM-sátt- málans og teldu hana geta ýtt undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Hann lagði þó áherslu á, að Rússar litu ekki á uppsögnina sem ógnun við sig. Mikilvægt væri hins vegar, að Rúss- ar og Bandaríkjamenn stæðu við fyrri yfirlýsingar um fækkun kjarn- orkuvopna en fyrstu viðræður um það verða í janúar. Rumsfeld segir varnarstefnu Bandaríkjanna mótast af hryðjuverkaógninni Engir nýir afvopnunar- samningar á næstunni Brussel. AP, AFP. Reuters Donald Rumsfeld (t.h.) ræðir við rússneskan starfsbróður sinn, Sergei Ívanov, á fundi varnarmálaráðherra NATO-ríkja í Brussel í gær. Fyrir framan þá stendur bandaríski herforinginn R. B. Myer. Indverjar saka Pakist- ana um aðild að árás Nýja Delhí. AFP, AP. INDVERJAR sökuðu Pakistana í gær um að hafa átt aðild að tilraun til að ráða helstu ráðamenn Indlands af dögum með því að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem gerðu árás á þinghúsið í Nýju Delhí á fimmtudag í síðustu viku. Innanríkisráðherra Indlands, Lal K. Advani, fullyrti í ræðu á ind- verska þinginu í gær að samtök að- skilnaðarsinna í Kasmír, sem hefðu bækistöðvar í Pakistan og nytu stuðnings pakistanskra stjórnvalda, bæru ábyrgð á tilræðinu. „Árásin á þingið í síðustu viku er án efa ósvífn- asta og alvarlegasta tilræðið í tveggja áratuga sögu hryðjuverka að undirlagi Pakistana í Indlandi,“ sagði Advani í ræðu sinni. „Þessari hræðilegu árás … á vöggu lýðræðis- ins var greinilega ætlað að þurrka indversku stjórnmálaforystuna út,“ hélt hann áfram. Hafna boði Pakistana um aðstoð við rannsókn málsins Pakistönsk stjórnvöld vísuðu full- yrðingum Advanis á bug og sökuðu Indverja um að hliðra sér hjá því að ræða af alvöru um framtíð Kasmír- héraðs, sem verið hefur bitbein ríkjanna í áratugi. Talsmaður her- foringjastjórnarinnar í Islamabad sagði pakistönsku þjóðina fordæma slík hryðjuverk og bauð Indverjum aðstoð við rannsókn málsins. For- sætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee, hafnaði boðinu og kvað Indverja staðráðna í að koma sjálfir höndum yfir þá sem skipulagt hefðu tilræðið. Þrettán manns féllu í árásinni á þinghúsið í Nýju Delhí á fimmtudag, þar á meðal tilræðismennirnir fimm. Engan þingmann sakaði. RÁÐHERRAR sjávarútvegs- mála í aðildarríkjum Evrópu- sambandsins, ESB, náðu í gær- morgun eftir langt þóf samkomulagi um fiskveiði- kvóta. Einnig var samið um þróunaráætlun þar sem reynt verður að tryggja að veiðigeta fiskiskipa í sambandinu verði ekki svo mikil að hún ógni fiski- stofnunum. Formaður danska sjómannasambandsins, Bent Rulle, sagðist vera ánægður og samkomulagið væri miklu betra en hann hefði gert ráð fyrir. Heildarveiðikvótar á rækju í Biskajaflóa verða skornir niður, einnig ýsukvótar við Írland og möskvastærð minnkuð. ETA-liðar handteknir á Spáni LÖGREGLA á Spáni handtók í gær sjö manns og lagði hald á vopn í atlögu gegn samtökum aðskilnaðarsinna Baska, ETA, á norðurhluta Spánar. Lögregla handtók fólkið í tveimur þorp- um nærri San Sebastian en talið er að það tengist tilraun til að sprengja bílsprengju í Malaga og sprengjuárás á Madríd-flug- velli. Lögregla lagði einnig hald á um 50 kílógrömm af dýnamíti, hvellhettur og vopn. Sprengjan í Malaga í júlí sl. var aftengd en sprengjan við flug- völlinn í Madríd í sama mánuði sprakk. Enginn slasaðist í sprengingunni, sem olli nokkr- um skemmdum. Kennsl borin á lík í Kúrsk BÚIÐ er að finna þrjú lík til við- bótar úr áhöfn rússneska kjarn- orkukafbátsins Kúrsk, sem fórst á Barentshafi í ágúst í fyrra. Búið er að bera kennsl á 65 lík sem hafa