Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 19

Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 19 Viðhald í lágmarki. Húsin eru einangruð að utan og klædd með áli og harðvið að hluta og gluggar eru álklæddir. Innréttingar, skápar og hurðir eru vandaðar og hægt er að velja milli þriggja viðartegunda. Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Gólfplötur annarar hæðar og ofar verða einangraðar undir gólfílögn. Í öllum íbúðum er þvottahús auk sér geymslu í kjallara. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna að undanskyldum baðherbergisgólfum sem eru flísalögð. Í öllum íbúðum er dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Settur verður upp tengikassi í hverja íbúð fyrir síma, loftnet og ljósleiðara og verða sjónvarps-, síma- og nettengingar mögulegar úr öllum herbergjum. Sér bílastæði í bílageymsluhúsi fylgir öllum íbúðum. Sameign og lóð verða fullgrágengin með snjóbræðslu í stétt fyrir framan húsið. Til sölu glæsilega hannaðar mjög rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja, 86 til 142 fm, íbúðir við Laugarnesveg 87 og 89. Allar íbúðir eru með sérinngangi. Íbúðirnar verða afhendar 1. des. 2002. Allar svalir snúa einkar vel á móti sólu Ítarlegar upplýsingar á www.iav.is Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær vilja viðræður við stjórn Norður-Kóreu og sagði að stjórn sín hefði engin áform um að gera árás á landið. Hann fordæmdi hins vegar einræðisstjórnina í Pyongyang þegar hann skoðaði víggirt landamæri Kóreuríkjanna og sagði að hún ætti það fyllilega skilið að vera kennd við „hið illa“. Bush skoðaði meðal annars lestastöð um 180 m frá hlutlausa beltinu, sem hefur skipt Kóreuskaga frá stríðinu 1950-53 sem lauk með vopnahléi en ekki formlegum friðarsamningi. Forsetinn spáði því að friðarsamkomulag næðist milli ríkjanna. „Ég sé fyrir mér Kóreu sem verður dag einn sameinuð í viðskiptum og samvinnu, ekki skipt í tvennt með gaddavír og ótta.“ Þegar Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu, sýndi Bush lestastöðina heyrðu þeir norður- kóreska áróðurstónlist frá varðstöð handan við gaddavírsgirðingu á landamærunum. Bush notaði þá tækifærið til að fordæma kúgunina í Norður-Kóreu. „Kóresk börn ættu aldrei að svelta meðan gríðarstór her er mettur. Ekk- ert ríki ætti að vera fangelsi eigin þjóðar.“ Bush fór einnig í suður-kóreska varðstöð við landamærin og notaði sjónauka til að skoða gaddavírsgirðingar og jarðsprengju- belti á landamærunum. Herforingi sagði hon- um að Norður-Kóreumenn hömpuðu nú öxum, sem beitt var til að drepa bandaríska hermenn í Kóreustríðinu, í „Friðarsafninu“ í Pyong- yang. „Það er engin furða að ég skuli telja þá illa,“ sagði þá Bush. Norður-Kóreustjórn hefur sent meira en milljón hermanna og tugi þúsunda stórskota- liðstækja og flugskeyta að landamærunum þótt allt sé í lamasessi í landinu og margir íbú- anna svelti. Bush notaði tækifærið til að út- skýra frekar hvers vegna hann liti á Norður- Kóreu, Íran og Írak sem „öxul hins illa“. Hann hefur hingað til lagt áherslu á meint tengsl ríkjanna við hryðjuverkasamtök og tilraunir þeirra til að smíða gereyðingarvopn en í gær talaði hann um áhyggjur sínar af hörmung- arástandinu í Norður-Kóreu. „Mér hrýs hugur við stjórn sem lætur hungursneyð viðgangast,“ sagði hann. „Ég hef miklar áhyggjur af fólkinu í Norður-Kóreu.“ Bush lýsti yfir fullum stuðningi við þá stefnu Kims forseta að koma á sáttum milli Kóreuríkjanna og kvaðst vilja hefja viðræður við stjórnina í Pyongyang. Hann lagði þó áherslu á að hann myndi ekki treysta Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu, nema hann léti af kúguninni og reyndi að bæta kjör þjóð- arinnar. Suður-kóreski forsetinn kvaðst vera ánægð- ur með niðurstöðu viðræðnanna við Bush og neitaði því að hann væri andvígur stefnu hans í málefnum Norður-Kóreu. Stuðningsmenn friðarumleitana Suður-Kóreustjórnar hafa sagt að stefna Bush magni spennuna á Kóreu- skaga. Óeirðalögreglan í Seoul barðist í gær við hundruð manna sem söfnuðust saman í mið- borginni til að mótmæla heimsókn Bush. Mót- mælendurnir kveiktu í bandarískum fánum og mynd af Bush með áletruninni: „Bush er öxull hins illa“. Forsetinn fer til Peking í dag og kveðst ætla að ræða mannréttindamál, einkum trú- frelsi, á fundi sínum með Jiang Zemin, forseta Kína. Bush vill við- ræður við stjórn Norður-Kóreu Dorasan. AFP, AP. Bush forseti skoðar víggirðingar og jarð- sprengjubelti N-Kóreumanna við landa- mæri Kóreuríkjanna ásamt bandaríska hershöfðingjanum Thomas Schwartz (t.h.) og undirhershöfðingjanum William Mill- er. Bush hefur sagt að Norður-Kórea myndi „öxul hins illa“ ásamt Íran og Írak. Skoðar „öxul hins illa“ AP LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, tilkynnti í gær að hann hygðist bjóða sig fram gegn Jacques Chirac for- seta í for- setakosning- unum í apríl og maí. Francois Hollande, fram- kvæmda- stjóri Sósíalista- flokksins, skýrði enn- fremur frá því að forystumenn flokksins myndu koma saman á sunnu- daginn kemur til að staðfesta framboð forsætisráðherrans formlega. Franskir sósíalistar hafa sakað Chirac um að hafa svikið loforð sem hann gaf fyrir forsetakosningarnar 1995 þeg- ar hann bar sigurorð af Jospin. Skoðanakannanir benda til þess að lítill munur sé nú á fylgi þeirra. Tommy Suharto í fangelsi TOMMY Suharto, yngsti sonur fyrrverandi einræðisherra Indónesíu, var færður í fangelsi í gær og verður þar í haldi þar til dómur verður kveðinn upp í máli hans. Hann hefur verið ákærður fyrir morð á hæstarétta- dómara, sem hafði dæmt hann í fangelsi fyrir spill- ingu, en mannréttindahreyfingar í Indónesíu efast um að hann verði dæmdur til dauða. Tommy Suharto, sem er 39 ára, var handtekinn 28. nóvem- ber eftir að hafa verið á flótta í rúmt ár. STUTT Jospin í forseta- framboð Lionel Jospin Tommy Suharto

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.