Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS Í DAG s. 588 4477 eða 899 9271 www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Glæsileg 126 fm endaíbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Húsið nýlega viðgert og málað, nýleg gólfefni. Þvottahús innan íbúðar. Björt og vel skipulögð eign. Þrjú rúmgóð herbergi á efri hæð, tvö baðherbergi og stórar stofur á neðri hæð. Skammt frá skólum og annarri þjónustu. Verð 14,1m. Áhv. 7,0 m.húsbr. Grétar og Guðrún taka á móti gestum í dag frá kl. 19-21 VALLARHÚS 13, ÍB. 0204. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta við að gera ráð fyrir nýrri aðkomu að leikskólanum Garðaseli í Kefla- vík um Heiðargarð. Aðkoman verð- ur um Hólmgarð eins og verið hef- ur. Íbúar við Heiðargarð og Miðgarð mótmæltu kröftuglega hugmynd- um bæjaryfirvalda um að gera ráð fyrir aðkomu um Heiðargarð vegna stækkunar leikskólans sem nú stendur fyrir dyrum. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar hefur fallist á rök íbúanna. Fallið frá aðkomu um Heiðargarð Keflavík BERGLIND Óskarsdóttir, 18 ára stúlka úr Keflavík, er fegurð- ardrottning Suðurnesja 2002. Hún var kjörin úr hópi átján stúlkna við athöfn sem fram fór við Bláa lónið á laugardagskvöld. Önnur í kjörinu varð Snjólaug Þorsteinsdóttir, tvítug Njarðvík- urmær, og Vala Rún Vilhjálms- dóttir, 18 ára Keflavíkingur, varð í því þriðja. Auk þess að vinna í keppninni var Berglind útnefnd K-sport stúlkan, Gallerý förðun stúlkan og Bláa lóns stúlkan. Tvítug stúlka úr Grindavík, Kristjana Arnars- dóttir, var kjörin ljósmyndafyr- irsæta Suðurnesja og Ólöf Daðey Pétursdóttir, sem er 19 ára og einnig úr Grindavík, var valin vin- sælasta stúlka keppninnar. Svanhildur Hermannsdóttir, fegurðardrottning Suðurnesja 2001, krýndi arftaka sinn og nauð við það aðstoðar Hrund Ottós- dóttur sem einnig keppti í fyrra. Kjörin fegurð- ardrottning Suðurnesja Bláa lónið Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson HVÍTA liðið sigraði í árlegu starfs- hlaupi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfshlaupið er boðhlaup milli liða og er keppt í flestum þeim greinum sem kenndar eru við skólann auk þess sem ýmiss konar þrautir eru lagðar fyrir þátttakendur. Hið árlega starfshlaup er eitt af sérkennum Fjölbrautaskóla Suð- urnesja í Keflavík. Í ár tóku níu lið þátt. Í hverju liði voru um 40–50 keppendur og 20 manna klapplið. Hlaupið hófst í íþróttahúsinu þar sem meðal annars var keppt í reip- togi, stultuhlaupi og pokahlaupi. Síðan var synt og hlaupið og að lokum barst leikurinn inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslu- stofa og leystu verkefni, auk þess sem þeir þurftu að leysa þrautir á göngunum. Keppninni lauk á sal þar sem liðin lögðu á borð, döns- uðu, sungu og léku. Einn af há- punktum dagsins var síðan kappát þar sem hvert lið fékk kennara til að taka þátt fyrir sína hönd. Mikið líf og fjör var í skólanum síðastliðinn föstudag á meðan á keppni stóð enda var skemmtunin í fyrirrúmi hjá nemendum og starfs- fólki skólans, segir frétt á heima- síðu Fjölbrautaskólans. Hvíta liðið sigraði í starfs- hlaupi Keppt var í flestum þeim greinum sem kenndar eru í FSS. Keflavík Fjölmennt klapplið fylgdi hverju liði