Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra sagði á Alþingi í gær að mikil vinna hefði farið fram í iðnaðar- ráðuneytinu til að sinna fyrirtækinu Norðuráli á Grundartanga allt frá árinu 2000. Kom þetta fram í máli hennar í fyrirspurnartíma á Alþingi en Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna með því að beina m.a. þeirri fyrir- spurn til ráðherra hvort hún hefði gert upp á milli þeirra fyrirtækja sem vildu viðræður við ráðuneytið um stóriðjumál. „Við höfum verið að sinna fyrir- tækinu og þeim erindum sem hafa borist ráðuneytinu alveg frá því árið 2000,“ sagði iðnaðarráðherra. Lagði hún jafnframt áherslu á að eftir að Þjóðhagsstofnun hefði á sínum tíma verið fengin til að vinna að úttekt á efnahagslegum áhrifum þess að farið yrði út í stækkun Norðuráls og Nor- al-verkefnisins á Austfjörðum hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að byrjað yrði á stækkun Norðuráls. „Niðurstaðan var sú að það yrði byrjað á stækkun Norðuráls. Ég endurtek; að það yrði byrjað á stækkun Norðuráls. En Norðurál þarf orku og við höfum því í iðnaðar- áðuneytinu komið á viðræðum fyr- irtækisins við orkufyrirtæki um að afhenda orku. Niðurstaða þess starfs er sú að það sé einungis Landsvirkj- un sem ráði við það verkefnið miðað við tímaáætlanir fyrirtækisins. Það byggist á Búðarhálsvirkjun og virkj- un Norðlingaöldu.“ Síðan sagði ráð- herra: „Mikið starf hefur verið í gangi í ráðuneytinu sem tengist þessu ágæta fyrirtæki [Norðuráli] og ég veit ekki betur en að þeir sem að því standa séu mjög ánægðir.“ Lúðvík Bergvinsson gerði í fyrir- spurn sinni einnig að umtalsefni um- mæli Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í fréttum Stöðvar 2 á sunnu- dagskvöld. „… Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram hjá hæstvirtum for- sætisráðherra að um nokkuð langt skeið hefði legið fyrir erindi frá Norðuráli sem ekki hefði verið svar- að,“ sagði Lúðvík og spurði iðnaðar- ráðherra hvort það væri rétt. Í svari sínu lagði ráðherra áherslu á, eins og áður var getið um, að iðnaðarráðu- neytið hefði verið að sinna Norðuráli og þeim erindum sem ráðuneytinu hefðu borist allt frá árinu 2000. „Og það að taka upp viðræður við ráðu- neytið núna á þessu stigi, það eru einfaldlega framhaldsviðræður, því við erum búin að fjalla um þessi mál í tvö ár,“ sagði hún. Morgunblaðið/Sverrir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra Norðuráli sinnt vel í ráðuneytinu GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagði á Alþingi í gær að taka þyrfti „harkalega í hnakkadrambið“ á þeim útflytjendum lambakjöts sem ekki hefðu farið að reglum sem gilda m.a. um merkingar á kjöti. Eins og fram kom í Morgunblaðinu um helgina hefur lambakjöt sem flutt hefur verið frá Íslandi til þriggja landa Evrópusambandsins ekki verið nægilega vel merkt og því eytt áður en það hefur komist á markað er- lendis. Fimm íslenskir aðilar hafa leyfi til að flytja út til ESB og hjá fjórum þeirra hefur þessu verið ábótavant. Það var Karl V. Matthíasson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem tók málið upp í fyrirspurnartíma á þingi í gær. „Um helgina sem leið bárust okkur fréttir af því að yfirvöld í Dan- mörku, Hollandi og Englandi hefðu kvartað við Evrópusambandið vegna endurtekinna brota fjögurra ís- lenskra útflytjenda á lambakjöti á reglum um innflutning,“ sagði Karl og vildi fá viðbrögð ráðherra við þeim fréttum. Bætti hann því við að þetta væru skelfilegar fréttir. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sagðist í svari sínu geta tekið undir með Karli. „Ég lít auðvitað grafalvarlegum augum á það þegar íslensk fyrirtæki sem eiga að þekkja leikreglurnar bregðast í markaðs- setningu og fara ekki að þeim kröfum og skilyrðum sem þeim ber.“ Guðni sagði að það væri ekki nóg að hafa góða vöru í höndunum. Menn yrðu að hafa vilja til að markaðssetja hana og merkja hana og gera hana þannig úr garði að það stæðist þær ströngu reglur sem giltu um útflutning. „… Það er auðvitað mjög nauðsyn- legt nú að taka harkalega í hnakka- drambið á þessum aðilum sem svona hafa brugðist og gera þeim grein fyr- ir því að það er skömm að því að fara ekki að reglunum. Það verða þeir að gera.“ Í máli ráðherra kom jafnframt fram að starfsmenn embættis yfir- dýralæknis hefðu átt fund með við- komandi útflytjendum þar sem farið hefði verið yfir stöðu þessara mála. Landbúnaðarráðherra um útflytjendur lambakjöts Alvarlegt að ekki skuli farið að settum reglum FJÓRIR þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp til laga, um breytingu á lögum um hvalveiðar, sem miðar að því að hvalveiðir hefjist sem fyrst að nýju. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, en meðflutningsmenn eru Magnús Stef- ánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Jó- hann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í greinargerð frumvarpsins er minnt á að þrjú ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti ályktun um að hefja hvalveiðar hið fyrsta. „Frumvarpið miðar að því að þeirri stefnu verði nú framfylgt í verki,“ segir í greinargerðinni. Í henni segir að upphaf hvalveiðibanns hér við land megi rekja til þingsályktunar Alþingis frá árinu 1983. „Hval- veiðibanninu var hrundið í framkvæmd af hálfu sjávarútvegsráðuneyt- isins með stöðvun á útgáfu leyfa til hvalveiða.