Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Handavinna, viðtöl, páskamaturinn o.fl. Áskriftarsími 551 7044. Taktu Húsfreyjuna með í páskafríið Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár verður minnst sem ársins þegar svartir leikarar fengu uppreisn æru. Í fyrsta sinn í sögu verðlaunahátíð- arinnar sigruðu svartir leikarar tvö- falt í stærstu flokkunum, sem bestu leikarar í aðalhlutverki. Halle Berry varð fyrst svartra leikkvenna til að vera valin besta leikkonan í aðalhlut- verki og Denzel Washington er ein- ungis annar þeldökki karlmaðurinn sem valinn er besti aðalleikarinn á eftir Sidney Poitier, sem braut blað í sögu verðlaunanna 1964 þegar hann var valinn besti leikarinn fyrir mynd- ina Lilies of the Field. Svo skemmti- lega vill til að Poitier voru einmitt veitt sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndanna á há- tíðinni á sunnudaginn, sem fór fram í fyrsta sinn í glæsilegri nýrri höll í Hollywood sem kennd er við Kodak- ljósmyndavöruframleiðandann. Loksins vann Howard Svo sögulegar voru þessar útnefn- ingar Washington og Berry að stóru verðlaunin, þau sem jafnan er beðið með mestri eftirvæntingu, hurfu nán- ast í skuggann. Það kom enda fáum á óvart þegar A Beautiful Mind var val- in besta myndin en myndinni, sem fjallar um baráttu stærðfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Johns Nash við geðsýki, hafði verið spáð sigri af flestum sem vit hafa á. Nash og eiginkona hans voru meðal gesta og voru sýnilega snortin yfir sigrin- um. Ron Howard, leikstjóri myndar- innar, var ennfremur valinn besti leikstjórinn í fyrsta sinn á ferli sínum og sagðist hann í þakkarræðu sinni ekki geta neitað því að hafa ímyndað sér þúsund sinnum hvernig það væri að standa í þessum sporum. A Beautiful Mind vann tvenn önn- ur verðlaun og því alls fern; Jennifer Connelly var útnefnd besta leikkonan í aukahlutverki og Akiva Goldsman fékk Óskar fyrir besta handritið byggt á öðru verki. Lord of the Rings fékk jafnmörg verðlaun og sigurmyndin en hún hafði hlotið flestar tilnefningar eða þrettán talsins. Margir höfðu spáð því að myndin tæki „stóru“ verðlaun- in en þau sem hún landaði reyndust tæknilegs eðlis og fyrir tónlist. Það kom fáum á óvart að sjónarspilið Moulin Rouge fékk verðlaun fyrir búninga og listræna hönnun en hvor tveggja verðlaunin féllu í skaut Cath- erine Martin, sem er eiginkona og hægri hönd leikstjórans Baz Luhr- mans, en það vakti athygli að Luhr- man var sjálfur ekki einu sinni til- nefndur fyrir sitt ríkulega framlag til myndarinnar. Whoopi Goldberg, kynnir á hátíðinni, gerði sér meira að segja mat úr því er hún velti fyrir sér hvernig hægt væri að gera svo vel heppnaða mynd án leikstjóra. Óskar handa öllum nafnlausu svörtu leikkonunum En hvað sem öðrum verðlaunahöf- um líður var hátíðin svartra leikara. Þegar Russell Crowe ljóstraði því upp að Halle Berry hefði unnið ætlaði allt um koll að keyra í Kodak-höllinni og greinilegt að leikkonunni 33 ára gömlu var mjög brugðið. Þegar hún steig á svið var hún í miklu uppnámi og tárin streymdu niður kinnarnar. Eftir dágóða stund tókst henni loks að segja skjálfandi röddu: „Þetta augnablik er svo miklu stærra en ég.“ Og allir gerðu sér þá grein fyrir að söguleg stund var runnin upp. „Ég veiti verðlaunum þessum viðtöku fyr- ir hönd allra þeirra nafnlausu, and- litslausu hörundslituðu kvenna sem nú fyrst eiga möguleika, eftir að hin- ar lokuðu og harðlæstu dyr hafa nú í kvöld verið opnaðar upp á gátt.