Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 15 „ÁHRIF KOLLAGENS ÁN SPRAUTUNNAR“ COLLAGENIST DREGUR ÚR HRUKKUM - STYRKIR Nýtt krem og serum með efnum sem örva myndun kollagens og húðin veður sjáanlega unglegri. Bankastræti 8, sími 551 3140 Viltu kynnast byltingarkenndum snyrtivörum? Skemmtilegar konudagsgjafir. Ráðgjafi verður frá Helena Rubinstein í dag og á morgun. RÚMLEGA 14.000 tonn af loðnu hafa borist í verksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja í Krossanesi á Ak- ureyri á yfirstandandi loðnuvertíð. Um hádegisbil í gær var lokið við að landa fullfermi, um 1.000 tonn- um af loðnu, úr Antaresi VE og um svipað leyti sigldi annað skip Ís- félagsins, Sigurður VE, með full- fermi, um 1.500 tonn, inn til Ak- ureyrar. Ekki var hægt að hefja löndun úr Sigurði strax, vegna þess að olíuskip lá við bryggju í Krossa- nesi en stefnt var að því að hefja löndun úr skipinu um miðnætti. Að sögn Hilmars Steinarssonar verksmiðjustjóra í Krossanesi hef- ur borist meiri afli á land nú en á sama tíma í fyrra. Fram til 18. mars á síðasta ári bárust um 22.000 tonn af loðnu í Krossanes en Hilmar von- ast eftir enn meiri afla í ár, enda mokveiði á loðnumiðunum þessa dagana. Morgunblaðið/Kristján Sigurður VE siglir með fullfermi af loðnu inn til Akureyrar. Loðnu landað í Krossanesi Vorum að taka upp nýjar vörur Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette EIGENDUR veitingastaðarins La Primavera í Reykjavík, þeir Leifur Kolbeinsson og Ívar Bragason, verða gestir Karólínu Restaurant dagana 21.-23. febrúar. Þeir bjóða gestum Karólínu upp á sérréttamat- seðil í anda hins alþjóðlega ítalska eldhúss. Allar konur meðal gesta munu fá sérstakan glaðning þessa daga í tilefni af konudeginum. Ívar mun í kvöld verða með kynn- ingu á ítölskum vínum og flytur um þau fyrirlestur ásamt því að kynna nýútkomna bók um La Primavera. Að lokinni kynningu verður boðið upp á léttar ítalskar veitingar. Hefst kynningin kl. 20.30 og er þátttökugjald kr. 1.000. Tekið er við bókunum á Karólínu í síma eða tölvupósti, karolina@karolina.is. La Primavera á Karólínu Restaurant Ítalskur matur og vín KVÖLDSKEMMTUN verður í Deiglunni annað kvöld, föstu- dagskvöldið 22. febrúar, og hefst hún kl. 22. Fram koma nokkur söngva- skáld frá Akureyri og úr nær- sveitum, meðal annars Brand- ur, Eiríkur Bóasson, Jón Laxdal, Toggi og Geiri og Þór- arinn Hjartarson. Kvöld- skemmtun alltaf á föstudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.