Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 49 ÍTALIR urðu í síðustu viku Evr- ópumeistarar í parasveitakeppni en í þeim flokki er þess krafist að karl og kona myndi bridspörin. Sveitina skipuðu þrír af margföld- um Evrópumeisturum og núver- andi ólympíumeisturum í opnum flokki, þeir Giorgio Duboin, Guido Ferraro og Alfredo Versace en með þeim spiluðu Maria Teresa Lavazza, Monica Cuzzi og austur- ríska konan Maria Erhart en ekki var áskilið að sveitirnar væru skip- aðar spilurum frá sömu þjóð. Þessi sveit vann franska sveit í úrslita- leik en í þeirri sveit spiluðu Dan- ielle Avon, Marianne Serf, Jean- Louis Stoppa og François Stretz, allt kunnir spilarar. Fjölmennur hópur Íslendinga var í Ostende og voru 13 pör og sex sveitir skráðar til leiks en alls tóku 404 pör þátt í tvímenningnum og 92 sveitir í sveitakeppninni. Ís- lendingunum gekk ekki sem best. Aðeins einu pari, Bryndísi Krist- jánsdóttur og Ómari Olgeirssyni, tókst að komast í 130 para úrslit í tvímenningnum og þar enduðu þau í 115. sæti. Sigurvegarar urðu Hol- lendingarnir Hedwig Van Glabb- eek og Willem jan Maas, Kath Nel- son og Steve Eginton frá Englandi urðu í 2. sæti og Frakkarnir Myr- iam Varenne og Franck Multon fengu bronsverðlaunin. Í sveitakeppninni voru spilaðar 16 umferðir eftir Monradkerfi. Eftir fyrstu 12 leikina fóru fjórar efstu sveitirnar í undanúrslit en hinar spiluðu fjórar umferðir til viðbótar. Efsta íslenska sveitin endaði í 23. sæti en hún var skipuð þeim Bryndísi og Ómari auk Önnu Ívarsdóttur og Þorláki Jónssyni. Sveit skipuð Maríu Haraldsdóttur, Val Sigurðssyni, Ragnheiði Niel- sen og Ísaki Erni Sigurðssyni varð í 43. sæti en hinar íslensku sveit- irnar enduðu neðar. Hér er eitt lítið en athyglisvert spil úr mótinu. Norður ♠ 62 ♥ KDG83 ♦ 1098 ♣KG6 Vestur Austur ♠ 1073 ♠ ÁDG54 ♥ 9752 ♥ Á6 ♦ D3 ♦ 76542 ♣10985 ♣2 Suður ♠ K98 ♥ 104 ♦ ÁKG ♣ÁD743 Spilið kom fyrir í sveitakeppn- inni og algengasti lokasamningur- inn var 3 grönd í suður eftir að austur hafði opnað á 1 spaða. Eins og sést vinnast 4 hjörtu auðveld- lega í NS en gegn 3 gröndum kom út spaði og suður drap venjulega gosa austurs með kóng. Nú eru að- eins átta slagir sjáanlegir og það liggur beinast við að spila laufi á kóng og svína tígulgosa. Þetta gerðu flestir sagnhafar en vestur átti drottninguna og nú fór spilið tvo niður. En nokkrir sagnhafar, þar á meðal Monica Cuzzi í sigursveit- inni, horfðu dýpra í spilið og sáu, að ef byrjað væri á að taka fimm sinnum lauf myndi austur lenda í vandræðum. Hann yrði að halda í alla spaðana, ella væri einfaldlega hægt að brjóta út hjartaásinn; og auðvitað varð hann að halda hjartaásnum. Þetta þýddi að aust- ur gæti aðeins haldið í 2 tígla og því væri engin þörf á að taka tíg- ulsvíninguna þótt hún gengi. Eftir laufaslagina tók sagnhafi ÁK í tígli og í þessari legu fékk sagnhafi óvæntan bónus þegar drottningin kom frá vestri. Íslandsmótið um páskana Úrslit Íslandsmótsins í sveita- keppni fara fram um bænadagana að venju en