Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 44
UMRÆÐAN 44 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFNFIRÐINGAR hafa löngum verið stoltir af sínu afreksfólki, enda af ýmsu að státa í gegnum tíðina. Nú hafa Hafnfirðingar eignast nýjan af- reksmann sem hefur á síðustu fjór- um árum unnið einstakt afrek. Að þessu sinni bregður svo við að lítið fer fyrir fagnaðarhrópum og viður- kenningum, enda afrekið þess eðlis að afreksmaðurinn vill sjálfur minnst af því vita og helst ekki um það ræða. Það er ekki nema von að bæjar- stjórinn í Hafnarfirði vilji lítið flíka því einstaka afreki sínu að hafa tek- ist að tvöfalda skuldir bæjarsjóðs á aðeins tæpu kjörtímabili. Þetta er ekki bara Hafnarfjarðarmet eða landsmet, heldur trúlega heimsmet í skuldasöfnun. Um miðjan júní árið 1998 voru skuldir bæjarsjóðs um 4,8 miljarðar króna og þótti ýmsum meira en nóg um. Þá hafði m.a. oddviti Sjálfstæð- isflokksins og núverandi bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson, uppi stór orð um þá skelfilegu fjárhagsstöðu sem bæjarbúar stæðu frammi fyrir. Eftir tæp fjögur ár í sæti bæjar- stjóra eru heildarskuldir bæjarsjóðs nú við árslok 2001 komnar í nær 9 milljarða króna. Eru þá ekki taldar með skuldbindingar uppá nokkra milljarða vegna þeirra einstöku einkaframkvæmdasamninga sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur skrifað uppá á kjörtímabilinu, né eru teknar með í dæmið þær 700 milljónir sem bæjar- stjóri tók út úr Vatns- veitu Hafnafjarðar og færði yfir í bæjarsjóð til að reyna að rétta af hallareksturinn fyrir tveimur árum. Nokkrar tölulegar staðreyndir Dæmalaus halla- rekstur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar síðustu ár á sér hvergi neina hliðstæðu. Skuldasöfn- un uppá liðlega fjögur þúsund milljónir verð- ur á engan hátt skýrð með framkvæmdum vegna einsetn- ingar grunnskóla einsog bæjarstjóra er mjög í mun að reyna að koma á framfæri. Staðreyndin er eftirfar- andi, samkvæmt upplýsingum frá honum sjálfum:  Framlag bæjarsjóðs á síðustu fjórum árum til einsetningar grunnskóla í bænum er um 1.150 milljónir eða um fjórðungur af heildarskuldasöfnuninni.  Heildarfjárframlög til fjárfest- inga á kjörtímabilinu eru rétt um 2,2 milljarðar eða helmingur af heildarskuldsetningu bæjarsjóðs.  Skýringanna á ótrúlegu skulda- meti bæjarstjóra og meirihluta hans er því að leita á öðrum stöð- um en í almennum fjárfestingum og skólabyggingum. Á þessu kjörtímbili hafa allar ytri aðstæð- ur verið afar hagstæð- ar og tekjuaukning bæjarsjóðs meiri en oftast áður í sögu bæj- arfélagsins, en á sama tíma hafa rekstrarmál farið úr böndum. Hér eru nokkrar tölulegar staðreyndir:  Heildartekjur bæj- arsjóðs hafa aukist um 67% á síðustu fjórum árum.  Á sama tíma hafa rekstargjöld aukist um ríflega 107%.  Tekjur á hvern íbúa hafa á þess- um tíma aukist um 24%.  Skuldir á hvern íbúa hafa á sama tíma hækkað tvöfalt meira eða um 48%.  Í árslok 1998 var skuld bæjarsjóðs á hvern íbúa Hafnafjarðar um 297 þús. krónur  Í árslok 2001 er hver bæjarbúa orðinn skuldsettur uppá nærri 450 þús. kr. Nú verður að taka á vandanum Í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 2002 sem meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkti í bæjarstjórn sl. þriðjudag er haldið áfram á sömu skuldabrautinni. Taka á nýtt 300 milljóna króna lán, sem mun væntanlega hvergi nærri duga til eins og dæmin sanna, en meiri- hlutinn þurfti fyrir örfáum dögum að taka viðbótarlán uppá 550 milljónir til að geta lokað því fjárhagsári sem nú er að ljúka. Samfylkingin í Hafnarfirði segir hingað og ekki lengra. Skuldasöfnun bæjarsjóðs verður að linna. Rekstr- arkostnaði verður að ná niður. Til- lögur okkar við afgreiðslu fjárhags- áætlunar byggðust á þessum markmiðum. Þær tillögur voru allar felldar af meirihlutanum. Hann sér ekki önnur úrræði en að stórauka bæði álögur á bæjarbúa með hækk- un útsvars, fasteignagjalda og ann- arra þjónustugjalda auk þess að halda áfram í stórfelldri skuldasöfn- un. Hafnfirðingar fá tækifæri innan tíðar til að snúa við blaðinu og koma fjárhagsmálum bæjarins inná réttar brautir með því að skipta út þessum ráðalausu og skuldseigu stjórnend- um bæjarfélagsins. Það má ekki seinna verða því Hafnfirðingar vilja ná öðrum og metnaðarfyllri árangri en að slá heimsmet í skuldasöfnun. Nýtt heimsmet í Hafnarfirði? Lúðvík Geirsson Skuldir Það er ekki nema von, segir Lúðvík Geirsson, að bæjarstjórinn í Hafn- arfirði vilji lítið flíka því einstaka afreki sínu að hafa tekist að tvöfalda skuldir bæjarsjóðs á að- eins tæpu kjörtímabili. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.