Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 23 Dragtir - Kjólar - Blússur Vorlínan er komin Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sneri aftur til Washington á sunnudagskvöld eftir fjögurra daga ferð til Mexíkó, Perú og El Salva- dors þar sem hann lagði áherslu á frjáls viðskipti og nánara samstarf í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og hryðjuverkum. Bush ræddi við Francisco Flores, forseta El Salvadors, og snæddi há- degisverð með leiðtogum Mið-Amer- íkuríkja á síðasta viðkomustað sín- um, San Salvador, á sunnudag. Bush lagði áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkin og Mið-Ameríku- ríkin undirrituðu fríverslunarsamn- inga. „Ég er eindregið þeirrar skoð- unar að best sé fyrir Bandaríkin að fylgja þeirri stefnu að gefa gaum að vinum sínum og stuðla að auknum viðskiptum. Viðskipti geta af sér frelsi.“ Bandaríkjastjórn stefnir að frí- verslunarsamningum við Gvatemala, Hondúras, Níkaragva, Kosta Ríka og El Salvador. Rúmur helmingur útflutnings Mið-Ameríkuríkjanna fer til Bandaríkjanna. Tengslin við Rómönsku Ameríku treyst Þegar Bush tók við forsetaemb- ættinu á síðasta ári lýsti hann því yf- ir að meginmarkmið sitt yrði að styrkja tengslin við ríki Rómönsku Ameríku. Hann lofaði að beita sér fyrir fríverslun og sérstökum reglum sem myndu auðvelda ólög- legum innflytjendum frá Mexíkó að fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum en þessi mál hurfu í skuggann eftir hryðjuverkin 11. september. Forset- anum hefur ekki tekist að knýja fram þær lagabreytingar sem hann vill á þessum sviðum vegna andstöðu við þær í öldungadeild Bandaríkja- þings. „Í Washington geta menn stund- um ekki losað sig við gamlar venjur, ómerkilega flokkapólitík,“ sagði Bush við Flores. Bush lagði áherslu á að fríverslun væri miklu mikilvægari fyrir ríki Rómönsku Ameríku en fjárhagsað- stoð. Flores tók undir þetta og sagði að eina leiðin til að sigrast á fátækt- inni í Rómönsku Ameríku væri að stuðla að auknum viðskiptum og fjárfestingum sem drægju úr at- vinnuleysinu. Fyrir heimsóknina í El Salvador, sem stóð í tæpar sex klukkustundir, fór Bush til Lima og rædd þar við Alejandro Toledo, forseta Perú, sem lýsti yfir fullum stuðningi við baráttu Bandaríkjastjórnar gegn eiturlyfja- smygli. Var þetta fyrsta opinbera heimsókn bandarísks forseta til Perú. Bush leggur áherslu á fríverslunarsamninga Washington. AFP, AP. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Francisco Flores, forseti El Salvadors, á blaðamannafundi í San Salvador. HÁTTSETTUR suður-kóreskur sendimaður mun fara til fundar við stjórnvöld í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Eru bundnar miklar vonir við fundinn en þar verður rætt um leiðir til að draga úr spennu á milli ríkjanna. Í báðum ríkjunum er lögð mikil áhersla á mikilvægi fundarins en fulltrúi Suður-Kóreu á honum verð- ur Lim Dong-Won, helsti ráðgjafi Kim Dae-Jungs forseta í öryggis- og utanríkismálum og maður með mikla reynslu af samskiptum við N-Kóreu. N-Kóreustjórn sleit sambandi við stjórnvöld í S-Kóreu á síðasta ári vegna „fjandsamlegrar“ stefnu Bandaríkjanna en Lim kveðst ætla að leggja fyrir Kim Jong-Il, forseta N-Kóreu, tillögur um hvernig draga skuli úr spennu vegna kjarnorku- og eldflaugaáætlana N-Kóreustjórnar. Lim hefur lýst yfir, að upp geti kom- ið mjög hættulegt ástand á Kóreu- skaga verði ekkert gert til að draga úr spennunni. Í N-Kóreu hafa yfirstandandi og sameiginlegar heræfingar S-Kóreu- manna og Bandaríkjanna verði harðlega fordæmdar en þær eru þær mestu frá lokum Kóreustríðsins 1950–’53. Í dagblaði n-kóreska kommúnistaflokksins sagði í gær, að þær gætu leitt til ragnaraka kjarn- orkustyrjaldar. Viðræður milli Kóreuríkjanna Seoul. AFP. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-KombiFreemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.