Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 32
UMRÆÐAN
32 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
E
inhvers staðar hef ég
lesið að besta ráðið
til að halda ástar-
sambandi frísku og
innilegu sé að þeir
sem eru í sambandinu geri eitt-
hvað uppbyggilegt saman.
Reyndar held ég að ég hafi lesið
þetta á mörgum stöðum og eru
ráðgjafar sammála um að ekki
þurfi stóra hluti til heldur geti
maður gert nánast hvað sem er.
Nú er ég búin að vera í sambúð
með mínum manni í tíu ár og það
svo sem gengið stórslysalaust fyr-
ir sig. Einhverra hluta vegna fékk
ég þó þá flugu í höfuðið snemma á
síðasta ári að nú væri kominn tími
til að við tækjum okkur eitthvað
upp-
byggilegt
fyrir hend-
ur og þar
sem ég er
praktísk
manneskja
að eðlisfari datt mér í hug hvort
ekki væri sniðugt að slá tvær flug-
ur í einu höggi og flikka upp á
hjónabandið með því að flikka upp
á heimilið í leiðinni.
Manninum mínum fannst þetta
ekki svo galin hugmynd enda höf-
um við alltaf verið hálfóánægð
með litinn á eldhúsinu sem við
máluðum þegar við fluttum inn.
Þá máluðum við líka stofuna en
einhverra hluta vegna hefur lit-
urinn á henni illa staðist tímans
tönn. Við máluðum hins vegar
ekki holið og höfum verið af-
skaplega sátt við litinn þar!
Eigi að síður; holið var orðið
hálfsjúskað og því var ákveðið að
mála þessi þrjú herbergi (tvö í
nýjum óvefengjanlega smekk-
legum litum og eitt í sama lit og
áður). „Bara ekki strax,“ sagði
bóndinn. „Nú er sumarið að koma
og við skulum heldur nota birtuna
og sumarylinn til að vera úti. Það
koma betri tímar síðar.“
Um haustið, þegar búið var að
þurrka tjaldið og gönguskóna,
impraði ég aftur á heim-
ilisframkvæmdum við manninn
minn. „Jújú, elskan,“ sagði hann
svo sannfærandi að ég var komin
hálfa leið niður í Litaver áður en
ómur af því sem hann sagði í
framhaldinu stöðvaði mig. „En
gætum við ekki beðið aðeins, það
er svo mikið sem ég þarf að gera í
vinnunni eftir sumarfríið. Eigum
við ekki að komast almennilega
inn í rútínuna áður en við setjum
heimilið á hvolf?“
Ég beit svolítið á jaxlinn, tuldr-
aði eitthvað og reyndi eins og ég
gat að hugsa um að mennirnir
hefðu rétt til þess að vera mis-
jafnir. Þó að ég vildi rubba hlut-
unum af gæti verið skynsamlegra
að bíða eftir rétta tímanum til að
fá hámarksnautn út úr hinni sam-
eiginlegu iðju. Eftir því sem ég
hugsaði meira um þetta varð ég
ánægðari og hugsaði á hlýlegan
hátt um hvernig andstæðurnar
bæta hvor aðra upp – hugsa sér ef
ég hefði anað út í málningarvinn-
una og endað í einhverjum tíma-
skorti með allt saman?
Nóvember kom og varlega
nefndi ég það við minn betri helm-
ing hvort nú væri ekki tilvalið að
lyfta pensli. „Ertu frá þér kona,“
sagði hann hálfskelfdur á svip.
„Ætlarðu að fara að bæta þessu
ofan á jólastressið?“
Ég þagði þunnu hljóði enda var
mér satt best að segja orða vant.
Eftir smástund fékk ég þó málið
og í kjarnyrtri ræðu lét ég minn
elskulega heyra að það þýddi ekk-
ert endalaust að vera með afsak-
anir, menn yrðu bara að drífa í
hlutunum. Einhverra hluta vegna
bifaðist ektamaðurinn lítið við
þessar röksemdir en niðurstaðan
varð þó sú að sett var tímasetning
á málið. Eftir jól skyldi allt tekið í
gegn.
Það var því engrar undankomu
auðið nú í febrúar þegar fram-
kvæmdagleðin rann á mig að
nýju, jafnvel þótt aðkallandi fé-
lagsstörf stæðu fyrir dyrum hjá
mínum heittelskaða. Saman
skunduðum við á fund litakorta og
flísaprufa og áður en varði var
heimilið orðið undirlagt af máln-
ingardollum, penslum, plastund-
irleggi, rúllum og bökkum. Nú
skyldi sko málað, skrafað og hleg-
ið, svona eins og í auglýsingunum.