fundist í flaki kafbátsins, en honum var lyft af hafsbotni í október á þessu ári. 12 lík fundust í björgunarað- gerðum í fyrra og hægt var að bera kennsl á þau öll. Talið er að tundurskeyti hafi sprungið og valdið því að kafbáturinn sökk með 118 manna áhöfn. Hvelfingunni breytt í íþróttahöll Þúsaldarhvelfingunni í London verður breytt í íþrótta- og skemmtanamiðstöð en samn- ingar hafa náðst við fyrirtækið Meridian Delta um að leigja bygginguna og er samningur- inn til 999 ára. Fyrirtækið mun breyta hvelfingunni í samvinnu við opinbera stofnun en ekki er ljóst hvort Meridian mun reiða af hendi peninga fyrir að taka við mannvirkinu. Stephen Byers samgöngumálaráðherra segir að leggja þurfi fram um 200 milljónir punda, um 30 milljarða króna, til að breyta hvelfingunni og nánasta um- hverfi hennar. Talsmenn Íhaldsflokksins gagnrýndu leynd sem ríkt hefði við samn- ingsgerðina og sögðust óttast að skattgreiðendur ættu eftir að bera enn sem fyrr þunga bagga vegna hvelfingarinnar. STUTT Samkomu- lag um veiðikvóta ESB-landa HUGO Chavez, forseti Venesúela, sagði í gær á fundi með tugþúsundum stuðningsmanna sinna, að fámenn „klíka“ væri að reyna að steypa sér af stóli og hótaði þeim fangelsi, sem kyntu undir ólgu. Var tilefnið eins dags allsherjarverkfall, sem frammá- menn í atvinnulífinu og verkalýðs- félögin efndu til í síðustu viku. „Hafið Yare-fangelsið tilbúið. Þeir, sem kynda undir ólgu í landinu, verða kannski settir þar inn,“ hrópaði Cha- vez til stuðningsmanna sinna en sjálf- ur sat hann í viðkomandi fangelsi í tvö ár fyrir að hafa reynt að ræna völdum í landinu fyrir níu árum. Mikil upplausn er í efnahagsmál- unum í Venesúela og stuðningur við Chavez meðal landsmanna er nú inn- an við 50%. Kenna margir honum um efnahagsóreiðuna og hann hefur ekki staðið við loforð sín um aukna at- vinnu og aðgerðir til að fækka glæp- um. Á fundinum í gær hótaði Chavez að þjóðnýta þá banka, sem neituðu að fara eftir nýjum lögum, en sam- kvæmt þeim eru þeir skyldir til að lána 15% af útlánafénu til lítilla fyr- irtækja. Fjármálasérfræðingar eru hins vegar sammála um, að bankarn- ir muni heldur sætta sig við sektir en að lána út meira fé við núverandi að- stæður. Allsherjarverkfallið í síðustu viku varð líka til að stappa stálinu í stuðn- ingsmenn Chavez, sem eru einkum fátækt fólk, og kom það víða að af landinu til fundarins í Caracas. Alþýðudómstólar að kúbverskri fyrirmynd Á honum vígði Chavez nýja hreyf- ingu sjálfum sér til stuðnings, „Bylt- ingarhreyfingu Bólivars“, og einnig þúsundir svokallaðra „Bólivar- nefnda“. Eiga þær að koma áhyggju- efnum almennings á framfæri við stjórnvöld og ennfremur að boða stefnu Chavez um sósíalisma og bar- áttu gegn heimsvaldasinnum. Andstæðingar Chavez segja, að með þessum nefndum sé hann í raun að koma á fót nokkurs konar alþýðu- dómstólum eða opinberum eftirlits- nefndum í líkingu við „varnarnefndir byltingarinnar“ hjá kommúnistum á Kúbu. Í Venesúela hefur verið uppi þrá- látur orðrómur um, að herinn hygðist steypa Chavez af stóli, en Lucas Rincon, yfirmaður heraflans, sagði í gær, að fyrir honum væri enginn fót- ur. Chavez hótar fjand- mönnum sínum fangelsi Vaxandi ólga í Venesúela vegna óreiðunnar í efnahagsmálum Hugo Chavez, forseti Venesúela, umkringdur lífvörðum sínum á fund- inum í höfuðborginni Caracas í gær. Þar vígði hann þúsundir svokall- aðra „Bólivarnefnda“, sem eiga að halda á loft sósíalískum skoðunum hans og stunda baráttu gegn heimsvaldasinnum. Caracas. AP, AFP. AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.