Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 64
64 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Vit 314 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 316 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 299 Frábær gamanmynd með Mark Wahlberg (Planet of the Apes, Perfect Storm) og Jennifer Aniston (Friends) með dúndur rokki sem rokkunnendur mega ekki alls ekki missa af. Fæstir fá tækifæri til þess að VERÐA uppáhaldsstjarnan sín! 3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary.  Kvikmyndir.is  DV Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Vit nr. 296 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Allur heimurinn mun þekkja nafn hans  ÓHT Rás 2 MBL H O L E THE  DV SV Mbl Sýnd kl. 8. B. i. 16. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is ÞÞ Strik.is ÓHT Rás 2  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8.  HJ Mbl  ÓHT RÚV Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  ÓHT Rás 2  MBL Edduverðlaun6 BROTHERHOOD OF THE WOLF Ó.H.T Rás2 Strik.is Sýnd kl. 6 og 9. Jólamynd 1/2 RadíóX Sýnd kl. 6. B.i.14.Sýnd kl. 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. 4 evrópsk kvikmyndaverðlaun. M.a. Besta mynd Evrópu, Besta leikstjórn og Besta kvikmyndataka. Kvikmyndir.co Ein persóna getur breytt lífi þínu að eilífu. Frá leikstjóra Delicatessen HAM er og verður goðsögn í íslensku rokki HK DV SAGA Anthonys Bourdains af lífinu í eldhúsinu á nokkrum helstu veit- ingahúsum heims, Kitchen Confid- ential, er svo krassandi að vísast leggja margir lesendur hennar af heimsóknir í slík fíkniefna- og kyn- svallsbæli. Eins og Bourdain lýsir því velst varla til starfa í eldhúsum veitingahúsa nema verulega skemmt fólk og ekki eru eigendur staðanna síður sérkennilegir. Hann er þó ekki að segja hryllingssögu; hvarvetna skín í gegn að hann er stoltur af að hafa kynnst þessum heimi sem hann elskar og finnst greinilega fátt skemmtilegra en að vera á kafi í eldamennsku innan um dóphausa og geðsjúklinga. Bráð- skemmtileg og fyndin bók uppfull með fróðleik um mat og matreiðslu. Harry Potter er á allra vörum, enda gengur fyrsta kvikmyndin fyrir fullum húsum og skammt síð- an fjórða og besta bókin kom út á íslensku. Þeir sem ekki hafa lesið Harry Potter ættu að gera það strax, hvort sem að er á ensku eða íslensku, og síðan eiga allir að lesa þríleik Phillips Pullmans, sem er reyndar verið að snara á íslensku einnig. Saga hans af Lýru Silf- urtungu og ævintýrum hennar, The Golden Compass, The Subtle Knife og The Amber Spyglass, er með helstu stórvirkjum ævintýrasagn- anna og ekki bara fyrir börn eða stálpaða unglinga; því má halda fram að fullorðnir njóti hennar einna best og því betur sem þeir eru betur að sér í menningar- og trúarbragðasögu. Mönnum er ráð- lagt að kaupa allar bækurnar í einu til að forðast óþægindi af því að hafa ekki framhaldið við hendina þegar lokið er fyrsta eða öðru bindi. Ein skemmtilegasta skáldsaga síðasta árs vestan hafs var The Amazing Adventures of Kavalier and Clay eftir Michael Chabon. Bókin segir frá frændunum Josef Cavalier og Samuel Klayman, sem tóku sér nöfnin Joe Kavalier og Sammy Clay, en sagan gerist á millistríðsárunum þegar teikni- myndaiðnaðurinn er að verða til vestanhafs og nær fram á okkar daga. Fyrir stuttu kom bókin út á kilju, er því á skaplegu verði og vert að vekja enn athygli á henni, en þess má geta að Chabon fékk Pulitzer-verðlaunin í vor fyrir bók- ina og það verðskuldað. Sagan er ævintýraleg og í senn átakanlega sorgleg og bráðfyndin; mikið meist- araverk. Jasper Fforde sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu á árinu og kallast hún The Eyre Affair. Söguhetja hennar er bókmenntalögreglukonan Thursday Next sem fæst við fant- inn Acheron Styx, en meðal ill- virkja hans er að ræna og myrða persónur úr þekktum bókmennta- verkum. Þegar hann rænir sjálfri Jane Eyre og heldur henni fanginni dregur til tíðinda og Next eltir hann inn í bókina til að greiða úr málinu. Bráðskemmtileg og fyndin bók sem gerist í skemmtilega geggjuðum heimi þar sem menn berjast upp á líf og dauða um bók- mennta- og listastefnur. Bók- menntakunnátta ekki áskilin en eykur ánægjuna ef hún er fyrir hendi. Frægasti bálkur ævintýrasagna er Discworld-sagnirnar eftir Terry Patchett en um þrjátíu bækur hafa komið út í þeirri röð, þeirra nýjast- ar The Last Hero og