Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 21.02.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 25 ÞESSIR glöðu tónleikar, með söngvum sem náðu flugi upphaflega í Vín, London og New York, áttu að fara fram hálfum mánuði fyrr, en þeim varð að fresta vegna ótíðar. Það er orðin býsna rík hefð hjá okk- ur að létta skapið í byrjun nýs árs með síungum vínarljóðum og raun- ar geri ég ráð fyrir að sjónvarpið okkar hafi vanið okkur á þetta með árlegri nýárskveðju frá Vín fluttri á tónmáli bestu tónskálda vínardansa frá nítjándu öldinni og upphafi þeirrar tuttugustu. Þessi ljúfa tón- listarþýða í miðjum vetrarkuldan- um fellur fólki vel í geð og heyrist mér á auglýsingum að vínartónlist- arveislur séu í boði um allt land og fari vel á borði á þessum tíma með þjóðlegum þorraréttunum okkar. Í fyrri helmingi voru vínarljóðin flutt og voru flest laganna frá síð- asta skeiði eða silfurtíma vínar- dansanna frá ofanverðri nítjándu öld til fyrri heimsstyrjaldar, með þeirri undantekningu þó að Johann Strauss yngri, oft nefndur valsa- kóngurinn, og þeir Karl Zeller ásamt Karl Millöcker áttu þarna sín sígildu lög frá gullskeiðinu. Í byrj- un var kröftugur upptaktur sleginn í polka um „Vín sem á að vera Vín“ eftir Johann Schrammel. Það var einkar ljúft að heyra fiðlutóna Sig- rúnar og klarinettustef Sigurðar Ingva í heitum „heurigen“ atlotum og greinilegt að góð kynni af vín- arstemmningu stýrði ferðinni. Svo komu einsöngvararnir: Fyrst gekk Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, létt- stígum söngfetum um Pratergarð- inn í Vín í lagi Robert Stolz í einum vinsælasta söng hans Im Prater blühn wieder die Bäume. Gaman að vitna í orð Stolz sem átti að hafa sagt það dæmigert fyrir austur- ríska keisaraveldið að fara í fremstu víglínu með ónýt vopn, en heimsins bestu hljómsveit. En þetta lag samdi hann er hann sinnti herskyldu í fyrri heimsstyrjöld og hefur það orðið öllum vopnum lang- lífara. Flutningur lagsins var glæsi- legur, en styrkleikabreytingar voru að mínu mati ónógar. Næstur söngvaranna, Bergþór Pálsson, greip mann sterkum tök- um með áhrifamiklum og glæsileg- um flutningi á Dökkrauðu rósinni eftir Karl Millöcker úr óperettunni Gasparone frá um 1880. Frammi- staða Bergþórs á þessum tónleikum var einstök og rýrir það á engan hátt hlut annarra. Óskar Pétursson söng lag Kálm- án, Grub mir mein Wien, falleg og fín tenórrödd hans naut sín ekki sem skyldi og lagið ekki eins hríf- andi og vínarsöngvar hinna á efnis- skránni. Sá glans sem rödd hans er gædd komst þó fullkomlega til skila í terzettsöngnum í Vín borg minna drauma eftir Rudolf Sieczynski í síðasta lagi fyrir hlé og í aukalög- unum eftir Lehar: Lippen Schweig- en og Dein ist mein ganzes Herz. Lokaatriðin fyrir hlé voru með heiti hins ungverska hraðaskipta dans Czardas, sem einnig er notað um sígauna. Þannig lék Sigrún Eðvalds af glæsibrag á fiðluna Czardas eftir Monti, en með því lagi opnaði hún eyru þjóðarinnar forðum og nú hef- ur bæst við ofurtækni hennar dýpt og þroski í túlkun sem lætur engan ósnortinn. Misritað var í efnisskrá að lagið Kossar eru engin synd væri eftir Hans Eysler, því maðurinn hét Edmund og ekki sá Hans sem var nemandi Arnold Schönberg. Sú villa hamlaði þó í engu mögnuðum söng og leik Bergþórs. Diddú flutti líka Czardassönginn úr Leðurblök- unni með óviðjafnanlegum tilþrif- um. Tenging milli Vínardansanna og söngleikjanna er stílrænt nokk- uð erfið. Landfræðilega auðveldari ef vitnað er í Robert Stolz og Emm- erich Kálmán sem báðir flúðu nas- ismann og voru stríðsárin í