Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 44
UMRÆÐAN
44 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HAFNFIRÐINGAR hafa löngum
verið stoltir af sínu afreksfólki, enda
af ýmsu að státa í gegnum tíðina. Nú
hafa Hafnfirðingar eignast nýjan af-
reksmann sem hefur á síðustu fjór-
um árum unnið einstakt afrek. Að
þessu sinni bregður svo við að lítið
fer fyrir fagnaðarhrópum og viður-
kenningum, enda afrekið þess eðlis
að afreksmaðurinn vill sjálfur
minnst af því vita og helst ekki um
það ræða.
Það er ekki nema von að bæjar-
stjórinn í Hafnarfirði vilji lítið flíka
því einstaka afreki sínu að hafa tek-
ist að tvöfalda skuldir bæjarsjóðs á
aðeins tæpu kjörtímabili. Þetta er
ekki bara Hafnarfjarðarmet eða
landsmet, heldur trúlega heimsmet í
skuldasöfnun.
Um miðjan júní árið 1998 voru
skuldir bæjarsjóðs um 4,8 miljarðar
króna og þótti ýmsum meira en nóg
um. Þá hafði m.a. oddviti Sjálfstæð-
isflokksins og núverandi bæjarstjóri,
Magnús Gunnarsson, uppi stór orð
um þá skelfilegu fjárhagsstöðu sem
bæjarbúar stæðu frammi fyrir.
Eftir tæp fjögur ár í sæti bæjar-
stjóra eru heildarskuldir bæjarsjóðs
nú við árslok 2001 komnar í nær 9
milljarða króna. Eru þá ekki taldar
með skuldbindingar uppá nokkra
milljarða vegna þeirra einstöku
einkaframkvæmdasamninga sem
meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hefur skrifað
uppá á kjörtímabilinu, né eru teknar
með í dæmið þær 700
milljónir sem bæjar-
stjóri tók út úr Vatns-
veitu Hafnafjarðar og
færði yfir í bæjarsjóð
til að reyna að rétta af
hallareksturinn fyrir
tveimur árum.
Nokkrar tölulegar
staðreyndir
Dæmalaus halla-
rekstur bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar síðustu
ár á sér hvergi neina
hliðstæðu. Skuldasöfn-
un uppá liðlega fjögur
þúsund milljónir verð-
ur á engan hátt skýrð
með framkvæmdum vegna einsetn-
ingar grunnskóla einsog bæjarstjóra
er mjög í mun að reyna að koma á
framfæri. Staðreyndin er eftirfar-
andi, samkvæmt upplýsingum frá
honum sjálfum:
Framlag bæjarsjóðs á síðustu
fjórum árum til einsetningar
grunnskóla í bænum er um 1.150
milljónir eða um fjórðungur af
heildarskuldasöfnuninni.
Heildarfjárframlög til fjárfest-
inga á kjörtímabilinu eru rétt um
2,2 milljarðar eða helmingur af
heildarskuldsetningu bæjarsjóðs.
Skýringanna á ótrúlegu skulda-
meti bæjarstjóra og meirihluta
hans er því að leita á öðrum stöð-
um en í almennum
fjárfestingum og
skólabyggingum.
Á þessu kjörtímbili
hafa allar ytri aðstæð-
ur verið afar hagstæð-
ar og tekjuaukning
bæjarsjóðs meiri en
oftast áður í sögu bæj-
arfélagsins, en á sama
tíma hafa rekstrarmál
farið úr böndum. Hér
eru nokkrar tölulegar
staðreyndir:
Heildartekjur bæj-
arsjóðs hafa aukist
um 67% á síðustu
fjórum árum.
Á sama tíma hafa
rekstargjöld aukist um ríflega
107%.
Tekjur á hvern íbúa hafa á þess-
um tíma aukist um 24%.
Skuldir á hvern íbúa hafa á sama
tíma hækkað tvöfalt meira eða um
48%.
Í árslok 1998 var skuld bæjarsjóðs
á hvern íbúa Hafnafjarðar um 297
þús. krónur
Í árslok 2001 er hver bæjarbúa
orðinn skuldsettur uppá nærri 450
þús. kr.
Nú verður að taka
á vandanum
Í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir
árið 2002 sem meirihluti Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks samþykkti í
bæjarstjórn sl. þriðjudag er haldið
áfram á sömu skuldabrautinni. Taka
á nýtt 300 milljóna króna lán, sem
mun væntanlega hvergi nærri duga
til eins og dæmin sanna, en meiri-
hlutinn þurfti fyrir örfáum dögum að
taka viðbótarlán uppá 550 milljónir
til að geta lokað því fjárhagsári sem
nú er að ljúka.
Samfylkingin í Hafnarfirði segir
hingað og ekki lengra. Skuldasöfnun
bæjarsjóðs verður að linna. Rekstr-
arkostnaði verður að ná niður. Til-
lögur okkar við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar byggðust á þessum
markmiðum. Þær tillögur voru allar
felldar af meirihlutanum. Hann sér
ekki önnur úrræði en að stórauka
bæði álögur á bæjarbúa með hækk-
un útsvars, fasteignagjalda og ann-
arra þjónustugjalda auk þess að
halda áfram í stórfelldri skuldasöfn-
un.
Hafnfirðingar fá tækifæri innan
tíðar til að snúa við blaðinu og koma
fjárhagsmálum bæjarins inná réttar
brautir með því að skipta út þessum
ráðalausu og skuldseigu stjórnend-
um bæjarfélagsins. Það má ekki
seinna verða því Hafnfirðingar vilja
ná öðrum og metnaðarfyllri árangri
en að slá heimsmet í skuldasöfnun.
Nýtt heimsmet
í Hafnarfirði?
Lúðvík
Geirsson
Skuldir
Það er ekki nema von,
segir Lúðvík Geirsson,
að bæjarstjórinn í Hafn-
arfirði vilji lítið flíka því
einstaka afreki sínu að
hafa tekist að tvöfalda
skuldir bæjarsjóðs á að-
eins tæpu kjörtímabili.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.