spilastaðurinn er að þessu sinni ný húsakynni Brids- sambands Íslands í Síðumúla 37. Tíu sveitir spila þar til úrslita og hefst keppnin klukkan 15:20 mið- vikudaginn 27. marsl en lýkur um klukkan 19 laugardaginn 30. mars. Spiluð verður einföld umferð með 24 spila leikjum. Það kom nokkuð á óvart þegar hvorki Íslandsmeistararnir í sveit Skeljungs né Reykjavíkurmeistar- arnir í sveit Þriggja frakka komust áfram úr undankeppninni sem haldin var í byrjun mánaðarins. Þetta sýnir raunar að allt getur gerst í brids og því getur enginn bókað Íslandsmeistaratitilinn fyr- irfram þótt óneitanlega sé Subaru- sveitin sigurstranglegust. Í þeirri sveit spila þeir sem myndað hafa kjarna íslenska landsliðsins til fjölda ára, þeir Jón Baldursson, Aðalsteinn Jörgensen, Matthías Þorvaldsson, Ragnar Hermanns- son, Sverrir Ármannsson og Þor- lákur Jónsson. Subaru-sveitin er einnig sterk- ust þegar litið er til meistarara- stiga spilaranna en þar á eftir kemur sveit SPRON, sem skipuð er Ásmundi Pálssyni, Birni Ey- steinssyni, Guðmundi Páli Arnar- syni, Guðmundi Hermannssyni, og Helga Jóhannssyni. Sveit Strengs kemur næst í stigum en hún er skipuð Hrannari Erlingssyni, Júl- íusi Sigurjónssyni, Val Sigurðs- syni, Ragnari S. Magnússyni, Sig- urði Vilhjálmssyni og Einari Jónssyni. Bikarmeistararnir í sveit Páls Valdimarssonar munu án efa blanda sér í baráttuna um efstu sætin en í þeirri sveit spila auk Páls, Eiríkur Jónsson, Rúnar Magnússon, Hermann Lárusson, Ólafur Lárusson og Erlendur Jónsson. Sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands er einnig til alls líkleg en í sveitinni spila Karl Sigurhjart- arson, Sævar Þorbjörnsson, Þröst- ur Ingimarsson, Snorri Karlsson, Aron Þorfinnsson og Bjarni H. Einarsson. Sveit Símonar Símonarsonar er sjötta sterkasta sveitin samkvæmt meistarastigum en hana skipa auk Símonar Sverrir Kristinsson, Guð- jón Bragason, Vignir Hauksson, Sigfús Örn Árnason og Friðjón Þórhallsson. Þar á eftir kemur sveit Roche en í henni spila Hauk- ur Ingason, Sigurður B. Þorsteins- son, Gylfi Baldursson, Steinberg Ríkharðsson, Hermann Friðriks- son og Jón Hjaltason. Sveit Máln- ingar fylgir þar á eftir en í henni spila Baldvin Valdimarsson, Stein- grímur Gautur Kristjánsson, Ei- ríkur Hjaltason, Hjalti Elíasson, Björn Theodórsson og Páll Bergs- son. Fast á hæla hennar kemur sveit Mjólkurbús Flóamanna frá Selfossi, eina landsbyggðarsveitin í úrslitunum að þessu sinni en í henni spila Sigfús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Runólfur Jóns- son, Ólafur Steinason og Valgarð Blöndal. Langstigalægst er sveit sem kallar sig Ógæfumennirnir en þeir komu mjög á óvart í undankeppn- inni og slógu Íslandsmeistarana út. Meistarastigin segja ekki allt þeg- ar á hólminn er komið og í sveit- inni eru keppnisreyndir spilarar sem hafa verið í mikilli framför að undanförnu. Þrír þeirra eru raunar Norðurlandameistarar ungmenna í brids. Í sveitinni spila Björgvin Már Kristinsson, Sverrir G. Krist- insson, Daníel