Banda- ríkjunum. En það voru þeir bræður Ira og Georg Gershwin sem gáfu Diddú og Önnu Guðnýju tækifæri til að brúa bilið með valsi þeirra bræðra By Strauss, en þar tengja þeir á gamansaman hátt saman stef og stíl vínartónlistar og Broad- waysöngleikja. Flutningur hljóm- sveitar og söngvara á bandarísku söngleikjatónlistinni var lofsverður og náði hápunkti í lokin í ástardú- ettinum Bess þú ert konan mín... sem Bergþór og Diddú fluttu. Hápunktur var einnig ótrúlega tjáningarríkur flutningur Bergþórs á Ol’man river úr Showboat eftir Jerome Kern og geislandi túlkun Diddúar á söng Bernsteins úr Birt- ingi (Candide). Lög Andrew Lloyd úr Cats og Óperudraugnum féllu ekki nógu vel að efnisskránni að mínu mati. Summertime söng Diddú af mikilli innlifun og skreytti í lokin með bláum tónstigum af smekkvísi, ég hefði þó kosið að hún hefði sungið enn veikara í byrjun og látið fallegasta blæ raddarinnar njóta sín lengur. Vandaður hljóðfæraleikur naut sín vel í Laugarborg og fannst mér helst í þessum góða endurhljómi á stundum full sterkt leikið. Einstak- lega áhrifamikill var flutningur hljómsveitarinnar á syrpu af lögum Kálmáns úr Czardas-furstafrúnni. Nýstofnuð áhugasamtök, Líf og list, stóðu fyrir þessum tónleikum og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir framtakið, eins og fullur salur hrifinna áheyrenda þakkaði í lokin vel og lengi. Það er mikið fagnaðarefni að fá að njóta tónleika í svo góðum tón- leikasal sem Laugarborg býður og full ástæða til að hrósa stjórn Eyja- fjarðarsveitar fyrir mikla framsýni. En þessi mikilvægi áfangi í menn- ingarlífi Eyfirðinga ætti að gera Akureyringum enn ljósara hvers þeir fara á mis og á Akureyri verð- ur að skapa mótvægi við höfuðborg- arsvæðið á þessu sviði sem öðru og þar verður að rísa vandað tónleika- hús. VÍNARRÓMANTÍKIN var við völd í Hlégarði sl. sunnudag, ásamt söngleikjalögum frá blómaskeiði Broadways, sem leysti vínaróper- ettuna af hólmi sem ein af aðallind- um alþjóðlegra dægurlaga upp úr 1940 og entist sem slík fram undir 1970. „Aldurstakmark“ var þar af leiðandi nokkrum áratugum ofar en það sem eitt sinn gilti á sveitaballs- árum félagsheimilisins, eins og af hærum meðalhlustandans mátti sjá. Veizlutríóið ásamt Sigrúnu Eð- valdsdóttur konsertmeistara hóf dagskrána á alkunnum gömlu- dansamarsi eftir Joh. Schrammel, Wien bleibt Wien, og negldi strax stemmninguna niður, þó ekki væri áhöfnin með öllu kórréttur „schrammelkvartett“ (2 fiðlur, gítar og klarínett). Diddú söng Im Prater blühn wieder die Bäume, vals með polka A-kafla eftir síðasta vínar- valsakónginn, Robert Stolz, af hlýju og Bergþór Dunkelrote Rosen Mill- öckers með sjarmerandi ábúð. Hinn auglýsti norðlenzki tenór Óskar Pétursson var forfallaður, svo í stað fyrsta númers hans lék kvartettinn ónafngreindan galopp, m.a. á ísk- urhátt D-klarínett, sjaldgæfu sópr- anínó-systur litla Es-klarínettsins, og Lumpenpolka Schrammels beint á eftir. Bergþór og Diddú sungu, svolítið óperulega, Schenkt man sich Rosen in Tirol úr Fuglasala Zellers, og Sigrún Eðvalds rúllaði sér út á fimum sígaunanótum í fír- ugum Czárdas Montis. Bergþór var hinn ísmeygilegasti í Küssen ist keine Sünd (Eysler) og Diddú söng Czárdas Rósalindu úr Leðurblök- unni með seiðandi accelerandóum frá ungversku púsztunni. Kvart- ettinn tók þá lagasyrpu til bæna úr meistarastykki Kálmáns, Czárdas- furstynjunni, sem að lagrænum ferskleika slær flestu öðru við úr þýzk-austurrísku óperettunni. Diddú og Bergþór luku síðan fyrri hrinu með sópandi útfærslu af Wien du Stadt meiner Träume. Spila- mennska