Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 33

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 33 Yfir 27.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic. H ön nu n & u m b ro t eh f. © 1 99 9 w w w .d es ig n. is © 2 00 1 Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Glæsilegt jólatilboð á stillanlegum rúmum Opið: mán. - fös. frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-15 Takmarkaðmagn!!! Spring Air Never Turn, nýja heilsudýan sem farið hefur sigurför um Bandaríkin á þessu ári á ótrúlegu jólatilboði í Betra Bak. Spring Air jólatilboð Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Yfir 32.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. CE-MERKING TEMPUR-vörur eru CE-merktar sem læknatæki, gerð 1, Viðauki Vll, sem merkir að vörurnar standast heilbrigðisreglur í reglum 93/42 EEC. -HEILSUKODDAR Röng höfuðlega er erfið fyrir háls, herðar og bak og leiðir til meiðsla og verkja. TEMPUR heilsukoddinn veitir stuðning og þægindi þannig að þú getur sofnað án allrar spennu. Einstök hönnun og þrýstijöfnunareiginleiki TEMPUR efnisins veitir algjöra vöðvaslökun þannig að þú sem ert slæm(ur) í hálsi, herðum eða baki nærð betri og dýpri svefni. Tempur heilsukoddinn er svo þekktur fyrir þennan eiginleika að hann er notaður af flest öllum sjúkraþjálfunarstöðvum um heim allan, m.a. hér á Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!! I i lí i !!! Mesta úrval landsins! Vertu viss um að næst þegar þú kaupir heilsudýnu sé hún Spring Air Never Turn frá Betra Bak HÆTT er við að myndi rugla ókunnugan í ríminu að komast að því að nafn Léttsveitar Reykjavík- ur, er hélt aðventutónleika fyrir þétt setinni Bústaðakirkju á laug- ardaginn, næði yfir fullan 100 kvenna kór á móti tveggja manna hrynsveit píanós og kontrabassa. Í fljótu bragði ætti slíkur grúi að duga í 5–7 rytmíska kóra. En til varnar LR má alveg segja strax, að þó að lítt bólaði á eiginlegri sveiflu í djassrænum skilningi, var söngur kórsins samt ótrúlega sam- taka miðað við stærð. Hvað þá með tilliti til þess, að í aðeins þriggja raða uppröðun þeirri sem staðar- kostir buðu upp á varð hálfgert ginnungagap á milli yztu vængja kórsins. Hitt er spurning hvort veitti af þriðja manni í undirleik, annaðhvort á gítar eða trommu- sett, til að draga betur fram auka- slögin („off beat“). Enda freistaðist kontrabassinn oftar til að fylla inn aukanótu en gott var, með heldur þunglamalegum afleiðingum – ekki sízt á 3. slagi í þrískiptri taktteg- und. Styrkjafnvægi hljóðfæranna var annars mjög gott, en bassinn varð stundum fullframarlega í hrynjandi. Þrátt fyrir oftast stutt lög var dagskráin í lengsta lagi (tæp hálf önnur klst. án hlés) og hefði kannski mátt sleppa 3–4 af þvæld- ustu jólalummum, þó að þeir tón- leikagestir er létu þetta eina kvöld duga fyrir aðventuinntöku í ár kynnu að vera ósammála. Svo tæpt sé fyrst á sérverkefnum kórsins, þá hljómaði hann hreinast og frísk- legast í fyrsta hluta, þ.e. Hátíð í bæ (Christmas Wonderland(?)), þjóðlaginu Það á að gefa börnum brauð (bæði ágætlega útsett af „Skarpa“, líkast til dulnefni Skarp- héðins Hjartarsonar úr söngkvart- ettinum Rúdolf, er alls var ábyrg- ur