Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 51 DAGBÓK ALSLEMMA í laufi lítur vel út í NS og fékk sá samningur hæstu einkunn í sagnæfingakeppni brids- tímarits. En hversu góð er alslemman þegar grannt er skoðað: Norður ♠ Á ♥ KD5 ♦ DG98732 ♣KD Suður ♠ KDG8 ♥ ÁG76 ♦ -- ♣ÁG965 Tían fimmta í laufi virðist vera helsta hættan, en í raun er það 4–2 legan sem ber fyrst og fremst að ótt- ast – eða hvernig á að spila með TÍGLI út? Segjum að vestur leggi af stað með tígulás. Suður trompar og tekur tromp- hjónin í borði. Báðir fylgja með smáspilum. Nú þarf að komast heim til að klára tromptökuna og best er að spila litlu hjarta á gosann, sem hefur þó þann ókost að stífla litinn. Ef sagnhafi þarf nú að taka tvisvar tromp í viðbót virðist hann þurfa að treysta á 3–3 legu í hjarta. Ekki þó alltaf ef vel er spilað: Norður ♠ Á ♥ KD5 ♦ DG98732 ♣KD Vestur Austur ♠ 10763 ♠ 9542 ♥ 43 ♥ 10982 ♦ Á106 ♦ K54 ♣10874 ♣32 Suður ♠ KDG8 ♥ ÁG76 ♦ -- ♣ÁG965 Það er aukamöguleiki að sami mótherji sé með lengdina í hjarta og hinn hámanninn í tígli. Hann lendir þá í kastþröng, svo framarlega að sagnhafi hafi vit á því að taka á spaðaás- inn áður en hann spilar hjarta heim á gosann. Hann tekur svo alla svörtu slag- ina. Í þriggja spila enda- stöðu á sagnhafi Á76 í hjarta heima, en í blindum KD í hjarta og tíguldrottn- ingu. Austur þvingast með tígulkóng og hjartavaldið. Samantekið: Sjö lauf vinnast alltaf í 3–3 legu í trompi og einnig ef austur á 10x (þá má yfirdrepa háspil blinds). Í verri tromplegu þarf hjartað að falla 3-3 eða þvingun að myndast í hjarta og tígli. Eru þetta nægar vinningslíkur til að réttlæta sjö í meldingum? „Já, ef slemman stendur,“ eins og Bob Hamman myndi segja. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. mars, er sjötugur Þórsteinn Sigurgeirsson, bóndi, Gaut- löndum, Mývatnssveit. Hann tekur á móti gestum í Sel-Hótel Mývatn fimmtu- daginn 28. mars, skírdag, frá kl. 14–17. 50 ÁRA afmæli. Hösk-uldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf., verður fimmtugur 29. mars nk. Af því tilefni mun Höskuldur, og fjölskylda hans, taka á móti gestum í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ, miðvikudaginn 27. mars, milli kl 18 og 22. LJÓÐABROT ÁSTARSÆLA Eg lék við þinn gull-lokkinn bjarta Og leit inn í augu þín blá; Þar inni með hugföngnu hjarta Minn himnanna himin eg sá. Eg kom við þinn kafrjóða vangann, Oss kossinn á vörunum brann, Svo rósblíða ununar angan Eg aldrei í heiminum fann. Vor hjörtu þann fögnuð þá fundu, Sem flýði því miður svo skjótt; Við lifðum í líðandi stundu, Og ljósið varð bráðum að nótt. En sem þegar smásólir hreinar Í silfur-daggdropunum gljá, Svo spegluðust eilífðir einar Í augnablikunum þá. Steingrímur Thorsteinsson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Vináttan við þann sem er þér nánastur á eftir að eflast á þessu ári. Þú gengur hart eftir því að uppskera laun erfiðis þíns. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér á eftir að líða vel bæði í vinnunni og heima í dag. Sýndu meiri auðmýkt gagn- vart öðrum og umhverfi þínu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjölskylduna. Gerðu allt til að tryggja samheldni þinna nánustu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki sitja heima í dag. Farðu út á meðal fólks og njótu þess að vera til. Mundu að maður er manns gaman. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu allar illdeilur á vinnu- stað sem vind um eyru þjóta. Sinntu þínu og þá munt þú verða ofan á þegar vinda lægir aftur á vinnu- staðnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gerðu það sem þú hefur lát- ið sitja á hakanum undan- farnar vikur. Hlustaðu á lík- ama þinn og farðu eftir því sem hann segir þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinir þínir eiga eftir að reynast þér vel í dag og fá þig til að brosa. Þú ættir að njóta návistar þeirra eins og kostur er. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú heldur þig fullmikið út af fyrir þig. Þótt einvera sé góð, má of mikið af öllu gera og þú þarft umfram allt að komast út á meðal fólks. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er góður tími til að skipuleggja ferðalag eða framtíðina í dag. Gerðu fjárhagsáætlun og farðu líka eftir henni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samþykktu alla aðstoð sem þér býðst í dag. Það er gott að eiga góðan vin og öxl til að halla sér að, þegar þess gerist þörf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver nákominn þér hef- ur þörf fyrir að segja þér leyndarmál. Hlustaðu vel og gefðu af sjálfum þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ný tækifæri standa þér op- in og það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og kannir alla málavexti til fulls. Leit- aðu ráða hjá vinum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma fyrir sjálfan þig í dag og reyndu að skemmta þér. Þú þarft líka að sinna eigin málum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 O-O 5. Rge2 c5 6. d5 e6 7. Rg3 exd5 8. exd5 d6 9. Be2 He8 10. O-O Ra6 11. Bf4 Rc7 12. a4 b6 13. h3 a6 14. Dd2 Bb7 15. Bf3 He7 16. Rce4 Rxe4 17. Rxe4 Hd7 18. Hae1 b5 19. b3 Df8 20. Da5 Hc8 21. axb5 axb5 22. Db6 Re8 23. Dxb5 Hcd8 24. Bg5 f6 25. Bd2 Bc8 26. Ba5 Hb7 27. Dc6 De7 Staðan kom upp á Íslandsmóti skák- félaga sem haldið var í húsakynnum SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Brimborgar. Rússneski stórmeistarinn Mikhail Iv- anov (2446) hafði hvítt gegn Andra Áss Grétarssyni (2285). 28. Rxf6+! Dxf6 29. Bxd8 Dxd8 30. Hxe8+ Dxe8 31. Dxe8+ og svartur gafst upp. Með morgunkaffinu Láttu mig ekki trufla þig, ungfrú góð. Ég held að dómarinn standi með hinum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR SEX náttúruverndarsamtök hafa skorað á alþingismenn að snúast gegn frumvarpi iðnaðarráðherra um virkjun Kárahnjúka og Kröflu. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að ekki verði annað séð en að kostur þess að reisa og reka álver á Reyðarfirði hafi verið kannaður til hlítar og að niðurstaðan sé neikvæð. Ekkert bendi því til þess að orka frá Kárahnjúkavirkjun verði nokkurn tíma seld til orkukaupenda á Austur- landi. Ennfremur segir að ástæðulaust sé að lögfesta leyfi til stórfelldustu náttúruspjalla í Íslandssögunni og setja þar með einhver merkustu náttúruauðæfi landsins í gíslingu Landsvirkjunar um 10–15 ár fram í tímann líkt og gerðist með Eyja- bakka. Íslensk stjórnvöld hafi ekki ein- asta verið dregin á asnaeyrunum heldur reyni þau að blekkja kjósend- ur með því að leggja fram og ræða frumvarp iðnaðarráðherra á fölskum forsendum. Samtökin telja að hraða verði mati á þjóðgarði er nái frá Skaftafells- þjóðgarði og þjóðgarðinum í Jökuls- árgljúfrum og að gerð verði áætlun um friðlýsingu alls þessa svæðis. Telja samtökin að sú staða sem upp sé komin gefi gott færi og tíma til þess. Samtökin eru Félag um verndun hálendis Austurlands, Náttúru- verndarsamtök Austurlands, Nátt- úruverndarsamtök Íslands, Nátt- úruverndarsamtök Vesturlands, Samtök um náttúruvernd á Norður- landi og SÓL í Hvalfirði. Þingmenn snúist gegn virkjun Bankastræti 14, sími 552 1555 Þýskar sumardragtir Jakkar frá 8.900 - Pils frá 5.900 Buxur frá 5.950. Gott verð NÝBAKAÐIR FORELDRAR TAKIÐ EFTIR! Viltu efla sjálfa/n þig í foreldrahlutverkinu? Viltu vita meira um foreldrahlutverkið? Viltu efla þekkingu þína um vöxt og þroska ungbarnsins, næringu, svefn o.fl.? NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! Námskeið fyrir foreldra barna á fyrsta ári. AÐ NJÓTA FORELDRAHLUTVERKSINS Námskeiðið stendur í 2½ tíma í tvö skipti. Næsta námskeið byrjar í safnaðarheimili Kársnessóknar, BORGUM, fimmtud. 4. apríl kl. 19.30–22.00. Upplýsingar og skráning hjá Herthu í síma 860 5966 og hjá Kristínu í síma 865 7970 alla daga og einnig yfir páskana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.