“ Og leikkonan hélt áfram í löngu máli að þakka fyrir sig og sína og sagði það mikinn heiður fyrir sig og ábyrgð að vera sú fyrsta úr röðum svartra leik- kvenna til að áskotnast heiðurinn. Óskarinn fékk Berry fyrir leik sinn í myndinni Monster’s Ball, kynþátta- fordómadrama sem frumsýnt verður hérlendis í vikunni, en mótleikari hennar í myndinni er Billy Bob Thornton. Washington enn í fótsporum Poitiers Washington var yfirvegaðri er hann veitti sínum verðlaunum við- töku fyrir frammistöðu sína í lög- regluhasarnum Training Day, enda á hann ein fyrir sem hann hlaut fyrir bestan leik í aukahlutverki í mynd- inni Glory árið 1990. Washington er fyrsti svarti leikarinn til að vinna til tvennra verðlauna en einungis 26 svartir leikarar hafa verið tilnefndir í 76 ára sögu Óskarsverðlaunanna og þar af eru sjö þeirra vinningshafar, að Washington og Berry meðtöldum. „Alltaf er ég eftirbátur Sidney,“ sagði Washington á léttum nótum og leit upp á svalirnar til átrúnaðargoðs síns þar sem hann sat í faðmi fjölskyldu sinnar. „Hvað gerist loksins þegar ég næ honum? Þá fær hann bara annan Óskar sama kvöldið! Ég hef alltaf verið á eftir þér, Sidney, Ég mun allt- af fylgja í fótspor þín. Ekkert veitir mér meiri heiður.“ Og Washington hélt síðan áfram á öllu alvarlegri nót- um: „Áður en Sidney kom til skjal- anna þurftu afrísk-amerískir leikarar að sætta sig við aukahlutverk sem séð var til að auðvelt yrði að klippa út og fjarlægja í ákveðnum landshlut- um. En það var ekki hægt að klippa Sidney Poitier út úr Sidney Poitier- mynd. Hann var ástæðan fyrir því að mynd var yfirhöfuð gerð.“ Loksins kom Allen Óskarsakademían kom á óvart með vali sínu í fleiri flokkum en bestu aðalleikurunum. Breski leikarinn Jim Broadbent, sem tilnefndur var fyrir frammistöðu sína sem eiginmaður rithöfundarins Iris Murdoch í mynd- inni Iris, var t.a.m. tekinn framyfir landa sinn sir Ian McKellen, sem flestir höfðu veðjað á, og bosníska myndin No Man’s Land var útnefnd besta erlenda myndin en nær allir spekingar í bransanum voru tilbúnir að veðja aleigunni upp á að franska myndin Amélie, sem hlotið hefur fá- dæma lof gagnrýnenda, myndi hreppa hnossið. „Það var kominn tími til að sýna heiminum að Bosníumenn í Vesturlöndum eru ekki einasta flóttamenn, heldur einnig gott og hæfileikaríkt fólk.“ Auk Poitier voru þeir Robert Red- ford og Arthur Hiller heiðraðir fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðarinn- ar. Sá sem framkallaði samt trúlega sterkustu viðbrögðin í salnum var New York-búinn Woody Allen, sem féllst loksins á að eiga stefnumót við Óskar eftir að hafa nær alltaf snið- gengið hann og tekið framyfir að koma fram á tónleikum með djass- hljómsveit sinni. Tilefnið var enda göfugt því þessum heimsfræga New York-búa hafði verið falið það verk- efni að votta borginni sinni ástkæru virðingu í ljósi hinna erfiðu tíma sem hún og íbúar hennar hafa mátt þola síðasta árið. Það var mál manna að hin nýju sal- arkynni væru glæsileg og hefðu kom- ið vel út í sjónvarpi. En sem fyrr drógust leikar óhóflega á langinn, há- tíðin stóð í fjórar klukkustundir, og flestir ugglaust farnir að ókyrrast þegar loksins kom að afhendingu stærstu verðlaunanna. Áfangasigur fyrir svarta kvikmyndaleikara skarpi@mbl.is AP „Loksins, loksins!“ sögðu perluvinirnir Ron Howard og Brian Grazer eftir að þeir höfðu unnið til tvennra verðlauna fyrir A Beautiful Mind. Reuters Halle Berry trúði því vart að svört kona hefði loksins unnið til Óskars fyrir titilhlutverk. Reuters Denzel Washington, tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, samfagnar fyrirmynd sinni og einum af heiðursverð- launahöfum hátíðarinnar, Sidney Poitier. Reuters Baz Luhrmann, leikstjóri Moul- in Rouge, óskar eiginkonu sinni, Catherine Martin, til hamingju með Óskarana tvo. AP Stjörnur Óskarsins í ár, Halle Berry og Denzel Washington, voru vit- anlega í sjöunda himni er þau ræddu við blaðamenn að lokinni hátíðinni. Reuters Svið hins nýja Kodak-leikhúss í Hollywood er tilkomumikið og litirnir auðvitað í sama tón og Óskar frændi. A Beautiful Mind var sigurmynd Óskarsverð- launahátíðarinnar sem fór fram á sunnudags- kvöldið í nýjum heim- kynnum í Hollywood. Hátíðarinnar í ár verður þó fyrst og fremst minnst fyrir söguleg úr- slit í flokki bestu aðal- leikara karla og kvenna. >   "" /  >           ( ? 0?  @ ?   ( )   AB C) G   3 ?   ( )   / ?1LD ?   ( )   D ?  * ?  ?   ( )   DE   D  1  ?    )  F   5   ?    ' & / G  D  1  ?   )  O ?     3)    ) &H3) : G)+  )&    ? )  * 9  0?  @    5  P 12 Q ?   I @J D'6 C9 AP 74. Óskarsverðlaunahátíðin reyndist söguleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.