Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 17

Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 17 Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! HUGMYNDIN um að nota lín- trefjar til að blanda í plastefni með glertrefjum eða í stað þeirra varð til þess að Auðunn Óskarsson á Rauð- kollsstöðum í Eyja- og Miklaholts- hreppi ákvað að kynna sér mögu- leika á aðvinna lín á Íslandi með það í huga að framleiða hráefni fyrir plast- verksmiðju sína, Trefjar ehf. í Hafn- arfirði. Tilraunir af þessu tagi hafa verið gerðar um nokkurt skeið hjá Sicomb, rannsóknar- og þróunarfyr- irtæki í Svíþjóð. Þessar tilraunir snúast helst um það að finna hag- kvæma leið til að framleiða vistvæna plastvöru úr lífrænum efnum. Auðunn naut í upphafi aðstoðar þeirra Ingibjargar Styrgerðar, vef- listakonu, og Smára Ólafssonar, eig- inmanns hennar, en þau létu í té ýmsar gagnlegar upplýsingar um ræktun hörs og vinnslu líns auk þess sem fyrstu frækornin komu frá þeim. Í fyrravor var tveimur frætegund- um sáð í akrana á Rauðkollsstöðum til að fá samanburð. Í ljós kom að önnur tegundin kom mun betur út, en alls var sáð í sex hektara. Upp- skera var góð og fyllilega sambæri- leg uppskeru bænda annars staðar í Evrópu eða 6–8 tonn af hörstráum á hvern hektara. Þetta er annað árið sem einhverju magni er sáð og nú síðast var gengið alla leið þannig að þetta yrði véltækt. Þar sem hör er ekki sleginn heldur honum rykkt upp með rót var flutt inn upptökuvél frá Póllandi. Þegar hörinn hefur ver- ið tekinn upp raðar vélin honum á ak- urinn og eftir þurrkun er hann tek- inn upp með rúlluvél. Lín er síðan unnið úr hörstráum með feygingu og er miðað við að 20– 22% af líni fáist úr hörnum. Þá skipt- ist línið í tvo meginflokka, stutt- trefjar og langtrefjar. Þær fyrr- nefndu eru notaðar í plastiðnaði en langtrefjar eru mest nýttar í spuna- verksmiðjum. Það að aðskilja lín úr hörstráinu er kallað feyging. Tilraunaverksmiðja sett á laggirnar Félagið Feyging ehf. var stofnað um starfrækslu verksmiðju í þessu skyni og vinnsluna á að byggja á jarðhita. Lítil tilraunaverksmiðja hefur verið sett á laggirnar á þeirra vegum til að þróa tæki og aðferðir, en ekki er vitað til þess að jarðhiti hafi verið nýttur í þessum tilgangi fyrr. Möguleiki er með því að ná for- skoti á keppinautana. Tilraunir hafa gengið vel og lofa góðu. Þessum til- raunum stýrir Kristján Eysteinsson hjá Feygingu ehf. Mikið af ræktuðu landi til sveita er lítið eða ekki í notkun. Ef vel tekst til gæti þetta aukið möguleika bænda til nýtingar lands og véla. Hins vegar styrkir ESB sína bændur við ræktun líns verulega svo samkeppnin á markaði er ósanngjörn. Það mun þó vera stefna EBS að leggja af þessa styrki fyrir árið 2005. Þörfin fyrir náttúrulega vöru á borð við líntrefjar hefur aukist á ný eftir samdrátt á svokölluðum pólý- esterárum, þ.e. þegar framleiðsla úr gerviefnum var ráðandi. Með auk- inni áherslu á umhverfisvernd er þróunin hins vegar að snúast við og sífellt er leitað vistvænni leiða í iðn- aði. Eftirspurn eftir líntrefjum fer vaxandi og notkun þeirra í plastiðn- aði hefur aukist til muna. Þær þykja eftirsóknarvert hráefni í plastiðnaði því þar er um að ræða umhverfis- vænan kost. Mikil áhersla er á vist- væna framleiðslu þannig að þegar hlutverki vöru lýkur eyðist hún fljótt í náttúrunni eða fer í endurvinnslu. Sem dæmi um kosti líntrefja í plast- iðnaði má nefna tölvugeirann því stöðurafmagn eða núningsupp- hleðsla er lítil sem engin í vörum framleiddum úr líntrefjum. Auk þess er ofnæmi og kláðaóþol sem oft fylgir gerviefnum og glertrefjum minna og jafnvel ekkert sé varan unnin úr náttúrulegum trefjum eins og líni. Markaðurinn fer þar af leiðandi vaxandi og eru því miklir möguleikar fyrir góða vöru. Nefna má að stærð íslensks markaðar fyrir líntrefjar, til notkunar í plastiðnaði, er áætluð u.þ.b. tuttugu tonn á ári. Morgunblaðið/Guðrún Vala Auðunn Óskarsson með sýnishorn af framleiðslunni. Hörframleiðsla á Rauðkollsstöðum Eyja- og Miklaholtshreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.