Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISENDURSKOÐUN gerir al-
varlegar athugasemdir vegna
greiðslna fyrir verkefni sem Guð-
mundur Magnússon, forstöðumaður
Þjóðmenningarhúss, og Ólafur Ás-
geirsson, þjóðskjalavörður, unnu fyr-
ir stofnanirnar sem hvor annar
stjórnaði og greiðslur sem stofnan-
irnar inntu af hendi vegna forstöðu-
mannanna auk ýmissa annarra at-
hugasemda.
Forsætisráðherra tekur
undir gagnrýnina
Alvarlegar athugasemdir eru gerð-
ar við ýmis atriði er lúta að fjárreið-
um, störfum og aukastörfum for-
stöðumanns Þjóðmenningarhússins
vegna atriða sem upp komu við hefð-
bundna fjárhagsendurskoðun og
gerð ársreiknings Þjóðmenningar-
hússins fyrir árið 2002. Í bréfi for-
sætisráðherra til forstöðumannsins
kemur fram að Ríkisendurskoðun
telji skýrsluna upplýsa alla þætti til
fulls og ekki sé þörf á rannsókn ann-
arra aðila. Forsætisráðuneytið fellst
á niðurstöðurnar og telur að í mörg-
um tilvikum sé um ámælisverða
framkvæmd að ræða.
Greinargerðin var send forsætis-
ráðuneytinu 4. febrúar sl. en bréf for-
sætisráðherra til Guðmundar Magn-
ússonar, forstöðumanns Þjóðmenn-
ingarhússins, var sent 7. febrúar.
„Leggur ráðuneytið áherslu á að úr
öllum þessum annmörkum verði þeg-
ar bætt og mannahaldi og ákvarðanir
um greiðslur til einstaklinga fyrir
einstök verk verði hagað þannig að
hafið sé yfir allan vafa og verði ekki
til þess fallnar að vekja tortryggni,“
segir m.a. í bréfi forsætisráðherra.
Rúmlega 3 milljónir fyrir
sérfræðiþjónustu
Í greinargerð Ríkisendurskoðunar
kemur fram að Þjóðskjalasafnið
greiddi forstöðumanni Þjóðmenning-
arhússins 2.375.000 kr. fyrir sér-
fræðiþjónustu á árinu 2001, en um
var að ræða greiðslur ritlauna vegna
sérfræðilegrar vinnu fyrir Þjóð-
skjalasafn Íslands, m.a. rannsókn á
íslenskum innsiglum frá miðöldum.
Á árinu 2000 fékk hann samtals
greiddar 395.200 kr. fyrir sambæri-
lega þjónustu, þ.e. 104 tíma x 3.800
kr. fyrir vinnu við íslensk innsigli frá
miðöldum í Þjóðskjalasafni Íslands
og gerð skýrslu og skrá vegna sýn-
ingar og útgáfu. „Að auki fékk for-
stöðumaðurinn greidd á árinu 2001
skv. reikningi útgefnum 15. júlí
250.000 kr. „ritlaun vegna sögu
tæknifræði á Íslandi skv. sérstöku
samkomul.“ eins og þar segir. Á sama
hátt fékk hann greiddar 250.000 kr. á
árinu 2000 skv. reikningi útgefnum
24. nóvember þ.á. í „ritlaun vegna
tæknifræði á Íslandi og sögu Tækni-
fræðifélags Íslands 1960 til 1980“.
Báðir þessir reikningar eru stílaðir á
„Iðnsögu Íslendinga“, samþykktir af
Ásgeiri Ásgeirssyni, ritstjóra hennar
og greiddir af fjárlagalið 02.983, Ýmis
fræðastörf. Samtals nema tekjur for-
stöðumannsins af útseldri sérfræði-
þjónustu til Þjóðskjalasafnsins og
vegna ritunar Iðnsögu Íslands á ár-
unum 2000 og 2001 því 3.270.200 kr.
og koma greiðslur vegna þessara
verkefna beggja úr ríkissjóði.“
Heimild vantaði
Á árinu 2000 greiddi Þjóðmenning-
arhúsið forstöðumanni þess samtals
1.057.500 kr. fyrir sérfræðiþjónustu
og samþykkti Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður reikningana fyrir
hönd hússins. Samkvæmt skýrslunni
höfðu ekki verið lögð fram gögn, sem
mæltu fyrir um umboð Ólafs til að
samþykkja reikningana fyrir hönd
stjórnarinnar. Í kjölfar athugunar-
innar hafi stjórnin sagt í bréfi að sam-
þykkt hefði verið að greiða forstöðu-
manninum fyrir yfirvinnu vegna
undirbúnings og gerðar sýninga í
húsinu vorið 2000, sem unnin hafi
verið áður en úrskurður kjaranefnd-
ar um laun hans hafi tekið gildi.