en ekki gátu allir unnið. SAMÞYKKT aðalfundar Sparisjóðs- ins í Keflavík um að ljúka undirbún- ingi og gerð tillagna um að breyta sjóðnum í hlutafélag er fyrsta skref- ið af mörgum sem stigið er í átt að formbreytingu á rekstri fyrirtækis- ins. Fleiri sparisjóðir eru farnir að huga að hliðstæðum breytingum en Sparisjóðurinn í Keflavík er að vinna brautryðjendastarf og gæti orðið fyrsti sparisjóðurinn með hf. fyrir aftan nafn sitt ef áætlanir ganga eft- ir. „Við erum með ágætan rekstur og getum sjálfsagt starfrækt sparisjóð- inn áfram með góðu móti í núverandi rekstrarformi, að minnsta kosti næstu árin. Vinnan við að breyta fé- lagsforminu miðast að því að byggja undir sparisjóðinn til framtíðar, þannig að hann geti lifað sem lengst svæðinu til hagsbóta,“ segir Geir- mundur Kristinsson, sparisjóðs- stjóri í Keflavík, fyrst þegar hann er spurður út í ástæður fyrirhugaðra breytinga. Hann tekur fram að breytingunni fylgi bæði kostir og gallar en telur sóknarfærin sem fel- ast í hlutafélagsforminu vega þyngra. Þrengt að sparisjóðum Geirmundur segir að með nýjum reglum og tilmælum sé nokkuð þrengt að bönkum og sparisjóðum. Nefnir hann í því sambandi að þótt lög kveði um 8% lágmark eigin fjár sé mælst til þess, með tilliti til áhættu sem er samfara rekstri fjár- málafyrirtækja, að eiginfjárhlutfall þeirra sé 10%. Þá séu bankar og sparisjóðir nú skyldaðir til að draga eignarhluta í öðrum fjármálafyrir- tækjum að fullu frá eignum sínum við útreikning eiginfjárhlutfalls. Það hafi slæm áhrif á möguleika spari- sjóðanna til að vaxa og dafna þar sem margir þeirra eigi miklar eignir í öðrum fjármálafyrirtækjum, eins og Kaupþingi. Segir Geirmundur ljóst að þessar breyttu reglur komi í veg fyrir að sparisjóðurinn auki um- svif sín um 15–20% á ári, eins og á undanförnum árum. Hann segir einnig að reynslan sýni að sparnaður landsmanna skili sér ekki nema að litlu leyti inn í banka og sparisjóði. Stærsti hlutinn sé í lögbundnum framlögum í lífeyr- issjóði og telji margir að það sé næg- ur sparnaður. Bankar og sparisjóðir þurfi því að fjármagna útlán sín og aukna starfsemi með lántökum. Til að fá góð kjör á slíkum lánum verði afkoma fjármálastofnana að vera góð og eiginfjárhlutfall hátt. Því þurfi sparisjóðir eins og aðrar fjár- málastofnanir að geta aukið eigið fé sitt, þegar þær þurfi á að halda. Geirmundur segir að hægt sé að bregðast við með ýmsu móti. Mögu- legt sé að draga saman seglin, selja frá sér dótturfyrirtæki eða taka víkj- andi lán, en allt séu það bráðabirgða- lausnir. Eina lausnin til framtíðar sé að gefa út stofnfé eða hlutafé. Fólk þekkir hlutabréf Segir Geirmundur að Sparisjóður- inn í Keflavík hafi gefið út stofnfé til að auka eigið fé sitt. Útgáfa hlutafjár hafi hins vegar marga kosti umfram stofnféð og þess vegna sé verið að vinna að breytingu á sparisjóðnum í hlutafélag. Nefnir hann að almenn- ingur þekki hlutabréf betur en stofn- fjárbréf og auðveldara sé að selja þau á markaðsgengi. Einnig sé auð- veldara fyrir sparisjóðinn að auka hlutafé sitt, eftir því sem þörf er á. Geirmundur segir nauðsynlegt að vekja athygli á þeim eiginleikum hlutafélagsformsins að inn í félagið geti komið hluthafar sem vilji breyta um áherslur í rekstri