Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hannes Ó. John-son fæddist á
Blönduósi 12. sept-
ember 1923. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans
þriðjudaginn 12.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar Hannesar
voru Ólafur Þ. John-
son, stórkaupmaður í
Reykjavík, f. 29.5.
1881, d. 9.11. 1958,
og Guðrún Árnadótt-
ir frá Geitaskarði í
Húnavatnssýslu, f.
27.5. 1902, d. 11.9.
1973. Systkini Hannesar eru: Agn-
ar læknir, f. 1908, d. 1990, Frið-
þjófur forstjóri, f. 1909, d. 1955,
Pétur hagfræðingur, f. 1912, d.
1996, Örn, f. 1914, d. sama ár, Örn
forstjóri, f. 1915, d. 1984, Ólafur
forstjóri, f. 1931, d. 2001 og Helga
Hersey húsfreyja, f. 1930, sem lifir
bræður sína. Fyrri eiginkona Ólafs
var Helga Thorsteinsson, f. 22.1.
1884, d. 22.9. 1918. Hannes kvænt-
ist 24.6. 1949 Sigríði Guðbjörgu
nemi, f. 23.7. 1983, b) Kristinn, f.
2.10. 1986 og c) Sigrún, f. 7.6. 1989.
Hannes nam við Verzlunarskóla
Íslands frá 1938–1940 og Admiral
Billard Academy í Bandaríkjunum
1941–1942. Hann var búsettur í
Bandaríkjunum 1940–1945 og
vann á skrifstofu Ó. Johnson og
Kaaber hf. og Innflytjendasam-
bandsins í New York 1942–1945.
Eftir heimkomuna starfaði Hannes
hjá Páli Stefánssyni 1946, Flug-
félagi Íslands hf. 1947–1949 og
Trolle & Rothe hf. 1950–1954.
Hann var fulltrúi hjá Vátrygginga-
félaginu hf. 1954 til áramóta 1955
og síðan framkvæmdastjóri hjá
Tryggingu hf. til 1983. Hann ein-
beitti sér eftir það að störfum í
stjórnum fjölskyldufyrirtækjanna
og starfaði einnig sem ráðgjafi á
sviði tryggingamála. Hannes átti
sæti í stjórn Sambands bruna-
tryggjenda á Íslandi 1964–1975 og
var formaður síðustu fimm árin.
Þá sat hann í stjórn Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga 1972–
1975, stjórn Verslunarráðs Íslands
1974–1976 og í stjórn Ó. Johnson
og Kaaber og systurfyrirtækja
þess frá 1967 til 2001. Hannes
starfaði lengi í Lions-hreyfingunni.
Útför Hannesar fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Pálsdóttur, f. 3.1.
1929. Foreldrar henn-
ar voru þau Páll
Bjarni Sigfússon skip-
stjóri, f. 1900, d. 1970,
og Þórhildur Lilja
Ólafsdóttir húsfreyja,
f. 1905, d. 1977. Börn
Hannesar og Sigríðar
eru: 1) Hildur Elín
þjónustufulltrúi, f.
16.2. 1952, búsett í Sví-
þjóð, eiginmaður
hennar var Magnús
Guðbjartur Helgason
verktaki, f. 20.3. 1950,
þau skildu. Börn
þeirra eru: a) Sigríður Ýr sölu-
fulltrúi, f. 27.1. 1972, sambýlismað-
ur hennar er Phillip Strandmark
tryggingafulltrúi, f. 10.11. 1971, b)
Helgi Þór háskólanemi, f. 13.9.
1975, og c) Kristín Lára mennta-
skólanemi, f. 9.3. 1983. 2) Agnar,
rekstrarverkfræðingur M.Sc., f.
25.11. 1958, eiginkona hans er Sig-
rún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, M.Sc., f. 16.5. 1960. Börn
þeirra eru a) Hannes menntaskóla-
Trúmennska, lífsvilji og lán var
meðal þess sem einkenndi líf
Hannesar, tengdaföður míns.
Hann vann störf sín af alúð, hafði
ánægju af samskiptum við fólk og
naut oft gagnkvæmrar góðvildar.
Hann sagði okkur mörgum sinnum
frá því hvernig honum tókst með
hjálp Agnars bróður síns, sem þá
var læknastúdent, að læknast af
alvarlegri brjósthimnubólgu og fá
tækifæri til að ná aftur heilsu á
heimili foreldra þeirra undir
verndarvæng Agnars. Hannes bjó
þá í faðmi fjölskyldunnar að Esju-
bergi og átti þar góð ár með
bræðrum sínum og systur. Hann
sagði okkur líka frá því hvernig
góðvinur hans bjargaði honum
undan ísnum á Tjörninni og var
Hannes afar þakklátur þessum
bjargvættum sínum í æsku og mat
lífgjafirnar.
Seinna þegar Hannes var kom-
inn á fullorðinsár fékk hann aftur
tækifæri til að þakka hugulsemi og
einstaka hjálp. Hann minntist
heimilislæknisins síns sem brást
snarlega við einkennum um alvar-
legan veikleika í hjarta Hannesar
fyrir 14 árum sem leiddi til þess að
hann náði fullum bata. Síðastliðið
ár höfum við öll sem þekkjum
Hannes verið sammála um að enn
og aftur naut líf hans einstakrar
verndar. Það var fyrir réttu ári
þegar hann veiktist aftur og þrátt
fyrir tvísýnt útlit var lífinu bjargað
enn og aftur með ótrúlegu snar-
ræði og Hannesi tókst með góðra
manna hjálp að berjast til bata.
Þetta síðasta ár var gæfuár í lífi
Hannesar og Sirrýjar í skugga
sorgar í tengslum við andlát Ólafs
bróður hans. Hannes naut um-
hyggju Sirrýjar og með einstökum
lífsvilja, bjartsýni og glaðværð
naut hann vellíðunar og ánægju-
stunda, bæði á heimili þeirra á Sel-
tjarnarnesi og í sumarbústaðnum á
Þingvöllum sem hann mat svo mik-
ils. Hann var afar þakklátur fyrir
allar samverustundir með fjöl-
skyldunni og hafði mátt til að gefa
af sér til ættingja og vina sem
börðust á sama tíma við sjúkdóma
og áföll. Allt fram á síðasta dag
var bjart fyrir hugskotssjónum
Hannesar og hann var reiðubúinn
sem aldrei fyrr að rétta öðrum þá
hjálp sem honum var auðið. Þannig
var það daginn fyrir skyndilegt
fráfall Hannesar að hann safnaði í
sig krafti til að heimsækja æskuvin
sinn á sjúkrahús til að stytta hon-
um stundir og syngja fyrir hann
nokkur lög sem þeir voru vanir að
syngja saman í gamla daga.
Hannes kvaddi okkur umvafinn
friði og ró og hafði falið fólkinu
sínu þau verkefni sem hann vildi
að yrðu unnin áfram í nafni hans.
Við minnumst Hannesar þegar
hann glaðvær slær á létta strengi,
býður okkur góða nótt og segir að
núna líði honum mikið betur.
Við þökkum Guði fyrir að vernda
líf Hannesar og taka á móti honum
í ríki sínu. Megi vernd Guðs áfram
fylgja fjölskyldu hans.
Sigrún Gunnarsdóttir.
Til afa.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvíl-
ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má
næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta
vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti
þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar
minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Þín
Sigrún Agnarsdóttir.
Við andlát föðurbróður míns
koma í hugann ýmsar gamlar og
góðar minningar. Samband okkar
var býsna náið og stafaði í upphafi
af sjónvarpsleysi landsmanna og
að þá gáfust frekari tilefni til að
heimsækja ættingja sína en virðist
vera siður nú á tímum. Ég man
fyrst eftir Hannesi og Sirrý er þau
bjuggu á Miklubraut, fáeinum hús-
um frá mér. Hildur var þá fædd og
var ég þá tilvalinn til þess að gæta
litlu frænku minnar ef hjónin
þurftu að skreppa af bæ. Þar var
upplagt að lesa aðrar bækur en
voru til á mínu heimili, t.d. áttu
þau Öldina okkar sem mér frétta-
þyrstum þótti mikill fengur að
lesa, auk þess bókina Þriðja augað,
sem opnaði manni fyrstu sýn til
Tíbet.
Árið 1954 fluttu afi og Nunna,
móðir hans, heim frá Bandaríkj-
unum. Þau höfðu keypt sér hús-
næði á Grenimel og var Hannes
fenginn til þess að stjórna breyt-
ingum á íbúðinni eftir þeirra höfði.
Þótti hann standa sig svo vel að
þegar foreldrar mínir skiptu um
húsnæði árið 1964 var enginn bet-
ur til þess fallinn en hann að
stjórna framkvæmdum þar.
Eitt aðaleinkenni Hannesar var
frændrækni hans. Kunni hann deili
á nær öllum ættingjum sínum og
var stöðugt að segja manni frá
fyrri tímum eins og þegar þeir
bræður voru að alast upp. Eldri
bræður hans voru móðurlausir eft-
ir spönsku veikina og var faðir
minn þeirra yngstur. Voru átta ár
á milli þeirra, en elstir voru Agnar
og Friðþjófur, sem voru þegar
Hannes fór að muna eftir sér mikl-
ir höfðingjar í borginni, ef ekki
líka á Borginni. Gekk örugglega á
ýmsu á heimilinu þótt Nunna hafi
stutt föður piltanna dyggilega í
uppeldinu.
Annað einkenni Hannesar, sem
að minnsta kosti sneri að mér, var
traust hans og hjálpsemi. Birtist
það í því að ekki var mikið mál að
fá bílinn hans lánaðan, sem þó var
ekki af verri endanum, til þess að
rúnta um miðborgina á kvöldin.
Hannes og Sirrý voru meðal
fyrstu aðfluttu íbúa hér á Seltjarn-
arnesi. Bjuggu þau sér þar fagurt
heimili sem Sirrý á ekki minnstan
þátt í, enda listræn kona. Þar var
alltaf gaman að koma og margt
rætt, allt frá ættfræði til hesta-
mennsku, enda voru hestar þeirra
áhugamál um tíma og átti Sirrý
verðlaunahest.
Við andlát Hannesar eru nú allir
synir Ólafs afa míns farnir og að-
eins dóttirin Helga á lífi. Hannesi
var það örugglega þungt áfall þeg-
ar Ólafur yngri bróðir hans lést,
langt fyrir aldur fram, síðastliðið
sumar. Vinátta þeirra var svo mikil
og einlæg, enda báðir fjörkálfar og
hrókar alls fagnaðar.
Með Hannesi er genginn góður
drengur og vinmargur. Hans verð-
ur minnst með þakklæti af þeim
fjölmörgu sem hann átti kost að
greiða götu, sem var örugglega
oftar en okkur flest grunar. Ég
sendi Sirrý, Hildi og Agnari og
þeirra börnum innilegustu samúð-
arkveðjur.
Örn Johnson.
Að morgni nýársdags 1961 vökn-
uðu foreldrar okkar við mikinn
reykjarmökk sem lagði um allt
húsið. Skelfingu lostin æddu þau
um húsið að leita að okkur tveimur
elstu sonum sínum, 4 og 5 ára
gömlum. Fundumst við loks í stof-
unni, þar sem við höfðum lagt eld
að miklum dagblaðabing sem við
höfðum safnað saman á miðju
stofugólfinu. Þegar pabbi hafði
ráðið niðurlögum eldsins, spurði
hann okkur forviða hví í ósköp-
unum við hefðum gert þetta. Og
ekki stóð á svarinu: „Við vildum
hafa eld í stofunni. Eins og Hann-
es frændi!“
Hannes og Sirrý höfðu þá búið
sér fallegt heimili vestur á Sel-
tjarnarnesi og var stofustássið ein
herjans mikil kamína sem kynt var
uppí þegar mikið stóð til. Og
kvöldið áður höfðu þau haldið upp
á áramótin með miklum bravúr og
blysagangi og þá að sjálfsögðu fýr-
að upp í kamínunni. Æ síðar var
það fastur passi að steðjað var
vestur á Skólabraut 61 þegar hall-
aði í áramótin og þá sem alltaf tek-
ið á móti manni með mikilli rausn
og myndarskap.
Þeir bræður Hannes og pabbi
voru miklir og góðir vinir; svo
kært var með þeim að leitun mun
að jafn fölskvalausri vináttu. Aldr-
ei var blásið til mannfagnaðar á
hvorugu heimilanna án þess að
þeir bræður byðu ekki hvor öðrum
fyrstum manna. Iðulega fóru þeir
saman með fjölskyldurnar í frí,
jafnt utan lands sem innan, þeir
unnu saman að stjórn fjölskyldu-
fyrirtækisins og leystu í samein-
ingu þau vandamál sem komu upp
í lífi og starfi hvors um sig.
Hannes ólst upp í stórum systk-
inahópi vel sigldra eldri bræðra og
prakkaralegra yngri systkina, sem
hann reyndist góður bróðir. Heim-
ili fjölskyldunnar að Esjubergi við
Þingholtsstræti hefur verið eins og
hálfgerð höll á þeim tíma, glæsi-
bygging með mörgum leyndarmál-
um og full af fjörugu fólki.
Skömmu áður en nýir eigendur tók
við húsinu af Borgarbókasafninu
fyrir tæpum tveimur árum, fórum
við systkinin ásamt fleirum, með
Hannesi í skoðunarferð um húsið
og báðum hann að segja okkur frá
daglegu lífi á uppvaxtarárum hans.
Þetta voru tímar sem okkur eru
mjög fjarlægir í dag. Þarna tók
hver stássstofan við af annarri,
eldhúsið í kjallaranum og lítil vöru-
lyfta milli hæða. Voldugir stigar og
risastór herbergi. Meira að segja
tehús í garðinum! Hannes rifjaði
upp fermingarveislu sína þegar um
hundrað manns sátu til borðs á að-
alhæðinni, fyrstu tilraun sína til að
reykja í laumi á bak við hús og var
gripinn glóðvolgur og erilinn í eld-
húsinu þegar verið var að útbúa
mat ofan í tugi manna. Frásögn
hans var skýr og skemmtileg og
einu skiptin sem hann varð alvar-
legur og alltað því hátíðlegur á
svip var þegar hann lýsti ein-
stökum kærleik og vináttu við
bræður sína og systur.
Hannes var ávallt hress og kát-
ur, fylgdist vel með lífinu í kring-
um sig og hafði mjög ákveðnar
skoðanir sem hann lá ekki á, held-
ur lét hvern mann heyra. Oft var
maður ósammála honum og það
þótti honum skemmtilegast. Logn-
molla og værð var honum ekki að
skapi. Hann vildi hafa líf og fjör í
kringum sig. Ættfræði og átthaga-
fræði lágu vel fyrir honum og
þannig gat hann sett menn og mál-
efni í samhengi þannig að allir
skildu. Húnvetnska eðlið var ríkt í
honum. Hann var prakkari og
óhlýðinn við alla, nema lækna.
Þeim hlýddi hann skilyrðislaust og
án málalenginga. Hann varð bind-
indismaður á vín og tóbak, fór að
ganga og synda sér til heilsubótar
og hamast í líkamsræktinni af því
að læknarnir sögðu honum það.
Ekki hefði hvarflað að honum að
gera það ella!
Um síðustu áramót var að sjálf-
sögðu partý á Nesinu. Þótt húsið
héti núna Valhúsabraut 37 og ýms-
ir fleiri hefðu bæst í hópinn en aðr-
ir horfið úr stað, þá var enn sami
rausnarskapurinn og ávallt. Ekki
uggði nokkurn þá að Hannes ætti
svo skammt ólifað, þótt hann hefði
komist í talsvert návígi við dauð-
ann sléttu ári áður. Hann lék á als
oddi og skálaði við gestina (lækn-
arnir höfðu gefið grænt ljós á
obbolítið sherrý) og naut kvöldsins
og áramótanna til hins ýtrasta. Við
þökkum fyrir þá stund og allar
hinar sem við áttum með þessum
einstaka manni.
Far þú í friði, elsku frændi.
Friðþjófur, Gunnlaugur,
Ólafur og Helga Guðrún.
Kynni okkar Hannesar Ó. John-
son hófust þegar hann í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar fluttist heim
frá Bandaríkjunum, eftir að hafa
dvalið þar megnið af styrjaldarár-
unum við nám og störf. Faðir hans,
Ólafur Johnson, var þá búsettur í
New York með fjölskyldu sinni og
rak þar skrifstofu fyrir fyrirtæki
sitt, Ó. Johnson & Kaaber hf., og
Innflytjendasambandið. Eftir að
hafa lokið námi starfaði Hannes á
skrifstofunni í New York, þar til
hann fluttist heim aftur árið 1945.
Um þessar mundir hafði ég unnið í
nokkur ár á skrifstofu O. Johnson
& Kaaber hf. í Reykjavík og þann-
ig lágu leiðir okkar saman og
kynni hófust, sem fljótlega urðu að
ævilangri vináttu, sem seint verður
fullþökkuð. Eftir heimkomuna
urðu ævistörf Hannesar einkum
tengd vátryggingastarfsemi, auk
starfa á fleiri sviðum viðskipta, og
var hann farsæll í þessum ævi-
verkefnum sínum enda kjörinn til
stjórnar- og forystustarfa í þessum
efnum.
Nú, við andlát Hannesar, þegar
leiðir skiljast um sinn, hrannast að
minningarnar um reynslu og sam-
skipti liðinna áratuga, samskipti
sem tengjast félagslífi, ferðalögum
og margskonar öðrum áhugamál-
um og atvikum í áranna rás. Það
er þó örugglega ekki ofmælt, að
það atvik í lífi Hannesar, þegar
hann sá fyrst og kynntist Sigríði
Guðbjörgu Pálsdóttur (Sirrý), var
sá atburðurinn, sem hann setti of-
ar öðrum og mat mest.
Var þá strax augljóst að vanga-
veltur voru óþarfar og niðurstaðan
þessi: Þetta er hún. Framtíðar-
förunauturinn er fundinn. Aðrar
koma ekki til greina. Okkur, sem
þekkjum þau bæði, þótti það svo
vera nokkuð augljóst, að þeim
reyndist raunar báðum harla auð-
velt að komast að sameiginlegri
niðurstöðu í þessu efni. En brúð-
kaup þeirra er atvik, sem ávallt
verður okkur er þátt tókum í því
ferskt í minni. Síðar þegar við
Hannes höfðum báðir stofnað
heimili, varð það okkur Elísabetu
ómetanleg reynsla að fá að njóta
HANNES Ó.
JOHNSON
!
"#A7"-B"#&&
,C
) 1
)!
/
-!
8
! ##
//
0*
D
,0'
) 0
2)) 0
D
0'
0 !
-!
4
. ,0
)!
! ,
% #/
,
;
)
-
@
!