Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 19.12.2001, Síða 60
FÓLK Í FRÉTTUM Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is lau. 22/12 kl. 14:00 nokkur sæti laus og kl. 15:00, lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 örfá sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Aukasýningar fös. 28/12 örfá sæti laus, 29/12 síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl 20.00 MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. GJAFAKORT Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ SKEMMTILEG GJÖF!                       !   "   !     #  !  " #$ %&  ' !( ' )"  *  + , !+-  . '   $%% &' ( .  / '0!- ! 1  )$ / 2  )  #     )*  ++ $, ,  -  *+ "    &' ) %'   !3 21 2! / ' ( # 2 2! / ' ( # ) 0% ! / ' 444  54 2!$ / '24  !3 6 24 #  24 #     )*  ++ $, ,  -  *+ Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Gabriele Fontana Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is föstudaginn 4. janúar kl. 19:30 í Laugardalshöll AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í þau þrjátíu ár sem Sinfónían hefur við- haldið glæsilegri tónlistarhefð Vínarborgar hefur oftar en ekki verið uppselt á þessa vinsælu tónleika. Tryggðu þér miða í tíma! Ósóttar pantanir skulu sóttar fyrir laugardaginn 22. desember. laugardaginn 5. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI - FRÁBÆR JÓLAGJÖF - STUART Adamson, sem best var þekktur sem leiðtogi skosku rokk- sveitarinnar Big Country, en hún naut töluverðra vinsælda á níunda áratugnum, fannst látinn á hótelher- bergi í Hawaii síðastliðinn sunnudag. Adamson var 43 ára gamall. Á dægurmenningarvefsetri BBC er skoðað má glögglega sjá að Adam- son var ekkert venjulegur tónlistar- maður en um þessar mundir rignir þar inn samúðarkveðjum víðvegar að úr veröldinni. Svo virðist sem hann hafi átt sérstakan stað í hjarta fjölmargra; er sérstaklega lofaður fyrir prúðmennsku sína, svo og auð- vitað tónlistina, en einkanlega er tal- að um hljómleika Big Country þar sem sveitin var ávallt með þeim fremstu á því sviði. Einstakur gítarleikari Stuart Adamson (skírður William Stuart Adamson) hóf feril sinn sem tónlistarmaður árið 1973 með sveit- inni Tattoo. Fyrst vakti hann þó at- hygli sem einn af meðlimum síð- pönksveitarinnar Skids, og vakti nýstárlegur gítarleikur hans mikla eftirtekt. Það var svo árið 1982 sem ný sveit hans, Big Country, gaf út sína fyrstu smáskífu („Harvest Home“) og átti kvartettinn eftir að njóta mikilla vinsælda. M.a. annars naut hann þónokkurra vinsælda hér- lendis og var lagið „East of Eden“, af annarri plötu þeirra Steeltown, feiki- vinsælt. Plötur Big Country á níunda áratugnum; The Crossing (1983), Steeltown (1984), The Seer (1986) og Peace in our Time (1989) seldust í yf- ir tíu milljónum eintaka um allan heim og af þekktum lögum má nefna „In a Big Country“, „Fields of Fire“ og „Look Away“. Fyrsta plata sveit- arinnar var og tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna. Gítarhljómur Big Country þótti einstakur og m.a. sagði Frank Black, fyrrum for- sprakki The Pixies, að hann hefði all- an tímann verið að reyna að apa eftir Stuart, hvað gítartækni varðar. Á tíunda áratugum fór frægðarsól Big Country svo að dala nokkuð, þótt útgáfa á plötum hafi alla tíð haldið áfram. Sveitin hélt líka áfram tón- leikaferðum linnulaust og var hún rómuð tónleikasveit, hitaði m.a. upp fyrir Rolling Stones árið 1995. Árið 1996 fluttist Adamson svo búferlum til Nashville og sökkti sér í tónlistar- menninguna þar en áhugi á banda- rísku sveitarokki hafði látið á sér kræla hjá honum við upphaf tíunda áratugarins, sem m.a. má heyra glöggt á skífu sveitarinnar frá 1991, No place like home. Hamingja, innblástur Upp úr 1999 gekk Big Country svo í hálfgildings endurnýjun lífdaga, var þá aðalsveitin á tónleikum til styrktar Kosovo. Í kjölfarið kom ný hljóðversskífa, Driving to Dam- ascus. Árið eftir ákvað Adamson þó að nú væri komið nóg og í maí hélt sveitin lokatónleika með pompi og pragt. Adamson hafði duflað við tónlist í Nashville og starfaði m.a. þar með sveitinni Raphaels. Fyrir nokkrum vikum hvarf Adamson en slíkt gerðist og árið 1999. Vitað er að hann átti við áfeng- isvandamál að stríða, hafði verið þurr í tólf ár þar til hann hóf drykkju á ný fyrir fjórum árum. Hann lét eftir sig skilaboð til sonar þíns þar sem hann sagðist myndu koma aftur á sunnudag. Þetta var miðvikudaginn 7. nóvember. Ekkert spurðist síðan til Adamson, fyrr en hann fannst látinn í áðurnefndu hót- elherbergi. Nú hefur komið í ljós að Adamson hengdi sig, sem gerir þennan sorg- lega