“ Síðan segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að hefja hvalveiðar að óbreyttum lögum fáist til þess leyfi ráðherra. „Það má gagnrýna að ráðherra geti ... stöðvað fram- gang laga með því einfaldlega að neita útgáfu leyfa, jafnvel þótt vilji Al- þingis hafi verið kannaður.“ Þá segir: „Frumvarp þetta gengur annars vegar út á það að kveða á um með ákveðnari hætti en nú er gert að ráð- herra skuli gefa út leyfi að uppfylltum almennum og sérstökum skil- yrðum og hins vegar að þrengja heimildir ráðherra til að takmarka hvalveiðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir aðlögunartímabili en þegar það er liðið er ekki heimilt að takmarka veiðar umfram það sem Hafrann- sóknastofnunin telur óhætt að veiða hverju sinni.“ Í greinargerðinni segir að skv. upplýsingum frá sjávarútvegsráðu- neytinu hafi tæplega 60 milljónum króna verið varið til kynningarstarfa á málstað Íslendinga varðandi hvalveiðar á árunum 1999 til og með 2001. Auk þess er á fjárlögum þessa árs gert ráð fyrir því að verja 25 milljónum króna til kynningarverkefnisins. „Mikil kynning á málstað Íslendinga hefur því þegar átt sér stað og tímabært að hefja veiðar.“ Hvalveiðar hefjist sem fyrst að nýju MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðast að því að ríkið hætti að skoða og meta kvikmyndir fyrir frumsýningu þeirra hér á landi og að skyldan færist til þeirra sem framleiða, leigja, sýna eða dreifa á annan hátt kvikmyndum í atvinnuskyni. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir að rekstri Kvikmyndaskoðunar ríkisins verði hætt. Í frumvarpinu, sem ber heitið frumvarp til laga um eftirlit með að- gangi barna að kvikmyndum, er ofbeldiskvikmynd skilgreind á eft- irfarandi máta. „Ofbeldiskvikmynd...er kvikmynd þar sem sérstak- lega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum. Þegar sýning ofbeldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis kvikmyndar eða vegna listræns gild- is hennar telst kvikmynd ekki ofbeldiskvikmynd í framangreindum skilningi.“ Í frumvarpinu er lagt til að bannað verði að sýna ungmennum undir sjálfræðisaldri ofbeldiskvikmyndir og jafnframt að bannað verði að selja og dreifa slíkum myndum til ungmenna sem ekki hafa náð fyrr- greindum aldri. „Ef kvikmynd telst vera ofbeldiskvikmynd er skylt að láta þess getið alls staðar þar sem við á, svo sem í auglýsingum, ann- arri kynningu á myndinni og merkingu...,“ segir í frumvarpinu. Þá er í því lagt til að heimilt verði að gera kvikmynd upptæka ef sýning, sala eða dreifing hennar fer í bága við ákvæði laganna. Kvikmyndaskoðun ríkisins verði lögð niður NÍU þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um hálendisþjóðgarð. Fyrsti flutningsmaður hennar er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Í tillögunni segir: „Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að leggja undir þjóðgarð víðernin norðan og norðaustan Vatnajökuls. Innan þjóð- garðs verði m.a. eftirtaldir staðir og land: Tungnafellsjökull, Nýidal- ur, Gæsavötn, Askja, Herðubreið, Kverkfjöll, Krepputunga, Hvanna- lindir, Fagridalur, Grágæsadalur, Snæfell og Vesturöræfi, Eyjabakkar og Lónsöræfi. Nyrðri mörk þjóðgarðsins verði svo norð- arlega að allt vatnasvið Kreppu sé innan þjóðgarðsmarka.“ Þá segir í tillögunni að markmið þjóðgarðsins verði að vernda ein- stakar náttúruminjar, stuðla að útivist og ferðamennsku, og ýta undir jákvæða byggðastefnu með því að skapa störf og efla hefðbundna framleiðslu. Í greinargerð tillögunnar segir að verði ráðist í virkjun við Kára- hnjúka séu enn fjölmörg dýrmæt svæði norðan og norðaustan Vatna- jökuls sem brýnt sé að vernda fyrir komandi kynslóðir. „Í þjóðgarði felst æðsta stig verndunar samkvæmt íslenskum lögum. Samfylkingin telur farsælast að þessi svæði verði því lögð undir þjóðgarð. Það er besta tryggingin fyrir að ekki verði frekar á þau gengið.“ Vilja hálendisþjóðgarð LAGT hefur verið fram á Alþingi, frumvarp til laga um Tæknihá- skóla Íslands en með frumvarpinu er verið að samræma lög um Tækniskóla Íslands lögum um háskóla, nr. 136/1997, en þau lög kveða á um að sérlög um einstakar háskólastofnanir verði endur- skoðuð og efni þeirra aðlagað þeim lögum. Það er menntamálaráð- herra, Tómas Ingi Olrich, sem mun mæla fyrir frumvarpinu. Í athugasemdum þess segir að mestur hluti náms við Tækniskóla Íslands hafi verið á háskólastigi og að skólinn hafi útskrifað nem- endur með viðurkenndar háskólagráður. Jafnframt hafi skólinn átt aðild að samstarfsnefnd háskólastigsins ásamt öðrum háskólum. „Með frumvarpinu er því verið að staðfesta stöðu skólans sem há- skóla í skólakerfinu jafnframt því sem skipulag skólans er aðlagað háskólalögum,“ segir í athugasemdunum. Tækniskólinn verði Tækniháskóli Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.