Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAMSTARFSSAMNINGUR milli Sambands íslenskra samvinnu- félaga, SÍS, og Viðskiptaháskólans á Bifröst í Borgarfirði var undir- ritaður á Bifröst í gær í tilefni af 100 ára afmæli SÍS þann dag. Í samningnum leggja SÍS og skólinn áherslu á sameiginlegar rætur sín- ar og sögu. Stjórn Sambandsins kom einmitt saman í gær til hátíð- arfundar á Bifröst. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær gengur samning- urinn einkum út á það að skólinn mun standa fyrir rannsóknum á stöðu samvinnustarfseminnar er- lendis með tilliti til þess á hvaða sviðum slíkt rekstrarform myndi henta í íslensku þjóðfélagi á 21. öldinni. Gert er ráð fyrir að verk- efnið sé hálfs árs starf fræðimanns og skiptist kostnaður þannig að skólinn leggur til fjórðung og SÍS afganginn. Skilgreina á umfang þessa verk- efnis og afmörkun með sérstökum samningi. Viðskiptaháskólinn mun einnig taka að sér ritun viðskipta- þáttarins í sögu SÍS. Samningurinn felur fleira í sér, líkt og fram kom við undirritunina í gær. SÍS mun kosta uppsetningu á brjóstmynd af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, fyrsta stjórnanda skól- ans, við nýtt skólahús sem taka á í notkun á Bifröst í haust. Þá ætlar Sambandið árlega að styrkja náms- mann á öðru ári, sem náð hefur framúrskarandi árangri, til náms á þriðja ári með greiðslu skólagjalda hans. Síðan segir í samningnum: „Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun varðveita og halda á lofti menjum um sögu Sambandsins sem staðsettar eru á Bifröst. Þá mun skólinn jafnframt opna sérstakan söguvef á heimasíðu sinni þar sem m.a. tengslum skólans við sam- vinnuhreyfinguna eru gerð skil. Skólinn mun jafnframt láta gera sérstakt skjaldarmerki til nota á útskriftarskírteini og við hátíðleg tækifæri. Merkið taki mið af al- þjóðlegum háskólahefðum um slík merki, þar komi fram stofnár hans og að hann eigi sér rætur í sam- vinnuhugsjóninni.“ Að síðustu kemur fram í samn- ingnum að með undirskrift hans samþykki stjórn SÍS að leggja fram á næsta aðalfundi þess tillögu um viðurkenningu á nafnbreytingu skólans sem átti sér stað árið 1999, enda liggi þá fyrir „vel útfært skjaldarmerki hans“, gert í sam- ráði við stjórn SÍS. Þess má geta að Sambandið stofnaði sjálfseign- arstofnun um rekstur skólans fyrir fjórum árum. Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans, sagði við Morg- unblaðið að samkomulagið við SÍS væri fyrst og fremst táknrænt og gert til að minnast merkra tíma- móta. Það væri ávallt einnig mik- ilvægt fyrir skólann að fá fjár- magn til rannsókna en Sambandið leggur tvær milljónir til verkefn- isins. „Meðal samvinnumanna var óánægja með nafnbreytinguna á skólanum. Með samningnum ætlar stjórn Sambandsins að setja það mál niður með fullri sátt,“ sagði Runólfur. Hann sagðist ekki vilja gefa sér það fyrirfram að sam- vinnufélagsformið ætti möguleika á einhverjum sviðum. Það væri hvorki fræðimannslegt né tíma- bært að draga ályktanir eða birta niðurstöður af rannsókn sem ekki væri hafin. Stjórn SÍS ákvað einnig á fundi sínum í gær að efna til ráðstefnu síðar á afmælisárinu um sam- vinnuskipulagið sem rekstrarform á 21. öld og láta fara fram athugun á því að gera Sambandið að sam- starfsvettvangi allra samvinnu- félaga í landinu. Á stjórnarfund- inum var einnig gerð grein fyrir skráningu skjalasafns SÍS og öðru því sem verið er að vinna varðandi sögu hreyfingarinnar. