Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kanebo kynning í dag og á morgun kl. 12-17 FARÐINN SEM FULLKOMNAR HINA SÖNNU FEGURÐ! Austurstræti. MIKIL stemning ríkir í Myllubakka- skóla þessa dagana enda 50 ára af- mælishátíð í fullum gangi. Þegar Morgunblaðið leit þar inn á þriðju- dagsmorgni mátti heyra hlátur, tón- list og vélarhljóð úr öllum hornum þar sem ratleikur var í fullum gangi á göngunum og vinnusmiðjur eru starfandi víðsvegar um skólann í vikunni. Afmælishátíðin hófst á mánudags- morgun og höfðu allir nemendur þá valið sér smiðjur til að starfa í, eina fyrir hvern dag. Um tuttugu smiðjur voru í boði, margvíslegar listasmiðj- ur eins og myndlistarsmiðja, leikræn tjáning, skrautskrift, danssmiðja og gifssmiðja en einnig heilsu- og mat- arsmiðja, eðlisfræðismiðja og tölvu- smiðja, svo einhverjar séu nefndar. Smiðjurnar eru allar aldursbland- aðar og að sögn aðstandenda þeirra hefur starfið gengið vel. „Þau hafa verið mjög umburðarlynd hvert við annað og þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ sagði Dröfn Rafns- dóttir myndmenntakennari, sem ásamt Svanhildi Skúladóttur mynd- menntakennara var að aðstoða börnin við að búa til kassamálverk. „Við höfðum ákveðið að búa til málverk á harðan flöt til að hengja síðan upp í vikunni og þegar við fór- um að ræða þetta nánar varð úr að við sniðum stóran pappakassa úr mörgum smærri. Óneitanlega nokk- uð fyrirferðarmikið en mjög skemmtilegt og kemur vel út,“ sagði Svanhildur. Í bókasafni skólans voru nem- endur í sögusmiðju. Þau lásu hvert fyrir annað sögur og ævintýri og settust að því loknu niður og skrif- uðu sína eigin sögu. Í efnafræðistof- unni voru nemendur að grandskoða eðlisþyngd ýmissa efna og í leik- rænni tjáningu fengu nemendur að upplifa gamla skólaandann. Mörg falleg verk hafa litið dagsins ljós í smiðjunum og mörg eiga eftir að verða til. Víðsvegar um skreyttan skólann hefur verið skilið eftir autt veggpláss til þess skreyta með þeim verkum. Miðstig skólans, það er að segja 5., 6. og 7. bekkur, hefur ásamt umsjón- arkennurum unnið að heimildaöflun um sögu skólans á Bókasafni Reykjanesbæjar. Að sögn Hildar Ell- ertsdóttur var hverjum árgangi út- hlutað ákveðnu tímabili og síðan réðust þau í að finna heimildir. „Við erum að athuga hvernig og hvað hefur verið skrifað um Myllubakka- skóla í fimmtíu ára sögu hans. Við höfum að mestu stuðst við heimildir úr Faxa, þar sem það er efnistekið, en einnig flettum við í gegnum önn- ur Suðurnesjablöð. Við tökum svo ljósrit af því sem við finnum, snyrt- um þau til og límum í úrklippubók sem varðveitt verður í skólanum. Hún mun verða ómetanleg heimild um skólasöguna. Þessir sömu nem- endur hafa einnig verið að taka við- töl við gamla nemendur við skólann og þau viðtöl verða einnig varðveitt í bók og hún geymd í skólanum,“ sagði Hildur. 400 blöðrum sleppt Í afmælisvikunni verður opið hús í skólanum og öllum velkomið að skoða húsnæðið og þá starfsemi sem fram fer. Foreldrar og forráðamenn nemenda skólans hafa sérstaklega verið hvattir til að mæta. Til að að- stoða fólk við að komast leiðar sinn- an um skólagangana og rata á réttar smiðjur hefur foreldrafélag skólans sett upp tvær stöðvar og er félagið boðið og búið að aðstoða þá sem vilja. Næstkomandi föstudag verður haldið upp á afmælið með pomp og prakt. Ef veður leyfir munu börnin byrja daginn á því að tengjast hönd í hönd á skólalóðinni, syngja afmæl- issönginn og sleppa að því loknu 400 blöðrum út í himinblámann. Þá munu nemendur og kennarar ganga fylktu liði að þeim stöðum þar sem skóli var áður starfræktur í Kefla- vík. Frá Sólvallagötu verður gengið að Íshússtíg, þar sem fyrsti skólinn stóð, og þaðan upp að Skólavegi, að gamla skólanum sem reistur var 1911 og hýsir nú Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum. Að göngu lok- inni verður nemendum boðið upp á skemmtiatriði og stór afmælisterta verður komin í hús. Þess er minnst að 50 ár eru liðin frá vígslu skólahúss Myllubakkaskóla Hlátur, tónlist og vélarhljóð Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Dröfn Rafnsdóttir og Svanhildur Skúladóttir myndmenntakennarar að- stoða börnin í listasmiðju skólans við að gera pappakassamálverk. Keflavík KÍTTA þarf betur meðfram glugg- um Íþróttamiðstöðvarinnar í Njarð- vík til þess að koma í