Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 47 KÓR Háteigskirkju og kammer- sveit undir stjórn Douglas Brotchie organista flytja sálumessu eftir enska tónskáldið John Rutter í Há- teigskirkju annaðkvöld, miðviku- dagskvöld. Athöfnin hefst kl. 20.30 en fyrir tónlistarflutninginn flytur sr. Jürg- en Jamin, dómkirkjuprestur í Landakotskirkju, erindi um sálu- messu. Fjallar hann um hvað sálu- messa er, hugsunina að baki henni og hvernig hún er iðkuð í kaþólsku kirkjunni. Sálumessa í Háteigskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Kór Háteigskirkju á æfingu í kirkjunni undir stjórn Douglas Brotchie. Fremst á myndinni er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur. UM helgina voru 42 ökumenn grunaðir um of hraðan akstur en sjö um ölvun við akstur. Harður árekstur varð á Kjalar- nesi síðdegis á föstudag. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á slysa- deild með sjúkrabifreið. Síðdegis á laugardag varð sex bíla árekstur á Sæbraut en bílarnir lentu hver aft- an á öðrum. Orsökin var sú að bif- reið hafði verið skilin eftir þarna á vinstri akrein, bensínlaus, og hafði ökumaður hennar farið til að ná í bensín. Tveir ökumenn og einn far- þegi voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum vegna eymsla í hálsi og baki. Meiðslin voru talin minniháttar. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um að bifreið hafi ver- ið ekið á staur í Skógarseli. Bifreið- in var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Ökumaður bifreið- arinnar fann til eymsla í brjósti eft- ir áreksturinn. Ökumaður var stöðvaður á sunnudagskvöld þar sem hann ók vestur Ártúnsbrekku á akrein sem ætluð er fyrir umferð í austur. Olli hann mikilli hættu í Ártúnsbrekk- unni. Er ökumaður var stöðvaður kvaðst hann hafa ekið þarna í um 40 ár en konurnar (aftursætisbíl- stjórarnir!) í bifreiðinni hafi viljað fara þessa leið. Hann kvaðst ekki hafa áttað sig á aðstæðum fyrr en hann var kominn inn á Ártúns- brekkuna. Ökumanni var vísað á hinar réttu þrjár akreinar sem ætl- aðar eru umferð í vestur. Á föstudag var tilkynnt um pilta að stela gaskútum í garði við Brá- vallagötu. Þeir reyndu að selja kút- ana á bensínstöð en voru nokkru síðar handteknir og vísuðu á kút- ana. Skaust inn um afturrúðu Síðdegis á föstudag var tilkynnt um að maður hafi fengið kaðal í höfuðið við drátt á bifreið. Verið var að draga gamla, númerslausa bifreið áleiðis af bifreiðastæði. Númerslausa bifreiðin var föst í bremsu og var reynt að rykkja henni lausri. Þá vildi ekki betur til en svo að festing sú sem dráttar- tógið var fest í á númerslausu bif- reiðinni slitnaði. Sá endi kaðalsins sem var festur í númerslausu bif- reiðina ásamt járnstykki úr henni, skaust af miklum krafti inn um aft- urrúðu dráttarbílsins og beint í hnakka bílstjórans. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Hann reyndist m.a. höfuð- kúpubrotinn. Sérstakt eftirlit var með útivistartíma barna í sam- starfi við Félagsþjónustuna og ÍTR. Farið var um miðborgina og hverfi í austurborginni. Fátt var af börnum á ferðinni en nokkur ölvuð ungmenni voru flutt til síns heima eða foreldrar látnir sækja þau. Frekar fátt var í miðborginni þetta föstudagskvöld og aðfaranótt laug- ardagsins en flestir voru á aldrin- um 20–30 ára. Ástand var almennt gott, lítil ölvun og unglingar ekki áberandi. Veður var frekar napurt til útiveru, kaldi, rigning og hiti um 6 gráður. Í athvarfið voru færðir 3 unglingar sem höfðu haft áfengi um hönd. Vitað er um eina rúðu sem var brotin, tveir voru hand- teknir vegna ölvunar, lögregla flutti einn á slysadeild og sjúkra- bifreið einn. Engar biðraðir voru við veitingastaði enda fátt fólk þar inni. Vitað er um eina líkamsárás sem átti sér stað utandyra við veit- ingastað, árásarmaðurinn er ófundinn. Tilkynnt var um pilta sem voru að lýsa inn í bifreiðar við Borgar- tún. Þeir voru handteknir en þeir reyndust hafa í fórum sínum geislaspilara úr bifreið. Stungu af frá matarreikningi Mjög rólegt var í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Ein minni- háttar líkamsárás varð við veit- ingahús en þolanda var ekið á slysadeild með gat á höfði. Slags- mál við annað veitingahús voru leyst upp og maður handtekinn fyrir að brjóta rúður við þriðja veitingahúsið. Síðdegis á sunnudag var til- kynnt um innbrot í fyrirtæki í Skeifunni. Farið hafði verið inn um glugga á annarri hæð og stolið ýmsum tölvubúnaði. Peningaveski var stolið í Kolaportinu. Í veskinu var reiðufé, greiðslukort og öku- skírteini. Veskinu var stolið frá konu sem þar er með sölubás. Þá var tilkynnt um að 4 piltar hafi keypt mat fyrir um 8.000 krónur á veitingastað í miðborginni og stungið af frá reikningnum. Lík- lega er ljóst um hvaða pilta var að ræða. Á mánudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Vatna- garða. Farið var inn um glugga á 2. hæð. Stolið var ýmsum tölvubún- aði. Úr dagbók lögreglunnar – 22.