Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 56

Morgunblaðið - 19.12.2001, Page 56
56 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LÍFIÐ er dýrmætt. Það er enginn vafi og það er erfitt oft að velja og svo segir á einum stað að hver sé sinnar gæfu smiður og víst er nokk- uð til í því. En það er líka margt sem mætir manni á lífsleið- inni og sumt af því getur orðið örlagavaldur í líf- inu. Það fer ekki á milli mála. Framboðið er mikið og alls staðar eru tæki- færin. Í gamla kverinu mínu stóð m.a. Í upphafi skapaði guð himin og jörð. Hann skapaði líka fyrsta manninn og sagði þeim að þau skyldu ríkja og njóta jarðarinnar og lagði þeim lífsreglurnar. Ég man hve mér þótti þetta einkennilegt sem barni og eftir því sem árin hafa liðið finnst mér svo merkilegt hversu heimurinn hefir þróast og sérstaklega hversu sein- asta öldin færði heiminum mörg þægindi og hve bylting hefir orðið á lífskjörum fólksins að undrun sætir. Einhverntímann hefði maður nú haldið að ánægjan hefði vaxið með þægindunum og sú hugsun að friður gæti verið meðal þjóðanna, en það er nú ekki því að fagna, því miður. Ég man líka eftir orðunum: Adam var ekki lengi í paradís. Það sá Satan um og með honum kom hið illa inn í heiminn. Svona var nú veröldin í mínum huga og svo kom fögnuður jólanna inn í skammdegið. Fæðing frelsarans var svo mikil staðreynd í mínum huga að alltaf þráði ég jólin og reyndi að lifa eins vel og ég gat með fögnuð í huga. Hátíð hátíðanna hafði mikil áhrif á hugsun og athafn- ir, og þótt jólagjafirnar væru ekki veglegar í anda nútímans, þá vöktu þær þakklæti og gleði barnshugans. Nú eru senn komin jól, enn þá ein hátíð þar sem jarðarbúar taka á móti frelsaranum í hug og hjarta. Heilög jól. Ég gleymi aldrei þeim hátíðleik sem yfir þeim hvíldi á bernskuheim- ili mínu. Allt var svo fágað og hreint og hugurinn upptekinn af fagnaðar- boðskapnum. Ég man líka hve sumir barnaskólafélagar mínir áttu erfitt þegar gleði þeirra var spillt með áfengi og öðrum vímuefnum, hvernig pabbi þeirra varð allt annar, jafnvel á jólun- um, vegna þess að hann stóðst ekki freistingarnar. Þegar ég sá og vissi félaga mína í sínu „jólaleysi“ og langaði til að rétta litlu höndina mína þeim til hjálpar, hve máttvana ég stóð þá. En nú geta allir haldið bæði heilög jól og vímulaus jól, ef þeir vilja taka á móti boðskap hans sem öllu ræður. Og oft hefi ég velt því fyrir mér hve lífið gæti verið dásamlegt ef boð- skapur jólanna og Jesú Krists fengi að ríkja í huga og hjarta hvers ein- asta manns. Þá væri gaman að lifa. En því miður eru villuljósin svo mörg í heiminum í dag, þrátt fyrir velmeg- un lands og þjóðar, að það skelfir hugsandi menn. Friður í stað kvíða? Það er sorgleg staðreynd hve vímu- efnin hafa farið illa með og fjötrað í öllu frelsinu. Eigum við ekki að úti- loka alla vímu um þessi jól og byrja á næsta ári með þann ásetning að fækka þeim sem í vímunni reika, auka bindindissemi og frið, frið og kærleika meðal manna. Það væri sannasta jólagjöfin sem við gætum gefið landinu okkar. Guð gefi okkur gleðileg jól og farsælt komandi ár og vímulausa framtíð. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Sjálfskaparvítin eru verst Frá Árna Helgasyni: OFBELDI Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum verður æ ofboðs- legra. Það er löngu orðið sambærilegt og vel það við framferði ríkisstjórna Slobodan Milosevic og Saddams Hussein, sem þótti réttlæta loftárásir og viðskiptabönn 1991 og 1999. Þá var viðkvæðið: alþjóðasamfélagið varð að grípa til aðgerða. Og Bandaríkin höfðu forystu um aðgerðir. Ekki er ég að mæla með innrás eða loftárásum á Ísrael. Hins vegar er löngu kominn tími til að alþjóðasam- félagið, svo gripið sé til þess óljósa orðs, láti til sín taka með einhverju meiru en vinsamlegum tilmælum til Ariels Sharons. Þegar mönnum of- bauð aðskilnaðarstefnan í Suður-Afr- íku sameinuðust bæði ríkisstjórnir og almannasamtök í baráttunni gegn þeirri stefnu. Ríkisstjórn Suður-Afr- íku taldi sig vestræna lýðræðisstjórn, landið var hluti af hinu vestræna hag- kerfi. Sama er að segja um ríkisstjórn og hagkerfi Ísraels. Sú staða gefur gott færi á að beita þrýstingi á sviði stjórnmála og efnahagsmála sem og öðrum sviðum varðandi t.d. menning- armál, íþróttir og verkalýðshreyf- inguna. Það er reginhneyksli að Banda- ríkjamenn skuli beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir alþjóðlegt gæslu- lið á heimastjórnarsvæðum Palest- ínumanna. Það er svo sem ekki nýtt að Bandaríkin haldi hlífiskildi yfir Ísr- ael. En nú stendur upp á þau ríki sem nánast samstarf hafa haft við Banda- ríkin, og þá ekki síst NATO-ríkin, að krefjast þess af Bandaríkjastjórn að hún sé sjálfri sér samkvæm. Ríkis- stjórn Bandaríkjanna getur stöðvað blóðbaðið í Palestínu og tryggt Pal- estínumönnum réttlæti. Og við verð- um að krefjast þess að hún geri það. Þess vegna skulum við mæta á úti- fund á Lækjartorgi fimmtudaginn 20. desember undir kjörorðinu: stöðvið Ísrael! EINAR ÓLAFSSON, Trönuhjalla 13, Kópavogi. Stöðvið Ísrael! Frá Einari Ólafssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.