Vegna þessa bendir Ríkisendur-
skoðun á að fyrsti reikningurinn að
fjárhæð 360.000 kr. hafi verið dag-
settur 10. mars 2000. „Um er að ræða
„ritlaun vegna textagerðar fyrir sýn-
ingar í Þjóðmenningarhúsinu (skjald-
armerki, þjóðfáni og þjóðlitir, saga
hússins, sýningar í fundarstofum). 90
stundir x 4000 kr. pr klst.“ eins og þar
segir. Annar reikningur hans er gef-
inn út 1. maí 2000 og er hann að fjár-
hæð 405.000 kr. Um er að ræða „rit-
laun vegna texta í sýningarskrár og
sýningarkassa. 90 stundir x 4.500.“
eins og þar segir. Þriðji reikningur-
inn er gefinn út 20. júní 2000 að fjár-
hæð 292.500 kr. Um er að ræða „rit-
laun vegna texta í sýningarskrár og
sýningarkassa. 60 tímar x 4.500 kr.“
eins og þar segir.“
Ríkisendurskoðun bendir vegar á
að reikningarnir beri með sér að um
hefðbundna sérfræðiþjónustu hafi
verið að ræða en ekki yfirvinnu og að
stjórnin hafi ekki haft heimild til að
samþykkja greiðslur til forstöðu-
manns vegna yfirvinnu eða annarra
aukastarfa á umræddu tímabili enda
hafi Kjaranefnd verið búin að ákveða
laun og önnur starfskjör forstöðu-
manns.
Ráðningarsamningur
við eiginkonuna
Forstöðumaður Þjóðmenningar-
húss gerði ráðningarsamning við eig-
inkonu sína og gilti hann frá 20. mars
2001 til 1. október sama ár, en heild-
arlaun hennar á árinu námu 1.510.848
kr. Ríkisendurskoðun gerir athuga-
semd við þennan ráðningarsamning
og framkvæmd hans. Samkvæmt at-
hugun Ríkisendurskoðunar innti eig-
inkonan vinnuskyldu sína ekki af
hendi í Þjóðmenningarhúsinu á hefð-
bundnum vinnutíma, en samkvæmt
samningnum átti hún að sinna bók-
haldi, skjalavörslu og verkefnisstjórn
á virkum dögum milli kl. 9 og 17 og fá
greiddar 40 yfirvinnustundir á mán-
uði auk samningsbundinna mánaðar-
launa.
Fram kemur að forstöðumaður
hafi upplýst að eiginkonan hafi átt við
allnokkur veikindi að stríða á ráðn-
ingartímabilinu og því verið nokkuð
frá vinnu en vakin er athygli á því að
miðað við starfstíma hafi réttur henn-
ar til launa vegna veikinda verið tak-
markaður. Á árinu 2000 fékk eigin-
konan greiddar samtals 233.040 kr.
vegna ræstinga og voru greiðslurnar
samþykktar af forstöðumanninum.
Að mati Ríkisendurskoðunar stuðla
svona ráðningarsambönd undantekn-
ingarlítið að tortryggni í garð þeirra
sem aðild eiga að þeim og almennt sé
viðurkennt að forðast beri að stofna
til slíkra ráðningarsambanda.
Eiginkona forstöðumanns fékk
128.000 kr. greiddar fyrir vinnu við
gagnagrunna og tölvuinnslátt vegna
skýrslugerðar á árinu 2001 og
108.000 kr. á árinu 2000 fyrir vinnu
við gagnagrunna og tölvuinnslátt
vegna árbókar en forstöðumaður
samþykkti greiðslurnar. „Að mati
Ríkisendurskoðunar eiga svipaðar
athugasemdir við um samninga um
kaup á sérfræðiþjónustu af maka for-
stöðumanns og gerðar eru við samn-
ing við hann,“ segir í greinargerðinni.
Ótrúverðugar skýringar
Forstöðumaður Þjóðmenningar-
húss fékk alls 587.896 kr. greiddar
fyrir 12.069 km akstur eigin bifreiðar
á árinu 2001 og 524.798 kr. fyrir
12.095 km akstur á árinu 2000, en
hann samþykkti aksturinn jafnan
sjálfur. Akstursbók lá ekki fyrir þeg-
ar athugun Ríkisendurskoðunar
hófst en síðan hefur forstöðumaður
skilað ófullkominni akstursbók. Í
greinargerðinni kemur fram að skýr-
ingar í akstursbókinni geti ekki að
öllu leyti talist nægjanlega traustar
eða trúverðugar. Í því sambandi er
nefnt að akstur sé skráður hér á landi
á sama tíma og forstöðumaðurinn
hafi verið staddur erlendis í opinber-
um erindagjörðum og í öðru tilviki sé
skráður akstur á eigin bifreið á sama
tíma og hann hafi farið erinda safns-
ins á bílaleigubíl.