Amazing Maurice and His Educated Rod- ents. Ekki þarf að hvetja Pratchett- vini til að lesa hann, en ástæða til að benda þeim sem ekki hafa heillast af Discworld-bókunum á söguna um köttinn talandi (og hugsandi) Maurice og rotturnar vini hans, sem einnig geta talað. Sú bók er skrifuð fyrir yngri lesendur, eins konar barnaævintýrasaga, sem stálpaðir og fullorðnir geta haft mikið gaman af. Ekki koma nema tvær Discworld-persónur fyrir í bókinni, Dauðinn og The Grim Squeaker, en greinilegt að hún ger- ist í þeim undur furðulega æv- intýraheimi. Spennandi saga og ógnvænleg á köflum, en umfram allt bráðfyndin. Fáir höfundar standa John Grisham á sporði í vinsældum, enda er hann með mest seldu glæpa- sagnahöfunum síðustu áratuga. Fyrir þessi jól sendir Grisham hins vegar frá sér bók sem stingur í stúf við fyrri verk, eins konar jólaæv- intýri. Í bókinni Skipping Christ- mas segir Grisham frá miðstétt- arhjónum sem ákveða að sleppa jólunum og fara frekar í Karíba- hafssiglingu fyrir peninginn sem þau spara með því móti. Einkadótt- irin er við störf í fjarlægu landi og þar sem þau eru ein finnst þeim sem það verði hægðarleikur að sneiða hjá æsingnum, kaupæðinu og látunum ... en það er öðru nær. Grisham hefði mátt stytta bók sína verulega, en hún er þó ágæt lesn- ing með boðskap og ádeilubroddi. Glæpasagnaunnendur þekkja ef- laust flestir Minette Walters sem er með fremstu höfundum slíkra bókmennta; lipur penni og ristir býsna djúpt. Í nýjustu skáldsögu hennar, Acid Row, sem kom út inn- bundin fyrir stuttu, tekur hún fyrir viðkvæm mál eins og svo oft áður, og segir meðal annars frá óeirðum sem brjótast út eftir að íbúar í hálf- gerðu fátækrahverfi komast á snoð- ir um að þar búi dæmdur barnaníð- ingur. Söguþráðurinn er snúinn og flæktur og atburðarásin ævin- týraleg svo spennan verður nánast óbærileg. Alan Furst hefur vakið athygli fyrir listavel skrifaðar njósnasögur sem gerast á tímum seinni heims- styrjaldarinnar, nánar tiltekið á ár- unum 1939 til 1941, þegar mörgum sýndust Möndulveldin hafa sigur. Söguhetjur hans er venjulegt fólk við óvenjulegar aðstæður eins og til að mynda í The Polish Officer sem segir frá kapteini í pólska hernum sem þarf að gerast leyniþjón- ustumaður í snatri er Pólland fellur í hendur Þjóðverjum. Margir hafa líkt Furst við John LeCarré, en hann stendur þó nær Eric Ambler, gefur meiri innsýn í hugarheim skjólstæðinga sinna en Carré, þó hann sé álíka meistari fléttunnar og LeCarré. Inspector Banks þekkja eflaust margir, enda hefur hann verið að- alsöguhetja glæpasagna Peters Robinsons í ein fjórtán ár. Banks er að mörgu leyti dæmigerð sögu- hetja slíkra bókmennta, á í vand- ræðum með kvenfólk, glímir við óvin(i) innan lögreglunnar og beitir óhefðbundum aðferðum til að leysa flókin sakamál sem aðrir ráða ekki við. Robinson hefur þó tekist að gæða Banks það miklu lífi að les- andinn getur samsamað sig honum að einhverju leyti og stendur ekki á sama um persónuna sem er lyk- ilatriði í sannfærandi glæpasögu. Cold is the Grave er nýjasta bók Robinsons, kom í í kilju fyrir stuttu, og hæfilega þykk til að lesa á einu kvöldi og fram á nótt, rúmar 400 síður, enda viðbúið að menn leggi hana ekki frá sér fyrr en sag- an er öll. Einn helsti öndvegishöfundur evrópskra bókmennta er Gunther Grass sem hefur sérstakt lag á að stuða landa sína Þjóðverja; sam- viska þeirra og refsivöndur. Fyrir stuttu kom út á ensku síðasta skáldsaga hans og kallast Too Far Afield. Hún segir frá tveimur fé- lögum sem ráfa um Berlín nýrra tíma; annar fyrrverandi embætt- ismaður þýska alþýðulýðveldisins sáluga og hinn lágtsettur njósnari. Á röltinu ræða þeir og rifja upp sitthvað úr þýskri sögu og velta fyrir sér lykilspurningum um hvað felist í því að vera þýskur. Fáir hafa annað eins lag á því að vaða úr einu í annað og Grass en þó að hann fari ekki eins víða í tíma og rúmi og oft áður er hann með full- mikið undir og nær ekki að vinna úr því á sannfærandi hátt. Bókin er samt meistaraverk, eins og hans er von og vísa, þó að ekki sé gott fyrir þá sem þekkja hann ekki að byrja á þessum stað. Bækurnar fást í Pennanum- Eymundssyni og/eða Máli og menn- ingu. Um jólin gefst loks tími til að lesa að mati Árna Matthíassonar sem mælir með nokkrum forvitnilegum erlendum bókum ólíkrar gerðar. Forvitnileg jólalesning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.