Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 32
L
ISTASAFN Íslands
skartaði ljúfum kaffiilmi
og rólegu andrúmi er ég
vatt mér þar inn til við-
talserinda. Það mætti
segja að þessi stemmning speglaði
inntak fjórðu hljóðversplötu Bjarkar
Guðmundsdóttur, Vespertine, hreint
ágætlega. Þar líða um innhverfar og
lágstemmdar hljóðbylgjur; sann-
arlega sá aftansöngur sem nafnið vís-
ar í.
Plötunni hefur víðast hvar verið vel
tekið og flestir eru ásáttir um það að
Björk haldi, nú sem endranær, fast í
sína listrænu sýn, sem er sannarlega
einstakt innan þess dægurheims sem
hún starfar í. Að halda slíkum dampi í
gegnum fjórar plötur er ekkert
minna en afrek.
Undanfarna mánuði hefur Björk
ferðast um heiminn til að kynna plöt-
una og hefur m.a. verið með tónleika í
Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi,
Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Frakk-
landi, Spáni og á Ítalíu. Þessir tvennir
tónleikar hér heima verða svo hinir
síðustu í ferðinni. Með henni er um
margt kyndugt föruneyti og sýnir val
Bjarkar á samstarfsmönnum glöggt
þrjósku hennar gegn því að troða
hina víðförnu slóð. Fyrir það fyrsta
mun Sinfóníuhljómsveit Íslands leika
undir hjá henni en svo verða þarna
líka hörpuleikarinn Zeena Parkins,
bandaríski rafdúettinn Matmos,
grænlenskur stúlknakór og inúíta-
söngkonan Tagaq.
Mjög heppin
Jæja, hvað segirðu þá?
„Bara allt fínt.“
Hvernig líst þér á tónleikana?
„Bara mjög vel.“
Finnst þér mikilvægt að enda
svona tónleikaferðir hér heima?
„Já, ég hef alltaf reynt að gera það.
Þá erum við venjulega best. Það
fylgja því mjög ákveðnir gallar að
vera alltaf með nýja hljómsveit í
hverjum túr, það er eiginlega þannig
að í upphafi erum við svona ágæt, er-
um þá enn að spila okkur saman. En
svo í endann er þetta farið að smella;
þá er bandið orðið þéttara. Kostirnir
eru náttúrulega þeir að það er voða-
lega spennandi að vinna með nýju
fólki og það er líka þannig að ég hef
alltaf verið með nýtt landslag á hverri
plötu, svona hljóðlega séð. Þá er auð-
vitað mjög gott að fá nýja tónlist-
armenn til liðs við sig.“
Og það gekk alveg að fá þá sam-
starfsmenn sem þú vildir?
„Já, ég hef alltaf verið alveg ótrú-
lega heppin með það... Sá fyrsti sem
ég spyr segir alltaf já! Til dæmis þeg-
ar ég spurði Matmosstrákana, þá hélt
ég að þeir hefðu eitthvað annað að
gera, en þeir voru bara til í þetta, og
það var alveg frábært. Ég hef nefni-
lega alltaf spurt fólk sem hefur sterk
sérkenni til að bera. Ég hef aldrei
haft mikinn áhuga á því að vinna með
fólki sem er leiguspilarar. Ég vil frek-
ar skilja eftir pláss og vinna með
fólki...“
Sem tekur þátt í sköpuninni?
„...Já. Og er jafnsterkt og ég á svið-
inu. Eins og þegar ég var í Kuklinu og
Sykurmolunum þá voru allir jafn-
sterkir á sviðinu og fengu svona að
vera þeir sjálfir... Hvað sem það nú
er,“ segir hún hlæjandi. „En t.d. með
Vespertine, þá var ég búin að vinna
um 90% af henni áður en ég bað fólk
um að taka þátt í henni. Þannig að ég
passaði mig á því að spyrja fólk sem
var að pæla í svipuðum hlutum, eins
og t.d. Matmos. Og Zeena er líka
manneskja sem hefur aðallega verið
að fást við sína hluti. Það er alger
undantekning að hún fari svona túr.
Henni finnst hún vera í hálfgerðu
jólafríi, vanalega er hún að gera
50.000 hluti,“ segir Björk og hlær enn
meira.