–25. mars Aftursætisbílstjórar valda vandræðum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að því þegar bifreið var ekið á járngrindverk á miðeyju við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Atvikið átti sér stað 22. mars, kl. 13.43. Grindverkið skemmdist mik- ið og kubbaðist í sundur á kafla. Ökumaður ók hins vegar á brott eftir óhappið. Hann ók fólksbif- reið, brúnleitri eða gráleitri, mögulega af tegundinni Volkswag- en. Óskað er eftir að ökumaður bifreiðarinnar svo og vitni að óhappinu hafi samband við lög- regluna í Reykjavík. Lögreglan lýsir eftir ökumanni og vitnum FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðis- manna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var sam- þykktur á félagsfundi sjálfstæðis- félaganna á Stokkseyri, Eyrar- bakka og Selfossi á fimmtu- dagskvöld. Listann skipa: 1. Ingunn Guðmundsdóttir, 44 ára, formaður bæjarráðs, 2. Páll Leó Jónsson, 44 ára, skólastjóri, 3. Halldór Valur Pálsson, 21 árs, nemi í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, 4. Björn Ingi Gísla- son, 55 ára, hárskerameistari, 5. Ari Björn Thorarensen, 37 ára, fangavörður, 6. Magnús Gíslason, 32 ára, framkvæmdastjóri, 7. Guð- rún Jóhannsdóttir, 31 árs, kennari, 8. Sigríður Óskarsdóttir, 44 ára, skrifstofumaður, 9. Sigríður Rós Sigurðardóttir, 22 ára, nemi við Kennaraháskóla Íslands, 10. Sig- urður Þór Sigurðsson, 44 ára, framkvæmdastjóri, 11. Benedikt Benediktsson, 51 árs, verkstjóri, 12. Ragnhildur Jónsdóttir, 48 ára, afgreiðslustjóri, 13. Óskar Valberg Arilíusson, 37 ára, atvinnurekandi, 14. Sigríður Gunnarsdóttir, 36 ára, gæðastjóri, 15. Guðmundur B. Gylfason, 30 ára kennari, 16. Svan- borg Egilsdóttir, 56 ára, yfirljós- móðir, 17. Guðmundur Geir Ólafs- son, 90 ára, fyrrverandi kaup- maður, 18. Helgi Ívarsson, 72 ára, bóndi í Hólum. Listi sjálfstæðis- manna í Árborg Selfossi. Morgunblaðið. HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Sigurbjörg Björnsdóttir bóka- safnsfræðingur segir frá lesefni fyrir syrgjendur. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum, segir í fréttatilkynn- ingu. Heimahlynning með opið hús Á STJÓRNARFUNDI Ung- mennafélags Íslands fyrir helgi var ákveðið hvar 24. landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2004 verður haldið. Fimm sambönd sóttu um að halda landsmótið að þessu sinni, þ.e. UMSK í Kópa- vogi, UMSS á Sauðárkróki, HSÞ á Húsavík, Fjölnir í Reykjavík og ÍBR í Reykjavík. Eftir að stjórn hafði farið vandlega yfir umsókn- irnar komst hún að niðurstöðu um að fela UMSS á Sauðárkróki fram- kvæmd 24. landsmóts UMFÍ sum- arið 2004, segir í frétt frá stjórn UMFÍ. Landsmót UMFÍ 2004 á Sauðárkróki NÁMSKEIÐ verður á vegum End- urmenntunar er nefnist: Prag – Hjarta Evrópu – Saga, menning og tunga. Markmiðið er að blanda saman tékknesku og fræðslu um menningu og sögu Tékklands með sérstakri áherslu á höfuðborgina Prag. Fjallað verður um bygging- arsögu, byggingarstíla, myndlist, kvikmyndir, leiklist, nytjalist og tónlist. Þátttakendur fá almennt yf- irlit um uppruna, þróun, skyldleika og aðaleinkenni tékkneskrar tungu auk kennslu í grunnatriðum máls- ins með áherslu á orðaforða sem nýtist á ferðalögum. Kennsla fer fram á íslensku. Kennari: Alena F. Anderlova arkitekt. Verð er kr. 13.000. Kennsla fer fram mánudaga og fimmtudaga, 4. apríl–2. maí kl. 20.15–22.15 (8x). Skráning: http://www.endur- menntun.hi.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Námskeið um sögu og menn- ingu Tékklands BANDARÍSKI viðmótshönnuður- inn Kelly Goto og höfundur bókar- innar „Web – Redesign and Work- flow that works“ heldur námskeið hjá Endurmenntun HÍ dagana 15. og 16. apríl kl. 9-16. Kelly hefur fengið alþjóðlegar við- urkenningar fyrir vefsíðuhönnun. Hún mun fjalla um hvernig best er að skipuleggja viðmót og hönnun á vefsíðum. Kelly Goto hefur stjórnað hönnun og uppsetningu á fjölmörg- um vefsíðum m.a. fyrir National Geographic, Warner Bros, Adobe og Sony Pictures, segir í fréttatilkynn- ingu. Skráningarfrestur á námskeiðið er til 1. apríl. Kennt er á ensku. Frekari uppl. á vefslóðinni http:// www.endurmenntun.hi.is. Námskeið um vefsíðugerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.