Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 43

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 43 SÉRFRÆÐIÞEKKING og fram- farir í heilbrigðismálum firra ekki fólk því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Við skiljum mik- ilvægi reglulegrar hreyfingar, rétts mat- aræðis, reglulegs svefns og streitustjórn- unar fyrir heilsuna. Geðræktin snýst hins vegar um hugann. Væntingar, tilfinningar og hugsanir hafa áhrif á heilbrigði. Vellíðan er sú tilfinning sem þú finnur þegar þú hugsar jákvætt um sjálfan þig og aðra. Rannsóknir renna sífellt styrkari stoðum undir það að hugsun hefur áhrif á líðan og heilsufar. Heil- inn er alveg ótrúlegt líffæri og við eigum langt í land með að komast að því hvers hann er megnugur. Hugsanir og tilfinningar ráða því hvers konar samskipti heil- inn á við líkamann. Heilinn á í stöð- ugum „samræðum“ við líkamann með hormónum sem ferðast með blóðrásinni. Heilinn getur sent skila- boð sem ýmist hafa slæm eða góð áhrif á heilsuna. Geðræktarkassinn á að vera jafn- sjálfsagður á hverju heimili og sjúkrakassinn. Innihald kassans er afar einstaklingsbundið og því ekki hægt að kaupa hann tilbúinn, fylltan eftir ákveðinni uppskrift. Geðrækt- arkassann á að leita í þegar nei- kvæðar hugsanir skjóta upp kollin- um. Með því að fara í kassann og draga upp hluti sem við vitum af reynslunni að hafa jákvæð áhrif á hugsun, getum við stýrt hugarfari okkar í jákvæðari farveg. Geðrækt- arkassinn notast líkt og sjúkrakass- inn, við minniháttar áföll t.d. eftir erfiðan vinnudag, rifrildi eða skammir. Hann má líka nota ef við erum undir miklu álagi, okkur leið- ist, erum einmana og vantar stuðn- ing. Hugann er hægt að þjálfa eins og líkamann. Það tekur tíma og því æfðari sem við verðum í að ná tökum á eigin hugsunum þeim mun meiri árangri náum við. Því er upplagt að byrja á því að aðstoða ungviðið við að útbúa sinn eigin geðræktarkassa. Ræða það sem hefur áhrif á hugsun, viðbrögð við neikvæðum hugsunum og hvað við getum gert til að hafa jákvæð áhrif á hugsun. Það sama á við um geðræktina og líkamsræktina, það er aldrei of seint að byrja. Til þess að gefa hug- mynd að innihaldi slíks kassa má t.d. nefna góða bók, disk með tónlist sem hefur já- kvæð áhrif, gömul ást- arbréf, myndbandsspólu sem fær okkur til að hlæja, símanúmer hjá vini eða ættingja sem gott er að tala við, ljóð, myndir sem vekja upp já- kvæðar minningar og blað og blýant til að skrifa okkur frá neikvæðum hugsunum. Geðræktarkassanum verðum við að taka ábyrgð á, útbúa sjálf og setja hluti í. Geðræktin á í harðri sam- keppni við þaulhugsaða sölu- mennsku í alls konar útgáfum, þar sem sérfræðingar í þeim geira vinna markvisst að því að villa um fyrir heila okkar. Því yngri sem við erum þeim mun móttækilegri erum við fyrir slíkum skilaboðum. Hver eru svo þessi skilaboð sem berast með óteljandi miðlum? Jú, að ýmsir drykkir, matur, tæki og tól muni auka vellíðan og hafa áhrif á hugsun. Lítum nú í eigin barm og athugum hvað við gerum til að hafa áhrif á hugsun og hvort það er þá heilsuefl- andi eða ekki. Í dag, 19. desember, mun Geð- rækt sem er samstarfsverkefni Landlæknisembættisins, geðsviðs Landspítala, háskólasjúkrahúss, Heilsugæslunnar í Reykjavík og Geðhjálpar skrifa undir nýja kost- unarsamninga við Eimskipafélag Ís- lands, Skeljung hf. og Háskóla Ís- lands og mun undirritun fara fram í Borgarbókasafninu í Grófinni klukk- an 16.30. Viðstaddir verða heilbrigð- isráðherra og landlæknir, aðstand- endur verkefnisins, ásamt kost- unaraðilum. Upphaflegir kostunar- aðilar eru Delta, Landsbankinn, Íslensk erfðagreining og íslenska ríkið. Á sama tíma verður opnað streitupróf á heimasíðu Geðræktar, www.ged.is, í fartölvum sem Ís- landsbanki færir verkefninu að gjöf. Að undirskrift lokinni verður kynnt jólagjöf Geðræktar til landsmanna, geðræktarkassinn. Geðræktarkassinn jafnsjálf- sagður og sjúkrakassinn Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðrækt Jólagjöf Geðræktar til landsmanna, segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, er geðræktarkassinn. Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðdeilda Landspítala – háskólasjúkrahúss. Velkomin í Hólagarð        

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.