fyrir 4 raddsetningum). Kórinn dofnaði svolítið í Þá nýfæddur Jesú (Kirkpatrick) en hresstist aft- ur í litlu perlu Ingibjargar Þor- bergs, Hin fyrstu jól, í raddsetn- ingu píanista kórsins, Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, er átti fjórar aðr- ar á prógramminu. Í Yfir fannhvíta jörð (Miller, Wells; radds. AÞ) var kórinn aftur farinn að dofna og jafnvel lafa, en náði sér þó síðan aftur á strik með millibilum. Einna bezt komu út Það heyrast jólabjöllur (betur þekkt sem hljómsveitarlag Leroys Andersons „Sleigh Ride“; úts. SH), Jóla- stjarnan (úr sálmasafninu Piae cantiones í fjölbreyttri raddsetn- ingu SH). Syng barnahjörð (Joy to the World Händels) skemmdist svolítið af afkáralegum bæjara- slætti kontrabassans, en franska lagið Jólaklukkur (viðlag „Gloria, hosanna in excelsis“) og þó sér- staklega hið frábæra lag Jórunnar Viðar, Jól (skelfilega óeftirminni- legur titill!) stóðu upp úr seinni hlutanum, enda þótt inntónunin í lagi Jórunnar hefði mátt vera hreinni. Annars var söngur kórsins í heild samtaka og glaðlegur, þótt sumir hefðu vænst kraftmeiri hljóms af öðrum eins fjölda. Í síðasttalda laginu söng gestur kórsins, Sigurjón Jóhannesson ten- ór, í 3. erindi. Þar að auki söng hann einn við oftast þokkafullan píanóundirleik Aðalheiðar (burtséð frá smáfipi í Caccini) Hátíð fer að höndum ein (ísl. þjóðlag), er vakti athygli fyrir sérkennilega og ekki með öllu óumdeilanlega hljóma- framvindu í raddsetningu Hildi- gunnar Rúnarsdóttur. Einnig söng hann „Ave Maríaen“ [sic?] eftir Caccini, Pieta signore eftir Strad- ella og með kórnum Ó, Jesúbarn (Eyþór Stefánsson) og Panis Ang- elicus (Franck). Þrátt fyrir snoturt raddfæri virtist tenórrödd Sigur- jóns enn í mótun; fókusinn var mistraustur (síztur í Jól), tónstað- an stundum hniggjörn og mótunin almennt frekar dauf, þrátt fyrir ágætar undirtektir. Kvartettinn fjórar klassískar, söngkonurnar Signý Sæmundsdóttir (S), Björk Jónsdóttir (MS), stjórnandinn (A) og píanistinn, sem „hitaði upp“ fyr- ir kórinn í byrjun utan dagskrár, kom hins vegar ljómandi vel út í glampandi samstilltri túlkun á Valsi í As eftir Brahms Op. 39,15 og Ritorno a Sorrento. (Hvorugt verk var tilgreint í kynningu og því háð skeikulu minni undirr.) Bjöllukór Bústaðakirkju – 16 krómatískar bjöllur í höndum 8 ungmeyja með jólasveinahúfur – setti skemmtilegan aukasvip á miðhluta dagskrár frá lagi And- ersons til Jólaklukkna, auk loka- lagsins. Nokkurrar ónákvæmni gætti í tónleikaskrá, er t.d. eignaði Ingi- björgu Þorbergs heiðurinn af texta Kristjáns frá Djúpalæk í Hin fyrstu jól. Þótt varla væri viðlit að prenta 22 söngtexta, hefði aftur á móti mátt geta frumheita erlendu laganna, enda oft fleiri en ein þýð- ing til á hverju, auk þess sem nýrri engilsaxnesk jólalög eru iðulega þekktari af enskum titlum sínum en íslenzkum. Aðventulögin á laufléttum nótum TÓNLIST Bústaðakirkja Aðventutónleikar Léttsveitar Reykjavík- ur. Stjórnandi: Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanó; Tómas R. Einarsson, kontrabassi. Gestir: Sig- urjón Jóhannesson tenór og Bjöllukór Bú- staðakirkju. Laugardaginn 15. desember kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.