Morgunblaðið - 21.02.2002, Page 36
MINNINGAR
36 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Óskar Steindórs-son fæddist í
Vestmannaeyjum 28.
maí 1920. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 14. feb.
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Steindór Sæmunds-
son, f. í Auðsholtshjá-
leigu í Ölfusi 26. jan.
1881, d. 9. ágúst 1948,
og Guðbjörg Jóns-
dóttir, f. í Nabba í
Sandvíkurhreppi 13.
okt. 1883, d. 13. sept
1980. Systkini Óskars
voru Sófónías Sæmundur, f. 21.
okt. 1905, d. 6. des. 1907, og Guð-
finna Jóna, f. 27. feb. 1909, d. 14.
maí 1998. Maki hennar var Gísli
Wium, f. 22. maí 1901, d. 27. júní
1972.
Óskar kvæntist 24. des. 1944 eft-
irlifandi konu sinni, Margréti Ólaf-
íu Eiríksdóttur, f. 24. feb. 1921.
Foreldrar hennar voru Eiríkur
Ögmundsson frá Svínhólum í Lóni,
f. 14. júní 1884, d. 4.
jan. 1963, og Júlía
Sigurðardóttir frá
Syðstu-Grund í V-
Eyjafjallahreppi, f. 7.
júlí 1886, d. 22. júlí
1979. Börn Óskars
og Margrétar eru:
Ólöf Erna, f. 2. apríl
1945; Dóra Björg, f.
6. maí 1947, maki
Helgi Ragnar Mar-
íasson, f. 8. nóv.
1939, d. 20 maí 2001;
og Hallgrímur Helgi,
f. 17. des 1949, eig-
inkona Pálína Hall-
dóra Magnúsdóttir, f. 27. jan. 1951.
Óskar lauk námi frá Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði og stundaði
verslunarstörf í Vestmannaeyjum,
en fluttist síðan með fjölskyldu
sína til Reykjavíkur árið 1948.
Hann starfaði sem sýningarmaður
við kvikmyndahús til ársins 1993.
Útför Óskars fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þú kvaddir þennan heim þegar sól
hneig til viðar og hélst til móts við
ljósið, sem þú trúðir að biði þín þeg-
ar þú legðir í síðustu ferðina. Und-
anfarna mánuði höfum við vitað að
hverju dró, þó ekki ættum við von á
því að kveðjustundin væri svo
skammt undan. Þú ræddir oft um að
þú værir sáttur við lífshlaupið, taldir
þig gæfumann og varst þakklátur
fyrir gott líf og heilsu sem þér hefði
verið gefin. Stundum fannst mér
jafnvel örla á forvitni um það sem
framundan væri. Það óþekkta heill-
aði þig og vísindaskáldskapur jafnt á
bókum og filmu var þér vel að skapi.
Þú tókst á við erfið veikindi með
reisn, sem þú hélst fram á síðasta
dag, og hefur það verið okkur hinum
lærdómsríkt að fylgjast með þér í
þeirri baráttu. Og svo sannarlega
var lífið með þér gott. Frá því ég
kom fyrst inn á heimili ykkar
Möggu, fyrir meira en 30 árum,
duldist mér ekki að fjölskyldan var
þar ávallt í fyrsta sæti, velferð henn-
ar og hamingja. Samhent skópuð þið
einstaklega fallegt og hlýlegt heim-
ili, þar sem öllum var tekið opnum
örmum og þið bæði boðin og búin að
leiðbeina okkur börnunum ykkar og
aðstoða á allan hátt.
Ég fæ seint fullþakkað elskusemi
ykkar í minn garð. Næst því að eiga
góða foreldra eru maki og tengda-
foreldrar það mikilvægasta í lífinu,
þar fékk ég svo sannarlega stóra
vinninginn.
Elsku Óskar hafðu þökk fyrir allt
og allt, minningin um þig mun lifa
með okkur alla tíð.
Pálína Magnúsdóttir.
Óskar Steindórsson er látinn,
hann var móðurbróðir okkar. Þau
voru tvö systkinin sem upp komust,
en bróðir þeirra, Sófónías Sæmund-
ur, lést 1907.
Mjög var kært með fjölskyldu
okkar og afa, Steindóri Sæmunds-
syni (af Bollagarðaætt og Auðsholts-
ætt), og ömmu, Guðbjörgu Jónsdótt-
ir, Vesturvegi 4 í Vestmannaeyjum.
Fjölskyldan var ekki stór og voru
dagleg samskipti milli okkar fjöl-
skyldu og afa og ömmu. Þegar við
vorum litlar var Óskar frændi mjög
spennandi persóna fyrir litlar stelp-
ur og eini frændinn sem við þekkt-
um, því annað skyldfólk átti heima
uppi á landi. Okkur fannst hann
vinna skemmtilega vinnu en hann
starfaði í bíó alla sína starfsævi sem
sýningarstjóri og árum saman skrif-
aði hann prógrömm. Oft fengu því
litlar stelpur og bróðir þeirra að fara
í bíó.
Ekki er hægt að tala um Óskar án
þess að minnast á hans elskulegu
konu, Margréti Eiríksdóttur frá
Dvergasteini, hún lifir mann sinn.
Þau hjón áttu mjög fallegt heimili
enda var Óskar listrænn og Margrét
er mikil handavinnukona og listræn í
öllu sem hún gerir.
Þau hafa ávallt reynst okkur
systrunum ákaflega vel og eftir að
þau hjón fluttu til Reykjavíkur gist-
um við alltaf hjá þeim þegar við vor-
um í bænum.
Við vorum í marga vetur við nám
hér í Reykjavík og þá var gott að
fara til þeirra í heimsókn og vera
boðin í mat, ávallt vorum við vel-
komnar. Móðir okkar naut líka gest-
risni þeirra er hún var veik einn vet-
ur og var þá hjá þeim.
Fyrir nokkrum mánuðum fóru
þau hjónin til Noregs til dóttur sinn-
ar og allt virtist í besta lagi. Óskar
frændi var svo unglegur í útliti og í
sér að þetta kom mjög á óvart að
hann færi svo fljótt. Við sjáum eftir
honum frænda okkar, vegna þess að
við höfðum alltaf gott og náið sam-
band við hann. Að lokum þökkum við
honum fyrir elskulegheitin við okkur
systurnar og fjölskyldur okkar. Sér-
staklega þökkum við honum hvað
hann lét sér annt um hana mömmu í
veikindum hennar síðustu mánuðina
sem hún lifði.
Við sendum samúðarkveðjur til
Möggu, Ólu, Dóru Bjargar, Halla og
Pálínu.
Hnígur sól
sofnar blóm
sorgin gistir minn rann.
Drýpur regn
titra tár
tregar hjarta mitt hann
sem var angan míns vors
sem var ylur míns lífs.
Hnígur sól
sofnar blóm
sorgin gistir minn rann.
(Sr. Sigurður H. Guðmundsson.)
Lísa og Dóra.
Óskar Steindórsson, fyrrverandi
sýningarstjóri, er látinn, tæplega 82
ára að aldri. Með Óskari er genginn
einstaklega góður drengur og dug-
mikill foringi, sem veitti félagi sýn-
ingarmanna við kvikmyndahús for-
ystu í tæplega tvo áratugi og helgaði
líf sitt íslenskri dægurmenningu og
alþjóðlegum töfraheimi hvíta tjalds-
ins.
Fyrir nokkrum árum hóf ég í hjá-
verkum að rita um innreið kvik-
myndanna hingað til lands, upphaf
sýninga hér á landi og uppbyggingu
kvikmyndahúsa. Öðrum þræði var
verkinu ætlað að vera félagatal eins
fámennasta verkalýðsfélags lands-
ins, Félags sýningarmanna við kvik-
myndahús, FSK, en einnig stutt
ágrip af sögu þess. Í því verki reynd-
ist Óskar Steindórsson svo sannar-
lega betri en enginn, enda hafsjór
fróðleiks um kvikmyndir og allt sem
þeim tengist, en ekki síður félagið og
sögu þess.
Óskar lauk prófi frá Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði en vann síðan
við verslunarstörf í Vestmannaeyj-
um um nokkurra ára skeið. Þar
kynntist hann fyrst starfsemi kvik-
myndahúsa og hóf störf sem sýning-
armaður við Vestmannaeyjabíó.
Hann fylgdist því með úr fjarlægð
þegar nokkrir sýningarmenn í kvik-
myndahúsum á höfuðborgarsvæðinu
komu saman á Hótel Borg í maí 1945
og stofnuðu með sér félag. Óskar
varð þó snemma félagi og átti í
bréfaskrifum við forystu hins nýja
félags frá Eyjum, en þegar hann
flutti ásamt fjölskyldu sinni til
Reykjavíkur árið 1948 og hóf störf
við Hafnarbíó, varð hann einn helsti
frumkvöðullinn í félagsstarfinu og
hélst svo næstu fjóra áratugina og
ríflega það.
Óskar gegndi formennsku í FSK
með hléum í tæplega tvo áratugi, var
fyrsti fulltrúi félagsins á þingum Al-
þýðusambandsins og varð svo
fulltrúi í miðstjórn Rafiðnaðarsam-
bandsins eftir inngöngu sýningar-
manna í það. Um langt árabil gaf
hann út í félagi við Ólaf Árnason,
sýningarstjóra í Gamla bíói, tímarit-
ið Sýningarmanninn, ómissandi fag-
rit sýningarmanna í kvikmyndahús-
um og áhugamanna um kvikmyndir,
sem naut mikilla vinsælda.
Óskar hóf störf í fyrsta fjölsala-
bíóinu á Íslandi, Regnboganum við
Hverfisgötu, um leið og það var tek-
ið í notkun, þýddi og frumsamdi
„bíóprógrömmin“ um langt árabil af
mikilli elju og myndarskap. Þannig
má segja að fjölþættir hæfileikar
hans hafi nýst á mörgum sviðum,
sem tengdust þó flest hinum
heillandi heimi kvikmyndanna – eft-
irlætisáhugamáli Óskars alla tíð.
Það var Óskari mikil gæfa að
njóta samvista við ástkæra eigin-
konu sína, Margréti Eiríksdóttur frá
Dvergasteini. Margrét studdi eigin-
mann sinn ávallt af myndugleik og
ást þeirra í garð hvors annars duld-
ist engum sem sótti þau heim. Ég
naut þess að sækja fróðleik og góð-
gerðir á Kleppsveginn þegar komið
var fram á ævikvöldið og vildi ekki
vera án þeirra stunda, nú þegar kall-
ið er komið.
Ég leyfi mér að bera heiðurs-
félaga og handhafa gullmerkis FSK
góða kveðju frá íslenskum sýning-
armönnum og sjálfur þakka ég sýn-
ingarmanninum Óskari Steindórs-
syni góð kynni og skemmtilegar
samverustundir. Fjölskyldu hans
votta ég mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Óskar Stein-
dórssonar.
Björn Ingi Hrafnsson.
Óskar Steindórsson var einn
helsti forystumaður sýningarmanna
í kvikmyndahúsum í áratugi. Hann
var mikill áhugamaður um starfs-
réttindi þeirra og bætta starfs-
menntun. Félag sýningarmanna í
kvikmyndahúsum er gamalt og gróið
stéttarfélag og stóð m.a. fyrir glæsi-
legustu dansleikjum Reykjavíkur
um miðja síðustu öld og var slegist
um miða á böllin, enda tengdust fé-
lagsmenn öllum glæsilegustu kvik-
myndastjörnum veraldar.
Félag sýningarmanna gekk í Raf-
iðnaðarsambandið árið 1987. Óskar
náði strax athygli forystumanna
Rafiðnaðarsambandsins og er kjör-
inn í miðstjórn sambandsins 1989 og
hann er þar til 1996. Þá var hann far-
inn að draga sig í hlé frá félagsstörf-
um. Hann var ávallt léttur og kátur,
en mjög fastur fyrir. Hafði félagsleg-
an þroska á mjög háu stigi og mjög
gott stöðumat. Óskar hafði þannig
útgeislun og framsetningu að hann
þurfti ekkert að beita sér til þess að
koma skoðunum sínum á framfæri
og fá fólk til þess að fallast á sjón-
armið sín. Þann tíma sem Óskar var
í miðstjórn aflaði hann sér mikillar
virðingar meðal miðstjórnarmanna,
og náði það langt út fyrir raðir sýn-
ingarmanna.
Óskar kom í miðstjórn RSÍ á þeim
árum sem ég er að koma til starfa í
félagslegum geira rafiðnaðarmanna,
hafði áður eingöngu sinnt starfs-
menntunarmálum. Það tókust strax
mjög góð kynni með okkur Óskari og
leitaði ég oft til hans til þess að hlýða
á álit hans á þeim málum sem til um-
ræðu voru hverju sinni. Hann var
traustur og góður vinur. Ég sendi
fjölskyldu Óskars fyrir hönd okkar
rafiðnaðarmanna innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Gunnarsson,
form. Rafiðnaðar-
sambands Íslands.
ÓSKAR
STEINDÓRSSON
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn organista. Fræðslukvöld kl.
20:00 í safnaðarheimilinu. Fjallað um bók
Esekíels spámanns og upphaf gyðing-
dóms.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–
12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðarheimilinu
kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði.
Ýmsar uppákomur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12:00.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl.
10:00. Stúlknakór kl. 16:30 fyrir stúlkur
fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna
Björnsdóttir. Íhugun kl. 19:00. Taizé-
messa kl. 20:00.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6:45–
7:05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12:00.
Orgeltónlist í kirkjunni kl. 12–12:10. Að
stundinni lokinni er léttur málsverður í
safnaðarheimili. Alfanámskeið kl. 19–22.
Kennarar Ragnar Snær Karlsson, Nína
Dóra Pétursdóttir og sr. Bjarni Karlsson.
Fjölþjóðakvöld Adrenalínhóps kl. 20:00
gegn rasisma haldið á Ömmukaffi. 9. og
10. bekkingar úr Laugalækjarskóla koma
saman ásamt nemendum úr nýbúadeild
Austurbæjarskóla. Um er að ræða sam-
starfsverkefni Laugarneskirkju, Þrótt-
heima, nýbúadeildar Austurbæjarskóla og
miðborgarstarfs KFUM og K.
Neskirkja. Nedó kl. 17:00. Unglingaklúbb-
ur fyrir Dómkirkju og Neskirkju fyrir 8.
bekk. Nedó kl. 20:00 fyrir 9. bekk og eldri.
Umsjón Sveinn og Þorvaldur.
Árbæjarkirkja. Barnakóraæfing kl. 17–
18.
Breiðholtskirkja. Biblíulestar kl. 20–22.
Námskeið á vegum Reykjavíkurprófasts-
dæmis og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar.
Á námskeiðinu verður leitast við að draga
fram nokkra áhersluþætti í siðfræðiboðs-
kap Jesú sem þessar hugmyndir höfða
bæði réttilega til og annað sem er rang-
túlkað. Farið verður í valda texta úr Nt og
m.a. tekin fyrir stef úr fjallræðunni og
dæmisögum Jesú. Fyrirlesari er dr. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Á eftir
fyrirlestrinum er boðið upp á umræður yfir
kaffibolla. Mömmumorgunn föstudag kl.
10–12.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10.
Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarða.
Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfa-
námskeið kl. 19.00. Kvöldverður,
fræðsla, umræðuhópar. Fræðsluefni:
Hvað með handleiðslu Guðs? Kennari sr.
Magnús B. Björnsson.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund og Bibl-
íulestur í Gerðubergi kl. 10.30–12:00 í
umsjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára
stúlkur kl. 17.00.
Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl.
10:00–12:00. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar.
Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir
börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9
ára börn, kl. 17:30–18:30. Æskulýðs-
félag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk, kl.
20:00–22:00.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30.
Alfa-námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum
í dag, kl. 14:30–16:30, í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl.
17:00. Fyrirbænaefnum má koma til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á
aldrinum 9–12 ára kl. 16:30.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og
bæn. Bænarefnum má koma til presta
kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Biblíulestrarnir
sem verið hafa kl. 20 falla niður en bent er
á Alfanámskeiðið á miðvikudögum. Prest-
arnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–
12 ára kl. 17–18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12
ára börn (TTT) í dag kl 17:00. Foreldrast-
und kl. 13–15. Kjörið tækifæri fyrir heima-
vinnandi foreldra með ung börn að koma
saman og eiga skemmtilega samveru í
safnaðarheimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja. Kl. 10 foreldramorgunn. Æf-
ingar falla niður hjá Litlum lærisveinum í
öllum hópum í dag.
Keflavíkurkirkja. Fimmtudagur 21. feb.
Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi, kl.
14:30–15:10 8. MK í Heiðarskóla, kl.
15:15–15:55 8. SV í Heiðarskóla. Al-
mennir tónleikar Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar kl. 20. Allir velkomnir.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og
börn kl. 10–12. Heitt á könnunni og Svali
fyrir börnin. Ath. æfing barnakórsins er kl.
17.30.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Þorkell
Dómkirkjan í Reykjavík.
FRÆÐSLUKVÖLD um unglinginn
í sorg verður í Safnaðarheimili Há-
teigskirkju í kvöld kl. 20–22.
Kynnt verður námskeið fyrir
unglinga sem misst hafa ástvin.
Umsjón hafa Baldur Gylfason sál-
fræðingur og Helga Jorgensdóttir
og Linda Kristmundsdóttir
geðhjúkrunarfræðingar. Allir vel-
komnir. Aðgangseyrir kr. 500.
Ný dögun, samtök um sorg og
sorgarviðbrögð, netfang: nydog-
un@sorg.is Veffang: www.sorg.is
Er Guð í bíó?
HVAÐ eiga Neo/Anderson í Matrix
og Jesús Kristur sameiginlegt? Er
eitthvað líkt með Pleasantville og
sögunni af Adam og Evu í Paradís?
Næstu þrjú fimmtudagskvöld frá
kl. 20:00–22:00 verða í Strandbergi,
safnaðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju, umræður um trúarstef í
kvikmyndum.
Áhugahópur um trúarstef í kvik-
myndum, sem kallar sig Deus ex
cinema, mun hafa umsjón með um-
ræðunum og sýna dæmi úr þekkt-
um kvikmyndum, en hópurinn held-
ur úti heimasíðunni www.dec.hi.is.
Hópurinn hefur m.a. komist að því
að trúarstef eru í nær öllum kvik-
myndum. Fyrst verða sýnd dæmi úr
myndinni Matrix en þar er að finna
fjölmargar hliðstæður við ævi Jesú
Krists. Umræðukvöldin eru öllum
opin en þau eru einkum miðuð við
ungt fólk á framhaldsskólaaldri.
Kvöldmessa
í Langholtskirkju
ÞORVALDUR Halldórsson syngur
og leiðir almennan söng í kvöld-
messu í Langholtskirkju í kvöld,
fimmtudagskvöldið 21. febrúar, kl.
20.00.
Tónlistin verður í léttum dúr,
bæði lofgjörðarsöngvar og bæna-
söngvar. Sóknarprestur og djákni
annast altarisþjónustu og flytja
hugvekju. Góður tími verður fyrir
bænagjörð, og getur fólk þegið
sjálft fyrirbæn eða komið bæn-
arefnum sínum á framfæri með
öðrum hætti, s.s. að skrifa þau á
blað og setja í sérstaka bænakörfu.
Að lokinni stundinni verður boðið
upp á kaffisopa í safnaðarheim-
ilinu. Allir eru velkomnir.
Unglingurinn
í sorg