Þetta byrjaði svo sem vel og á
fyrsta degi klöstruðum við umferð
á stofuloftið. Á öðrum degi þurfti
maðurinn hins vegar að sinna áð-
urnefndum félagsstörfum sem
reyndust grunsamlega drjúg þeg-
ar leið á vikuna. Á meðan málaði
ég sem óð væri og þegar funda-
höldum bóndans lauk var stofan
að verða búin og eldhúsið langt
komið. Það tók sinn tíma en full
tilhlökkunar horfði ég til alls þess
sem við myndum áorka í samein-
ingu þegar helgin rynni upp.
Næsta frídag fékk ég því mann-
inum flísar og lím í hönd og benti
inn í eldhús. Vaskur gekk hann til
vinnu sinnar og ástfangin upp fyr-
ir haus horfði ég á verklagni hans
þar sem hver flísin af annarri rað-
aðist á vegginn á listilegan hátt.
Draumurinn varði þó ekki
lengi. Daginn eftir kom í ljós að
flísavinnan hafði orðið manni mín-
um ofviða og með þann eymd-
arlegasta svip sem uppi hefur ver-
ið á nokkurri mannskepnu lagðist
hann í rúmið og lýsti því yfir að
hann væri veikur. Máttvana
teygði hann sig eftir fjarstýring-
unni og leitaði titrandi hendi eftir
norsku rásinni á Breiðbandinu
þar sem vetrarólympíuleikarnir
eru sýndir. Ekkert hljóð innan úr
herbergi nema einstaka hósti og
stuna af vesölustu gerð. Og óm-
urinn af ólympíuleikunum.
Á meðan hamaðist ég eins og
ég ætti lífið að leysa við að mála
og flísaleggja og hugsaði kallinum
þegjandi þörfina. Ég fann ekki
fyrir vorkunnarvotti heldur ein-
ungis ólýsanlegri reiði sem kom
dýpst úr iðrum sálarkima minna.
Aldrei hef ég fundið fyrir öðrum
eins pirringi í hjónabandinu. Og
ekki hjálpaði til að vinnufélagar
mínir flykktu sér um sjúklinginn
með þeim undarlegu röksemdum
að ólympíuleikarnir væru bara á
fjögurra ára fresti!
Sem betur fer er framkvæmd-
um að mestu lokið. Reyndar á eft-
ir að mála stofugluggann en ég
held að við bíðum með það um
sinn. Í hreinskilni sagt er ég ekki
viss um að hjónabandið þoli fleiri
heimilisframkvæmdir í bili.
Að vinna
saman
„… þar sem ég er praktísk manneskja
að eðlisfari datt mér í hug hvort ekki
væri sniðugt að slá tvær flugur í einu
höggi og flikka upp á hjónabandið með
því að flikka upp á heimilið í leiðinni.“
VIÐHORF
Eftir Bergþóru Njálu
Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
SÍÐAST liðna
fimmtán mánuði hafa
sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfarar verið í
samningaviðræðum
við Tryggingastofnun
ríkisins (TR). Frá
miðjum janúar hafa
viðræðurnar verið við
nýskipaða samninga-
nefnd heilbrigðis- og
tryggingamálaráðu-
neytis og Trygginga-
stofnun ríkisins, köll-
uð samninganefnd
HTR.
Lítið hefur þokast í
samkomulagsátt og er
nú svo komið að þol-
inmæði sjúkraþjálfara er á þrotum.
Um síðustu áramót sögðu sjúkra-
þjálfarar samningnum upp til að
þrýsta enn frekar á um leiðréttingu
en gjaldskrá sjúkraþjálfara hefur
rýrnað að raungildi um tæp 30%
síðan 1995.
Hjá hinu opinbera hefur launa-
skrið háskólamenntaðs fagfólks
verið frá 40–60% síðan 1998.
Rök samninganefndar HTR gegn
eðlilegri hækkun gjaldskrár eru
þau að ekki sé til fjármagn og að
halda beri útgjöldum vegna sjúkra-
þjálfunar innan ákveðinna marka.
Heildarkostnaður vegna sjúkra-
þjálfunar hefur vaxið undanfarin ár
en kostnaðurinn hefur aðallega
vaxið vegna fjölgunar þeirra sem
þurfa helst á þjónustu sjúkraþjálf-
ara að halda s.s. aldraðra og ör-
yrkja. Árið 2000 var heildarfjöldi
þeirra er þurftu á sjúkraþjálfun að
halda rúmlega tuttugu og fjögur
þúsund.
Samningar
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur gert einstaka
samninga við stofnanir um sjúkra-
þjálfun s.s. samning við Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra (SLF).
