Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 61 www.sminor.is/ tolvubun.htm Áður slógu hendur landans létt á Olivetti ritvél- arnar en nú eru það bleksprautuprentarar og geislaprentarar frá Olivetti sem allir vilja hafa undir höndum. Hér eru á ferðinni fjölhæfir og velvirkir gæða- prentarar á góðu verði sem sómi er að á heimili og skrifstofu. Prentarar Nánar á Netinu! Láttu prentara frá Olivetti sjá um skriftirnar! OD DI HF G8 27 8 SÖNGKONAN Hjördís Geirsdóttir á að baki ein fjöru- tíu ár í tónlistinni og hefur sungið með ýmsum dans- leikjahljómsveitum í gegnum tíðina, síðustu árin með sinni eigin hljómsveit. Á þessari plötu fær hún til liðs við sig fjöldann allan af hljóðfæraleikurum úr gömlu- dansafylkingunni og velur bæði gömul lög og ný til flutnings, lög sem hún þekkir út og inn eftir að hafa sungið þau á böllunum í gegnum árin. Harm- ónikkulögin skipa stóran sess en ann- ars er lagavalið fjölbreytt blanda af gömlum standördum og nýrri lögum, eftir erlenda og íslenska höfunda, alls 14 lög. Þar af er ein skemmtileg samsuðusyrpa af þremur þekktum dægur- flugum, „Hello Dolly“, „Flickorna í Småland“ og „Kántrýbæ“ þar sem Friðrik Theódórsson „skattsyng- ur“ í kringum Hjördísi. Upphafslag disksins er hið þekkta lag Fred Spielman „Paper Roses“ (sem margir þekkja sem „Jólin koma“) og er hér sungið við vel lukk- aðan texta Jóns Sigurðssonar, „Gular rósir“ en Hjördís fékk Jón sérstaklega til að gera textann fyrir sig. Hérna má líka finna lög eins og „Hreðavatnsvalsinn“, „Í Eyj- um“, „As Time Goes By“ og leikin lög, polka og vals, fyrir harmonikkuna. Þetta eru sem sagt lög sem henta fyrir gömlu dansana og höfða líklegast einkum til þeirra sem hafa gaman af því að hringsnúast um gólfið við harm- onikkuleik. Með plötunni fylgir fróðleg textabók með for- mála Hjördísar um tilurð plötunnar, athugasemdum við hvert lag auk mynda, sem gaman er að fletta í gegnum en lesa hefði mátt ensku textana betur yfir, þar morar allt í villum. Hljóðfæraleikurinn er allur mjög fagmannlegur enda vanir menn í áhöfninni, og útsetningarnar vandaður og góður heildarsvipur yfir lögunum. Rödd Hjördísar hæfir vel harmónikkusveiflunni, er hressileg og lífleg. Hún býr hins vegar ekki yfir miklum blæbrigðum og er heldur stirðleg í rólegri lögunum, þar mættu áherslurnar vera mýkri. Sérstaklega verður hið sígilda „As Time Goes By“ hjákátlegt í flutningi. Svo margir góðir söngvarar hafa farið um það höndum að það er erfitt að standast slíkan samanburð. Hærri nóturnar valda líka nokkrum vandræðum í söngnum, eins og í „Long Long Live Love“ og „Næturljóð – Gleymdu því aldrei góði“ og þegar sungið er á ensku skín íslenski framburðurinn í gegn. Yfirleitt er þó söngurinn ágætur og stemmningin lifandi og heilbrigður ungmennafélags- andi svífur yfir vötnum. Kosturinn við þessa plötu er að lagavalið er fjölbreytt og fjörlegt og söng- og spilagleðin augljós. Fyrir þá sem kunna sporin og vilja bregða upp gömludansastemmn- ingunni heima í stofu, er diskurinn tilvalinn. Tónlist Harmonikkufjör Hjördís Geirsdóttir Hjördís Geirsdóttir ásamt gömlum og glöðum félögum. Hjördís Geirsdóttir gefur út HJÖRDÍS Geirsdóttir ásamt gömlum og glöðum félögum. Hjördís gefur út, Skífan dreifir. Lög og textar á plötu Hjördísar eru úr ýmsum áttum en um út- setningar sáu Ragnar Páll Einarsson, Karl Adolfsson, Sigurgeir Björgvinsson og Hjördís Geirsdóttir. Auk Hjördísar koma einnig við sögu í söngnum dóttir Hjördísar, Hera Björk Þórhallsdóttir, Ólafur Bachmann og Friðrik Theódórsson. Alls koma 17 hljóð- færarleikarar að spilamennskunni, allt menn sem hafa langa reynslu úr dansleikjabransanum og má þar nefna Karl Adolfsson og Sigurgeir Björgvinsson á harmonikku, Ragnar Pál Einarsson á gítar og hljómborð, Svein Óla Jónsson, Ólaf Backmann og Guðmund Steingrímsson á trommur, Guðmund Hauk Jónsson og Árna Elvar á flygil o.fl. Ólafur Þórarinsson sá um hljóðblöndun og frágang. Að mati Steinunnar Haraldsdóttur er „söng- og spilagleðin augljós“ á plötu Hjördísar Geirs. Steinunn Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.