Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 38

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 38
LISTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ussolini vildi ger- ast hinn nýi Ses- ar en hafði auk þess áhyggjur af mannfjölgun í landinu. Hann sagði að frábær þjóð eins og Ítalir yrði að fá ný- lendur til að færa út kvíarnar og takmörk væru fyrir því hve marga landið gæti brauðfætt. Nú fækkar hins vegar Ítölum eins og mörgum öðrum auðugum Evr- ópuþjóðum og mannfjölgun í heiminum virðist ætla að stöðvast einhvern tíma í lok þessarar ald- ar. En sums staðar er hún enn geigvænleg og aragrúi af atvinnu- lausum og örvæntingarfullum ungmennum í Mið-Austurlöndum og Afríku er sennilega undir niðri ein helsta orsök stanslausra átaka þar um slóðir. Þar eru uppeld- isstöðvar stríðsmanna framtíð- arinnar í fátækrahverfum stór- borganna, væntanlegra nýliða al-Qaeda og annarra slíkra. Al- gert vonleysið er bærilegra ef maður á byssu og stundum borga stríðsherrar ágætlega þeim sem berjast fyrir þá. Þetta er líka vinna. Eitt er það sem allir voru nokk- urn veginn sammála um á ráð- stefnu friðarverðlaunahafa og fræðimanna nýlega í Ósló: hættan á stórstyrjöld milli voldugra ríkja eða ríkjabandalaga er ekki lengur það sem ógnar heimsfriðnum heldur „stríð“ þeirra sem synda eins og fiskar í hafi hnattvæðing- arinnar, nafnlausir og nú land- lausir. Árásir þeirra sem mynda með sér lausleg samtök um hatur, dyljast, skipta sér í litla hópa þar sem einstakir félagar þekkja að- eins örfáa samherja, lokatak- markið er þokukennt. Búum okk- ur því undir langan ófrið. Mannskæð átök hafa alltaf fylgt manninum en eitt hefur ger- breyst á síðustu áratugum. Að- eins um 5% þeirra sem féllu í heimsstyrjöldinni fyrri 1914–1918 voru óbreyttir borgarar. Hlut- fallið var á hinn bóginn yfir 60% í seinni heimsstyrjöld og í átökum sem víða geisa í þriðja heiminum er það oft mun hærra. Enginn getur almennilega útskýrt hvað veldur þessari þróun. Ástæðurnar eru vafalaust margar og flóknar en þeir sem eru vissir um að for- tíðin geti ekki kennt okkur nú- tímamönnum neitt ættu að velta fyrir sér hvað flestir hermenn hafi eitt sinn kunnað sem bannaði þeim að drepa vopnlausa borgara, misþyrma þeim eða hrekja þá á flótta. Kannski höfum við týnt einhverju niður. Vandinn eykst þegar menn reyna að skilgreina hvað séu varnarviðbrögð og hvað árás. Og eru hryðjuverkamenn sem leita skjóls innan um óbreytta borgara í Afganistan hættir að vera skot- mark? Stríðsmenn bin Ladens klæddust ekki einkennisbúningi og skýldu sér á bak við saklaust fólk í trausti þess að andstæðing- unum hrysi hugur við því að taka áhættuna og skjóta. Er hægt að tryggja frið milli manna með því að koma á lýð- ræði? Lýðræðissinnar, alveg frá tímum heimspekingsins Imm- anuels Kants fyrir tveim öldum og til okkar daga, hafa margir fullyrt að lýðræðið ráði úrslitum um sigur friðarins, lýðræðisríki ráðist ekki á annað lýðræðisríki. Ef almenningur hafi lokaorðið sé aldrei hægt að fá samþykkt að hafið skuli árásarstríð. Kant ritaði skömmu fyrir aldamótin 1800 um „frið án enda“ sem komið yrði á þegar öll ríki Evrópu hefðu sam- einast í bandalagi lýðræðisins og tækju saman höndum í öryggis- málum til að verja hvert annað. Líklega var það hann sem lagði fyrstu drögin að Atlantshafs- bandalaginu. Stjórnmálafræðingurinn Mich- ael Doyle, sem starfar við Prince- ton-háskóla í Bandaríkjunum, rifjar upp að þótt kosningaréttur væri almennur þar vestra á 19. öldinni kom það ekki í veg fyrir að beitt væri hervaldi til að hrifsa til sín landsvæði af indíánum. Land- nemaþjóðin var sátt við stefnuna, indíánarnir voru reknir af svæð- um sem hvítir Bandaríkjamenn þurftu að