Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 41

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 41 TAKTU LÍFINU LÉTT Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Sossa — OD DI HF H7 97 9 73.900 kr. stgr. Kæli- og frystiskápur KG 31V420 Nýr glæsilegur skápur. 190 l kælir, 90 l frystir. H x b x d = 175 x 60 x 64 sm. 79.900 kr. stgr. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. 64.900 kr. stgr. Bakstursofn HB 28024 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. 14.700 kr. stgr. Nýr þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. 49.900 kr. stgr. Helluborð ET 72654EU Keramíkhelluborð með áföstum rofum. Flott helluborð á fínu verði. 59.900 kr. stgr. Þvottavél WXB 1060BY Frábær ný rafeindastýrð þvottavél á kostakjörum. 1000 sn./mín. 9.900 kr. stgr. Ryksuga VS 51B22 Kraftmikil 1400 W ryksuga, létt og lipur, stiglaus sogkraftsstilling. 64.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE 34234 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. Umboðsmenn um land allt. Á EFNISSKRÁNNI voru fyrir hlé verk eftir Bach, Verdi, Pryor, Tsjak- ovsky, Händel og Sigfús Halldórsson. Á seinni hluta tónleikanna voru verk- efnin sótt til írskra þjóðlaga, þekktra söngleikja og söngva bæði úr heimi djass og dægurlaga. Valmar Väljaots fiðluleikari með fleiru var einnig kynnir og lýsti ágæt- lega tilgangi þessara tónleika sem væru fyrst og fremst hugsaðir til skemmtunar og gamans fyrir tónlist- armenn og gesti. Og þetta ætlunar- verk tókst mjög vel og smitaði leik- gleði og gamansemi eistneska tónlist- arfólksins áheyrendur með glaðbeitt- um flutningi frá upphafi til loka tónleikanna. Þetta markmið með tón- leikum að gleðja og skemmta er í sjálfu sér fullgilt og mikilvægt. Mér var hugsað til viðtals í síðustu viku í ríkisútvarpinu við Sigríði Þor- geirsdóttur, heimspeking, þar sem hún talaði um kenningar heimspek- ingsins Schopenhauer um tónlistina og tímann. Þar sem hann gerði tón- listinni þann sess að hún væri full- komnasta tjáningartæki okkar og með henni væri unnt að fá fólk til að losna undan tímanum, þ.e. að tónlistin geti stuðlað að algleymi á tímann. Ég held að þeir tveir tímar sem tónleikar eistnesku tónlistarmannanna tóku hafi ekki verið mældir hjá neinum í mínútum, en breyst í flæði vellíðunar sem ekki var bundin við stund eða stað. Fjölbreytnin í efnisskránni var ótrúleg og eins og fram kemur í upp- talningu flytjenda voru allir með tvö til fimm hlutverk á tónleikunum. Flutningur með söng og píanói, strengjatríói, strengjakvartett, írskri þjóðlagahljómsveit, salonhljómsveit og djasshljómsveit. Þegar tónlistar- menn takast á við jafn mörg hlutverk og hér varð raunin, þá hefur það bæði veikleika og styrkleika í senn. Veik- leikinn felst í því að erfitt er að vera jafn góður á mörg hljóðfæri og söng, og einnig er erfitt að setja saman heildstæða efnisskrá, svo ekki hljómi sem sitt lítið úr hverri áttinni, sem ekki nái að tengjast. Styrkleikinn aftur á móti felst í hversu fjölbreytt val tónlistar er unnt að bjóða. Þessi fjölhæfni eistnesku tónlistarmannanna er mikið lán fyrir þau byggðarlög allt frá Þórshöfn til Svalbarðsstrandar í Þingeyjarsýslum þar sem þeir starfa sem tónlistarmenn og kennarar og reyndar gerir þá hæf- ari til að sinna þeim óhemju fjöl- breyttu kröfum