Morgunblaðið - 19.12.2001, Qupperneq 52
KIRKJUSTARF
52 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag
kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gam-
anmál.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka
við fyrirbænum í síma 562 2755.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára
börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl.
17.30.
Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12 á hádegi í Setrinu á neðri
hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir
eldri borgara. Yngri deild barnakórsins æf-
ir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur.
Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk.
Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30.
Kórinn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk.
Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Gospelkvöld kl. 20 í Há-
túni 10 í samvinnu við Laugarneskirkju og
ÖBÍ. Guðrún K. Þórsdóttir djákni stýrir
samverunni. Þorvaldur Halldórsson syng-
ur ásamt Margréti Scheving sálgæslu-
þjóni. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar
og margt fleira fólk stígur á svið með grín
og alvöru. Kaffi og smákökur á boðstólum.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Jóla-
gleði. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Opið
hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti.
Fræðsla um Davíðssálma kl. 17 í umsjón
sr. Franks M. Halldórssonar. Bænamessa
kl. 18. Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðar-
stund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og
fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádeg-
isverð á vægu verði að lokinni stundinni.
Allir velkomnir.
Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börn-
um í dag kl. 16.45–17.45 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Starf með 10–12 ára börn-
um, TTT, á sama stað kl. 17.45–18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir.
Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og
í síma 567 0110.
Bessastaðasókn. Foreldramorgnar, starf
fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Heitt
á könnunni. Fjölmennum. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Fé-
lag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar
samverustundir með fræðslu, leik, söng
og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akstur á
undan og eftir.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljós-
broti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir
eldri borgara í dag kl. 13. Helgistund, spil
og kaffiveitingar.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla á miðvikudögum kl.
13.15–14.30.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund
kl. 20. Allir velkomnir.
SÍK. Samkoma í Kristniboðssalnum, Háa-
leitisbraut 58, kl. 20.30. Sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson talar. Allir velkomnir.
Safnaðarstarf
HELGIHALD verður með hefð-
bundnum hætti í Kirkjubæjar-
klaustursprestakalli sem áður, og
setur fólk ekki langar vegalengdir
fyrir sig þegar sækja skal helgar
tíðir aðventu og jóla.
Aðventan, með nýju kirkjuári,
hefur lýst upp kirkjur með helgum
ljósum og söng, helgileikir, tónlist-
aruppákomur og fleira hefur dreg-
ið söfnuðina saman til kirkna
sinna. Helgihald verður á eftirfar-
andi stöðum yfir hátíðina:
Á afangadagskvöld/jólanótt
verður helgistund í Minningarkap-
ellu sr. Jóns Steingrímssonar á
Kirkjubæjarklaustri kl. 23:30.
Á jóladag: Hátíðarguðsþjónusta
í Þykkvabæjarklausturskirkju í
Álftaveri kl. 11. Hátíðarguðsþjón-
usta verður þá í Prestsbakkakirkju
á Síðu kl. 14 og helgistund á elli-
heimilinu Klausturhólum kl. 15.
Annar dagur jóla: Hátíðarguðs-
þjónusta í Grafarkirkju í Skaft-
ártungu kl. 14 – prestur þar verð-
ur sr. Baldur Gautur Baldursson.
Sunnudag milli jóla og nýárs, 30.
des., verður hátíðarguðsþjónusta í
Langholtskirkju í Meðallandi kl.
14. Síðdegis á gamlársdag verður
svo hátíðarguðsþjónusta í Prests-
bakkakirkju á Síðu kl. 17 en þar
prédikar sr. Baldur Gautur Bald-
ursson og þjónar fyrir altari ásamt
konu sinni. Organisti er Kristófer
Sigurðsson sem stjórnar kórum
kirkjunnar við allar athafnirnar.
Gleðileg jól!
Sr. Bryndís Malla Elídóttir.
Litlu jólin í
Langholtssöfnuði
LITLU jól eldri borgara í Lang-
holtssöfnuði verða haldin hátíðleg
í dag kl. 13–16. Eftir kaffisopa og
spjall í safnaðarsalnum göngum
við til kirkju til jólastundar. Þar
mun séra Jón Helgi Þórarinsson
flytja hugvekju, Svala Sigríður
Thomsen djákni rifjar upp jólahald
liðins tíma, sungin verða jólalög
við undirleik Jóns Stefánssonar
organista. Góðir gestir koma í
heimsókn og syngja fyrir okkur.
Að stundinni lokinni verður
kaffihlaðborð (krónur 500) á boð-
stólum í safnaðarheimilinu. Hver
þátttakandi er beðinn að koma
með jólapakka (ódýran, má ekki
kosta meira en 300 krónur), sem
verður settur í gjafakörfu. Þannig
fá allir jólagjöf.
Verið öll hjartanlega velkomin
og takið endilega með ykkur gesti.
Eldri borgurum sem komast ekki
að öðrum kosti til kirkjunnar er
boðið upp á akstur heiman og
heim. Hafið samband við Svölu
Sigríði Thomsen djákna í síma
520 1314/862 9162.
Fimmtudagur 20. desember:
Foreldra- og barnamorgunn kl.
