Morgunblaðið - 26.03.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 26.03.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 23 Dragtir - Kjólar - Blússur Vorlínan er komin Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sneri aftur til Washington á sunnudagskvöld eftir fjögurra daga ferð til Mexíkó, Perú og El Salva- dors þar sem hann lagði áherslu á frjáls viðskipti og nánara samstarf í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og hryðjuverkum. Bush ræddi við Francisco Flores, forseta El Salvadors, og snæddi há- degisverð með leiðtogum Mið-Amer- íkuríkja á síðasta viðkomustað sín- um, San Salvador, á sunnudag. Bush lagði áherslu á mikilvægi þess að Bandaríkin og Mið-Ameríku- ríkin undirrituðu fríverslunarsamn- inga. „Ég er eindregið þeirrar skoð- unar að best sé fyrir Bandaríkin að fylgja þeirri stefnu að gefa gaum að vinum sínum og stuðla að auknum viðskiptum. Viðskipti geta af sér frelsi.“ Bandaríkjastjórn stefnir að frí- verslunarsamningum við Gvatemala, Hondúras, Níkaragva, Kosta Ríka og El Salvador. Rúmur helmingur útflutnings Mið-Ameríkuríkjanna fer til Bandaríkjanna. Tengslin við Rómönsku Ameríku treyst Þegar Bush tók við forsetaemb- ættinu á síðasta ári lýsti hann því yf- ir að meginmarkmið sitt yrði að styrkja tengslin við ríki Rómönsku Ameríku. Hann lofaði að beita sér fyrir fríverslun og sérstökum reglum sem myndu auðvelda ólög- legum innflytjendum frá Mexíkó að fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum en þessi mál hurfu í skuggann eftir hryðjuverkin 11. september. Forset- anum hefur ekki tekist að knýja fram þær lagabreytingar sem hann vill á þessum sviðum vegna andstöðu við þær í öldungadeild Bandaríkja- þings. „Í Washington geta menn stund- um ekki losað sig við gamlar venjur, ómerkilega flokkapólitík,“ sagði Bush við Flores. Bush lagði áherslu á að fríverslun væri miklu mikilvægari fyrir ríki Rómönsku Ameríku en fjárhagsað- stoð. Flores tók undir þetta og sagði að eina leiðin til að sigrast á fátækt- inni í Rómönsku Ameríku væri að stuðla að auknum viðskiptum og fjárfestingum sem drægju úr at- vinnuleysinu. Fyrir heimsóknina í El Salvador, sem stóð í tæpar sex klukkustundir, fór Bush til Lima og rædd þar við Alejandro Toledo, forseta Perú, sem lýsti yfir fullum stuðningi við baráttu Bandaríkjastjórnar gegn eiturlyfja- smygli. Var þetta fyrsta opinbera heimsókn bandarísks forseta til Perú. Bush leggur áherslu á fríverslunarsamninga Washington. AFP, AP. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti og Francisco Flores, forseti El Salvadors, á blaðamannafundi í San Salvador. HÁTTSETTUR suður-kóreskur sendimaður mun fara til fundar við stjórnvöld í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Eru bundnar miklar vonir við fundinn en þar verður rætt um leiðir til að draga úr spennu á milli ríkjanna. Í báðum ríkjunum er lögð mikil áhersla á mikilvægi fundarins en fulltrúi Suður-Kóreu á honum verð- ur Lim Dong-Won, helsti ráðgjafi Kim Dae-Jungs forseta í öryggis- og utanríkismálum og maður með mikla reynslu af samskiptum við N-Kóreu. N-Kóreustjórn sleit sambandi við stjórnvöld í S-Kóreu á síðasta ári vegna „fjandsamlegrar“ stefnu Bandaríkjanna en Lim kveðst ætla að leggja fyrir Kim Jong-Il, forseta N-Kóreu, tillögur um hvernig draga skuli úr spennu vegna kjarnorku- og eldflaugaáætlana N-Kóreustjórnar. Lim hefur lýst yfir, að upp geti kom- ið mjög hættulegt ástand á Kóreu- skaga verði ekkert gert til að draga úr spennunni. Í N-Kóreu hafa yfirstandandi og sameiginlegar heræfingar S-Kóreu- manna og Bandaríkjanna verði harðlega fordæmdar en þær eru þær mestu frá lokum Kóreustríðsins 1950–’53. Í dagblaði n-kóreska kommúnistaflokksins sagði í gær, að þær gætu leitt til ragnaraka kjarn- orkustyrjaldar. Viðræður milli Kóreuríkjanna Seoul. AFP. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-KombiFreemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.