Í bréfi forstöðumanns til Ríkisend-
urskoðunar, dagsett 16. janúar sl.,
tekur forstöðumaðurinn fram að
samantekt hans um aksturinn hafi
verið unnin upp úr dagbókum á
nokkrum klukkustundum og ljóst að
akstursbókhaldið hafi ekki verið
nægjanlega nákvæmt þar sem það
hafi stundum verið fært nokkru eftir
að akstur hafi farið fram.
Persónuleg útgjöld í bland
Forstöðumaður fékk greiddar
70.820 kr. í dagpeninga 25. október
2001 vegna ferðar til Skotlands og
hafði Ólafur Ásgeirsson stjórnarmað-
ur, fyrir hönd Þjóðmenningarhúss-
ins, samþykkt ferðaheimildina dag-
inn áður. Áætluð brottför var 26.
október og áætluð heimkoma 28.
október en fargjald var áætlað 32.457
kr. Á viðskiptareikningi forstöðu-
manns var auk dagpeninga færður
reikningur að fjárhæð 106.845 kr.
vegna flugs til Glasgow 2. nóvember
og til baka daginn eftir.
Í greinargerðinni kemur fram að
samkvæmt upplýsingum Ólafs Ás-
geirssonar hafi ekki orðið af fyrr-
greindu ferðinni og forstöðumaður-
inn hafi verið í persónulegum
erindagjörðum í síðarnefndu ferð-
inni. Því ber honum að endurgreiða
kostnaðinn og auk þess segir Ríkis-
endurskoðun að það sé andstætt
reglum og því gagnrýnisvert að
blanda persónulegum útgjöldum
saman við útgjöld Þjóðmenningar-
hússins. Eins liggi ekki fyrir að Ólaf-
ur Ásgeirsson hafi haft formlegt um-
boð til að samþykkja fyrrnefnt fyrir
hönd stjórnar.
Forstöðumaður gaf út þrjár ávís-
anir á liðnu ári samtals að fjárhæð
71.500 kr. og voru þær innleystar úr
sjóði í lok desember sl. „Lántaka af
þessu tagi er í algerri andstöðu við
reglur og eru gerðar alvarlegar at-
hugasemdir við hana,“ segir í grein-
argerðinni.
Menntamálaráðherra átelur
vinnubrögð þjóðskjalavarðar
Menntamálaráðuneytið er sam-
mála þeim athugasemdum sem Rík-
isendurskoðun gerir vegna tiltekinna
aukastarfa Ólafs Ásgeirssonar þjóð-
skjalavarðar skv. bréfi sem Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
sendi þjóðskjalaverði vegna málsins
18. febrúar sl.
Í bréfi ráðherra til þjóðskjalavarð-
ar segir að ráðuneytið sé sammála at-
hugasemdum ,,varðandi það með
hvaða hætti hefði átt að standa að
greiðslum til yðar fyrir þá sérfræði-
þjónustu sem þar er um fjallað í ljósi
stöðu yðar sem þjóðskjalavörður og
hlutverks kjaranefndar skv. lögum
nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjara-
nefnd sem ákvarðar laun embættis-
manna,“ segir m.a. í bréfinu.
,,Menntamálaráðuneytið átelur
þau vinnubrögð sem um er fjallað í
bréfi Ríkisendurskoðunar um auka-
störf yðar og fyrirkomulag greiðslna
og telur þau ámælisverð og í and-
stöðu við góða stjórnsýsluhætti, í ljósi
gildandi laga og reglna sem Ríkis-
endurskoðun bendir á. Er lögð
áhersla á að þér bregðist þegar við
ábendingum Ríkisendurskoðunar og
gerið ráðuneytinu grein fyrir því
hvernig það verði gert,“ segir í bréfi
menntamálaráðherra.
Gagnrýnisverð viðskipti
Fram kemur í greinargerð Ríkis-
endurskoðunar að á árinu 2001
greiddi Þjóðmenningarhúsið þjóð-
skjalaverði 1.140.000 kr. samkvæmt
fjórum reikningum fyrir sérfræði-
þjónustu, einkum textagerð vegna
sýninga í húsinu eða undirbúnings
þeirra. Á sama hátt greiddi Þjóð-
menningarhúsið honum 180.000 kr. á
árinu 2000 fyrir rannsókn og texta-
gerð vegna sýninga í húsinu og voru
umræddir reikningar allir samþykkt-
ir af forstöðumanni Þjóðmenningar-
hússins, en sambærileg athugasemd
er í greinargerðinni vegna Þjóð-
menningarhússins. Í athugasemdum
Ríkisendurskoðunar segir jafnframt
að Þjóðskjalasafnið hafi keypt sér-
fræðiþjónustu af forstöðumanninum
fyrir 395.000 kr.
