Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 55

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 55
O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 55 Morgunblaðið/Ásdís Trúarhópar sameinast í bæn um frið FRIÐARSAMKOMA var haldin í Kaplakrika á laugardag þar sem meðlimir átta mismunandi trúar- hópa sameinuðust í bæn um frið, en alls mættu um 7–800 manns á sam- komuna. Anna Pálína Árnadóttir söngkona setti samkomuna og Anna Sigríður Helgadóttir söng einsöng. Þá komu leiðtogar trúar- bragða fram og fluttu hver um sig stutt ávarp og sungu friðarbæn. Að hverri bæn lokinni tónaði Esther Helga Guðmundsdótttir, söngkona og kórstjórnandi, fram inntakið úr hverri bæn og leiddi viðstadda í söng um friðarbænina. Að lokum sungu allir saman friðarsöngva undir stjórn Estherar við undirleik Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Hólmfríður Árnadóttir stóð að samkomunni, ásamt þeim Esther Helgu og Sigurlaugu Guðmunds- dóttur, en kveikjan að samkomunni eru hörmungarnar sem dunið hafa yfir heimsbyggðina á síðustu mán- uðum og var markmiðið að sýna samstöðu með þeim sem mest hafa þjáðst og að fólk gæti fundið fyrir því að geta lagt eitthvað af mörk- um. Að sögn Hólmfríðar voru þær stöllur mjög sáttar við þann fjölda fólks sem mætti á samkomuna, mið- að við hversu annasöm síðasta helgi fyrir jól gjarna er. „Það var óskap- lega gaman að sjá allt þetta ólíka fólk standa saman og flytja bæn um frið,“ sagði Hólmfríður. Á myndinni eru Esther Helga Guðmundsdótttir, til hægri, ásamt Önnu Sigríði Helgadóttur, til vinstri, stjórnuðu fjöldasöng. Á milli þeirra má m.a. sjá Önnu Pálínu Árnadóttur, Dorr- itt Moussaieff og forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, taka lagið. BÍLABÚÐ Benna stendur fyrir jólaleik fyrir börn í samvinnu við Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Íslandspóst. Börnum er boðið að lita mynd af Musso-jeppa, sem birtist í dagblöðunum fram til jóla, og senda til Bílabúðar Benna. Úr innsendum myndum verða dregnir út 200 „ listamenn„. Verð- launin verða ,,Goliat flugelda- pakki“ frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Tilkynningar til verðlaunahafa verða póstlagðar 27. desember. Jafnframt var ákveðið að gefa Mæðrastyrksnefnd gjafabréf fyrir 50 flugeldapökkum og komu fulltrúar fyrirtækjanna saman hjá Bílabúð Benna á Vagnhöfða 23 ný- lega af því tilefni en þeir voru Ás- gerður Jóna Flosadóttir og Bryn- dís Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Kristinn Ólafsson frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Jón Kr. Stefánsson frá Bílabúð Benna. Mæðrastyrks- nefnd fær gjafir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.