atburð válegri en ella. „Harmleikurinn liggur í því að Stuart veitti svo mörgum hamingju og innblástur en gat ekki fundið það sama innra með sér sjálfum,“ skrifar einn aðdáandinn. Hvíl í friði, Stuart Adamson. Stuart Adamson (1958–2001) Sviplegt fráfall leiðtoga Big Country Stuart Adamson um miðbik níunda áratugarins, að loknum tónleikum. arnart@mbl.is ÁGÆTA sögu heyrði undirritað- ur um árið er varðaði píanistann og lækninn Hauk Heiðar Ingólfsson. Sökum mikilla vinsælda hljóm- sveitarinnar Dr. Hook á danskri grundu íhugaði ís- lenskur útgefandi að skipuleggja markaðssetningu á Hauki Heiðari í Danmörku undir listamannsnafninu Dr. Hawk. Hvort af áformum þeim varð veit ég ekki. Hitt veit ég held- ur ekki, hvort nýjasta geislaplata Hauks og hér um ræðir, Mánaskin, er eingöngu útgefin hérlendis. Heldur geri ég þó ráð fyrir því. Mánaskin er hin huggulegasta plata. Haukur og félagar eru ekk- ert að rembast við eitt eða neitt. Þeir leika einfaldlega frábær dæg- urlög á hófstemmdan máta og með- höndla smíðarnar augljóslega af varfærni og virðingu. Hér er ekk- ert verið að reyna einhver tísku- brögð eða uppskrúfuð svalheit. Lagavalið er yfirleitt með mikl- um ágætum. Gullsmíð Friðriks Jónssonar, „Við tvö“, er hér í afar notalegum búningi og hið sama má segja um „Hagavagn“ Jónasar Jón- assonar og meistaraverk á borð við „When You Wish Upon a Star“, sem hér er sérdeilis vel leikið. Mánaskin hefst reyndar á lökustu smíðinni, „Marsbúa (cha cha cha)“, en það er eina lagið af fjórtán sem virðist eilítið draga niður annars afburða gott val á tónsmíðum. Haukur Heiðar er enginn af- burðamaður á slaghörpuna; samt býr hann yfir augljósu næmi fyrir laglínum og er einkar smekkvís í leik sínum. Þá er hann um margt séðari í flutningi sínum en margur tæknilega liprari kolleginn, því nót- ur Hauks eru aldrei of margar. Á Hauki sannast enn einu sinni að minna verður oft meira því einfald- leikinn er svo oft erfiðastur en flottastur. Aðrir hljóðfæraleikarar skila sínu með ágætum. Þeir eru heldur ekkert að tapa sér í endalausum skölum eða öðrum íþróttaæfingum. Eingöngu er leikið af smekkvísi, virðingu og þegar best lætur, mik- illi tilfinningu. Þetta er allt at- vinnumenn fram í fingurgóma og það er alls ekki sjálfgefið að slíkt titlaðir standi undir nafni, en hér gera þeir það tvímælalaust allir sem einn. Þótt Mánaskin muni seint teljast til tónlistarlegra stórvirkja þá inni- heldur hún fágæt notalegheit. Þetta er fyrsta flokks bakgrunn- stónlist, framreidd af fagmennsku þar sem fyrst og fremst er leikið af auðmýkt og virðingu fyrir viðfangs- efninu, en ekki í sjálfumgleði yfir eigin færni á hljóðfærin. Tónlist Minna er meira Haukur Heiðar Ingólfsson Mánaskin Haukur Heiðar gefur út Mánaskin, geislaplata Hauks Heiðars Ingólfssonar og félaga. Haukur Heiðar leikur á píanó ýmis þekkt dægurlög. Með honum leika þeir Árni Scheving á bassa, víbrafón og dragspil, Vilhjálmur Guð- jónsson á gítar, Einar Valur Scheving á slagverk, Alfreð Alfreðsson á trommur og Birkir Freyr Matthíasson á flygelhorn og trompet. Útsetningar voru í höndum þeirra Hauks Heiðars og Árna Scheving sem jafnframt stýrði upptökum. Gunnar Smári Helgason hljóðritaði og blandaði. Skífan dreifir. Orri Harðarson Morgunblaðið/Þorkell Haukur Heiðar nýtur m.a. full- tingis Árna Scheving á Mána- skini sem Orri Harðarson segir innihalda „fágæt notalegaheit“. 60 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARGUMRÆTT hjónaband háðfuglsins Toms Greens og leikkonunnar Drew Barrymore virðist á enda. Green hefur sótt formlega um skilnað frá konu sinni og því er útlit fyrir að hjónabandið vari skemur en ár, en parið gekk í það heil- aga í mars á þessu ári. Formleg skýring á beiðninni um lögskilnað er ósætt- anlegur ágreiningur og hefur Green sent frá sér tilkynningu til að skýra sína hlið á málinu: „Drew er yndisleg kona. Ég elska hana heitt og vildi óska þess að hjónabandið hefði gengið. Ég vona að hamingjan verði henni hliðholl í framtíð- inni.“ Barrymore hefur ekki viljað tjá sig um skilnaðarbeiðni Greens. Þau hittust í mars 2000 og giftu sig öllum að óvörum ári síðar. Þau endurnýj- uðu hjúskaparheitin í viðurvist vina og vandamanna í júlí og allt virtist leika í lyndi. Þetta var fyrsta hjónaband Kanadamannsins Greens en annað hjá Barrymore. Hennar fyrsta var á enda eftir 19 daga og virðist henni því eitthvað fara fram, þrátt fyrir allt. Tom Green og Drew Barrymore.                                                    Tom Green vill skilja við Drew Barrymore

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.