Ég talaði einmitt við hana Zeenu
áðan og spurði hana þá hvort hún
fyndi einhvern tíma fyrir pressu frá
fólki vegna þess að hún fæst við nokk-
uð sérstaka hluti. Hún neitaði því.
Mér hefur nefnilega oft fundist að í
stóru samfélagi eins og í Bandaríkj-
unum hafi menn leyfi til að gera það
sem þá fýsir en hérlendis þurfi menn
að vera virkilega sterkir, ætli þeir að
fylgja sinni sannfæringu, þar sem
þeir eru stöðugt undir smásjá...
„Já... humm... jaa..., ég er vönust
því að fólk skilji ekkert í því sem ég er
að gera. Ég gerði það í tíu eða fimm-
tán ár áður en einhver fór að skilja
mig. Þannig að nú bíð ég eftir því að
fólk skilji mig ekki aftur. En ég hef
bara verið mjög heppin þar sem ég
stefni aldrei á það, þegar ég geri nýja
plötu, að nú eigi allir að skilja það sem
ég er að gera. Það hefur aldrei verið
þannig. Ég geri bara það sem ég vil
gera og ef fólk skilur mig þá er það
bónus. En eins og þú segir þá er mjög
mikilvægt að kýla á það ef maður ætl-
ar að gera það sem maður ætlar að
gera á svona litlum stað. Ég þekki
það miklu betur að enginn skilji mig.
Fólk hélt til dæmis að við í Sykurmol-
unum værum algerir rugludallar á
sínum tíma.“
Þannig að þú ert orðin atvinnu-
maður í því að vera misskilin?
„Já, ég er alveg ógeðslega góð í
því,“ segir hún og glottir. „En ég held
að ég geti sagt mér til varnar að sumu
leyti að ég þrífst ekki á því..., skil-
urðu? Það er til fólk sem þrífst á því
að vera fórnarlömb af því að enginn
skilur það. Ég held að það sé alveg
jafnflókið og að vera Britney Spears.“
Fólk sem gerir furðulega hluti til
að gera furðulega hluti?
„Já... Það er alveg jafnslæm gildra.
Það er óþolandi þegar fólk er ann-
aðhvort alltaf sammála eða alltaf
ósammála. Það er rosalega auðveldur
pakki.“
Ertu farin að vinna að næstu plötu?
„Já..., en hún er svona mest til í
hausnum á mér núna. Þannig að ég
reyni yfirleitt að tala ekki um það.
Svoleiðis eyðir bara oft. Ég reyni því
að halda þessu leyndu þar til vinnan
fer í gang að minnsta kosti.“
Hvað með innihald og boðskap
Vespertine? Margir vilja sjá þar
djúpan boðskap...
„Mér hefur aldrei fundist það vera
í mínum verkahring að tala um það
sem ég læt frá mér. Og ég hef ekki
gaman af því þegar fólk er að leita
logandi ljósi að tilvísunum og merk-
ingu í einhverjum hlutum. Um daginn
var ég beðin að vinna með nútíma-
danshópi og ég var alveg ógeðslega
spennt því þetta er rosalega flottur
hópur. Þangað til þau sögðu mér að
þetta ætti að vera um gríska goðsögn.
Þá hugsaði ég: „Jæja...“ Það er eins
og fólk hafi einhverja minnimátt-
arkennd gagnvart því sem er að ger-
ast í dag, eins og það hafi eitthvað
minna vægi en það sem var að gerast
fyrir 3.000 árum eða hvað það nú er.
Ég hef frekar reynt að búa til nútíma-
mýtólógíur. Mér finnst það vera
miklu meiri áskorun; það er miklu
erfiðara. Ég hef mjög gaman af mýtó-
lógíum en ekki þegar þær eru nost-
algískar. Ég meina... Það eru svanir á
tjörninni, skilurðu? Ég á flottar end-
urminningar þaðan. Ég hef sjálf lent í
því að vera að hlusta á tónlist og hef
þá lesið eitthvað yfirnáttúrlegt úr
henni og tíu árum síðar kemst ég að
því að það á sér ekki stoð í raunveru-
leikanum. En þetta skiptir bara engu
máli. Mér finnst bara frábært að
hugsa til þess að fólk eigi eftir að
hlusta á mína tónlist í bílnum, þegar
það er að elskast eða rífast... eða í
skíðalyftum. Það er nú fínn staður...“
Aukatónleikar á föstudag
Björk heldur aukatónleika í Há-
skólabíói á föstudaginn með sömu lið-
skipan. Hefjast þeir kl. 20. Þess ber
að geta að enn eru til sölu miðar á
hvora tveggja tónleikana. Fást þeir
annars vegar á skrifstofu Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Háskólabíói en
hins vegar á vefsíðunni www.val.is.