sem lítil samfélög gera til sinna tónlistarmanna. Það er úti- lokað fyrir mig að skrifa hér um frammistöðu fólksins og flutning í ein- stökum atriðum. Auðvitað kom fram allmikill kunnáttu- og gæðamunur milli einstakra flytjenda. Mér fannst í strengjaspili í Bach að ekki væru gerð- ar nægilega miklar styrkleikabreyt- ingar og til dæmis í „Vakna Síons verðir kalla“ hefði laglínan, cantus firmus, þurft að hljóma sterkar og með meiri tóni. Af hljóðfæraleikurum sýndi Kaldo Kiis á básúnu mikla leikni með fallegum tóni, sama gerði Valmar Välj- ots á fiðlu og lágfiðlu. Jaan Alavere sýndi hvað mest jafnvægi í færni á mörg hljóðfæri, sérstaklega virtist vandalítið fyrir hann að leika jöfnum höndum á píanó og fiðlu. Stóri söngv- arinn með stóru bassaröddina söng ar- íu Philippo úr Don Carlo eftir Verdi sannfærandi, en þó stundum full- hrjúft, en bætti það svo upp með nær- færnum og mjúkum söng írska lagsins „Leaving of Liverpool“. Margot Kiis fór á kostum í nokkr- um djass- og dægurlögum. Einstak- lega sannfærandi var söngur hennar í dúettinum „All I Ask of You“ á móti Mark Twait ásamt strengjasveit og píanói, sem var hvað áhrifamest á tón- leikunum. Ekki má gleyma undrun minni þegar Tarvo Nömm sem leikið hafði á bassa lék einkar fallega einleik á trompet í dansinum um Mexíkana- hattinn. Einnig heillaði Lauri Toom mig oft með sínum fallega, mikla og mjúka sellótóni og ágætri tækni. Í þremur síðustu lögunum var komið við í smiðju Ellington, Gibson og Pet- ers þar sem allir níu tónlistarmenn- irnir tóku virkan þátt. Þar tókst þeim vissulega að hrífa fólk með í algleymi blágeimsins og kalla fram mikil fagn- aðarlæti og verðskuldað lof. Frá Bach til reggae TÓNLIST Deiglan, Akureyri Jaan Alavere, fiðla, píanó, gítar, trommur og söngur; Kaldo Kiis, básúna, píanó og söngur; Külliki Matson, mezzosópran; Lauri Toom, selló og söngur; Mait Trink bassarödd og tromma; Margot Kiis djasssöngkona; Marika Alavere, fiðla og söngur; Tarvo Nömm trompet og raf- bassi; Valmar Väljaots, fiðla, píanó og harmonika. Föstudagur 14. desember. EISTNESKIR TÓNLISTARMENN BÚSETTIR Á NORÐURLANDI Jón Hlöðver Áskelsson LJÓSMYNDARINN Orri Jónsson sýndi nýlega verk sín í Galleri Image-sýningarsalnum í Árósum, einu elsta starfandi ljósmynda- galleríi á Norðurlöndunum, við góðar viðtökur danska dagblaðs- ins Århus Stiftstidende. En Orri er fyrsti íslenski ljósmyndarinn sem sýnir verk sín í galleríinu. Sagði gagnrýnandi blaðsins verk Orra á sýningunni Eyðibýli búa yfir allt að því „yfirnátt- úrlegum samhljómi“ eyðilegra bygginganna og sterkrar dags- birtunnar. Ólíkt öðrum ljós- myndum af svipuðum viðfangs- efnum leituðust verk Orra ekki við að skrásetja né heldur að ná að túlka sálfræðilega og fé- lagslega undirtóna auðnarinnar. „Þess í stað einkennast myndir Orra af fínlegri litröð pasteltóna sem virka hér allt að því þurrar á yfirborðinu og sem valda því að andrúmsloftið býr yfir svölum hreinleika þar sem næstum því yf- irnáttúrulegur samhljómur mynd- ast milli auðnarinnar og skærrar dagsbirtunnar, sem skellur á veggflötum herbergjanna á und- arlegan, allt að því áþreifanlegan máta,“ segir gagnrýnandi blaðsins og telur nám ljósmyndarans í New York hér eiga sinn hlut að máli. Yfirnáttúrlegur samhljómur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.