Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 21.02.2002, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2002 47 DAGBÓK Einbýli óskast - staðgreiðsla Æskileg staðsetning: Stigahlíð - Hlíðar (t.d. Háahlíð) - Stóragerðis- svæðið - Norðurmýri - Þingholt. Traustur viðskiptavinur óskar eftir 280-400 fm einbýlishúsi á einhverjum af ofangreindum stöð- um. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsing- ar veita Óskar og Sverrir. SMÁRALIND - KRINGLUNNI - AKUREYRI KULDADAGAR Í TILBOÐIÐ STENDUR FRÁ FIMMTUDEGI TIL SUNNUDAGSINS 24. FEBRÚAR 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KULDASKÓM FRÁ OG • Veist þú hver er framtíðarsýn borgaryfirvalda í málefnum lengdrar viðveru/heilsdagsskólans? • Fær barnið þitt sömu kennslu eða sambærilega þegar kennari forfallast? Foreldraþing SAMFOK 23. febrúar l i Þessum spurningum, og fleiri, vonumst við til að fá svör við laugardaginn 23. febrúar frá kl. 09:30-12:30 í Hamraskóla í Grafarvogi. Nánari dagskrá á www.samfok.is . Allir foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík hjartanlega velkomnir! Árnað heilla LJÓÐABROT STÖKUR OG BROT Ísinn breiðist yfir lá undir heiði bláu, geymir neyð og frosti frá fiska seiðin smáu. Norður- loga -ljósin há loft um bogadregin, himins vogum iða á af vindflogum slegin … Sem gullreimuð blæja blá breidd sé eimi viður, ljósin streyma ofan á okkar heima niður. Sigurður Breiðfjörð 1. c4 Rf6 2. Rc3 c6 3. e4 e5 4. d4 d6 5. d5 g6 6. Be3 Rg4 7. Bc1 f5 8. f3 Rf6 9. exf5 gxf5 10. Bg5 Be7 11. Bxf6 Bxf6 12. Bd3 0–0 13. Dc2 Ra6 14. a3 Bd7 15. Rh3 Hc8 16. dxc6 bxc6 17. 0–0–0 Rc5 18. Kb1 Be7 19. Rf2 Hb8 20. g4 Rxd3 21. Dxd3 Db6 22. Hd2 Db3 23. gxf5 Bxf5 24. Rfe4 Dxa3 25. Hg1+ Kh8 26. Hdg2 Db3 27. Kc1 Hbc8 28. h4 d5 29. Rd6 Bxd3?? Staðan kom upp í Norður- landamóti ein- staklinga í skóla- skák sem lauk fyrir skömmu. Oystein Boyum Fossum (1.682), hvítt, bauð landa sínum, Inge Skrondal (1.435), upp á að verða drottningu eða riddara yfir. Drottningin varð fyrir val- inu sem var of stór biti að kyngja. 30. Hg8+! Hxg8 31. Rf7#. Í D-flokki fékk Atli Freyr Kristjánsson 2½ v. og lenti í 9. sæti en Ólafur Evert Úlfsson fékk ½ v. og lenti í 12. sæti. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞAÐ eru mörg „ef“ í spili dagsins. Fyrsti vafinn er hvort spila eigi geim eða slemmu. Síðan er álitamál hvort spila eigi grand eða hjarta. Og loks, þegar í úr- spilið er komið, þarf að ákveða hvor mótherjinn heldur á laufkónginum. Þetta þarf allt að skýra: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁKG2 ♥ D5 ♦ ÁDG98 ♣Á6 Vestur Austur ♠ 3 ♠ D98754 ♥ 732 ♥ K6 ♦ K7654 ♦ 3 ♣8742 ♣KG93 Suður ♠ 106 ♥ ÁG10984 ♦ 102 ♣D105 Spilið er frá tvímenningi Bridshátíðar. Yfirleitt vakti austur á veikum tveimur í spaða og sú sögn rúllaði til norðurs. Hann á tvo kosti, dobl eða stökk í þrjú grönd. Doblið heldur slemmu betur inni í mynd- inni, en tvíspilið í hjarta er óþægilegt. Margir dobluðu þó og enduðu í 4–6 hjört- um. Báðir rauðu kóngarnir liggja fyrir svíningu, en tígulkóngurinn er við fimmta spil og því fást að- eins þrír slagir á litinn. Sem dugir auðvitað í tólf og sá þrettándi er alls ekki langt undan. Þar kemur laufkóngurinn við sögu. Út kemur spaði, sem sagnhafi tekur í borði og svínar í trompinu. Hann aftrompar mótherjana og lætur svo tígultíuna svífa yfir. Aftur er tígli svínað og legan kemur í ljós. Nú er leiðin