Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 11
FRUMVÖRP hafa verið lögð
fram að nýju á Alþingi um að fjár-
málaráðherra fari annars vegar
með hlut ríkissjóðs í Landssíman-
um en ekki samgönguráðherra og
hins vegar með hluti ríkisins í
Búnaðarbankanum og Lands-
bankanum í stað viðskiptaráð-
herra.
Svanfríður Jónasdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar á
Norðurlandi eystra, leggur fyrra
frumvarpið fram ásamt sam-
flokksmanni sínum, Lúðvík Berg-
vinssyni úr Suðurlandskjördæmi,
og Lúðvík er svo aðalflutnings-
maður þess síðarnefnda. Frum-
vörpin voru flutt á síðasta þingi
en urðu ekki útrædd og eru nú
endurflutt með nokkrum breyt-
ingum.
Þingmennirnir benda í áþekk-
um greinargerðum sínum með
frumvörpunum á þá meginreglu í
reglugerð um Stjórnarráð Ís-
lands að fjármálaráðuneytið fari
með eignir ríkisins. Á þessu hafi
hins vegar verið gerðar undan-
tekningar með sérstökum ákvæð-
um í lögum, m.a. með Símann og
samgönguráðherra.
„Fagráðherra á hverju sviði
verður þá fagráðherra allra fyr-
irtækja á viðkomandi sviði en
ekki sérstakur ráðherra ein-
stakra fyrirtækja. Slíkt hefur
vakið tortryggni og hafa fyrir-
tæki á markaðnum haldið því
fram að það leiddi til samkeppn-
isforskots að hafa undir höndum
upplýsingar um að stjórnvalds-
reglur af tilteknu tagi séu í und-
irbúningi,“ segir orðrétt í báðum
greinargerðunum.
Tveir þingmenn Samfylkingar
endurflytja frumvörp á Alþingi
Fjármálaráðherra fari
með hlut ríkisins í Sím-
anum og bönkunum
DRÖG liggja fyrir að samningi um
kaup Borgarbyggðar, Sparisjóðs
Mýrasýslu og Kaupfélags Borgfirð-
inga á tækjum og vörumerkjum
Norðlenska matborðsins ehf. vegna
slátrunar og kjötvinnslu í Borgar-
nesi. Jafnframt eru leigusamningar á
húsnæði yfirteknir.
Stefnt er að því að hefja stórgripa-
slátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi
eigi síðar en um næstu mánaðamót
og byrjað verður að ráða starfsmenn
á næstu dögum. Í fréttatilkynningu
segir að með þessu hefur óvissu um
framtíð stórgripaslátrunar og kjöt-
vinnslu í Borgarnesi verið eytt en
fyrirkomulag sauðfjárslátrunar er
ekki ljóst.
Á grundvelli fyrrnefnds samkomu-
lags verður stofnað félag um rekstur
sláturhúss og kjötvinnslu sem mun
yfirtaka eignir og leigusamninga á
húsnæði sem Norðlenska matborðið
ehf. hafði á leigu í Borgarnesi.
Stefán Kalmansson, bæjarstjóri
Borgarbyggðar, segir að sveitarfé-
lagið muni leggja fram 25 milljónir í
hlutafé, Sparisjóður Mýrasýslu 50
milljónir en Kaupfélag Borgfirðinga
mun eiga talsvert minni hlut. End-
anlegt samkomulag er háð samþykki
stjórnar Norðlenska og stjórnar nýs
félags, en gert er ráð fyrir að það
liggi fyrir innan tíu daga. Norðlenska
tók við rekstri sláturhúss og kjöt-
vinnslu í Borgarnesi af Goða hf. en
hætti þar starfsemi í janúar. Hjá fyr-
irtækinu störfuðu alls tæplega 40
manns í um 26 stöðugildum.
Stefán segir í samtali við Morgun-
blaðið að ekki verði hægt að tryggja
öllu þessu fólki atvinnu hjá hinu nýja
félagi en stórum hluta þeirra verði
boðin þar vinna. „Gert er ráð fyrir að
þetta fari rólega af stað og frekar
hægt að bæta [starfsfólki] við þegar
þetta hefur náð fótfestu,“ segir Stef-
án. Flestir þeirra sem unnu við kjöt-
vinnslu og slátrun eru enn á upp-
sagnarfresti og hefur starfsfólkið
litið til þess að rekstur hæfist á ný.
Aðspurður um hvort 25 milljóna fjár-
festing sé ekki stór biti fyrir sveitar-
félagið segir Stefán að það fari eftir
því hvernig á það sé litið. Þetta sé
veruleg fjárhæð en minnir á að
tekjur sveitarfélagsins dragist sam-
an ef margir íbúar missa atvinnuna.
Með þessu sé einnig verið að vernda
þá þekkingu sem er til staðar í Borg-
arnesi, en þar hefur verið kjötvinnsla
áratugum saman.
„Aðalatriðið fyrir sveitarfélagið er
að þessi starfsemi nái að bera sig
þannig að hægt sé að fá þessa pen-
inga til baka. Það er markmið sveit-
arfélagsins að fá peninga til baka
sem fyrst.“ Ætlunin sé að fá aðra að-
ila að rekstrinum sem fyrst en ekki
hafi verið forsendur til þess með svo
skömmum fyrirvara. Stefán telur
einsýnt að hefði ekki náðst sam-
komulag nú hefði verið hætta á því að
rekstur kjötvinnslu og sláturhúss
hefði lagst af í Borgarnesi. Starfsfólk
hafi t.d. þurft að finna sér aðra vinnu
og kjötiðnaðarmenn væntanlega
þurft að leita í önnur bæjarfélög.
Slátrun og kjötvinnsla
hefjast á ný í Borgarnesi
Byrjað að ráða
starfsmenn á
næstu dögum