Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TUGIR manna á vegum Samkeppn- isstofnunar gerðu í gærmorgun hús- leit samtímis í höfðuðstöðvum olíufé- laganna þriggja, Olíufélagsins hf., Olíuverslunar Íslands hf. og Skelj- ungs hf. Að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, var ráðist í aðgerðirnar vegna gruns um ólöglegt verðsamráð olíufélaganna. Samkvæmt 40. grein samkeppnis- laga getur Samkeppnisstofnun við rannsókn máls gert nauðsynlegar at- huganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum eða ákvörð- unum samkeppnisyfirvalda. Ljóst er að aðgerðir Samkeppn- isstofnunar í gær voru vandlega und- irbúnar og virtust þær koma starfs- fólki olíufélaganna í opna skjöldu. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar réðust til inngöngu á skrifstofur olíu- félaganna um tíuleytið í gærmorgun, einkum skrifstofur yfirmanna sem var gert að víkja af skrifstofum sín- um á meðan rannsókn fór fram. Alls fóru um 20 manns á vegum Sam- keppnisstofnunar í hvert félaganna þriggja og voru þeir fram eftir degi að safna gögnum sem síðan voru flutt í húsakynni stofnunarinnar. Er um mikinn fjölda gagna að ræða en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu olíufélögin fá til baka fyrir helgi þau gögn sem Samkeppn- isstofnun telur sig ekki hafa gagn af en önnur verða afrituð áður en þeim verður skilað. Georg Ólafsson segir að með þess- um aðgerðum Samkeppnisstofnunar sé ekki verið að segja að olíufélögin hafi brotið af sér. Þær séu hins vegar liður í því að ganga úr skugga um hvort svo hefur verið eða ekki, út frá þeim vísbendingum sem stofnuninni hafa borist. „Við gerðum þetta vegna ákveðinna vísbendinga um ólöglegt samráð olíufélaganna um verð, skiptingu markaðar og ef til vill eitt- hvað fleira,“ sagði Georg í samtali við Morgunblaðið í gær. Forsvarsmenn olíufélaganna sögðust í gær ekki vita nákvæmlega hvað Samkeppnisstofnun væri að rannsaka með þessum aðgerðum. Það hafi komið þeim á óvart til hve harkalegra aðgerða stofnunin greip. Í ljósi þjóðfélagsumræðunnar að undanförnu hafi hinsvegar mátt bú- ast við einhverskonar rannsókn af hálfu stofnunarinnar. Íslensku olíufélögin hafa mátt sæta verulegri gagnrýni undanfarið og hafa samtök eins og Landssam- band íslenskra útvegsmanna og Samtök iðnaðarins m.a. krafist op- inberrar rannsóknar á verðlagningu félaganna. Þá hefur félag íslenskra bifreiða- eigenda, FÍB, sent Samkeppnis- stofnun útreikninga þar sem því er haldið fram að olíufélögin hafi aukið álagningu sína að undanförnu um- fram það sem eðlilegt geti talist, sér í lagi frá júnímánuði sl. Forsvars- menn LÍÚ og FÍB fagna því að olíu- verðsmál séu nú til athugunar hjá samkeppnisyfirvöldum. Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum þremur í gærmorgun Segir vísbendingar um ólöglegt verðsamráð Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn Samkeppnisstofnunar bera gögn frá olíufélögunum inn í húsakynni stofnunarinnar.  Lögðu hald á/26 (  HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karl af kröfu fyrrverandi eiginkonu hans, sem vildi fá andvirði helmings lífeyr- issjóðsinneignar hans í sinn hlut þeg- ar hjónabandinu lauk. Hæstiréttur vísar m.a. til þess, að hjónin höfðu ekki gert með sér samkomulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna, svo sem þeim var heimilt samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hjónin höfðu verið tæp 34 ár í hjú- skap er þau slitu samvistir. Konan vann ekki utan heimilis, en annaðist það og uppeldi tveggja dætra þeirra hjóna. Maðurinn vann verka- og vélamannavinnu og greiddi í lífeyr- issjóð. Samkvæmt skilnaðarsamn- ingi var hjúskapareignum þeirra skipt til helminga milli þeirra, en ágreiningur reis um