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður SÍS, undirrita samkomulagið að viðstöddum fulltrúum nemenda við skólann. Áhersla lögð á sameig- inlegar rætur Viðskiptaháskólinn á Bifröst og SÍS gera með sér samstarfssamning Samþykkt að styrkja upp- byggingu við MH og MR BORGARRÁÐ samþykkti á þriðju- dag að styrkja byggingu íþróttahúss við Menntaskólann við Hamrahlíð og jafnframt samþykkti borgarráð að styrkja uppbyggingu Menntaskól- ans í Reykjavík. Koma styrkirnir til greiðslu á árinu 2003 en í samþykkt borgarráðs er þó hafður sá fyrirvari varðandi styrk á næsta ári vegna íþróttahúss MH að framkvæmdir hafi þá hafist við byggingu íþróttahússins. Upphæð styrkjanna verður ákveð- in við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003. Umræðan orðin hápólitísk FRIÐRIK Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans, segir að umræðan á Alþingi og atburðarásin síðustu daga þegar aðal- og varafulltrúar Sam- fylkingarinnar í stjórn Símans hafa sagt sig úr stjórninni lýsi því að mál- ið sé hápólitískt. Aðspurður um úrsagnirnar segir Friðrik: „Ég er ekki í stjórnmálum og legg alla áherslu á það að stjórn félagsins og starfsmenn þess fái nú vinnufrið til þess að halda áfram því góða verki sem hjá Símanum er unn- ið. Mér finnst vissulega leitt að tveir ágætir stjórnarmenn skuli hafa horf- ið úr stjórninni. En það var þeirra ákvörðun og ég virði hana. Nýir stjórnarmenn munu taka þeirra sæti og Landssíminn mun halda áfram að sinna sínum mikilvægu verkefnum af fullum krafti.“ Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að honum hefði borið að víkja af stjórnarfundi þar sem rætt var um kjör hans sjálfs segir Friðrik: „Á fundinum var ekki verið að ákvarða kjör mín, heldur vorum við að fjalla um það, hvernig þetta mál var vaxið og þegar hefur verið gerð ítarleg grein fyrir því.“ Stofnunin ekki vanhæf í Lands- símamálinu SIGURÐUR Þórðarson ríkisendur- skoðandi segist vera algerlega ósammála Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni og formanni Sam- fylkingarinnar, um að Ríkisendur- skoðun sé vanhæf til að rannsaka Landssímamálið. Össur hélt því fram í blaðinu í gær að stofnunin gæti ekki skoðað þau mál sem tengjast einkavæðingu Landssím- ans þar sem fram hafi komið að rík- isendurskoðandi lagði blessun sína yfir fyrirkomulag á greiðslum til ráðgjafarfyrirtækis í eigu Friðriks Pálssonar, stjórnarformanns félags- ins. Sigurður vísar þessu á bug. ,,Þetta álit okkar sem við gáfum á sínum tíma gerir okkur ekkert van- hæfa til að skoða þetta mál í dag,“ segir Sigurður. Hann segir að hann hafi á sínum tíma svarað spurningu um fyrirkomulag á þessum greiðslum til stjórnarformannsins sem endurskoðandi Landssímans. ,,Það sem við vildum tryggja var fyrst og fremst að eðlilegt eftirlit væri viðhaft og ábyrgur aðili áritaði þann kostnað sem þarna um ræðir. Ég vísa því þessum ummælum al- gerlega á bug,“ segir Sigurður. Ríkisendur- skoðandi STÆRSTU tryggingarfélögin þrjú, Sjóvá-Almennar, Tryggingamið- stöðin og VÍS, hafa öll lækkað trygg- ingariðgjöld vegna einkabifreiða frá áramótum. Mjög