Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 34

Morgunblaðið - 21.02.2002, Side 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bessastaðahreppur er sveitarfélag í mikilli uppbyggingu og mót- un. Það kjörtímabil sem nú er að líða hefur verið mikið uppbygg- ingar- og framfara- skeið í sveitarfélaginu. Megináherslan og mestu fjármunirnir hafa farið í að skapa að- stöðu fyrir og byggja upp öflugt leikskóla- og grunnskólastarf. Bæði leikskólinn og grunn- skólinn hafa verið stækkaðir og starfið í báðum þessum stofn- unum eflt svo um munar. Íbúafjölgun hefur verið talsverð og á síðasta ári fjölgaði hlutfallslega mest í Bessastaðahreppi af öllum sveitarfélögum í landinu. Fólk sækir í að búa í slíku sveitarfélagi, sem býr yfir friðsæld og náttúrufegurð en er samt í nálægð við öfluga þjónustu borgarsamfélagsins. Ekki síður sæk- ir fólk í að búa í samfélagi sem stend- ur vel að hlutum er varðar megin- þarfir góðs fjölskyldulífs, góða umönnun barna, öflugt skólastarf og síðast en ekki síst góða og vaxandi aðstöðu fyrir íþróttir, útiveru og hvers konar tómstundir og félags- starf. Aðalskipulag hreppsins gerir ráð fyrir einu grunnskólahverfi með um 3.000 íbúum. Við tökum nýjum íbú- um fagnandi, því við gerum okkur grein fyrir því að hagkvæm stærð sveitarfélags gerir okkur enn frekar kleift að byggja upp öflugt sveitarfé- lag með bættri þjónustu við íbúana. Bessastaðahreppur er enn í mótun og mörg verkefni eru framundan. Ég legg áherslu á: a) Að skapa aðstöðu fyrir ungt fólk og þá sem eldri eru til að geta haft búsetu í íbúðarhúsnæði af þeirri stærð og gerð sem þeim hentar best. Þetta vil ég gera með því að hraða frágangi skipulags á nýju svæði, þannig að hægt verði að fara í framkvæmdir sem fyrst til að skapa þessa aðstöðu. b) Að koma málum þannig fyrir, með fram- kvæmdum og innra starfi við skóla og íþróttahús, að þrír efstu bekkir grunnskól- ans flytjist í Álftanes- skóla á allra næstu ár- um. c) Að skapa tækifæri fyrir öll börn á leik- skólaaldri til að fá inni á leikskóla og verði þar af leiðandi ekki um neina varanlega biðlista að ræða. d) Að skapa bestu aðstöðu og þjón- ustu við íbúana fyrir öflugra íþrótta-, tómstunda- og félagslíf hvers konar, sem hæfir hverjum og einum. Ég hef starfað í sveitarstjórn á metnaðarfullan hátt, læt mig varða öll þau mál sem til úrlausnar þarf að taka. Ég vil verða áfram virkur þátt- takandi á því sviði. Ég skora á íbúa Bessastaðahrepps að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- félagsins sem fram fer laugardaginn 23. febrúar og velja það fólk til ábyrgðar sem það treystir best til að móta og byggja upp samfélag okkar á næstu árum. Uppbygging fyrir íbúana Snorri Finnlaugsson Höfundur er formaður hreppsráðs Bessastaðahrepps og er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisfélagsins. Bessastaðahreppur Ég hef, segir Snorri Finnlaugsson, starfað í sveitarstjórn á metnaðarfullan hátt. ÉG vil varðveita sveitina Álftanes. Ég kýs að búa í sveit í borg og ef ég fæ til þess stuðning mun ég beita mér fyrir því að haldið verði í sveitina á Álftanesi. Kannanir sýna að stór hluti fólks sem býr í úthverfi eins og Álftanesinu er unn- endur útilífs og nátt- úru. Við kjósum að búa í sveit og viljum búa í nánum tengslum við náttúruna. Ég er fylgjandi því að mann- virki á Álftanesinu eigi að falla sem best að náttúrunni og ég mun því berjast gegn þéttbýlu, kassalaga, malbikuðu umhverfi enda er nóg af slíku – annars stað- ar. Við eigum sérstöðu sem er eft- irsóknarverð og alltaf að verða eft- irsóknarverðari og henni eigum við að halda. Helsti sjarminn við Álfta- nesið er hreinu fjörurnar okkar, úti- vistarsvæðin og lítt manngert um- hverfi. Við eigum að vernda sveitina okkar og ígrunda alla uppbyggingu vel áður en hafist er handa. Náttúr- an, dýralífið, víðsýnið og rýmið eru verðmæti sem skipta miklu máli. Ég legg áherslu á að unnið sé markvisst að umhverfismálum sveitarfélagsins og tel að þau eigi að vera hluti af öllum málum rétt eins og fjármál, útlit og ímynd. Um- hverfismálin eru miklu meira en að halda umhverfinu hreinu, þrifalegu og snyrtilegu og frárennslismálum í góðu lagi. Markmiðið