Morgunblaðið/Einar Falur
„Vönust því að fólk
skilji ekkert í því sem
ég er að gera“
Björk heldur tvenna hljómleika á Íslandi í tengslum við sitt fjórða verk,
Vespertine. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Björk um lífið og listina.
arnart@mbl.is
LISTIR
32 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SPÆNSKI tenórinn Plàcido Dom-
ingo kvaddi í síðustu viku óperuunn-
endur í La Scala óperuhúsinu í Míl-
anó við mikinn fögnuð í tilfinn-
ingaþrunginni uppfærslu á Óþelló.
En óperuhúsinu hefur nú verið lokað
vegna endurbóta sem gert er ráð
fyrir að ljúki 2004.
Domingo, sem söng í fyrsta sinn í
La Scala fyrir 25 árum, þá einnig í
hlutverki Óþellós, olli uppnámi með-
al áheyrenda er rödd hans brást við
lok annars þáttar. Tenórinn gekk þá
af sviði eftir að hafa beðið áheyrend-
ur afsökunar. „Mér þykir það leitt,
en ég get ekki haldið áfram,“ sagði
Domingo og yfirgaf sviðið. Stjórn-
andinn Riccardo Muti yfirgaf þá
hljómsveitargryfjuna og elti Dom-
ingo af sviðinu og sneri aftur 10 mín-
útum síðar til að tilkynna að söngv-
arinn myndi halda áfram.
Domingo, sem er sextugur að
aldri, hafði að sögn stjórnandans áð-
ur borið fyrir sig veikindi en vildi
ekki valda áheyrendum vonbrigðum
með því að syngja ekki. Óperugestir
La Scala, sem geta verið óvægnari í
gagnrýni sinni heldur en flestir aðr-
ir, fögnuðu söngvaranum af miklum
móð þegar hann sneri aftur. Lófa-
takið var yfirgnæfandi og samúð og
fögnuður áheyrenda slíkur, að sögn
bandaríska dagblaðsins New York
Times, að Domingo hefði getað boðið
sig fram til borgarstjóra Mílanó og
unnið yfirburðasigur.
Söngvarinn hafði áður tilkynnt að
þessi uppfærsla yrði sín síðasta sem
Márinn í Feneyjum, en hlutverkið
hefur verið eitt af lykilhlutverkum
hans undanfarinn aldarfjórðung.
Töluverðar breytingar verða á La
Scala nú eftir lokunina, en óperuhús-
ið hefur ekki sætt endurbótum frá
því 1946 og hafa ýmsir fastagestir
látið í ljós áhyggjur af að endurbæt-
urnar verði of miklar. Þótt La Scala
verði lokað til ársins 2004 leggst óp-
erustarfsemi hússins þó ekki af held-
ur hefur La Scala verið fundið tíma-
bundið heimili í Arcimboldi-
leikhúsinu norður af Mílanó.
Röddin
brast en
áheyrendur
fögnuðu
Reuters
Plàcido Domingo sést hér í hlut-
verki Parsifal Wagners.
Domingo í La Scala
FRÖNSK málfræði eftir Nicole
McBride er í þýðingu Sigríðar Önnu
Guðbrandsdóttur frönskukennara.
Frönsk málfræði er í senn uppfletti-
rit með útskýringum á fjölmörgum
málfræðiatriðum og handbók með
leiðbeiningum um franska málfræði
og málnotkun.
Í fyrri hluta bókarinnar eru einstök
málfræðiatriði tekin fyrir í stafrófsröð
og útskýrð með dæmum og töflum. Í
síðari hlutanum er útskýrt hvernig á
að tjá sig um ýmis atriði á frönsku og
gefin dæmi um ólíkt málfar eftir að-
stæðum.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 128 bls., Guðjón Ketilsson
hannaði kápu. Verð: 1.990 kr.
Málfræði