10–12. Jólastund í kirkjunni með
Svölu djákna, séra Jóni Helga og
Jóni organista. Á eftir verður rjúk-
andi súkkulaði og foreldrar eru
beðnir að koma með smásýnishorn
af jólabakstrinum. Gefum okkur
tíma frá undirbúningi jólanna og
eigum góða stund saman.
Spilað fyrir
nýju orgeli í
Laugarneskirkju
SIGURÐUR Flosason saxófónleik-
ari og Gunnar Gunnarsson org-
anisti leika á sérstökum tónleikum
í Laugarneskirkju til styrktar
kaupum á nýju orgeli fyrir kirkj-
una fimmtudaginn 20. desember
kl. 20:30.
Það er Björgvin Tómasson, org-
elsmiður í Mosfellssveit, sem smíð-
ar hið nýja orgel og eftirvæntingin
er mikil hjá söfnuðinum. Lista-
mennirnir gefa vinnu sína og mun
allur ágóði af tónleikunum renna í
orgelsjóð Laugarneskirkju. Miða-
verð er kr. 1.500 en kr. 1.000 fyrir
eldri borgara og öryrkja. Forsala
verður í Laugarneskirkju á mið-
vikudag og fimmtudag, frá kl.
9:00–14:00.
Á tónleikunum munu Gunnar og
Sigurður flytja dagskrána Sálma
jólanna, en hún hefur nú verið
flutt tvisvar fyrir fullri Hallgríms-
kirkju og víða um land.
Þess má geta að Gunnar er org-
anisti í Laugarneskirkju og Sig-
urður hefur búið í sókninni und-
anfarin sjö ár. Geisladiskur þeirra
félaga, Sálmar jólanna, hefur hlot-
ið góðar móttökur og einróma lof
gagnrýnenda.
Notum gott tilefni, gefum okkur
tíma og styðjum Laugarneskirkju í
leiðinni.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
Helgihald um
jól og áramót
í Kirkjubæjar-
klausturs-
prestakalli
Kirkjan í Langholti, herra Sigurbjörn Einarsson biskup í predikunarstól.
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
564 1500
20 ára
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
Furugrund 83 fm 4ra herb. á 6. hæð,
parket á stofu, þvottahús á hæð, suður-
svalir, mikið suður- og vesturútsýni, sér-
merkt stæði í bílahúsi, laus fljótl. (932)
ATVINNUHÚSNÆÐI
Langholtsvegur Um 110 fm skrif-
stofuhúsnæði með sérinngangi, laust
strax.
Smiðjuvegur Mjög bjart og gott at-
vinnuhúsnæði með stórum innkeyrslu-
dyrum, samtals 518 fm. Búið er að innrétta
í húsnæðinu skrifstofu, kaffistofu, verk-
stjóraherbergi, snyrtingu og milliloft.
Skútuvogur Mjög gott skrifstofu-/lag-
erhúsnæði, alls 341 fm. Þar af eru skrif-
stofur um 80 fm. Hentar sérlega vel fyrir
heildsölur.
NÝBYGGINGAR
Sólarsalir Eigum eftir þrjár 4ra her-
bergja íbúðir í 6 íbúða húsi. Íbúðirnar eru
116 fm og 122 fm. Allar íbúðir eru með sér-
inngangi og sérþvottahúsi, bílskúr fylgir
einni íbúð. Íbúðirnar verða afhentar í vor
fullfrágengnar með öllum innréttingum, án
gólfefna nema baðherbergi, anddyri og
þvottahús verður flísalagt.
EINBÝLISHÚS
Hraunbraut Glæsilegt 191 fm einbýli
á tveimur hæðum, 4 svefnherb., arinn í
stofu, nýleg innrétting í eldhúsi, endurnýjuð
og flísalögð baðherbergi, 24 fm bílskúr,
mikið útsýni. (910)
RAÐHÚS OG PARHÚS
Fjarðarsel 147 fm mikið endurnýjað
endaraðhús, 4 svefnh. 24 fm bílskúr. (929)
SÉRHÆÐIR
Sogavegur Glæsileg 134 fm sérhæð,
3 svefnh., ný innrétt. í eldhúsi úr beyki, 25
fm bílskúr. Hagstætt 11,3 m. lífeyrissjóðsl.
fylgir, ekkert greiðslumat, laus í nóv. (913)
3JA OG 4RA HERB. ÍBÚÐIR
Engjasel 83 fm 3ja herb. á 4. hæð,
suðursvalir, parket á gólfum, þvottaherb.
innaf baði, stæði í lokuðu bílahúsi, laust
fljótl. Áhv. viðbótarl. 2,1 m. 4,38% vextir,
húsbr. 5,5 m. (940)
Gleðilegt jól og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu
Viðurkenndir aukahlutir
frá Audi og Volkswagen.
Hinn eini
sanni Elvis fæst
í HEKLU núna !
Verð aðeins
1.490 krónur
Fótstigin Bjalla
fyrir 18 mán til 4 ára
Verð aðeins 14.900 krónur
MORTÉL
Eins og notað er í
sjónvarpsþættinum
kokkur án klæða
Verð frá kr. 4.500
Klapparstíg 44
sími: 562 3614
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi