Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BREYTTAR tillögur bygg- ingarfyrirtækisins Gígant að uppbyggingu á Rafha-reitn- um svokallaða við Lækjar- götu í Hafnarfirði verða til umfjöllunar í skipulagsnefnd bæjarins í næstu viku. Óánægju hefur gætt með það byggingarmagn sem hugmyndir að skipulagi reitsins gera ráð fyrir en lóð- areigandi segir það nauðsyn- legt svo að framkvæmdirnar verði hagkvæmar. Hugmyndir lóðareiganda voru kynntar á fundi sem ný- lega var haldinn með íbúum svæðisins. Meðal íbúa sem þar létu óánægju sína í ljós var Elín Gylfadóttir sem býr við Öldugötu í Hafnarfirði. „Það eru hugmyndir um að reisa fjórar fimm hæða blokkir á þessari lóð og þær falla ekki að umhverfinu. Reiturinn er í hjarta Hafn- arfjarðar þar sem fyrir eru há brotin þök og gömul hús. Þarna eru hugmyndir um að setja nýtísku fimm hæða blokkir með braggalaga þaki þannig að þetta stingur mjög í stúf. Hamarinn, sem er ákveðið kennileiti hér í Hafnarfirði, mun síðan hverfa á bak við þessar blokkir.“ Hagsmunir lóðar- eigenda ráði ferðinni Elín segir stærð bygging- anna vera yfirþyrmandi. „Þetta eru 110 eða 120 íbúðir og það er ljóst að útsýnið er alveg tekið af okkur hér neðst í Öldugötunni því við komum til með að horfa inn í blokkirnar.“ Hún segir þetta á skjön við þær upplýsingar sem hún fékk þegar hún flutti í hverfið fyrir tveimur árum um að ekki stæði til að byggja á Rafha-reitnum næstu áratugina. Að mati Elínar virðist of mikið tillit tekið til eigenda lóðarinnar við skipulagn- inguna. „Hafnarfjarðarbær var í rauninni ekki búinn að ákveða neitt skipulag á þessu svæði og skipulagið virðist eiga að helgast af hagsmunum verktakans sem keypti lóðina mjög dýru verði. Það var mikið talað um það á þessum fundi að verktakinn þyrfti að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð þar sem hann væri búinn að eyða öll- um þessum peningum. Ég segi á móti að ef Hafnar- fjarðarbær hefði verið búinn að skipuleggja þetta svæði og sagt að það yrði aldrei hærri byggð þarna en þrjár hæðir þá hefði lóðin aldrei selst svona dýrt og þá hefði þetta ekki orðið svona mikið hagsmunamál.“ Lúðvík Geirsson oddviti minnihlutans í bæjarstjórn tekur undir gagnrýni Elínar og segist ekki geta sætt sig við að forsendur byggingar- aðilans ráði ferðinni í málinu. „Það liggur ljóst fyrir að það þarf að endurskipuleggja og endurbyggja á þessu svæði en sjónarmið umhverfis og nágranna verða að fá að ráða í þessu máli og bæjaryfirvöld verða auðvitað að stýra þessu skipulagi.“ Hann seg- ist því vilja sjá byggð á reitn- um sem samsvari sér betur á svæðinu. Hafdís Hafliðadóttir, skipulagsstjóri í Hafnarfirði, segir skipulagsnefnd ekki búna að samþykkja að unnin verði deiliskipulagsbreyting á grundvelli framkominna hugmynda eigenda lóðarinn- ar. „Við munum taka þetta upp á fundi í skipulagsnefnd á þriðjudaginn kemur þar sem þeir, sem að þessu standa, kynna nýjar hug- myndir eftir að hafa brugðist að einhverju leyti við at- hugasemdunum sem komu fram á fundinum,“ segir hún. Valkosturinn óbreytt ástand Jón Valur Smárason, ann- ar eigandi Gígant, bygging- arfyrirtækisins sem keypt hefur lóðina, segir ekki ljóst hvaða atriði verði endur- skoðuð með tilliti til athuga- semda íbúanna. „Það var m.a. verið að mótmæla nýrri þakgerð í hverfinu og það er hugmynd um að breyta því eitthvað og samræma það betur umhverfinu.