Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Haukur, Helgafell, Dettifoss, Trinket og Helga fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss fór frá Straumsvík í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, myndmennt og bað. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu á sunnu- dögum kl. 11. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara í Garðabæ heldur aðal- fund sinn föstudaginn 22. febrúar í Kirkju- hvoli kl. 14:00. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Félag eldri borgara Kópavogi, sæludagar á Hótel Örk dagana 7. apríl til 12. apríl. Þátttökulistar eru í fé- lagsheimilunum Gjá- bakka og Gullsmára. Aðalfundur félagsins verður í Gullsmára 13 laugard. 9. mars. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerð kl. 10–11. Leikhúsferð í kvöld í Borgarleikhúsið að sjá „Boðorðin níu“. Rúta frá Hraunseli kl. 19:15. Félagsmiðstöðin verður lokuð vegna flutnings að Flatahrauni 3 til 22. feb. Vígsla nýrrar félagsmiðstövar í Flatahrauni 3 verður laugardagin 23. feb. kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Fimmtud.: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“, drama- tískan gamanleik. Sýn- ingar: Miðviku- og fös- tud. kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapantanir í s: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Ath. föstud. 22. feb. er uppselt. Sun- nud. 24. febrúar fellur sýningin niður vegna aðalfundar FEB. Aðal- fundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ sun- nud. 24. feb. kl. 13.30. Ársreikningar FEB liggja frammi á skrif- stofu félagsins. Árshátíð FEB verður haldin 1. mars í Versölum, Hall- veigarstíg 1. Húsið opn- að kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.30. Miða- pantanir á skrifstofu FEB, s: 588-2111. Nám- skeið í framsögn og upplestri er fyrirhugað í byrjun mars ef næg þátttaka fæst, leiðbein- andi Bjarni Ingvarsson. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurð- arnámskeið, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Laugardaginn 23. febr- úar verður dansleikur með Geirmundi Valtýs- syni kl. 17–19. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug Kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju. Frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. Veitingar í veit- ingabúð. Fimmtud. 28. feb. leikhúsferð í Borg- arleikhúsið, „Boðorðin níu“, skráning hafin. Félagsvist verður 28. feb. kl. 13.15 í samstarfi við Seljaskóla, allir vel- komnir, verðlaun. Upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerð. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Helgistund kl. 10:30 í umsjón séra Jakobs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60, Biblíulestur kl. 17. Allar konur vel- komnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð í Kiw- anishúsinu í Mosfellsbæ í kvöld kl. 20.30. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kvenfélag Kópavogs Afmælisfundur verður fimmtud. 21. febrúar kl. 20 í Hamraborg 10. Spilað bingó. Hana-nú Kópavogi Fundur í Hláturklúbbi Hana-nú í Gullsmára í kvöld kl. 20. Ágætt að vera með nokkrar gam- ansögur í farteskinu. Tæknilegar æfingar. Samtök lungnasjúk- linga halda fræðslufund í dag kl. 20 í Safn- aðarheimili Hallgríms- kirkju. Gestur fund- arins: Heimir Þór Andrason lyfjafræð- ingur. Hann fjallar um aukaverkanir astmal- yfja og annarra lungna- lyfja. Í dag er fimmtudagur 21. febrúar, 52. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka mun og sjálfur drykk hljóta. (Orðskv. 11, 25.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: : 1 reist, 4 ólæti, 7 rífur í tætlur, 8 snúið, 9 blasir við, 11 ruplað, 13 drepa, 14 fiskinn, 15 skinn, 17 höfuð, 20 hvíldi, 22 sveig- ur, 23 kút, 24 skrifar, 25 jarðeign. LÓÐRÉTT: : 1 stubbur, 2 hrognin, 3 óbyggt svæði í borg, 4 fall, 5 metta, 6 aflaga, 10 glæsileika, 12 guð, 13 hryggur, 15 bolur, 16 log- ið, 18 grenjar, 19 ganga, 20 hæðir, 21 vont. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 mótfallin, 8 frómt, 9 mærin, 10 tóm, 11 reisa, 13 afræð, 15 mýsla, 18 stórt, 21 lík, 22 grand, 23 aumur, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 1 ósómi, 3 fatta, 4 lumma, 5 iðrar, 6 afar, 7 anið, 12 sel, 14 fót, 15 magi, 16 skafl, 17 aldin, 18 skarf, 19 ólmur, 20 tæra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJA fannst athyglisvertað lesa um áform Reykjavíkur- borgar um að taka upp nýtt fyrir- komulag við sorphirðu. Nýja kerfið byggist á því að allar ruslatunnur í borginni verða merktar með tölvu- kubbi og strikamerki auk losunar- spjalds sem íbúar nota til að segja til um hvenær þeir vilja láta losa ruslið hjá sér. Markmiðið með kerfinu er að hvetja fólk til endurvinnslu, en til- raunir með kerfið í Breiðholti benda til að vænta megi þess að hægt sé að fækka losunum úr sorptunnum um 20%. Talsverð umræða skapaðist um þetta mál á vinnustað Víkverja og voru sumir með efasemdir um að það borgaði sig að standa í þessu. Vík- verji styður eindregið þessa tilraun. Áhugi á umhverfismálum hefur auk- ist mikið á Íslandi í seinni tíð, m.a. vegna umræðu um nýtingu vatnsafls á hálendinu. Ef marka má áhuga fólks á þessu umhverfismáli má vænta þess að fólk sé tilbúið að leggja eitthvað á sig til að bæta um- hverfið. Vonandi gerir fólk sér grein fyrir að ef árangur á að verða í um- hverfismálum verða allir að leggja sig fram. Fólk getur ekki afgreitt umhverfismál á þann hátt að það sé eitthvað sem ríkisvaldið eigi að sjá um og komi því að öðru leyti ekki við. Víkverji hefur í nokkur ár flokkað allt sorp á sínu heimili. Blöð og mjólkurfernur fara í blaðagám og flöskur og dósir í dósagám. Allar raf- hlöður eru flokkaðar frá. Og fyrir tveimur árum steig Víkverji það skref að kaupa sér tunnu undir líf- rænt sorp. Víkverja hefur gengið mjög vel að tileinka sér þessa flokk- un. Þetta er bara spurning um að venja sig á hlutina. Vinnan við flokk- un er sáralítil. Eina vinnan sem bæst hefur við er vinnan við að koma blöð- unum og dósunum út í gám. Svo sjálfsagt finnst Víkverja að flokka sorp að honum finnst bókstaf- lega asnalegt þegar hann sér fólk henda blöðum í ruslatunnuna. x x x Á höfuðborgarsíðu Morgunblaðs-ins var einnig fyrir skömmu fjallað um tölvukennslu í leikskólum, en einstakir leikskólar hafa verið að gera tilraunir á því sviði. Að mati Víkverja hlýtur það að gerast á næstu árum að kennsla leikskóla- barna verður aukin frá því sem nú er og þá ekki síst tölvukennsla. Víkverji á þriggja ára dóttur sem á síðustu mánuðum hefur sýnt heimilistölv- unni sífellt meiri áhuga. Víkverji hef- ur keypt fyrir hana þroskaleiki sem hún hefur á undraskömmum tíma náð mikilli leikni við að leysa. Nú síð- ast hefur hún tekið Netið í sína þjón- ustu. Á heimasíðu Disney-fyrirtæk- isins er að finna ýmsa skemmtilega leiki. Leikirnir byggjast m.a. á því að telja, mála og flokka hluti. Allt er þetta fallið til þess að auka færni barna við að nota tölvur. En um tölvur gildir það sama og um annað að allt er best í hófi. Mik- ilvægt er að gæta þess að börn verji ekki of miklum tíma í tölvunni. Í vik- unni heyrði Víkverji frétt um að dæmi væru um líkamleg veikindi hjá börnum sem rekja mætti til of mik- illar tölvunotkunar. Þótt mikilvægt sé að örva áhuga barna á tölvum er líka mikilvægt að þau haldi áfram að leika sér í hefðbundnum leikjum og eigi eðlileg samskipti við önnur börn. Þá má heldur ekki gleyma því að börn hreyfa sig almennt of lítið. Glataðar yfirhafnir ÉG hef tekið eftir því að