Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 31 TUTTUGUSTU og þriðju jóla- söngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir fimmtudaginn 20. desember kl. 20 og föstudaginn 21. desember og laugardaginn 22. desember kl. 23. Auk Kórs Langholtskirkju syngur Gradualekór kirkjunnar á tónleikun- um. Einsöngvarar með kórunum verða Ólafur Kjartan Sigurðarson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einn- ig koma fram einsöngvarar úr röð- um kórfélaga: Halldór Torfason úr Kór Langholtskirkju og Ragnheiður Helgadóttir og Þóra Sif Friðriks- dóttir úr Gradualekórnum. Hljóð- færaleikarar verða Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikarar, Monika Abendroth hörpuleikari, Jón Sigurðsson bassa- leikari, Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari, Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari. Jón Stefánsson er stjórnandi kór- anna í Langholtinu. „Efnisskrá jóla- söngvanna breytist ekki mikið frá ári til árs, enda vill fólk gjarnan heyra sömu lögin ár frá ári. Við breytum þó alltaf einhverju, og í ár vorum við svo heppin að fá að gjöf frá Jóni Sigurðssyni bassaleikara mjög fallega útsetningu af lagi hans Jólin alls staðar, við texta eftir konu Jóns, Jóhönnu Erlingsson. En svo er það sonarsonur þeirra, Ólafur Kjartan sem syngur með okkur, þannig að þetta verður sérstakt og mjög gaman. Núorðið höfum við allt- af nokkur djössuð lög á jólasöngv- unum; eins og Heilög stund á hátíð- ar um jólin sem á ensku heitir Have Yourself a Merry Little Christmas; jólalagið hennar Ingibjargar Þor- bergs og eitt eftir kórfélaga okkar. Jólin alls staðar verða með í þessum flokki laga og þar leikur lítið djass- kombó með okkur, Kjartan, Pétur og Jón sjálfur, en í lagi hans er að auki leikið á hörpu og flautu.“ Fólk fastheldið á jólalögin sín Annað nýtt á efnisskrá kórsins verður lag Atla Heimis Sveinssonar, Jól, við ljóð Davíðs Oddssonar; sænskt jólalag, jólalag Ríkisútvarps- ins frá í fyrra sem Snorri Sigfús Birgisson samdi. „Við förum hægt í breytingar á efnisskránni og þær sjást varla nema þegar litið er að minnsta kosti fimm ár aftur í tím- ann. Fólk er fastheldið á sín jólalög rétt eins það heldur fast í matarsiði um jólin. Mér finnst það gott þegar fólk vill halda fast í þessar hefðir, en það má alltaf lauma einhverju nýju með. Það getur tekið góð lög nokkur ár að festast í sessi, þau sem ekki virka gleymast. Jólalagið hennar Jórunnar Viðar, sem hún samdi sem Jólalag Ríkisútvarpsins er dæmi um lag sem sló í gegn og það er einhver sú yndislegasta jóla- gjöf sem þjóðin hefur eignast; við syngjum það auðvitað.“ Meðal þess sem hefðbundið er á jóla- söngvum Kórs Lang- holtskirkju er söngur Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur með stóra kórnum á sænska jólalaginu Ó helga nótt, en auk þess syngur hún með Gradualekórnum Ave Maria eftir Sig- valda Kaldalóns. Þetta er fjórða efnis- skráin sem Jón Stef- ánsson stjórnar frá lofgjörðardjas- stónleikum kórsins í lok nóvember. Stúlknakórinn Graduale nobili og Gradualekórinn hafa báðir sungið heila tónleika, og auk þess eru Grad- ualekórinn og litlu krakkarnir í kór- skólakórnum búnir að syngja í upp- töku á jólamessu Ríkisútvarpsins. Fyrstu jólasöngvarnir voru haldn- ir í Landakotskirkju 1978 og var það í raun í fyrsta skipti sem slíkir tón- leikar voru haldnir. Fyrstu tónleik- arnir í Langholtskirkju voru haldnir í kirkjuskipinu 1980 áður en gler var komið í kirkjuna, í tíu stiga frosti og ganga þeir í minningunni undir heit- inu „vettlingatónleikarnir.“ Þá skap- aðist sú hefð að gefa tónleikagestum heitt súkkulaði í hléi til að hlýja sér. Enn í dag býður kórinn tónleika- gestum upp á jólasúkkulaði og pip- arkökur í hléi og finnst mörgum gott að koma í Langholtskirkju og hlusta á falleg jólalög eftir búðaráp kvölds- ins. Súkkulaði í boði, allt frá „vettlingatónleikunum“ Ólafur Kjartan Sigurðarson Ólöf Kolbrún Harðardóttir KAMMERHÓPURINN Camer- arctica hefur haldið kertaljósa- tónleika sína frá árinu 1993. Þau leika tónlist eftir Mozart í nokkr- um kirkjum rétt fyrir jól og lýsa þær eingöngu upp með kerta- ljósum. Að þessu sinni verða tón- leikar í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, í Kópavogskirkju föstu- dagskvöld 21. desember og í Dóm- kirkjunni í Reykjavík að kvöldi laugardagsins 22. desember. Tón- leikarnir eru um klukkustund- arlangir og hefjast klukkan 21. Verkin sem hópurinn hefur val- ið að þessu sinni eru Kvartett í A- dúr fyrir flautu og strengi K. 298, Divertimento í D-dúr fyrir strengjakvartett og Kvartett fyrir klarinett og strengi í Es-dúr K. 374f eftir W.A. Mozart. Í lokin verður að venju leikinn jólasálm- urinn Í dag er glatt í döprum hjörtum sem einnig er eftir Moz- art. Camerarctica skipa þau Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari, Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- arar, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Hall- dórsson sellóleikari. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, eldri borgarar og námsmenn fá helmings afslátt og ókeypis aðgangur er fyrir börn. Morgunblaðið/Sverrir Sönghópurinn Camerarctica á æfingu í Dómkirkjunni. Mozart við kertaljós Hásalir Hafnarfjarðarkirkju Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur aðventutónleika kl. 20:30 undir yfirskriftinni Vinakvöld á að- ventu. Miðaverð er 1.000 krónur en frítt er fyrir alla 15 ára og yngri svo og nemendur Flensborgarskólans. Miðar eru seldir við innganginn. Stjórnandi kórsins er Hrafnhildur Blomsterberg. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.