fá til ræktunar og loks holað niður á svonefndum vernd- arsvæðum. Notaðar voru sömu aðferðir til að stækka ríkið og aðr- ar stórþjóðir höfðu ávallt beitt í sögunni, hvort sem það voru Rússar, Mongólar, Kínverjar eða Rómverjar, undir forystu ein- valda. Lýðræði er betra en ein- ræðið en gerir áfram kleift að höfða til augljósra eiginhagsmuna og þjóðrembu, æsa upp andúð og búa til óvinarímynd. Doyle segir að vissulega leysi lýðræðisþjóðir almennt deilur sín- ar við aðrar slíkar með frið- samlegum hætti en þau virðist þó ekki endilega hafa hemil á sér þegar kemur að samskiptum við veikburða andstæðinga eða ein- ræðisríki. Þá gilda önnur lögmál ef þau telja hagsmunum sínum borgið með því. Frakkar og Bretar háðu líka árásarstríð og unnu nýlendur eft- ir að þjóðirnar tóku upp lýðræði. Upplýst Evrópufólk á 19. öld taldi að markmiðið með nýlendustríð- unum væri að friða og kristna ók- unn lönd og draga þau inn í sjálfa Menninguna, breiða út buxna- tísku og fleira gott og siðlegt. Þetta hljómar undarlega núna. Flestir taka undir með þeim sem segja nýlendustefnuna hafa verið hreina græðgi. Sókn eftir flota- stöðvum, hráefnum og mörkuðum hafi drifið menn af stað en ekki göfug áform. En er það öruggt, voru ástæðurnar ekki margar? Fjölmargir heimsveldissinnar í Evrópuríkjunum vildu af einlægni útrýma þrælahaldi í Afríku og upp úr 1830 fór breski flotinn að taka skip þrælasalanna á heims- höfunum. Höfðingjar á vest- urströnd Afríku sendu þá nefnd til London og grátbáðu stjórn hans hátignar um að hætta við áformin; þrælaverslunin væri undirstaða hagsældar í löndum þeirra. Þeim fannst þetta óþol- andi valdbeiting en hvað með þrælana? Kannski fannst þeim þetta gott stríð hjá Bretum. Enn langt í friðinn „Ég trúi ekki á eilífan frið, mér finnst tilhugsunin þungbær og í andstöðu við grundvallarkosti mannsins sem aðeins geta öðlast kraftbirtingu sína í blóðugum átökum.“ VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Benito Mussolini EFNI þessarar bókar er að nokkru leyti það sama og doktorsritgerð höf- undar, Från väckelse till Samfund, sem út kom árið 1990. Þar er fjallað um tilurð og þróun hvítasunnuhreyf- ingarinnar á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Í bókinni sem hér er til umfjöllunar er saga hvítasunnuhreyf- ingarinnar skrifuð öðrum þræði sem ævisaga Einars J. Gíslasonar, sem var forstöðumaður hvítasunnusafnað- arins Betel í Vestmannaeyjum um 22 ára skeið (1948–1970) og Fíladelfíu í Reykjavík í tæpa tvo áratugi. Þessari aðferð er beitt í þeirri von að með þeim hætti verði komist nær innvið- um hvítasunnuhreyfingarinnar en með hefðbundinni stofnanasögu því að ævi Einars er svo samtvinnuð sögu hreyfingarinnar að þroskasaga hans og þroskasaga hreyfingarinnar falla að miklu leyti saman að mati höfund- ar. Þegar hann var forstöðumaður Fíladelfíu í Reykjavík breyttist söfn- uðurinn úr því sem höfundur kallar sérstrúarsöfnuð (sect) og í kirkjudeild (bls. 92, 95) og varð að mótandi afli í trúarsögu Íslands. Þessi aðferð er svo kölluð einsaga í sagnfræði (microh- istory, bls. 12 og 124). Sem leiðtogi sameinaði Einar að mati höfundar á einstakan hátt náðarvald sem byggir á persónuleika hans (karisma) og hefð- arvald sem byggist á sögu, venjum og emb- ættinu sem stofnun (s. 11, 28, 37). Hann var „strangur, skipulagður og óhagganlegur eins og siðaboðin sem hreyfingin byggðist á en hins vegar var hann óútreiknanleg- ur og frumlegur eins og andinn sem enginn veit hvert blæs“ (bls. 11). Bókin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er rakin saga hvítasunnuhreyfingarinnar almennt og helstu kenningar hennar, saga hreyfingarinnar á Íslandi og helstu einkenni, fyrst og fremst í Vest- mannaeyjum