Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 53 SÖLUTURN TIL SÖLU Kráin, Vestmannaeyjum Um er að ræða rekstur á besta stað, sem samanstendur af söluturni, mynd- bandaleigu og grilli ásamt fasteigninni, sem er 67 fm verslunarrými á jarðhæð. Reksturinn er rótgróinn og í þessu húsi hefur verið starfræktur söluturn í um 20 ár og er mjög vel tækjum búinn. Allt almennt ástand að innan sem utan er mjög gott og er velta mjög góð. Möguleiki á að yfirtaka verulegan hluta kaupverðs í lánum með hagstæðum kjörum. Uppl. gefur Ólafur Blöndal. Borgartúni 22, 105 Reykjavík, Sími 5-900-800 AÐVENTUTÓNLEIKAR Stúlkna- kórs og Barnakóra Háteigskirkju voru haldnir laugardaginn 8. des- ember undir yfirskriftinni „Jóla- klukkur klingja“ í Háteigskirkju. Um undirleik sáu Douglas A. Brotchie á píanó og Björn Davíð Kristjánsson á flautu. Félagar úr stúlknakórnum voru einnig með tónlistarflutning. Stjórnandi kór- anna er Birna Björnsdóttir, en hún hefur haft umsjón með kór- starfi barna og unglinga í Há- teigskirkju undanfarin fimm ár. Kórstarfið hefur eflst með ári hverju og eru nú um hundrað börn og unglingar virkir þátttak- endur. Kórfélagar skiptast í þrjá kóra, þ.e. yngri deild Barnakórs, sem er fyrir börn á aldrinum 6–8 ára, eldri deild Barnakórs, sem er fyrir börn á aldrinum 9–11 ára, og Stúlknakórinn fyrir 12 ára og eldri, segir í fréttatilkynningu. Aðventutónleikar í Háteigskirkju NÝÁRSDANSLEIKUR ’68 kyn- slóðarinnar verður haldinn á nýárskvöld í Súlnasal Radisson SAS Hótel Sögu eins og undanfar- in ár. Ræðumaður verður Þórarinn Eldjárn, veislustjóri Ingibjörg Hjartardóttir. Fjöldasöngur verð- ur undir stjórn Halldórs Gunn- arssonar og Gylfa Gunnarssonar, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson syngja, Áshildur Haraldsdóttir leikur á flautu meðan á borðhaldi stendur. Starfsmenn Sögu munu reiða fram hátíðarkvöldverð og Pops með Pétur Kristjánsson í fararbroddi, sem koma saman af þessu tilefni, leika fyrir dansi. Miðaverð er 9.800 kr. fyrir mat- argesti og 4.000 kr. á dansleikinn, miðar skulu sóttir fyrir 21. desem- ber. Þeir sem ætla bara á dans- leikinn geta nálgast miðana í sölu- deild Radisson SAS Hótels Sögu kl. 8–18, segir í fréttatilkynningu. Nýársdans- leikur ’68 kyn- slóðarinnar NÝ netverslun, gjafa.net hefur verið opnuð. Gjafa.net verslar með gjafa- vörur fyrir öll tækifæri, s.s. bækur, raftæki, DVD, myndbönd, geisla- diska, tölvuleiki fyrir PC og PS/2. Á gjafa.net verður einnig að finna gjaf- ir sem eiga við á hverjum tíma. Enn- fremur verða vörur fyrir börn, t.d. geisladiskar, leikföng og fleira. Þá verða tilboð í gangi, þar sem afsláttur verður gefinn af einstökum vörum. Viðskiptavinir gjafa.net geta virka daga fengið hraðþjónustu, þá er var- an komin til kaupanda á höfuðborg- arsvæðinu, innpökkuð og merkt, innan tveggja klukkustunda frá pöntun. Slóð nýju verslunarinnar er www.gjafa.net og www.gjafanet.is Það eru nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Veraldarve- fjarins hf. sem standa að nýju versl- uninni, gjafa.net, segir í fréttatil- kynningu. Ný netverslun tekur til starfa STOFNAÐUR hefur verið vefur- inn midstodin.is í þeim tilgangi að hjálpa efnalitlum einstaklingum við að finna námstyrki svo þeir gæti bætt stöðu sína í þjóðfélag- inu. Það er Hjörleifur Harðarson sem stendur fyrir þessum vef. Hann óskar eftir aðstoð fyrirtækja og stofnana og upplýsingum um námstyrki, og skal senda upplýs- ingarnar inn á vefinn, segir í fréttatilkynningu. Nýr vefur, miðstöðin.is ÍSLENSKIR friðarsinnar standa að blysför niður Laugaveginn á Þor- láksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi og lagt af stað klukkan 18. Friðargangan á Þorláksmessu er orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og önnur í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar auk friðarmerkja sem eru aftur fáanleg. Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur kórstjóra tekur þátt í blysförinni sem endar með stuttum fundi á Ingólfstorgi. Þar mun Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland- Palestína, flytja stutt ávarp og síðan lýkur fundinum með friðarsöng. Fundarstjóri er Stefán Magnússon, segir í fréttatilkynningu. Friðarganga á Þorláksmessu 11–22. Quizno’s býður uppá glóðaða báta, súpur og salöt. Hægt er að borða á staðnum eða taka með. Einn- ig er boðið uppá heimsendingarþjón- ustu fyrir stærri pantanir, t.d. vinnu- staði eða veislur í heimahúsum, segir í fréttatilkynningu. NÝR Quizno’s-veitingastaður verður opnaður í dag, miðvikudaginn 19. desember, í Hæðasmára 4, við Reykjanesbraut fyrir ofan Smára- lind þar sem gulur bíll er á þakinu. Í tilefni af opnun nýja staðarins verða ókeypis glóðaðir Quizno’s frá 11.30 til 15 á morgun í Hæðasmára. Staðurinn verður opinn alla daga frá Nýr Quizno’s Subs- staður opnaður Í TILEFNI vetrarsólstaðna verður Kínaklúbbur Unnar með skemmt- un föstudaginn 21. desember í veit- ingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28, sem hefst með borðhaldi kl. 19. Borðapantanir hjá Shanghæ. Unnur Guðjónsdóttir mun standa fyrir skemmtidagskrá og kynna næstu ferðir klúbbsins sem verða í maí og september. Allir vel- komnir, segir í frétt frá Kínaklúbbi Unnar. Skemmtun hjá Kínaklúbbnum ÁSATRÚARMENN halda árlegt jólablót sitt föstudaginn 21. des- ember í húsnæði félagsins við Grandagarð. Þar munu ásatrúar- menn koma saman til að fagna hækkandi sól í salnum, sem tekið hefur gagngerum breytingum. Nýlega var salurinn skreyttur reflum eftir Hauk Halldórsson, en þar segir frá Þrymskviðu og æv- intýrum Þórs í Jötunheimum. Í salnum hefur einnig verið komið fyrir miklum ljósakrónum sem hannaðar voru af Jörmundi Inga Hansen allsherjargoða og smíðaðar úr járni af Ísleifi Frið- rikssyni. Boðið verður upp á þjóðlegar veitingar á vægu verði og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið verður opnað klukkan 19 en blótið hefst klukkan 20, segir í fréttatilkynningu. Jólablót ásatrúarmanna STOFNFUNDUR Vinnuréttar- félags Íslands var haldinn 12. desem- ber sl. og voru fundarmenn rúmlega 50. Tilgangur félagsins er að vinna að kynningu, umfjöllun og rannsókn- um á sviði vinnuréttar, að efla sam- skipti lögfræðinga og annarra sem starfa að vinnuréttarmálum, að stuðla að útgáfu greina, ritgerða og rita um vinnurétt og að vera þátttak- andi í fjölþjóðlegu samstarfi vinnu- réttarfélaga. Lögfræðingar, laga- nemar og aðrir einstaklingar, lögaðilar og félagasamtök geta orðið félagar. Stofnfélagar teljast þeir sem skrá sig í félagið fyrir aðal– og fram- haldsstofnfund félagsins sem hald- inn verður í maí 2002. Á stofnfundinum var fyrsta stjórn félagsins kosin en hana skipa: Sig- urður Líndal prófessor, formaður, Atli Gíslason hrl. og Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl., meðstjórnandi. Varamenn eru Gunnar Björnsson lögfræðingur og Magnús Norðdahl hrl., Skoðunarmaður reikninga var kosinn Hulda Rós Rúríksdóttir hdl. Vinnuréttar- félag stofnað Röng kynning Í Morgunblaðinu í gær birtist að- sendur rammi eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur og var hún kynnt þar sem rithöfundur. Hið rétta er, að þessi rammi var eftir Ingibjörgu Haralds- dóttur, sem er menntaskólakennari í Kópavogi. Hlutaðeigendur eru beðn- ir afsökunar. Rangt farið með lok sýningar Í Þjóðarbókhlöðunni stendur yfir sýning á bókum og myndum 35 er- lendra höfunda. Sýningunni lýkur 17. febrúar. Rangt var farið með þann tíma í blaðinu í gær og beðist er velvirðingar á mistökunum. Formaður bæjarráðs Ranghermt var í blaðinu í gær að Gunnar Birgisson væri forseti bæj- arstjórnar Kópavogs. Hið rétta er að Gunnar er formaður bæjarráðs. Bragi Mikaelsson er forseti bæjar- stjórnar Kópavogs. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.