Már Sigurðsson, Guðmundur Þ. Gunnarsson og Heiðar Sigurjónsson. Ítalir Evrópu- meistarar í para- sveitakeppni BRIDS Ostende í Belgíu Evrópumót í parasveitakeppni og paratví- menningi var haldið í Ostende í Belgíu um miðjan mars. Keppt var í sveita- keppni og tvímenningi. Guðm. Sv. Hermannsson NÝ önn hófst á yngsta stigi í Grunn- skóla Borgarness með þemadögum í þrjá daga um heimabyggðina. Nemendum, sem eru 129 talsins, var skipt í 7 hópa. Í hverjum hópi voru 17–18 börn á blönduðum aldri. Hóparnir fjölluðu um þjóðsögur, eldfjöll, sögustaði, vötn, minnisvarða, örnefni og söfn í heimabyggð. Þeir fóru flestir í vett- vangsferðir í tengslum við verk- efnin. Nemendur gerðu líkan að Borg á Mýrum og af víkingaskipi og settu upp sýningu sem heitir ,,Skólinn í gamla daga“ og er þar að finna ýmsa gamla gripi úr námi og kennslu. Sóley Sigurþórsdóttir stigstjóri á yngsta stigi segir að markmiðið hafi verið að eiga skemmtilega daga saman. ,,Kenn- ararnir á yngsta stigi eru sammála um að þessir dagar hafi verið þrír árekstraminnstu dagar í skólanum, sem menn muna“ segir Sóley og bætir við að í hverjum hópi hafi starfað fréttamaður sem skráði hvað var að gerast og það efni verð- ur hægt að nálgast á vefnum á slóð- inni http://www.ismennt.is/not/ loi/heimabyggd Morgunblaðið/Guðrún Vala Einn hópurinn var með verkefni um „þjóðsögur í heimabyggð“ en í hverjum hópi voru 17–18 börn. Ný önn í Grunnskólanum hófst með þemadögum Borgarnesi. Morgunblaðið. VIÐGERÐIR og endurbætur standa nú yfir á tæplega sextíu ára gamalli sundlaug Neskaupstaðar. Bygging sundlaugarinnar var á sín- um tíma mikið og framsýnt verkefni. Laugin var byggð á stríðsárunum og tekin í notkun í ágúst 1943. Hún er átta metra breið og tuttugu og fimm metra löng og var lengi vel eina löglega keppnislaugin á Austurlandi. Nú er verið er að gera henni til góða með því að byggja nýja lagna- ganga, endurnýja allar lagnir, setjar nýjar yfirfallsrennur og steypa í botn laugarkersins. Þá á að klæða laugina með dúk eða flísaleggja. Endurbætur gerðar á sundlauginni Neskaupstað. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ágúst Unnið við endurbæturnar á sundlauginni sem ljúka á í vor. 11. og 12. apríl - Námskeið fyrir jógakennara af öllum hefðum með áherslu á hugleiðslu og hugmyndafræði. Einungis 12 pláss eru í boði. Námskeiðið kostar 19.900 kr. 13. og 14. apríl - Námskeið fyrir jógaáhugamenn. Helgarnámskeið sem býður öllum jógaáhugamönnum dýpri skilning á jógafræðunum og hjálpar þeim að koma reglu á jógaástundun sína. Einungis 14 pláss í boði. Námskeiðið kostar 19.900 kr. Námskeiðin verða haldin í stöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann í Ármúla 38, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Skráning er í síma 690 1818 eða á www.gbergmann.is. Yogi Shanti Desai á Íslandi 10.-15. apríl w w w .t e xt il. is Gjafabrjóstahöld Stuðningsbelti og nærfatnaður Þumalína Pósthússtræti og Skólavörðustíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.