og Reykjavík, og tengsl og hlutverk Einars í þeirri sögu. Í seinni hlutanum eru ræður og prédik- anir eftir Einar, en hann þótti mjög sérstakur og kraftmikill prédikari. Bókin er ekki fræðirit í þröngri merkingu og höfundur getur þess að nákvæma heimildaskrá sé að finna í Från väckelse til samfunn. Hún er mjög læsileg og aðgengileg almenn- ingi. Sums staðar er frásögnin brotin upp með innskotsrömmum til upplýs- ingar megintextanum. Ekki er um eiginlega ævisögu að ræða og kemur Einar ekki fyrir í löngum köflum í bók- inni, enda er vísað í sjálfsævisögu hans frá árinu 1985. Lífi hans sem persónu, aðskildri frá leiðtoganum í hvítasunnuhreyfing- unni, eru lítil skil gerð og hvorki er mynd af fjölskyldu hans né er allra barna hans getið. Sparlega er farið með ártöl í textanum og þarf að leita vel til að finna t.d. hvaða ár hann varð forstöðu- maður Fíladelfíu og undirrituðum tókst ekki að finna hve- nær hann hætti. Forstöðumanna sem tóku við af honum er hvorki getið né er fjallað um tímann eftir að hann lét af embætti. Þó að textinn sé leikandi og léttur hefði mátt lesa lokapróförk betur. Efnistök höfundar eru athygl- isverð og honum tekst að draga fram mörg persónueinkenni Einars sem var þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi. Margar myndir prýða bókina. Það er mikill fengur að henni og hún er mikilvægt framlag til kirkjusögu Ís- lands á nýliðinni öld. Það er gott að hluti af efni doktorsritgerðar Péturs birtist nú á íslensku í aðgengilegu formi. Kirkjuhöfðingi BÆKUR Kirkjusaga Eftir Pétur Pétursson. Útgefandi: Há- skólaútgáfan 2001. Stærð: 224 blaðsíð- ur. KALLARI ORÐSINS Pétur Pétursson Kjartan Jónsson ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem bók er gefin út með nýju efni eftir ní- ræðan mann. En það hefur gerst með þessari bók sem hefur að geyma prédikanir, greinar, erindi og tvö ljóð eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Ekki eru nema tvö ár síðan síðasta bók hans kom út, Sárið og perlan. Sú sem hér er til umfjöllunar er gefin út að frumkvæði Presta- félags Íslands í tilefni af 90 ára af- mælis hans sem þakklætisvottur „fyrir hans mikla starf fyrir kristni og kirkju á Íslandi í áratugi“ (s. 9). Mest af efninu hefur orðið til á síð- ustu þremur árum þó að nokkrar ræður séu eldri. Bókin hefst á ljóði um kristnitök- una er „Kristur helgaði land og lýð“ (s. 11) og undir lok hennar er kafli með hugleiðingum höfundar um samleið kirkju og þjóðar á Íslandi, „Kirkja og þjóð, Þankar á þúsald- armorgni.“ Þar birtist ást hans bæði á landi og þjóð en einnig boðskapur eins af núlifandi feðrum þjóðarinnar til samtímans. Honum er mikið í mun að Íslendingar gleymi ekki að menningararfur þeirra er kristinn sem birtist til dæmis í þjóðsöngnum „Ó, Guð vors lands“. Hann segir: „Þú getur varla metið þann þjóðararf, sem er grunnur og lífsbrunnur sjálfstæðrar, íslenskrar þjóðartilveru, ef þú met- ur ekki þá kirkju ald- anna, sem var og er hið íslenskasta af öllu ís- lensku“ (s. 237). Hug- leiðingar af tilefni nýlið- inna aldamóta eru í nokkrum prédikunum og höfundi er mjög í mun af því tilefni að brýna fyrir upprennandi kyn- slóðum að þær glati ekki þeim dýrmæta arfi sem kynslóðirnar hafa skapað og skilað þeim í hendur, annars muni það hafa ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar. Bjargföst trú höfundar skín hvar- vetna í gegnum mál hans. Honum liggur á hjarta að miðla því að Guð sé lifandi, veruleikinn á bak við til- veruna, sem er nálægur hverjum manni og vill í eilífum kærleika fá að taka þátt í lífi allra manna og vera stoð þeirra í lífsbaráttunni. Hann spyr grundvallarspurninga um lífið og tilveruna og reynir að fá lesand- ann til að velta