kvartettsins var í heild svolítið skapdauf – m.a. var kontra- bassi of veikur og áherzlur í píanói víðast allt of linar – en á hinn bóg- inn merkilega samtaka í hraða- breytingum, sennilegast þökk sé bendingum Sigurðar, sem mun vel heima í Vínarstílnum frá námsárum sínum þar í borg. Diddú hóf seinni lotu á By Strauss, kersknu lagi Gershwins, hvar eftir Bergþór tók kostulega fyrir I am what I am Jerrys Her- mans úr Cage aux folles, dúðaður skræpóttum strútsbóujakka sem hefði verið verðugur Liberace. Þá söng hann Memory úr Cats (Lloyd Webber) af tilfinningu og þau Diddú Nú má nóttin víkja í vel bal- anseruðum dúett úr Óperudraugn- um, bezta söngleik brezka rokkleik- hústónskáldsins. Diddú sýndi svo ekki varð um villzt í Can’t help lov- in’ dat man úr Showboat Kerns hvernig á að „krúna“ Broadway, og hefðu margar hérlendar óper- ustarfssystur getað lært sitthvað af því. Bergþór tók að því loknu dá- marga slagi hjá áheyrendum með öðru Showboat-lagi, Ol’ man river, þó að persónulega sé ég að vísu ekki 100% sannfærður um útlegg- ingu hans á framburðarmáta Suð- urríkjablökkumanna. Glitter and be gay, fjögurra stíla heljarstökksaría Kúnígúndar úr „Candide“ Bern- steins sem fengið hefur að vera merkilega mikið í friði fyrir öðrum söngkonum lýðveldisins, glampaði og skein í meistaralegum meðförum Diddúar, og Bergþór tók It ain’t ne- cessarily so af kíminni íbyggni. Eft- ir þokkamjúka túlkun Diddúar á Summertime luku þau Bergþór dagskránni á glæsilega útfærðum dúett úr Porgy and Bess, Bess you is my woman now, svo vart varð á betra kosið. Vín og Broadway TÓNLIST Laugarborg Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Bergþór Pálsson, baríton, Óskar Pétursson, ten- ór, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó, Sigurður Ingvi Snorrason á klarínett, Páll Einarsson á kontrabassa og Sigrún Eð- valdsdóttir á fiðlu. Föstudagur 15. febr- úar. VÍNARLJÓÐ OG LÖG ÚR SÖNGLEIKJUM Bergþór Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson Ríkarður Ö. Pálsson Hlégarður Lög eftir Schrammel, Millöcker, Kálmán, Zeller, Monti, Eysler, J. Strauss, Siec- zynsky, Gershwin, Herman, Webber, Kern og Bernstein. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- an, Bergþór Pálsson barýton; Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðla; Veizlutríóið (Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó; Sigurður Ingvi Snorrason, klarínett; Páll Ein- arsson, kontrabassi). Sunnudaginn 17. febrúar kl. 17. VÍNAR- OG BROADWAYTÓNLEIKAR Óskar Pétursson ...á Mallorca ...á Benidorm ...á Krít ...í Portúgal ...til Alicante Ó d‡ ra st ir a lls s ta ›a r Ó d‡ ra st ir a lls s ta ›a r Verðdæmi á mann með SólarPlús 2. september. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekki fyrirfram vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 39.900 kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Tropic Mar í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 46.600kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.470 kr. fyrir fullorðna og 3.695 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 54.700kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.455 kr. fyrir fullorðna og 3.680 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 49.700kr. Verðdæmi á mann miðað við brottför 2. apríl eða 22. maí. Innifalið er flug. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 26.900kr. Hlí›asmára 15 • Kópavogi Uppselt 17. júní og 15. júlí. Uppselt 31. júlí. Uppselt 30. maí og 20. júní. Uppselt 18. júní og 16. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.