fólk hefur verið að auglýsa í Velvakanda undanfarna daga eftir glötuðum yfir- höfnum sem hafa horfið á Pleyers. Ég var að velta því fyrir mér hvort það væru einhverjir sem stund- uðu það að stela yfirhöfn- um á staðnum. Við hjónin lentum í því í lok desember sl. að jökkum okkar beggja var stolið sama kvöldið. Ég veit að fleiri týndu flíkum sínum þetta kvöld. Mér finnst skrítið að veitingastaðir skuli fá leyfi til að reka staði með engri fatagæslu, maður borgar jú 900 kr. í inngangseyri. Steinunn. Dýrahald Fressköttur hvarf úr pössun SVARTUR og hvítur hálf- stálpaður fressköttur slapp úr pössun við Hringbraut. Hann er afar gæfur og góður, geltur en ómerktur. Hann á heima á Seltjarn- arnesi og hefur kannski reynt að komast heim en mun koma að tómu húsi því eigendur hans eru í útlönd- um. Þeir sem hafa rekist á Högna vinsamlegast hring- ið í síma 694-8686 allan daginn eða 552-1039 eftir klukkan 17.15. Tapað/fundið Gucci-úr tapaðist SILFURLITAÐ Gucci-úr tapaðist í miðbæ Reykja- víkur um síðustu helgi. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 899-5020. Fundarlaun. Barnahjól í óskilum BARNAHJÓL var dregið upp úr Elliðaám og greini- lega búið að vera þar nokk- urn tíma. Telji einhver að þarna sé sitt komið má hringja í síma 568-1955 á milli kl. 12 og 13 í dag eða á morgun. Gleraugu fundust í vesturbænum GLERAUGU fundust á gatnamótum Víðimels og Hofsvallagötu sunnudags- morguninn 17. febrúar sl. Upplýsingar í síma 692- 4550. Giftingarhringur tapaðist GIFTINGARHRINGUR tapaðist í Breiðholti (Þór- ufelli 18–20) eða í Grafar- vogi á svæðinu við Langa- rima 21 eða Rimaskóla. Hringurinn er merktur Guðlaug 17.06. og 01.05. Finnandi vinsamlegast hafið samband í síma 893- 2732. Bleikt veski tapaðist BLEIKT veski úr Oasis gleymdist í leið 6 hinn 19. febrúar sl. snemma um morguninn. Veskisins er sárt saknað þar sem það inniheldur mikilvægar per- sónulegar eigur. Vinsam- legast hafið samband við Ragnheiði í síma 867-9496. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Í AÐALFRÉTTATÍMA RÚV hinn 14. febrúar sl, var verið að segja frá ein- hverjum tveimur mönnum í Noregi sem fengu þunga dóma fyrir hrottalega glæpi og önnur athæfi sem voru tíunduð. Einnig voru sýndar myndir sem tilheyrðu þessu til að gera þetta að einhverju. Þetta vil ég ekki kalla frétt. Þetta er hlutur sem ís- lenskt þjóðfélag hefur ekkert með að gera og því í ósköpunum er þá verið að þröngva þvílíkum sög- um og viðbjóði upp á okk- ur? Hver þarf á slíkum fréttum að halda þegar komið er heim úr vinnu eða þegar sest er við mat- arborðið? En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona „fréttaskeyti“ er sýnt. Nei því er nú öðru nær, frétta- tímar fjölmiðlanna eru fullir af þvílíku drasli. Mér er það til efs að er- lendir fréttamenn birti svona fréttir héðan af Ís- landi, enda eiga þeir nóg með sitt heimaland. Hver skyldi vera ástæðan? Ég held að fréttamenn hér- lendis elti uppi erlendar fréttastofur eins og til að fá eitthvert uppfylling- arefni í fréttatímann og helst á það að vera nógu mikill viðbjóður og vekja nógu mikinn óhug. Það er svo sem lengi hægt að segja að maður geti þá bara slökkt á fréttunum ef maður vill þetta ekki en það er ekki svo einfalt. Fullt er af börnum og unglingum sem verða vitni að þessu því miður og til hvers? Mér og mörgum öðrum sem ég hef rætt þetta mál við finnst þetta mjög óheilla- vænleg þróun. En hver ætti þá að vera tilgangur fréttanna? Ætti hann ekki að vera að uppfræða á já- kvæðan hátt og koma já- kvæðri og skemmtilegri hugsun inn hjá landanum? Jú, að sjálfsögðu. Með von um bættann fréttatíma og íslenskar fréttir. Virðingarfyllst, Magnús Guðmundsson. Tilgangur frétta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.