Það sem einkennir þann samning
er einkum tvennt, í fyrsta lagi er
samningurinn verðtryggður og í
öðru lagi er samið um mun hærri
gjaldskrá eða 34–68% hærri með-
ferðargjöld miðað við þá gjaldskrá
sem sjálfstætt starfandi sjúkra-
þjálfarar starfa eftir.
Göngudeildarþjónusta á öðrum
stofnunum hefur farið vaxandi und-
anfarin ár og þá ekki síst síðustu
misseri. Annars vegar er um að
ræða föst stöðugildi hjá stofnunum
við göngudeildarþjónustu og hins
vegar eru sjúkraþjálfarar sem eru
launþegar að nota aðstöðu stofnana
sem verktakar eftir
hefðbundinn vinnu-
tíma. Undirritaður er í
hópi sjúkraþjálfara
sem kvartað hafa til
Samkeppnisstofnunar
yfir þessari starfsemi
þar sem við teljum
hana í óeðlilegri sam-
keppni við einkarekn-
ar sjúkraþjálfunar-
stöðvar.
Fjárframlög
Fjárframlög ríkisins
til stofnana hafa vaxið
gífurlega undanfarin
ár, sem dæmi 68% til
Reykjalundar, 57% til
Heilsustofnunar í Hveragerði
(NLFÍ) og 88% til SLF frá 1995.
Lítum á einstaka stofnanir:
Á árunum 1995–2002 hafa fram-
lög ríkisins til Reykjalundar hækk-
að úr 461.691 milljónum í 773.900
milljónir. Sú hækkun nemur 68%.
Framlög til Heilsustofnunar í
Hveragerði hækkaði úr 198.616
milljónum í 312.800 eða 57% og
framlög til Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra hækkaði úr 52.563
milljónum í 98.800 eða 88%.
Undirritaður hefur ekki í hyggju
að kasta rýrð á það mikilvæga starf
sem unnið er hjá líknarfélögum og
á stofnunum en hins vegar bent á
að hluti af fjármagninu frá ríkinu
fer í að bygga upp göngudeildar-
þjónustu sem er í óeðlilegri sam-
keppni við einkareknar stofur
sjúkraþjálfara.
Sýn ráðuneytisins?
Hjá samninganefnd HTR hefur
það komið fram að stefna Heil-
brigðismálaráðherra sé sú að fram-
tíðaruppbygging endurhæfingar
yrði hjá NLFÍ í Hveragerði og ber
nýlegt framlag upp á 65 milljónir
króna til húsnæðisuppbyggingar
þess glöggt vitni. Fróðlegt væri að
vita hvað móti stefnu ráðherra.
Hveru mikið vægi hafa hagkvæmn-
issjónarmið í stefnumörkuninni?
Getur verið að tengsl ráðuneytisins
við heilbrigðisstofnanir í eigu rík-
isins séu of náin og það dragi úr
öllum hagkvæmnisáhrifum?
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálf-
arar búa við þá sérkennilegu stöðu
að á sama tíma og gjaldskrá fæst
ekki leiðrétt, gerir ráðuneytið verð-
tryggðan samning við SLF um
mun hærri meðferðargjöld. Þær
stofnanir sem ekki eru með sam-
bærilegan samning við ráðuneytið
og SLF fá hins vegar greidda fulla
gjaldskrá fyrir göngudeildarþjón-
ustu sjúkraþjálfara þrátt fyrir að
hið opinbera hafi í raun greitt fyrir
rekstrarhluta taxtans með föstum
fjárlögum til stofnana.
Það vekur furðu að útgjaldafrek-
asta ráðuneytið skuli ekki gera
meiri kröfur til hagkvæmi og stuðla
að örvandi og nútímalegu rekstr-
arumhverfi.
Því er spurt hvort eðlilegt sé að
stofnanir á föstum fjárlögum reki
göngudeildarþjónustu með aðgangi
að verktakasamningi sem Trygg-
ingastofnun hefur gert við sjúkra-
þjálfara?
Það er því ótrúverðugt að hlusta
á fulltrúa í samninganefnd HTR
spyrna við fótum um eðlilega leið-
réttingu gjaldskrár sjálfstætt starf-
andi sjúkraþjálfara á sama tíma og
skrifað er upp á sjálfvirka útgjalda-
aukningu.
Krafa sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfara er að eðlilegt rekstr-
arumhverfi skapist í kringum
göngudeildarþjónustu sjúkraþjálf-
ara
Kvörtun til
Samkeppnisstofnunar
Kvörtun sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfara til Samkeppnisstofn-
unar gengur út frá þeirri megin-
reglu að ef sjúklingur er ekki inni-
liggjandi á stofnun en þarfnast
sjúkraþjálfunar er eðlilegt að sú
þjálfun fari fram á stofum sjálf-
stætt starfandi sjúkraþjálfara. Það
mun ætíð vera hagkvæmast og ýtir
undir eðlilegt rekstrarumhverfi.