og átök geti hugsanlega orðið um völd, eins og dæmin sanni. Í því sambandi vekur sparisjóðsstjórinn athygli á því að í lögum um hlutafélagavæðingu spari- sjóða sé ákvæði sem takmarkar at- kvæðisrétt einstakra hluthafa við 5% af atkvæðamagni, með sama hætti og nú sé hjá stofnfjáreigendum sparisjóða. Þá segir hann að sjálfs- eignarstofnunin sem í upphafi mun eiga meirihluta hlutafjár sé bundin starfssvæði sparisjóðsins og myndi hlutverk hennar ekki breytast þótt hlutafélagið kynni að taka breyting- um, til dæmis með samruna við aðra sparisjóði eða fjármálastofnanir. Hann segir að þótt sameining við aðrar fjármálastofnanir sé ekki á döfinni nú sé augljóst að nýtt rekstr- arform auðveldi sameiningu spari- sjóða og nauðsynlegt sé að vera op- inn fyrir slíku í framtíðinni. Dregur til tíðinda í haust Lögin sem heimila sparisjóðum að færa rekstur sinn í hlutafélög voru samþykkt í vor og er starfið hjá Sparisjóðnum í Keflavík því braut- ryðjendavinna. Geirmundur segir að í mörg horn sé að líta í þessu efni. Fyrst verði fengnir óháðir aðilar til að meta markaðsvirði sparisjóðsins og stofnað hlutafélag sem sparisjóð- urinn muni síðan sameinast, ef af breytingu verður. Jafnframt þarf að vinna að lausn á ýmsum verkefnum, til dæmis í tengslum við núverandi eignaraðild. Lögin gera ráð fyrir því að stofnfjár- eign breytist í hlutafé og að stofnuð verði sjálfseignarstofnun sem eign- ist þann hluta eigin fjár sparisjóðsins sem stofnfjáreigendur eiga ekki. Að mati Geirmundar er möguleg upp- hafsstaða sjálfseignarstofnunarinn- ar um 70% hlutafjár á móti 30% hlut núverandi stofnfjáreigenda. Það hlutfall muni hins vegar minnka smám saman með auknu hlutafé, nema sjálfseignarstofnunin auki hlutafé sitt til samræmis við aðra hlutahafa. Fimm manna stjórn fer með hlut sjálfseignarstofnunarinnar og henni er meðal annars ætlað að styðja við menningarstarfsemi á svæðinu. Vinnuáætlun stjórnenda spari- sjóðsins miðast að því að undirbún- ingi og gerð tillagna verði lokið fyrir 1. október næstkomandi þannig að þá verði hægt að taka endanlega af- stöðu til málsins og stofna Sparisjóð- inn í Keflavík hf. Geirmundur leggur þó áherslu á að tímasetningin fari eftir markaðsaðstæðum. Sömu sögu er að segja um skráningu hins nýja félags í kauphöll, markmiðið hljóti að fara með bréfin á almennan hluta- bréfamarkað þegar það verði talið hagkvæmt. „Verðmæti sparisjóðsins felast að miklu leyti í trausti viðskiptavinanna og í góðu starfsfólki. Munum við að sjálfsögðu taka tilltit til þeirra við þessa breytingu,“ segir Geirmundur Kristinsson. Byggjum und- ir sparisjóðinn til framtíðar Keflavík Ljósmynd/Páll Ketilsson Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og starfsfólk hans vinnur að undirbúningi stofnunar hlutafélags um rekstur Sparisjóðsins í Keflavík. Stefnt er að stofnun hlutafélags um Sparisjóðinn í Keflavík á haustmánuðum ♦ ♦ ♦ KRISTJÁN Gunnarsson var kosinn formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Með honum í stjórn eru Andrea Gunnarsdóttir, Brynjar Harðarson, Sigurður H. Ólafsson og Vilhjálmur Skarphéðinsson. Til vara eru Björn Herbert Guðbjörnsson og Stefán Ólafsson. Kristján formaður Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.