Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 53

Morgunblaðið - 19.12.2001, Side 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 53 SÖLUTURN TIL SÖLU Kráin, Vestmannaeyjum Um er að ræða rekstur á besta stað, sem samanstendur af söluturni, mynd- bandaleigu og grilli ásamt fasteigninni, sem er 67 fm verslunarrými á jarðhæð. Reksturinn er rótgróinn og í þessu húsi hefur verið starfræktur söluturn í um 20 ár og er mjög vel tækjum búinn. Allt almennt ástand að innan sem utan er mjög gott og er velta mjög góð. Möguleiki á að yfirtaka verulegan hluta kaupverðs í lánum með hagstæðum kjörum. Uppl. gefur Ólafur Blöndal. Borgartúni 22, 105 Reykjavík, Sími 5-900-800 AÐVENTUTÓNLEIKAR Stúlkna- kórs og Barnakóra Háteigskirkju voru haldnir laugardaginn 8. des- ember undir yfirskriftinni „Jóla- klukkur klingja“ í Háteigskirkju. Um undirleik sáu Douglas A. Brotchie á píanó og Björn Davíð Kristjánsson á flautu. Félagar úr stúlknakórnum voru einnig með tónlistarflutning. Stjórnandi kór- anna er Birna Björnsdóttir, en hún hefur haft umsjón með kór- starfi barna og unglinga í Há- teigskirkju undanfarin fimm ár. Kórstarfið hefur eflst með ári hverju og eru nú um hundrað börn og unglingar virkir þátttak- endur. Kórfélagar skiptast í þrjá kóra, þ.e. yngri deild Barnakórs, sem er fyrir börn á aldrinum 6–8 ára, eldri deild Barnakórs, sem er fyrir börn á aldrinum 9–11 ára, og Stúlknakórinn fyrir 12 ára og eldri, segir í fréttatilkynningu. Aðventutónleikar í Háteigskirkju NÝÁRSDANSLEIKUR ’68 kyn- slóðarinnar verður haldinn á nýárskvöld í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu eins og undanfar- in ár. Ræðumaður verður Þórarinn Eldjárn, veislustjóri Ingibjörg Hjartardóttir. Fjöldasöngur verð- ur undir stjórn Halldórs Gunn- arssonar og Gylfa Gunnarssonar, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson syngja, Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu meðan á borðhaldi stendur. Starfsmenn Sögu munu reiða fram hátíðarkvöldverð og Pops með Pétur Kristjánsson í fararbroddi, sem koma saman af þessu tilefni, leika fyrir dansi. Miðaverð er 9.800 kr. fyrir mat- argesti og 4.000 kr. á dansleikinn, miðar skulu sóttir fyrir 21. desem- ber. Þeir sem ætla bara á dans- leikinn geta nálgast miðana í sölu- deild Radisson SAS Hótels Sögu kl. 8–18, segir í fréttatilkynningu. Nýársdans- leikur ’68 kyn- slóðarinnar NÝ netverslun, gjafa.net hefur verið opnuð. Gjafa.net verslar með gjafa- vörur fyrir öll tækifæri, s.s. bækur, raftæki, DVD, myndbönd, geisla- diska, tölvuleiki fyrir PC og PS/2. Á gjafa.net verður einnig að finna gjaf- ir sem eiga við á hverjum tíma. Enn- fremur verða vörur fyrir börn, t.d. geisladiskar, leikföng og fleira. Þá verða tilboð í gangi, þar sem afsláttur verður gefinn af einstökum vörum. Viðskiptavinir gjafa.net geta virka daga fengið hraðþjónustu, þá er var- an komin til kaupanda á höfuðborg- arsvæðinu, innpökkuð og merkt, innan tveggja klukkustunda frá pöntun. Slóð nýju verslunarinnar er www.gjafa.net og www.gjafanet.is Það eru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Veraldarve- fjarins hf. sem standa að nýju versl- uninni, gjafa.net, segir í fréttatil- kynningu. Ný netverslun tekur til starfa STOFNAÐUR hefur verið vefur- inn midstodin.is í þeim tilgangi að hjálpa efnalitlum einstaklingum við að finna námstyrki svo þeir gæti bætt stöðu sína í þjóðfélag- inu. Það er Hjörleifur Harðarson sem stendur fyrir þessum vef. Hann óskar eftir aðstoð fyrirtækja og stofnana og upplýsingum um námstyrki, og skal senda upplýs- ingarnar inn á vefinn, segir í fréttatilkynningu. Nýr vefur, miðstöðin.is ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þor- láksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Friðargangan á Þorláksmessu er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og önnur í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar auk friðarmerkja sem eru aftur fáanleg. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tekur þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland- Palestína, flytja stutt ávarp og síðan lýkur fundinum með friðarsöng. Fundarstjóri er Stefán Magnússon, segir í fréttatilkynningu. Friðarganga á Þorláksmessu 11–22. Quizno’s býður uppá glóðaða báta, súpur og salöt. Hægt er að borða á staðnum eða taka með. Einn- ig er boðið uppá heimsendingarþjón- ustu fyrir stærri pantanir, t.d. vinnu- staði eða veislur í heimahúsum, segir í fréttatilkynningu. NÝR Quizno’s-veitingastaður verður opnaður í dag, miðvikudaginn 19. desember, í Hæðasmára 4, við Reykjanesbraut fyrir ofan Smára- lind þar sem gulur bíll er á þakinu. Í tilefni af opnun nýja staðarins verða ókeypis glóðaðir Quizno’s frá 11.30 til 15 á morgun í Hæðasmára. Staðurinn verður opinn alla daga frá Nýr Quizno’s Subs- staður opnaður Í TILEFNI vetrarsólstaðna verður Kínaklúbbur Unnar með skemmt- un föstudaginn 21. desember í veit- ingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28, sem hefst með borðhaldi kl. 19. Borðapantanir hjá Shanghæ. Unnur Guðjónsdóttir mun standa fyrir skemmtidagskrá og kynna næstu ferðir klúbbsins sem verða í maí og september. Allir vel- komnir, segir í frétt frá Kínaklúbbi Unnar. Skemmtun hjá Kínaklúbbnum ÁSATRÚARMENN halda árlegt jólablót sitt föstudaginn 21. des- ember í húsnæði félagsins við Grandagarð. Þar munu ásatrúar- menn koma saman til að fagna hækkandi sól í salnum, sem tekið hefur gagngerum breytingum. Nýlega var salurinn skreyttur reflum eftir Hauk Halldórsson, en þar segir frá Þrymskviðu og æv- intýrum Þórs í Jötunheimum. Í salnum hefur einnig verið komið fyrir miklum ljósakrónum sem hannaðar voru af Jörmundi Inga Hansen allsherjargoða og smíðaðar úr járni af Ísleifi Frið- rikssyni. Boðið verður upp á þjóðlegar veitingar á vægu verði og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 19 en blótið hefst klukkan 20, segir í fréttatilkynningu. Jólablót ásatrúarmanna STOFNFUNDUR Vinnuréttar- félags Íslands var haldinn 12. desem- ber sl. og voru fundarmenn rúmlega 50. Tilgangur félagsins er að vinna að kynningu, umfjöllun og rannsókn- um á sviði vinnuréttar, að efla sam- skipti lögfræðinga og annarra sem starfa að vinnuréttarmálum, að stuðla að útgáfu greina, ritgerða og rita um vinnurétt og að vera þátttak- andi í fjölþjóðlegu samstarfi vinnu- réttarfélaga. Lögfræðingar, laga- nemar og aðrir einstaklingar, lögaðilar og félagasamtök geta orðið félagar. Stofnfélagar teljast þeir sem skrá sig í félagið fyrir aðal– og fram- haldsstofnfund félagsins sem hald- inn verður í maí 2002. Á stofnfundinum var fyrsta stjórn félagsins kosin en hana skipa: Sig- urður Líndal prófessor, formaður, Atli Gíslason hrl. og Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl., meðstjórnandi. Varamenn eru Gunnar Björnsson lögfræðingur og Magnús Norðdahl hrl., Skoðunarmaður reikninga var kosinn Hulda Rós Rúríksdóttir hdl. Vinnuréttar- félag stofnað Röng kynning Í Morgunblaðinu í gær birtist að- sendur rammi eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur og var hún kynnt þar sem rithöfundur. Hið rétta er, að þessi rammi var eftir Ingibjörgu Haralds- dóttur, sem er menntaskólakennari í Kópavogi. Hlutaðeigendur eru beðn- ir afsökunar. Rangt farið með lok sýningar Í Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýning á bókum og myndum 35 er- lendra höfunda. Sýningunni lýkur 17. febrúar. Rangt var farið með þann tíma í blaðinu í gær og beðist er velvirðingar á mistökunum. Formaður bæjarráðs Ranghermt var í blaðinu í gær að Gunnar Birgisson væri forseti bæj- arstjórnar Kópavogs. Hið rétta er að Gunnar er formaður bæjarráðs. Bragi Mikaelsson er forseti bæjar- stjórnar Kópavogs. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.