“ Hann vill ekki segja til um hvort gerð- ar verði breytingar á um- fangi eða hæð bygginganna sem um ræðir. Hann segist ekki hafi orð- ið var við hörð mótmæli íbúa gegn áformunum. „Þessi gamla 7.000 fermetra verk- smiðja sem er þarna til stað- ar er ekki beysin og útsýnið því ekki fallegt fyrir fólkið sem er þarna. Það voru ekki mikil eða hörð mótmæli á kynningarfundinum enda eykst útsýnið hjá sumum við þetta vegna þess að bygging- arnar eru brotnar upp. Ég held að fólk vilji einfaldlega fá þarna fallega, snyrtilega byggð í stað þess að hafa þetta eins og það er í dag.“ Jón Valur segir mikinn kostnað liggja í lóðinni og þeim eignum sem á henni eru. „Til þess að það sé hægt að gera þessar byggingar- framkvæmdir að veruleika þarf að rífa nærri 7.000 fer- metra hús og til þess að það sé hagkvæmt þarf að byggja þennan fjölda íbúða. Þetta er náttúrulega dýr lóð þegar þarf að kaupa þetta stóra húsnæði og koma öllum leigjendum út. Síðan þarf að rífa það sem er líka kostn- aðarsamt. Ef þetta verður ekki hagkvæmt þarf einfald- lega að tjasla upp á húsnæð- ið sem fyrir er og setja það í langtímaleigu. Það eru í rauninni einu valkostirnir.“ Að sögn Jóns Vals vonast fyrirtækið til að geta hafið framkvæmdir í byrjun maí og hefur ekki trú á öðru en að málið eigi eftir að ganga greitt fyrir sig. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri segir verið að skoða með hvaða hætti og hvort hægt sé að gera breytingar á teikningum í samræmi við framkomnar óskir. „Ég held reyndar að þeir sem horfi á svæðið eins og það er núna átti sig strax á því að þar má margt betur fara. Þarna er aðili sem er búinn að festa sér þessar eignir og er með ákveðnar hugmyndir. Bæj- aryfirvöld telja meiri kost í því fólginn að láta þær verða að veruleika heldur en að hafa svæðið eins og það er í dag.“ Kaupverð milli 200 og 300 milljónir króna Aðspurður um það hvort bæjaryfirvöld hefðu ekki átt að huga að skipulagi svæð- isins fyrr og þannig haft áhrif á lóðarverðið segir Magnús: „Það má kannski segja að það hefði verið skynsamlegast að deiliskipu- leggja svæðið í heild sinni þegar menn hófu uppbygg- ingu á svæðinu fyrri nokkuð mörgum árum. Viturlegast hefði verið að bæjarfélagið hefði keypt þessar eignir á þeim tíma sem þær voru seldar fyrir tiltölulega lítið og getað ráðstafað þeim síð- ar. En þegar málið er þannig að þetta er eini reiturinn sem ekki er byggður á svæð- inu má segja að þarna þurfi að verða ákveðið samspil hagsmunaaðila á svæðinu og bæjarins og þá er leitað að einhverri niðurstöðu sem all- ir geta sætt sig við og er til hagsbóta fyrir bæjarfélag- ið.“ Hann segir ekki hafa kom- ið til greina að bærinn keypti lóðina. „Það er verið að tala um kaupverð sem er ein- hvers staðar á milli 200 og 300 milljónir króna og það var ekkert inni í myndinni enda er bæjarfélagið í mörg- um öðrum verkefnum sem stendur.“ Skiptar skoðanir um ágæti byggingarframkvæmda á svokölluðum Rafha-reit við Lækjargötu Íbúðafjöldinn nauð- synlegur til að tryggja hagkvæmni Morgunblaðið/Sverrir Horft í átt að Rafha-reitnum svokallaða þar sem fyrirhugað er að reisa íbúðarblokkir. Hafnarfjörður INGIBJÖRG Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir gríðarlegt átak falið í því að tölvuvæða leikskóla borgar- innar sem ekki verði gert nema á tilteknu árabili. Hún segir stefnumótunarvinnu vegna tölvuvæðingar leik- skólanna vera að hefjast hjá borginni. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir stefnu varðandi tölvukennslu leikskólanna hafa verið mót- aða í námskrá þeirra og mál- ið sé því á réttri braut. Í umfjöllun Morgunblaðs- ins um tölvunám leikskóla- barna um síðustu helgi kom fram að tækjakostur standi því fyrir þrifum að hægt sé að bjóða upp á slíkt í þorra leikskóla borgarinnar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir nauðsyn- legt að meta þörfina og setja stefnuna í tölvuvæðingar- málum leikskólanna líkt og gert var hjá grunnskólunum. „Það þarf að meta með hvaða hætti við viljum haga tölvuvæðingunni í leikskól- unum, setja ákveðin mark- mið í því efni og vinna svo að því á ákveðnu tímabili,“ seg- ir hún. „Við rekum 76 leik- skóla þannig að það er gríð- arlegt átak að fara út í þetta og það verður ekki gert nema á tilteknu árabili. Mér finnst skipta máli að þetta sé gert með skipulögðum hætti þannig að þetta verði ekki handahófskennt.“ Hún segir að verið sé að fara í slíka stefnumótunar- vinnu með leikskólunum. „Þetta er líka spurning um hvernig þeir eiga að tengjast Netinu og hvernig þeir geta nýtt sér það. Eins er það lið- ur í þjónustu leikskólanna við foreldrana að setja upp heimasíður á hverjum leik- skóla með upplýsingum um þá þjónustu sem hver leik- skóli veitir. Þannig að það eru ýmsar hliðar á þessu en það er verið að fara yfir þessi mál núna með tilliti til þess að marka skýra stefnu.“ Leiðin að markmiðum skýr Björn Bjarnason mennta- málaráðherra segir sjálfsagt að nýta tölvutæknina á öllum skólastigum. „Þetta ryður sér til rúms hægt og sígandi bæði í leikskólum, grunn- skólum og framhaldsskólun- um og það er alveg augljóst að þessi tæki eru ómetanleg í svo mörgu tilliti. Ég tel að það eigi að halda áfram að ná þeim markmiðum sem sett eru í námskrá leikskól- anna að skólinn sameini leik og nám og tölvurnar eru þáttur í því.“ Hann segir að tækjakost- ur hljóti að koma stig af stigi líkt og í grunnskólunum. „Það er ákveðin framvinda í þessu og ef þetta gefst vel munu menn leggja áherslu á að tölvuvæða þessa skóla eins og aðra. Menn verða að setja sér einhverja áætlun um að ná markmiðum sínum og gera það í samræmi við fjárráð, aðbúnað og annað slíkt. Mér sýnist að stefnan hafi verið mörkuð og leiðin að markmiðinu er líka skýr þannig að ég held að þetta sé allt komið á rétta braut.“ Stefnumótun í tölvuvæð- ingu leikskóla framundan Morgunblaðið/Sverrir Leikskólinn Garðaborg er einn fárra leikskóla í borginni þar sem börn hafa notið tölvu- náms. Hér eru það þau Hjördís Lára, fjögurra ára, Katrín Inga, fimm ára, og Baldur Þór, fjögurra ára, sem einbeita sér að verkefnum í tölvunni. Reykjavík BORGARRÁÐ samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Suð- urhlíð 38 á fundi sínum á þriðjudag en gert er ráð fyrir fjölbýlishúsi með 46 íbúðum að hámarki á lóðinni. Tillag- an var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa R-lista. Fulltrúar sjálfstæðis- manna sátu hjá og óskuðu eftir að bókað yrði að skipu- lag lóðarinnar klyfi „þann einstaka útivistarás sem tengir borgina frá vestasta hluta hennar og upp í Heið- mörk“. Eru tíunduð mótmæli sem íbúar í Suðurhlíðum hafa haft uppi um áformin varð- andi byggingarmagn og um- ferðarþunga og sagt að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra. Í bókun R-lista segir að lengi hafi verið gert ráð fyrir byggingu á lóðinni en lóðar- notkuninni verið breytt í skipulagi úr stofnanalóð í íbúðarsvæði, sem ótvírætt þjóni hagsmunum íbúa hverf- isins. Komið hafi verið til móts við sjónarmið íbúa með því að fækka íbúðum í húsinu úr 50 í 46 auk þess sem dreg- ið verði úr umferðarálagi á Suðurhlíð með því að hafa að- komu að húsinu frá Kringlu- mýrarbraut. Deili- skipulag sam- þykkt Suðurhlíðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.