Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ STENDUR yfir vinna við hönnun nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ útfrá forsögn sem samþykkt var í íþrótta- og tómstundanefnd í janúar. Í forsögninni er gert ráð fyrir nýrri sundlaug 26 m x 12,5 m með hreyfanlegu skilrúmi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mosfellsbæjar. Gert er ráð fyrir að hægt verði að skipta sundlauginni í tvo hluta sem kemur til með að nýtast vel fyrir kennslu. Þá er gert ráð fyrir yfirbyggðri laug, 8 m x 16,75 m, sem sér- staklega verður nýtt til sund- kennslu yngri barna, ung- barnasunds og vatnsleikfimi. Heitir pottar með mismunandi hitastigi og nuddi verða settir upp og buslulaugar fyrir börn. Þá verður rennibrautum kom- ið fyrir, vatnsgufubaði og sauna með hvlíldarherbergi. Sólbaðsaðstaða verður úti og verður lögð áhersla á að úti- svæði verði hlýlegt. Allar gönguleiðir verða með mjúk- um gúmmíefnum. Þá eru rúm- góðir búningsklefar og útiklef- ar hluti að forsögninni. Ráðgert er að tillaga frá arki- tektum liggi fyrir um mánaða- mót apríl og maí. Verið að hanna nýja sundlaug Mosfellsbær ur nú sjálfstætt í París. Hann segist hafa fylgst náið með uppbyggingu bryggjuhverfis- ins sem hann hannaði í Reykjavík og mun gera það sama í Garðabænum. „Bæði þessi verk eru gerð þannig að ég sem höfundur þeirra fylgist með framkvæmd, frá upphafi þar til byggingarleyfi eru veitt. Byggingarleyfin fara í gegnum mig sem skipulags- hönnuð þar til þau eru lögð fyrir byggingarfulltrúa. Þetta verður til þess að viss tegund af heildarsvip myndast í hverf- inu. Í bryggjuhverfinu í Reykjavík finnst mér hafa tek- ist að mynda heildarsvip og ná fram ákveðnum fjölbreytileika í senn. Þetta er erfitt að gera nema að skipulagið og eftirlit hönnunar séu á einni hendi.“ Nálægðin við sjóinn Sveitarfélögin Hafnarfjörð- ur, Kópavogur, Garðabær og Reykjavík eru nú öll búin að láta skipuleggja strand- eða bryggjuhverfi. Þetta hefur gerst á allra síðustu árum þó að hverfi sem þessi hafi verið byggð erlendis í nokkra ára- tugi. „Á norðurslóðum hefur sjórinn aldrei verið álitinn annað en óvinur,“ segir Björn. „Hann er hættulegur og fólk vildi ekki búa alveg við hann.“ Björn segir að fá svæði séu eftir á höfuðborgarsvæðinu þar sem bryggjuhverfi gætu risið í framtíðinni. „Í skipulagi bryggjuhverfanna spilar nefnilega náttúruvernd stóran þátt. Hverfi þau sem ég hef unnið við eru eingöngu á svæðum þar sem landi og botni hefur áður verið spillt. Þar sem bryggjuhverfið er í Reykjavík var t.d. áður skipu- lagt pakkhúsahverfi við ströndina. Nú er þarna komin íbúðarbyggð sem ég vona að ég sé ekki einn um að finnast vistvæn.“ Deiliskipulagstillaga að strandhverfi með 560 íbúðum auk 200 íbúða fyrir aldraða við Arnarnesvog í Garðabæ er nú í kynningu. Hönnuður tillög- unnar er Björn Ólafs arkitekt sem einnig hannaði bryggju- hverfið í Reykjavík og það sem fyrirhugað er í Kópavogi. Skipulagssvæðið nær frá sjó vestan við Hraunsholtslækjar, að helgunarsvæði Vífilsstaða- vegar og meðfram því í átt að Gálgahrauni. Svæðið er á landi sem er að hluta er ósnortið land og verður það að mestu áfram en aðallega á iðnaðar- og hafnarsvæði sem búið er að leggja niður auk 2,5 hektara landfyllingar. Í tillögunni er gert ráð fyrir nær hreinni íbúðarbyggð, með smáum verslunar- og þjón- ustukjarna auk lítillar hafnar. Í tillögunni er eingöngu gert ráð fyrir fjölbýlishúsum. Hús- in verða langflest þrjár hæðir, hæstu húsin eru sex hæðir, en í þeim húsum verða íbúðir aldraðra. Athafnasvæði breytt í íbúðarbyggð „Hugmyndirnar byggjast á því að nota land sem var áður iðnaðarsvæði og breyta því í íbúðarsvæði við sjóinn og nota nærveru sjávarins sem allra best,“ segir Björn um hönnun strandhverfisins við Arnar- nesvoginn. „Við gerum það með því að leyfa fólki að sjá út á sjóinn úr íbúðum sínum og einnig halda ströndinni ósnortinni. Göngustígur verð- ur lagður meðfram allri ströndinni. Þá verður hafnar- aðstaða fyrir um 20–30 smá- báta. Við vonum að í kringum hana verði minniháttar þjón- usta, veitingahús, klúbbar og slíkt.