Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Odda við Sturlugötu Sími 525 4500 www.vidskipti.hi.is Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is Hlutverk stjórna í fyrirtækjum ::Um hlutverk stjórna í fyrirtækjum Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent í Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. ::Hlutverk og ábyrgð stjórnenda í hlutafélögum Áslaug Björgvinsdóttir, lektor í Lagadeild HÍ ::Hlutverk og staða stjórnarmanna - hagnýt reynsla Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar og Kaldbaks hf. Fundarstjóri verður dr. Gylfi Magnússon, dósent í Viðskipta- og hagfræðideild. Fundurinn verður haldinn á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, miðvikudaginn 27. mars kl. 8.30-10.00. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á Ástu Dís Óladóttur, astadis@hi.is Aðgangseyrir er kr. 1500. Innifalið er morgunverður og kaffi. á fyrra ári. Hagnaður fyrir afskrift- ir og fjármagnsliði (EBITA) var 145 milljónir króna eða 10% af veltu en var 142 milljónir eða 12,8 % árið áður. Afskriftir fastafjár- muna hækkuðu um 10 milljónir króna milli ára, úr 86 milljónum króna árið 2000 í 96 milljónir króna árið 2001. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 49 milljónir króna samanborið við 56 milljóna króna rekstrarhagn- að árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur námu 134 milljónum króna, sem er 27 milljóna króna nettóaukning frá fyrra ári. Skýrist hækkunin nær eingöngu af 120 milljóna króna gengistapi skulda í erlendum gjaldmiðlum, samanborið við 64 milljóna króna gengistap á fyrra ári. Hins vegar hækkuðu verðbreytingatekjur um 31 milljón króna á milli ára. TAP Plastprents hf. árið 2001 nam 76 milljónum króna en var 115 milljónir á fyrra ári. Tap tímabils- ins af reglulegri starfsemi á árinu 2001 nam 85 milljónum króna sam- anborið við 51 milljónar króna tap árið áður. Óregluleg tekjufærsla á árinu 2001 nemur 9 milljónum króna samanborið við 64 milljóna króna óreglulega gjaldfærslu á árinu 2000. Í tilkynningu frá Plastprenti hf. kemur fram að rekstrartekjur fé- lagsins á árinu 2001 námu 1.453 milljónum króna, sem er rúmlega 31% aukning frá fyrra ári en þá voru rekstrartekjur 1.108 milljónir króna. Meginskýringin eru kaup fé- lagsins á meirihluta í AKO/Plastos hf. í lok ársins 2000. Rekstrargjöld án afskrifta hækk- uðu um 35% milli ára og námu þau 1.307 milljónum króna á árinu 2001 samanborið við 966 milljónir króna Plastprent hf. með 76 milljóna tap                                                                                        !"!#$ %&&  $&  '!#(  '&)   #   *!& %*%  $* !#* !%+                                                    REKSTRARHAGNAÐUR sam- stæðu SR-mjöls hf. á síðasta ári nam tæpri 31 milljón króna eftir skatta. Árið 2000 var tap móðurfélagsins 799 milljónir króna, en í uppgjörinu var ekki tekið tillit til dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Í tilkynningu frá SR-mjöli hf. kem- ur fram að heildartekjur samstæð- unnar í fyrra námu 4.781 milljón króna en rekstrargjöld án afskrifta námu 3.640 milljónum króna. Afskrift- ir ársins námu 611 milljónum króna og fjármagnsgjöld námu samtals 594 milljónum króna. Gengistap samstæð- unnar nam um 514 milljónum króna en verðbreytingarfærsla nemur um 184 milljónum króna til tekna. Hrein framlegð utan afskrifta, þ.e. heildarvelta að frádregnu kostnaðar- verði seldra vara, nam 1.140 milljón- um á árinu, en rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 529 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var jákvætt um 744 milljónir króna. Velta móðurfélagsins hækkar um 23% milli ára, úr 3.665 milljónum árið 2000 í 4.523 árið 2001. Velta samstæð- unnar er hins vegar 4.781 milljón króna. Fjármagnsgjöld móðurfélagsins námu 545 milljónum króna umfram fjármunatekjur. Árið 2000 var sam- bærileg fjárhæð 368 milljónir. Meg- inbreytingin skýrist af mikilli lækkun krónunnar á síðasta ári. Eigið fé samstæðunnar nemur nú um 3.101 milljón króna og eiginfjár- hlutfall er 41%. Eiginfjárhlutfall í árs- lok 2000 var 47%. Heildarskuldir móðurfélagsins nema um 3.578 millj- ónum króna í árslok en þær námu 2.853 millj. kr árið áður. Meginhækk- un skulda er tilkomin vegna fjár- mögnunar á meiri afurðabirgðum. Veltufjármunir samstæðunnar í lok ársins námu 1.704 milljónum. Verksmiðjur SR-mjöls hf. tóku á móti 270 þúsund tonnum af hráefni en það er 78 þúsund tonnum minna en árið áður. Heildarframleiðsla mjöls nam um 51 þúsund tonnum og lýsis um 20 þúsund tonnum. Hagnaður samstæðu SR- mjöls 31 milljón króna                               ,                                                           -"&&& -")-!  &$-  '-&$   !*$ '!!#    *".&% *"$.-  !( .( )(+ '*(/(+ !     !        !                                            HAGNAÐUR Fiskmarkaðs Suður- nesja á síðasta ári nam 32,2 millj- ónum króna miðað við 7,2 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur jukust úr 277,6 milljónum í 403,6 milljónir eða um 45% og rekstrargjöld úr 270,6 milljónum í 331,3 milljónir eða um 22%. Eignir Fiskmarkaðs Suðurnesja í árslok voru 508,2 milljónir miðað við 275,6 milljónir í árslok 2000. Eigið fé í árslok var 205 milljónir miðað við 160 milljónir í árslok 2000. Eiginfjárhlutfall var 40,34% og lækkaði úr 58,04% frá fyrra ári. Veltufé frá rekstri nam 43,8 millj- ónum króna en það var neikvætt um 6,1 milljón árið 2000. Samstæðuársreikningur félags- ins fyrir árið 2001 hefur að geyma ársreikning félagsins og dóttur- félaga þess sem voru tvö í árslok, Íslandsmarkaður hf. og Mika ehf. Samstæðuársreikningur ársins 2000 samanstóð af ársreikningi fé- lagsins og þáverandi dótturfélög- um þess, Fiskmarkaði Hornafjarð- ar hf., Fiskmarkaðnum ehf. og Mika ehf. Í byrjun júlí sameinuðust Fisk- markaður Suðurnesja hf. og Fisk- markaðurinn ehf. og í lok ársins sameinuðust Fiskmarkaður Suður- nesja hf. og Fiskmarkaður Horna- fjarðar hf. Horfa ber á samanburð- artölur í ljósi samruna ársins auk innkomu Íslandsmarkaðar hf. í samstæðu félagsins, eins og Ragn- ar H. Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja, bendir á. Heildarverðmæti 4,3 milljarðar Fiskmarkaður Suðurnesja hf. rekur starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu: Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Hafnarfirði, Ísafirði, Bolungarvík og Höfn í Hornafirði. Á síðasta ári seldi Fiskmarkaður Suðurnesja hf. á þessum stöðum samtals 28.236 tonn að verðmæti 4,3 milljarðar. Meðalverð var 152,28 kr./kg. Aðalfundur félagsins var haldinn 14. mars sl. Nýja stjórn félagsins skipa Ellert Eiríksson, Sigurjón Jónsson, Andrés Guðmundsson, Þorsteinn Erlingsson og Einar Magnússon. Á aðalfundinum var samþykkt 15% arðgreiðsla vegna nýliðins rekstrarárs. Ellert tók við stjórnarfor- mennsku af Loga Þormóðssyni sem gegnt hafði því embætti í 15 ár. Stjórn og hluthafar þökkuðu Loga vel unnin störf fyrir félagið en hann var einn af brautryðjend- um í fiskmarkaðastarfsemi á Ís- landi. Á þeim 15 árum sem Logi var stjórnarformaður voru haldnir 144 stjórnarfundir og mætti Logi á 137 þeirra. Stærstu hluthafar Fiskmarkaðs Suðurnesja eru Þorbjörn-Fiskanes með 18,07%, Sigurjón Jónsson á 12,95% hlut, Bergþór Baldvinsson 7,87%, Logi Þormóðsson 6,90% og Vísir hf. með 4,24%. Aukinn hagnað- ur Fiskmarkaðs Suðurnesja ● HÖFUÐSTÖÐVAR OZ verða fluttar til Montreal í Kanada, en allir helstu samstarfsaðilar og viðskiptavinir fyr- irtækisins eru í Norður-Ameríku, að sögn Skúla Mogensen. Hann segir að ákveðinn þróunarhópur verði hjá fyrirtækinu á Íslandi en dregið verði verulega úr allri yfirbyggingu hér. Því muni starfsfólki OZ á Íslandi fækka en ekki sé ljóst á þessu stigi hve margir missi vinnuna hjá fyrirtækinu. OZ flytur til Kanada ● STJÓRNARFUNDUR Samtaka verslunarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna samkomulags sem Ríkissjóður, ásamt fleirum, hafa gert við Byko, Húsasmiðjuna og Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á hlutabréfum í Steinullarverksmiðj- unni hf. Í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunarinnar segir að frá sam- keppnislegu sjónarmiði sé ástandið á byggingavörumarkaði hér á landi mjög alvarlegt vegna þess að tvö fyr- irtæki hafi náð markaðsráðandi stöðu í sölu byggingarvara. „Munu framangreind kaup auka verulega hættu á enn sterkari markaðsstöðu nefndra fyrirtækja með þeim afleið- ingum sem það getur haft fyrir sam- keppnisstöðu annarra fyrirtækja á byggingavörumarkaði. Steinull er notuð við nánast allar bygginga- framkvæmdir. Við það að ofangreind fyrirtæki fá meirihluta í Steinull- arverksmiðjunni má búast við að smærri söluaðilum, sem í dag eru í viðskiptum við fyrirtækið, verði gert erfiðara fyrir að þjónusta sína við- skiptavini sem aftur leiðir til enn frekari markaðsráðandi stöðu ris- anna tveggja á þessum markaði. Samtök verslunarinnar vænta þess að Samkeppnisstofnun verði falið að rannsaka hvaða áhrif sala Stein- ullarverksmiðjunnar hf. hafi á sam- keppnislega stöðu á bygginga- vörumarkaði,“ segir í ályktun samtaka verslunarinnar. Áhrif af sölu Steinullarverk- smiðjunnar verði könnuð STUTTFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.