lífeyrisréttindin. Konan krafðist andvirðis helmings lífeyrissjóðsinneignarinnar í sinn hlut með vísan til hjúskaparlaga, en hann neitaði með vísan til sömu laga. Ákvæðið sem maðurinn byggði á kveður á um að maki geti krafist þess, að tiltekin verðmæti komi ekki undir skiptin, þar með talin réttindi í opinberum lífeyrissjóðum eða einka- lífeyrissjóðum. Konan byggði hins vegar á næstu málsgrein, þar sem segir, að þyki ósanngjarnt gagnvart hinum makanum að réttindum sé haldið utan skipta, sé heimilt að bæta honum það með fjárgreiðslum. Sérstakar aðstæður þarf til Hæstiréttur segir að líta verði heildstætt á allar aðstæður aðila við úrlausn málsins. Í dóminum er vísað til þess, að bæði karlinn og konan búi nú í eigin íbúðum. Hann fær um 92 þúsund krónur á mánuði í lífeyri eftir skatta, en hún um 74 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur. Hæstirétt- ur bendir á að í athugasemdum við umrædd ákvæði í hjúskaparlögunum sé tekið fram, að í einstaka tilviki kunni að reynast ósanngjarnt að halda persónubundnum réttindum utan skipta. „Verður að telja, að sér- stakar aðstæður þurfi að vera fyrir hendi til þess, að þau komi undir skiptin. Þótt tekið sé undir það með héraðsdómi, að hlutur áfrýjanda í myndun lífeyrisréttinda stefnda hafi verið umtalsverður, þykir þó ekki, eins og þar greinir, hafa verið sýnt fram á, að það sé ósanngjarnt að halda þeim utan skipta,“ segir Hæstiréttur og sýknar karlinn af kröfu konunnar. Húsmóður synjað um helming lífeyris HARALDUR Örn Ólafssonnáði í gærkvöldi tindi Vinson Massif-fjalls eftir átta tíma göngu, ásamt ferðafélaga sínum Bruce Goodlad. Tindurinn er hæsti tindur Suðurskautslands- ins, 4.897 metra hár, og er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingur stendur á toppi fjallsins. Ferðin gekk vel, sérstaklega framan af, en varð erfiðari þeg- ar nálgaðist tindinn, enda er þar mikill bratti og ís. Þá gáfu þeir félagar sér ekki mikinn tíma til að aðlagast hæðinni og klifu 1.250 metra í síðasta áfangan- um, að sögn Halls Hallssonar, sem ræddi við Harald skömmu eftir að hann náði tindinum um hálf átta-leytið í gærkvöldi, að staðartíma. Haraldur hefur nú komist á fimm tinda af sjö og mun næst reyna að klífa hæsta tind Suður-Ameríku. Haraldur á toppi Vinson Massif Í KVÖLD og á föstudag mun Björk Guðmundsdóttir halda tónleika hér- lendis í Laugardalshöll og í Háskóla- bíói. Í viðtali við söngkonuna kemur m.a. fram að hún telji það mikilvægt að enda tónleikaferðalög sín hér á landi. Einnig segir hún nýja plötu í smíðum – en vinnan fari þó eingöngu fram í kollinum sem stendur. Björk með nýja plötu í smíðum  „Vönust því...“/32 NÝTT met var slegið í raforku- notkun á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag þegar orkunotkun fór í 163,1 megavattsstund, en í fyrra var einnig slegið met þegar notkunin fór mest í 155,5 MW fyrir jólin. Til við- miðunar er meðalorkunotkun á haustin um 140 MW. Raforkunotkun landsmanna nær nú hámarki vikuna fyrir jól en áður var hún mest á sjálf- an aðfangadag. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunar hjá Orkuveitunni, má draga þá ályktun að matarvenjur Íslendinga hafi breyst og haft þessi áhrif en auk þess hefur álag aukist hjá fyr- irtækjum síðustu virku dagana fyrir jólin. Þá hafa sífellt fleiri jólaskreyt- ingar einnig áhrif en þó ekki veruleg þar sem sparneytnari jólaseríur hafa komið á markað. Gunnar segir að þessi notkun haldist væntanlega út vikuna og von sé á nýju meti ef veður kólnar, þar sem dælurnar fyr- ir heita vatnið noti talsverða orku. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt met slegið í orkunotkun höfuðborg- arsvæðisins  Lífgað upp/6 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.