“ Björn segir að erlendis hafi víða gömul iðnaðar- og hafnarsvæði gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. „Í París hafa til dæmis stór svæði við járnbrautirnar verið tekin og þeim breytt í íbúðarbyggð eða lögð undir skrifstofur og þjón- ustu. Þetta byggist á því að breyta landnotkun sem er orð- in úrelt. Hér á landi er að ger- ast slíkt hið sama, líka á svæð- um sem eru ekki við ströndina, ég nefni sem dæmi þá upp- byggingu sem á sér nú stað í Borgartúninu í Reykjavík.“ Ósnortin strönd og landfylling Svæðið er að hluta ósnortin strönd sem verður látin halda sér. „Vestanmegin í Arnarnes- voginum í framhaldi af Gálga- hrauni er mjög falleg ósnortin strönd. Hún er mjög sérstök, þar er mikil grágrýtisklöpp sem nær langt út á sjóinn. Í fjörunni er mikill þanggróður og ströndin öll mjög falleg. Við þessari strönd hreyfum við alls ekki.“ Landfyllingin er hugsuð sem framhald af tanganum þar sem gamla höfnin er nú og athafnasvæði Stálvíkur var allt til ársins 1989. Upphafleg- ar hugmyndir gerðu ráð fyrir mun stærri landfyllingu. Mikil umræða hefur staðið um strandhverfið og raddir heyrst um að með byggingu hverf- isins á þessum stað væri verið að fremja umhverfisspjöll. „Þessi umræða hefur verið jákvæð,“ segir Björn. „Komið hefur verið til móts við þau sjónarmið sem fram hafa komið, hefur landfyllingin ver- ið minnkuð og yfirbragð, hæð- ir og þök húsa vandlega hönn- uð þannig að útsýni breytist sem minnst frá næstu hverf- um. Í heild er hverfið því nú orðið mjög kurteist í landslag- inu.“ Björn hefur verið búsettur í Frakklandi í mörg ár og vinn- Deiliskipulagstillaga að strandhverfi við Arnarnesvog í kynningu Samkvæmt deiliskipulagstillögu strandhverfis við Arnarnesvog í Garðabæ verða 760 íbúðir í hverfinu. Landfylling er mun minni en gert var ráð fyrir í upp- haflegum tillögum. Göngustígar verða meðfram ströndinni sem haldið verður ósnortinni. Að sættast við sjóinn Garðabær MEÐ RANNSAKANDI augum röltu börn um fjör- una við Ægissíðu á laug- ardaginn í þeirri von að koma auga á egg. Þarna var ekki um að ræða eggjatínslu með hefð- bundnum hætti enda fátt um hreiðrin enn sem kom- ið er, heldur var harðsoð- inna, skreyttra eggja leit- að undir steinum í flæðamálinu og bak við þúfur. Eggin voru ættuð frá Svínabúinu í Brautar- holti og skreyttu stjórn- armenn Félags sjálfstæð- ismanna í Nes- og Mela- hverfi þau fyrir börnin. Þetta er í þriðja skiptið sem félagið stendur fyrir slíkri uppákomu. Eggja leitað á Ægissíðu Vesturbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Er þarna lítil kisa að verða til? Eða kannski blíðlyndur hvolpur? kart-bíla og fara smárúnt um Ægissíðuna. Björn Bjarnason, fyrr- verandi menntamálaráð- herra og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga í vor, ávarpaði börnin og foreldra þeirra. Þá tók Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness lagið og hvatti tónlistin börnin til dáða í eggjaleitinni. Krakkarnir voru hrifnir af hestunum og nokkrir þeirra brugðu sér á bak eftir að páskaeggjaleitinni lauk. Þau börn sem fundu egg fengu síðan girnileg páskaegg að launum sem voru vel þegin. Ýmislegt annað var við að vera fyrir börnin, hægt var að bregða sér á hest- bak og mörg létu verða af því að fara í gervi indjána, katta eða hunda því boðið var upp á andlitsmálun. Á göngustígum var svo hægt að setjast undir stýri Go-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.