Vakin er athygli á að skv. ákvæð-
um laga skal kjaranefnd ákvarða föst
laun fyrir dagvinnu og kveða á um
önnur starfskjör embættismanna
sem undir hana heyra. Nefndinni
beri og að úrskurða hvaða aukastörf
tilheyra aðalstarfi og hver beri að
launa sérstaklega.
,,Ríkisendurskoðun telur sig
hvorki hafa sérstaka ástæðu til þess
að draga í efa að þau verkefni, sem
þjóðskjalavörður tók að sér að inna af
hendi fyrir Þjóðmenningarhúsið, [...]
né þau verkefni, sem forstöðumaður
Þjóðmenningarhússins tók að sér á
sama tíma fyrir Þjóðskjalasafnið, hafi
verið innt af hendi. Engu að síður
verður eins og á stendur að telja við-
skipti þessi gagnrýnisverð. Í því sam-
bandi nægir að nefna það samband,
sem er á milli þessara tveggja emb-
ættismanna í og við stjórn Þjóðmenn-
ingarhússins, þ.e.a.s. annar þeirra er
stjórnarmaður og hinn forstöðumað-
ur, og hins vegar tengsl þeirra sem
forstöðumanna ríkisstofnana. Gagn-
kvæmt samkomulag þeirra í millum
sem forstöðumanna um jafn um-
fangsmikil kaup á sérfræðiþekkingu
hvors annars eru þess eðlis að þau
hljóta að vekja tortryggni og þá eink-
um í ljósi hættu á hagsmunaárekstr-
um,“ segir m.a. í greinargerðinni.
Einnig er í greinargerðinni nokkuð
fjallað um reikninga sem Ólafur fékk
greidda vegna útgáfuverkefna. Þar
er m.a. um að ræða 487.889 kr. reikn-
ing vegna vinnu við ritun „Rafvæð-
ingarsögu“ og 150.930 kr. greiðslu úr
sjóði í vörslu Þjóðskjalasafns vegna
ritunar fræðilegs formála við Minnis-
og reikningabók Guðbrands biskups.
Bendir Ríkisendurskoðun m.a. á að
þjóðskjalavörður sat í stjórn sjóðsins
og var framkvæmdasjtóri hans en
tekur fram að greiðslurnar voru und-
antekningarlaust samþykktar af
sjóðsstjórninni. Ítrekar stofnunin af
þessu tilefni hlutverk kjaranefndar
og góða stjórnsýsluhætti.
Gert að endurgreiða
akstursgreiðslur
Fram kemur að á árinu 2000 fékk
þjóðskjalavörður alls greiddar
495.202 kr. fyrir 11.380 km akstur
eigin bifreiðar og á árinu 2001 fékk
hann greiddar alls 567.514 kr. fyrir
11.681 km. akstur. Akstursdagbók
vegna þessa aksturs var ekki haldin
og var hann krafinn um skýringar á
akstrinum. Skilaði hann af þessu til-
efni greinargerð um aksturinn sem
Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu
til þess að bera brigður á.
,,Hins vegar skal vakin athygli á
því að meðal tilefna til greiðslu akst-
urspeninga var akstur til og frá
Keflavíkurflugvelli í tengslum við
ferðir þjóðskjalavarðar til útlanda í
opinberum erindagjörðum. Um er að
ræða 2.100 km akstur af þessu tilefni
á árinu 2000 og 1.200 km á árinu 2001.
Vegna þessa þykir rétt að taka fram
að samkvæmt reglum um greiðslu
ferðakostnaðar vegna ferðalaga á
vegum ríkisins skulu dagpeningar
m.a. standa undir kostnaði við ferðir
til og frá flugvöllum. Að mati Ríkis-
endurskoðunar ber því þjóðskjala-
verði að endurgreiða umræddar
akstursgreiðslur,“ segir í greinar-
gerðinni.
Alvarlegar athugasemdir og
ámælisverðar framkvæmdir
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við
fjárhagsendurskoðun Þjóðmenningarhúss
og Þjóðskjalasafns og forsætisráðherra og
menntamálaráðherra taka undir þær.
Vinnubrögð og greiðslur fyrir aukastörf
forstöðumanns Þjóðmenningarhúss og
þjóðskjalavarðar eru talin ámælisverð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við endurskoðun Þjóðmenningarhúss og Þjóðskjalasafns