fyrir sér hvað skipti mestu máli í lífinu. Ræðurnar skína af sannfæringarkrafti en um leið af hógværð. Höfundur hefur efnið á valdi sínu, þekkir boðskap Biblíunnar og gerir hann skiljanlegan hverjum sem les en er jafnframt víðlesinn og vel heima í umræðu líðandi stundar. Málfar bókarinnar er þess eðlis að hún hentar ekki til hrað- lestrar heldur ber að lesa hana hægt og njóta málfars og boð- skapar eins og góðrar máltíðar. Dýpt þess boðskapar sem Sigur- björn Einarsson hef- ur fram að færa eykst með árunum. Ýmsar reglur gilda um gerð pré- dikunar sem mótast þó ávallt af per- sónu prédikarans, prédikunartext- anum, áheyrendum og aðstæðum hverju sinni. Þótt henni sé ætlað að miðla ákveðnum boðskap er hún öðr- um þræði listgrein. Engir tveir pré- dikarar prédika eins. Flestir eru sammála um að enginn núlifandi Ís- lendingur hafi náð eyrum íslensku þjóðarinnar eins vel og Sigurbjörn Einarsson. Þessi bók er enn ein stað- festing á því. Þess vegna munu margir fagna henni. Ausið af viskubrunni BÆKUR Trúarrit Eftir Sigurbjörn Einarsson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan 2001. Stærð: 260 blaðsíður. UM LANDIÐ HÉR Sigurbjörn Einarsson Kjartan Jónsson STEINAR er dáinn er falleg, lítil saga móður sem skráir niður hug- renningar sínar um son sem hefur svipt sig lífi. Hún rekur líf hans, sem var að mörgu leyti óvenjulegt. Það var ljóst frá því í upphafi að Steinar var ekki alveg venjulegur. Hann svaf minna en börn gera almennt og stutt í einu, var óvær og þurfti lítið til að hann hrykki upp. Óróinn magnaðist eftir að Steinar fór að geta hreyft sig. Þá varð hann duglegri en gengur og gerist, svo duglegur að það varð að fjarlægja lausamuni og koma þeim fyrir þar sem hann náði ekki í þá og það var ekki hægt að fara með hann í heimsóknir. Það var hins vegar ekki fyrr en löngu síðar að hann var greindur ofvirkur. En þá var það um seinan. Hann var orðinn of fastur í sínum óróleikaskorðum. Þótt hann væri alltaf glaðlyndur var spennu- þörfin og ævintýraþráin orðin of rík og hann byrjaði ungur að stíga stór skref út á braut sjálfseyðingar og af- brota og nokkrum dögum fyrir tví- tugsafmælið svipti hann sig lífi þar sem hann sat innilokaður í fangelsi. Frásögn móðurinnar er vægast sagt áhrifarík. Fyrir utan frásögn af uppeldinu lýsir hún úrræðaleysinu í heilbrigðiskerfinu, svart/hvítu dóms- kerfinu og ruglingslegu sambandi þessara tveggja kerfa. Það er ljóst að hún hefur býsna margt til að áfellast kerfið fyrir, þótt hún taki það fram að kannski hafi eitthvað lagast á þeim árum sem liðin eru frá því að sonur hennar féll fyrir eigin hendi. Það er þó síður en svo að hér sé á ferðinni bók þar sem verið er að leita að sökudólgi eða firra sig ábyrgð. Til þess spannar hún of stórt svið. Hún gefur heildar- mynd af lífi einstaklings sem ekki passar inn í það samfélagsmynstur sem við búum við og er kannski þörf ábending um það hversu hættulegt getur verið – og dýrt – að skera niður í heilbrigðisþjónustu. Auk samfélags- legu þáttanna fær lesandinn góða inn- sýn í líf fjölskyldunnar. Sá þáttur er afar vel skrifaður. Lesandinn sér fjöl- skylduna ekki í hlutverki fórnar- lamba, heldur fær innsýn í þá kvöl sem fylgir því að elska einstakling sem ekki myndi vera skilgreindur þeirrar ástar virði; allir þessir von- arneistar sem hafa kviknað í gegnum árin, til þess eins að slokkna aftur. Þetta er vel skrifuð frásögn, falleg og sársaukafull, án þess að verða nokkurn tímann væmin eða of tilfinn- ingaþrungin. Holl lesning fyrir alla, einkum ráðamenn. Holl lesning BÆKUR Stuðningsbók Eftir Vigdísi Stefánsdóttur. Útgefandi: Stoð og styrkur. 104 bls. STEINAR ER DÁINN Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.