að þrettánda slagnum þessi: Laufásinn er tekinn og tígull tromp- aður. Síðan er hjörtunum spilað í botn: Norður ♠ KG ♥ – ♦ D ♣– Vestur Austur ♠ – ♠ D9 ♥ – ♥ – ♦ – ♦ – ♣874 ♣K Suður ♠ 10 ♥ 8 ♦ – ♣D Þegar síðasta trompinu er spilað í þessari stöðu þvingast austur í svörtu litunum. Ekki fengu þó allir sagnhafar þrettán slagi. Það er nefnilega hægt að spila vestur upp á laufkóng og reyna að þvinga hann í láglitunum. Þá þarf að meðhöndla spilið á annan hátt: geyma laufásinn í borði en taka á spaðakóng- inn áður en trompin eru kláruð. Brúðkaup. Gef- in voru saman í hjónaband 15. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni Saga Ómars- dóttir og Matt- hías H. Johann- essen. Heimili þeirra er í Kaupmanna- höfn. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert tilfinningavera, djúpt hugsandi einstaklingur. Aðr- ir virða þig fyrir heiðarleika. Það munu verða breytingar í lífi þínu í ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér finnast aðrir vilja ráðsk- ast um of með þín málefni. Nú er tími til að gera það sem þig hefur lengi langað til. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það getur verið gaman að láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar en mundu að viðmælandi þinn kann líka að hafa margt skemmtilegt fram að færa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það gengur ekki að láta allt reka svona á reiðanum. Þú verður að setjast niður, setja þér takmark og vinna síðan skipulega til að ná því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur meira sjálfstraust en áður. Reyndu að nýta þér það og trúðu á sannfæringu þína. Þú átt sjálfur þinn til- verurétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu þér ekki detta í hug, að þú kunnir skil á öllum hlutum. Það er engin minnkun að viðurkenna tak- mörk sín, heldur þvert á móti þroskamerki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver er tilbúinn að rétta þér hjálparhönd í dag. Hlustaðu á aðra og taktu við því sem að þér er rétt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er komið að því að þú leggir lausnir þínar á borðið og sjáðu til; þú munt eiga aðdáun félaga þinna vísa, ef þú ert hreinskilinn og gagn- orður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsaðu um heilsuna því hún er lykillinn að lífsham- ingju. Taktu andbyr með brosi á vör, því þinn er sig- urinn, þegar upp verður staðið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þegar verkefnaskráin er orðin svona hlaðin eins og hjá þér er nauðsynlegt að raða hlutunum upp í for- gangsröð. Aðeins þannig getur þú um frjálst höfuð strokið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Eyddu meiri tíma heima hjá þér til að hlaða upp orku. Það sem þú leggur á þig í dag á eftir að nýtast þér þegar fram líða stundir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að miðla af reynslu þinni til þeirra yngri. Gefðu þér tíma til þess að eiga með þeim stund utan vinnutíma. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta á eftir að vera góður dagur fyrir þig. Það er kom- inn tími til að þú dekrir svo- lítið við sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík ATVINNA mbl.is Með morgunkaffinu Tilkynni að hershöfðing- inn var send- ur á sjúkra- hús. Hann settist á hjálminn sinn. Já, en sérðu hvað ég fékk. Hann er átta pund!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.