veg fyrir að vatn pípi þar inn og skemmi park- etgólf íþróttasalarins. Gólfið er að- eins farið að skemmast með veggjum Ljónagryfjunnar þekktu. Friðrik Ragnarsson, þjálfari körfuknattleiksliðs UMFN og fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjanesbæ, vakti athygli á því í framboðsgrein að vegna slæms viðhalds íþróttamannvirkja lægi parketið í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík undir skemmdum vegna leka og hefði raunar þegar skemmst. Í framhaldi af því fluttu bæjar- fulltrúar Samfylkingarinnar tillögu um að bæjarstjóra yrði falið að gera úttekt á því hvaða framkvæmdir væru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir verulegt tjón og að láta gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Var tillagan samþykkt samhljóða í bæj- arstjórn í fyrrakvöld. Hafsteinn Ingibergsson, forstöðu- maður Íþróttamiðstöðvarinnar, seg- ir að gluggar hússins séu orðnir óþéttir og vatn pípi þar inn þegar suðvestan slagviðri geri. Það hafi verið að ágerast í vetur en sem betur fer séu veðurskilyrði sjaldan óhag- stæð. Hann segir að byrjaðar séu að sjást skemmdir á parketinu við út- veggi en þær séu ekki alvarlegar enn sem komið er. Ólokið er framkvæmdum við Íþróttamiðstöðina sem hafnar voru fyrir nokkrum árum. Meðal annars er eftir að innrétta félagsaðstöðu á efri hæð hússins. Samhliða þeim verður húsið klætt að utan og lagað í kringum glugga. Framkvæmdirnar voru áformaðar á þessu ári en hefur verið frestað fram á næsta ár. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi Reykjanesbæjar, segir að vegna þessarar frestunar á lokafrá- gangi hússins verði að kítta betur með gluggunum til bráðabirgða. Hann segir að sem betur fer sé park- etinu ekki mikil hætta búin. Körfurnar í lagi Friðrik Ragnarsson fullyrti jafn- framt í grein sinni að körfurnar í húsinu væru orðnar allt að 11 sentí- metra lágar vegna þess að þakið hefði sigið. Af þessu tilefni lét Stefán mæla körfurnar í gær. Hann segir að aðalkörfurnar séu í réttri hæð, 3,05 uppi við spjaldið. Þær halli hins veg- ar örlítið fram vegna slits í legum en það sé innan skekkjumarka. Hann segir að ein milljón sé ætluð á fjár- hagsáætlun til að laga keppniskörf- urnar og verði það gert að loknu keppnistímabilinu. Hann segir að svo virðist sem Friðrik eigi við ein- hverjar af æfingakörfunum sem eru til hliðar í salnum þegar hann tali um að körfurnar séu of lágar. Það skipti minna máli. Eigi að síður verði fengnir sérfræðingar til að mæla þær nákvæmlega svo hægt verði að laga þær einnig í sumar. Lekur inn í Ljónagryfjuna Njarðvík EKKI er annað hægt að segja en að starfsemin í Handverkshúsinu Sjó- list í Grindavík fari vel af stað. For- stöðukonan, Linda Kristín Odds- dóttir, er ánægð með starfsemina og segir að félagar séu nú orðnir 24. Starfsemin er mjög fjölbreytt og nánast allt handverk sem dettur þarna inn. Þegar blaðamann bar að garði var í gangi myndlistar- námskeið undir öruggri leiðsögn Reynis Katrínarsonar. „Nú er að fara af stað leirlist- anámskeið og vonandi líka ung- linganámskeið í leirnum. Þetta fer ákaflega vel af stað og ég er mjög ánægð með þátttökuna,“ sagði Linda. Myndlist í Sjólist Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Anna Hanna Valdimarsdóttir málar á námskeiði í Sjólist. Hafna hug- myndum hagsmuna- samtaka Sandgerði HAFNARRÁÐ Sandgerðisbæjar hefur sent frá sér ályktun þar sem hafnað er hugmyndum „svokallaðra hagsmunasamtaka í sjávarútvegi“ um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að ráðið telur að slík lagabreyting muni skaða höfnina, fiskvinnslu og útgerðir kvótalausra og kvótalítilla skipa. Hafnarráðið telur hins vegar brýnt að endur- skoða lög um stjórn fiskveiða í heild, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Bæjarstjóri í stjórn HS GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur tekið sæti í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. Í gær var gengið endanlega frá formsatriðum varðandi kaup Hita- veitu Suðurnesja á Bæjarveitum Vestmannaeyja. Fulltrúar hluthaf- anna undirrituðu hluthafasam- komulag vegna samrunans. Síðan var haldinn formlegur hluthafa- fundur þar sem Vestmannaeyjabær tilnefndi sinn fulltrúa sem er tólfti maðurinn í stjórn fyrirtækisins. Reykjanes ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.