Því miður virðist stefna ráðu-
neytisins ekki vera sú að jafna leik-
inn og er það miður. Sjálfstætt
starfandi sjúkraþjálfarar hafa því
ákveðið að losa sig undan þeirri
stöðu sem þeir hafa búið við í ára-
raðir og boða breytingu á rekstr-
arumhverfi og leiðréttingu á gjald-
skrá 1. mars nk.
Breyting á rekstrarumhverfi
sjúkraþjálfara mun m.a. hafa það í
för með sér að viðskiptavinir
sjúkraþjálfara munu sjálfir sækja
endurgreiðslu til TR. Þá mun koma
í ljós hvort Tryggingastofnun rík-
isins standi undir því hlutverki sem
stofnuninni ber samkvæmt lögum.
Ójafn leikur í
sjúkraþjálfun
Kristján Hj.
Ragnarsson
Sjúkraþjálfun
Hjá hinu opinbera,
segir Kristján Hj.
Ragnarsson, hefur
launaskrið háskóla-
menntaðs fagfólks verið
frá 40–60% síðan 1998.
Höfundur er sjálfstætt starfandi
sjúkraþjálfari, Sjúkraþjálfun Kópa-
vogs ehf.
NÝLEGA kynnti
Umhverfis- og heil-
brigðisstofa Reykja-
víkur niðurstöður
könnunar á því hversu
margir sölustaðir í
Reykjavík selja börn-
um tóbak. Eins og
fram kom í fjölmiðlum
hefur hlutfall þeirra
staða, sem seldu börn-
um tóbak, lækkað úr
58% í 14% á rúmlega
ári. Þetta er lofsverður
árangur sem hefur
náðst með samstilltu
átaki undir forystu
Hrannars B. Arnars-
sonar, formanns heil-
brigðisnefndar Reykjavíkurborgar.
Hann hefur ekki látið deigan síga
þrátt fyrir efasemdaraddir um að
átakið ætti rétt á sér. Hrannar á
hrós skilið fyrir framtakssemina og
staðfestuna sem og þau Rósa
Magnúsdóttir hjá Heilbrigðiseftir-
litinu og Soffía Pálsdóttir og Sigrún
Sveinbjörnsdóttir hjá Íþrótta- og
tómstundaráði.
Árangur á sviði tóbaksvarna næst
ekki nema með sam-
stilltu átaki. Og tób-
aksvarnir eru síður en
svo einkamál Tóbaks-
varnanefndar. Allir
ættu að láta sig mál-
efnið varða því eins og
flestir vita er tóbak
eitt mest ávanabind-
andi fíkniefnið. Og þeir
krakkar sem byrja að
reykja leiðast oft út í
neyslu á ,,harðari“
fíkniefnum. Það að ná
tökum á sölu á sígar-
ettum til barna og
ungmenna er hluti af
því að stuðla að heil-
brigðu lífi komandi
kynslóða. En vissulega má gera enn
betur því 14% sölustaða eru enn að
brjóta lög. Og sum hverfi eru sýnu
verri í þeim efnum en önnur. Átaks
er þörf í Vesturbænum, Breiðholti
og Árbæ, eins og fram kemur í upp-
lýsingum frá Umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkur. Það er
verðugt verkefni fyrir foreldrafélög
hverfanna að hafa áhrif á sölustaði
tóbaks, með því að gera stöðunum
grein fyrir alvarleika málsins.
Sömuleiðis ættu önnur sveitarfélög,
sem hafa ekki enn veitt sölustöðum
tóbaks aðhald, að feta í fótspor for-
ystumanna Reykjavíkur í þeim efn-
um. Reynslan sýnir að eftirlits er
þörf. Það er dauðans alvara ef börn
byrjaað reykja og það er á ábyrgð
fullorðinna að forða þeim frá því að
verða þessu fíkniefni að bráð, því
eitt leiðir af öðru eins og dæmin
sanna.
Ofangreindir einstaklingar hafa
gengið fram fyrir skjöldu en við
getum ekki einvörðungu treyst á
dugnað þeirra og atorkusemi. Við
eigum öll að stuðla að því að ung-
mennum sé ekki selt tóbak og
hvetja börnin okkar heilbrigðra lífs-
hátta.
Til hamingju!
Þorgrímur
Þráinsson
Tóbaksvarnir
Það er dauðans alvara,
segir Þorgrímur
Þráinsson, ef börn
byrja að reykja.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Tóbaksvarnanefndar.