mismunandi er hversu miklar lækkanirnar eru hjá félögunum, hvort þær taka til bæði ábyrgðar- og kaskótryggingar einkabifreiða og hvernig lækkunin er framkvæmd í reynd og allur sam- anburður því erfiður. Tryggingariðgjöld vegna einkabif- reiða vega þyngst í tryggingum heimilanna og því munar um þessar lækkanir. Af orðum stjórnenda tryggingarfélaganna má þó ráða að samkeppni á markaði hafi ráðið mestu um lækkanirnar þótt þær falli um leið vel að markmiðum ASÍ um að halda verðbólgunni í skefjum. Ákvörðun um lækkun tekin óháð óskum ASÍ Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár- Almennra, segir að félagið hafi breytt iðgjaldaskrám á ökutækja- tryggingum einkabifreiða 2. janúar síðastliðinn, bæði í lögboðinni ábyrgðartryggingu og kaskótrygg- ingu. „Það má segja að þetta hafi verið gert óháð aðgerðum ASÍ en það hittist þó þannig á að vera okkar innlegg í baráttuna við verðbólguna. Þegar við urðum varir við áhuga ASÍ á að ræða við okkur þá buðum við þeim hingað til viðræðna og útskýrð- um fyrir þeim hvað við höfum verið að gera. Það var ánægjulegt,“ segir Einar, „að geta skýrt þeim frá því að við hefðum þegar gert breytingar þótt þær hafi ekki verið gerðar fyrir atbeina ASÍ.“ Aðspurður segir Einar að breyt- ingin á gjaldskrám ökutækjatrygg- inga Sjóvár-Almennra þýði að ið- gjaldatekjur félagsins vegna bif- reiðatrygginga lækki um á annað hundrað milljónir á ársgrundvelli, gróflega metið megi ætla að þetta sé lækkun á heildariðgjöldum um 2%. Hann segir lækkunina vera mismun- andi eftir áhættuflokkum og bílum þannig að erfitt sé að segja nákvæm- lega til um lækkunina í krónum talið til hvers og eins. VÍS lækkar bifreiða- og fjölskyldutryggingar Að sögn Eggerts Ágústar Sverr- issonar, framkvæmdastjóra hjá VÍS, lækkaði félagið iðgjöld ökutækja- trygginga og fjölskyldutrygginga 4. febrúar síðastliðinn. Hann segir það hafa verið meðvitaða ákvörðun að greina ekki frá þessari lækkun í fjöl- miðlum, VÍS hafi viljað leggja sitt af mörkum til þess að halda verðbólgu í skefjum en hafi ekki talið rétt að auglýsa það sérstaklega. Eggert segir að lækkunin hafi fal- ist í því að gjaldskránni hafi verið haldið óbreyttri en fastir afslættir sem tengjast F-plús og Kjarna-fjöl- skyldutryggingum og ökutækja- tryggingum hafi verið hækkaðir. Hann segist ætla að heildaráhrif þessara breytinga séu 3,7% lækkun á iðgjöldum ökutækjatrygginga. Óbreytt gjaldskrá gildi fyrir þá sem ekki séu með fjölskyldutryggingu. Markaðsaðstæður réðu ferðinni Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, segir, að tekin hafi verið ákvörðun um það seinni hlutann í janúar að lækka kaskó-tryggingar á einkabifreiðum, þ.e. hámarksbónus kaskótrygginga hjá einstaklingum sem séu í TM-Ör- yggi hafi verið hækkaður úr 50% í 55% en það samsvari um 10% lækk- un á iðgjaldi. „Þessi ákvörðun var tekin vegna markaðsaðstæðna en fellur auðvitað að því sem hefur verið að gerast í verðlagsmálum. Við töldum heppi- legast að lækka kaskótryggingar bif- reiða þar sem útkoma í þeim flokki hefur verið betri en oft áður. Við funduðum með forystumönnum ASÍ í síðustu viku og greindum þeim frá þessari lækkun og þeir virtust ánægðir með hana.“ Hafa lækkað tryggingar- iðgjöld einkabifreiða ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.