er að við njót- um þeirra möguleika sem Álftanes- ið býður upp á og að við skilum því í betra ástandi til afkomenda okkar. Með aukinni byggð á nesinu er tímabært að flytja 8., 9. og 10. bekk heim á Álftanesið og hætta að senda börnin í Garðabæ. Það að senda börnin burt slítur tengsl á milli vina og á milli árganga og er óþarfa rask á viðkvæmu þroska- skeiði þeirra. Allur grunnskólinn á Álftanesi undirstrikar sjálfstæði sveitarfélagsins. Í nútímaþjóðfélagi þurfa margar fjöl- skyldur á því að halda að báðir foreldrar starfi utan heimilisins til að afla nægra tekna. Skoðun mín er sú að sumarleyfi for- eldra sé of stutt og að rétt sé að gefa foreldr- um með lítil börn tæki- færi til þess að taka nokkurra vikna launa- laust frí á hverju ári fyrir fjölskylduna. Þetta er hins vegar enn sem komið er einkamál hvers vinnu- veitanda og launamanns auk þess sem margir hefðu ekki efni á að nýta sér aukafrí þótt það byðist. En börnin geta ekki verið ein og fæst okkar eru svo heppin að eiga ætt- ingja sem taka börnin að sér yfir sumarmánuðina. Þess vegna þarf að skapa börnunum uppbyggjandi og skemmtileg viðfangsefni á sumrin. Á þeim árstíma er kjörið að kenna börnunum náttúrufræði úti við, sýna þeim gróðurinn í blóma, fylgj- ast með atferli dýra, kenna reið- mennsku, flekasmíði, siglingar og svona mætti lengi telja því mögu- leikarnir eru margir og spennandi. Skólinn þarf að geta sinnt þörfum allra barna, bæði þeirra sem eru fljót að læra, þeirra sem hafa mikla styrkleika á ákveðnum sviðum og þeirra sem hafa einhverjar haml- anir. Til alls þessa þarf að gefa skólanum enn meira svigrúm til að sinna öflugu, framsýnu og metn- aðarfullu starfi, og stefna skal að því að leikskólinn Krakkakot og Álftanesskóli verði í fararbroddi fyrir framsækni, nýjungar og eft- irsóknarvert starfs- og vinnuum- hverfi fyrir börnin okkar og metn- aðarfulla lærimeistara. Það að búa vel að börnum er eitt af meginbar- áttumálum mínum. Ég bý að þeirri reynslu að hafa alist upp í hreppn- um og hafa sótt barnaskóla bæði hér og í Garðabænum og ég er móðir tveggja barna sem voru í Krakkakoti og eru nú í Álftanes- skóla. Fjármálin Traust fjármál eru nauðsynleg fyrir sveitarfélög sem og fjölskyld- ur til að hafa styrk til að takast á við óvænt tækifæri og verkefni sem þarf að leysa. Áherslumál mín sam- tvinnast í slagorðinu „Fjölskyldan í sveit í borg“. Ég hef sett stefnuna á 2.–4. sætið á lista sjálfstæðismanna á Álftanesi í prófkjörinu 23. febrúar næstkom- andi. Allir Álftnesingar, sem hafa kosningarétt, geta kosið í prófkjör- inu. Ég hvet Álftnesinga til þess að nýta sér rétt sinn til að hafa áhrif með því að kjósa. Álftanes, nátt- úruperla á höfuð- borgarsvæðinu Halla Jónsdóttir Bessastaðahreppur Við eigum sérstöðu sem er eftirsóknarverð, segir Halla Jónsdóttir, og henni eigum við að halda. Höfundur er líffræðingur og gefur kost á sér í 2.–4. sætið á lista sjálf- stæðismanna á Álftanesi. Í PRÓFKJÖRI Samfylkingarinnar í Kópavogi laugardag- inn 23. febrúar gefst Kópavogsbúum kostur á að hafa áhrif á hverjir skipa fjögur efstu sæti framboðs- lista Samfylkingarinn- ar í bæjarstjórnar- kosningum í vor. Samfylkingin á nú fjóra fulltrúa í bæjar- stjórn og stefnir að því að ná meirihluta í bænum eftir alltof langan valdatíma Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks. Hverfanefndir Í Kópavogi á að vera fjölskyldu- vænt samfélag þar sem stefnumót- un tekur mið af þörfum ungra jafnt sem aldinna, kvenna jafnt sem karla. Virðing fyrir umhverfinu á að vera í fyrirrúmi við skipulagsvinnu á vegum bæjarins og íbúar eiga að hafa möguleika á að koma að stefnumótun í sveitarfélaginu á skipulegan hátt. Koma þarf á fót samráðsnefndum íbúa, fulltrúa úr atvinnulífinu, fulltrúa félagasam- taka og frá bænum fyrir einstök hverfi. Þar verður fjallað um þau málefni sem snerta hvert hverfi fyr- ir sig s.s. skólamál, umferðar- og skipulagsmál. Þannig færist um- ræðan nær íbúunum og þeim sem starfa í viðkomandi hverfi og sjón- armið þeirra komast á framfæri. Tel ég brýnt að koma slíkum hverfanefndum á jafnt í nýju hverf- unum og þeim eldri. Skipulagsmál er dæmigerður mála- flokkur sem fjalla ætti um í hverfanefndum. Hægt er að kynna breytingar á skipulagi hverfa eða svæða í hverfanefnd auk hins lögboðna kynningar- ferils. Hugmyndir um bryggjuhverfi í vestur- bænum eða tækni- svæði í landi Lundar ætti t.d. að kynna sér- staklega í hverfanefnd viðkomandi hverfis, svo ekki sé minnst á Vatnsendann. Þar brást meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks algerlega bogalistin í því að taka til- lit til sjónarmiða íbúa. Þeir þoldu afskaplega illa þegar lagðir voru fram undirskriftalistar gegn því skipulagi sem þeir vildu hafa á svæðinu. Skólamál eru annar málaflokkur sem hverfanefndir ættu að fjalla um, t.d. hvernig hægt er að tengja starf leik- og grunnskóla innan hverfa og tengja íþrótta-, æskulýðs- og listastarfsemi við starf skólanna. Mikilvægt er að íbúar á ólíkum aldri komi inn í hverfanefndir og t.d. gætu eldri borgarar verið reiðu- búnir til að taka þátt í verkefnum með skólum í hverfinu. Næg verk- efni eru framundan og verður örugglega ekki skortur á hugmynd- um. Gerum góðan bæ betri Hverfanefndir stuðla að opnari stjórnsýslu. Þar gefst bæjarbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í stjórnun og ákvarðanatöku. Þannig tel ég að megi ná fram breytingum sem myndu bæta mannlífið í Kópa- vogi og skapa fjölskylduvænt sam- félag sem við gætum verið stolt af. Ég er tilbúin til að vera áfram í for- ystusveit Samfylkingarinnar í Kópavogi og vinna að því að gera góðan bæ betri. Samráð um stefnumótun Sigrún Jónsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi 23. febrúar nk. Kópavogur Með þátttöku íbúa í ákvarðanatöku í bænum og opnari stjórnsýslu telur Sigrún Jónsdóttir að hægt sé að ná fram breytingum sem myndu bæta mannlífið. VGR býður nú í fyrsta skipti fram sem flokkur í sveitarstjórn- arkosningum einn sér eða í samstarfi við aðra. Mikilvægt er að vel takist til, ekki síst hér í Reykjavík. Þrátt fyrir að R-list- inn hafi margt gert vel sl. átta ár er margt sem betur hefði mátt fara. Reykjavík þarf að vera aðlaðandi borg fyrir þá sem hér vilja hefja atvinnurekstur eða eru nú þegar í rekstri en öflugt at- vinnulíf er ein meginforsenda al- mennrar velsældar borgaranna. Reykjavíkurborg á að vera sam- keppnisfær við nágrannasveitar- félög þegar kemur að úthlutun byggingar- lóða hvort sem er fyrir fyrirtæki eða einstak- linga. Auka þarf framboð á leiguhúsnæði í borg- inni. Borgarsjóður þarf að setja verulegt fjár- magn í uppbyggingu leiguhúsnæðis, hugs- anlega í samstarfi við lífeyrissjóði eða aðra fjárfesta en mikil þörf er fyrir slíkt átak. Vöntun á hjólreiða- stígum í borginni er áberandi og nýr R-listi þarf að bæta þar úr. Miðbær Reykjavíkur hefur mikið breyst á undanförnum árum. Versl- un hefur flust úr miðbænum inn í Kringlu og að hluta til inn í Kópa- vog. Skemmti- og matsölustaðir hafa aukið vægi sitt verulega í mið- borginni en mörgum finnst þetta slæm þróun. Það bíður nýs meirihluta að rífa miðbæinn upp úr þessari lægð. Tillaga um nýhöfn í Reykjavík er í mínum huga áhugaverður kostur sem skoða verður vandlega. Stuðningur við íþróttafélög og uppbygging aðstöðu fyrir almenn- ingsíþróttir er góð fjárfesting og skilar sér m.a. sem fyrirbyggjandi aðgerð gegn vímugjöfum. Lagning göngustíga meðfram strönd borgarinnar er dæmi um vel- heppnaða aðgerð núverandi R-lista til að bæta útivistaraðstöðu borg- aranna. Talsverður árangur hefur náðst í leikskólamálum á undanförnum ár- um en enn er langt í land með að öllum börnum standi til boða fagleg dagvistun. Það er markmið sem vinna verð- ur skipulega að. R-listaflokkanir hafa mótað metn- aðarfullan samstarfssamning sem unnið verður eftir að afloknum kosningum þar sem tekið er á skóla- málum og mörgum öðrum mála- flokkum. Ekkert er þó mikilvægara en að hinn almenni borgari taki þátt í störfum R-listans og beri hann fram til sigurs í vor. Byggjum betri borg Jóhannes T. Sigursveinsson Reykjavík Vöntun á hjólreiða- stígum í borginni er áberandi, segir Jóhann- es T. Sigursveinsson, og nýr R-listi þarf að bæta þar úr. Höfundur er félagi í Reykjavíkur- félagi Vinstri grænna og býður sig fram til setu á R-listanum. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.