Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Engar áhyggjur, foringi, Finnur frækni verður ekki lengi að finna ríka álara,
þegar ég verð búin að dusta af honum rykið.
VERIÐ er að ljúka við byggingu
átta nýrra gistihúsa við Hótel Geysi.
Verða húsin þá alls 12 en þau eru öll
parhús og geta þá gist þar alls 24
auk gistirýmisins sem er í hót-
elbyggingunni.
Í tveimur nýju húsanna verða
nuddpottar. Gert er ráð fyrir að
smíði nýju húsanna ljúki í byrjun
næsta mánaðar. Már Sigurðsson
hóteleigandi tjáði Morgunblaðinu að
fyrirhuguð væri einnig stækkun á
hótelbyggingunni. Verður reist við-
bygging norðan við núverandi hús
og við það stækkar matsalur hótels-
ins. Verður þá unnt að fjölga mat-
argestum og geta þá þúsund manns
setið til borðs í senn í stað 750 nú.
Ný gistihús
við Hótel
Geysi
Morgunblaðið/jt
Ráðstefna um þjóðareign og þjóðlendur
Fjallað um
áleitin hugtök
VEGNA umræðu íþjóðfélaginu umþjóðlendur hin
seinni misseri og ekki síst
vegna úrskurða sem
óbyggðanefnd hefur fellt
verður efnt til ráðstefnu
þar sem þau mál verða öll
tekin fyrir. Fundarstjóri
ráðstefnunar er Björg
Thorarensen prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands.
Hún svaraði nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins.
Á hvers vegum er ráð-
stefnan, hvenær er hún og
hvar?
„Lagastofnun Háskóla
Íslands stendur fyrir ráð-
stefnunni sem verður hald-
in á morgun, fimmtudag-
inn 12.apríl, í A-sal Hótels
Sögu frá klukkan 14 til 17.30.“
Hverjar eru helstu áherslur
ráðstefnunar?
„Viðfangsefni ráðstefnunar er
að fjalla um merkingu hugtakanna
þjóðareign og þjóðlendur og þar
með hvetja til almennrar umræðu
um þetta efni á breiðum grund-
velli, enda miklir þjóðhagslegir
hagsmunir í húfi. Vægi þessara
hugtaka hefur vaxið verulega á
síðustu árum í opinberri umræðu
auk þess sem hugtakið þjóðlendur
hefur fengið ákveðna réttarlega
þýðingu sem reyndi á í nýlegum
úrskurðum óbyggðanefndar.
Þessi hugtök eru sérstaklega mik-
ilvæg í tengslum við nýtingu nátt-
úruauðlinda, hvernig eigi að skil-
greina eignarrétt að slíkum
auðlindum og hvernig verði hægt
að nýta þær þannig að þjóðinni
verði tryggð hlutdeild í arði sem
skapast af slíkri nýtingu. Hafa
umræður um nýtingu nytjastofna
á Íslandsmiðum og íslenska fisk-
veiðistjórnunarkerfið verið mjög
áberandi, þótt það sé aðeins hluti
af þeim sameiginlegu náttúruauð-
lindum sem gætu talist til þjóðar-
eignar, s.s. vatnsafl, jarðhiti og
auðlindir á eða undir sjávarbotni.“
Verða þarna „með“ og „á móti“
deilur?
„Efnistök á ráðstefnunni verða
tvenns konar. Á fyrri hluta hennar
verður fjallað um heildartillögur
um meðferð þjóðareigna sem auð-
lindanefnd setti fram í ítarlegri
lokaskýrslu sinni haustið 2000.
Hlutverk hennar var annars vegar
að fjalla um nýtingu auðlinda sem
eru eða kunna að verða þjóðar-
eign, skilgreiningu þessara auð-
linda og hvernig skuli með þær
farið. Hins vegar fjallaði nefndin
um gjaldtöku af þessum auðlind-
um til þess að standa undir rann-
sóknum á þeim og stuðla að vernd
og sjálfbærri nýtingu þeirra, svo
og til að tryggja að afrakstur sam-
eiginlegra auðlinda skili sér á rétt-
mætan hátt til þeirra sem hags-
muna hafa að gæta.
Nefndin taldi að brýnt væri að
móta samræmda stefnu og stjórn
á nýtingu náttúruauð-
linda á Íslandi og skapa
heilsteyptan laga-
ramma um hlutverk og
ábyrgð ríkisins á ráð-
stöfun og nýtingu
þeirra. Lagði nefndin
til að nýtt ákvæði bætt-
ist við stjórnarskrána þar sem
lagðar yrðu meginlínur um með-
ferð þjóðareigna. Þar verði skil-
greint að náttúruauðlindir og
landsréttindi sem ekki eru háð
eignarrétti verði þjóðareign eftir
nánari fyrirmælum í almennri lög-
gjöf, en jafnframt verði skýrt tekið
fram að slíkar auðlindir megi ekki
selja eða láta varanlega af hendi til
einstaklinga eða lögaðila.“
Geta menn átt von á einhverjum
nýjum gögnum og upplýsingum á
ráðstefnunni?
„Eiríkur Tómasson lagapró-
fessor og Ragnar Árnason
hagfræðiprófessor sem áttu sæti í
auðlindanefnd fjalla um tillögur
hennar. Mun Eiríkur reifa nánar
markmið slíks stjórnarákvæðis, en
Ragnar varpar fram hugmyndum
um hugsanlega hagræna ókosti
þessa fyrirkomulags, t.d. hvort
heppilegra sé að fara í gagnstæða
átt og færa þjóðlendur nær einka-
eign í ljósi kenninga um að sér-
eignaréttur sé þjóðhagslega hag-
kvæmasta eignaréttarskipanin.
Á síðari hluta ráðstefnunar
verður sjónum beint sérstaklega
að sviði þar sem mikilvægur
áfangi hefur náðst við skilgrein-
ingu eignarhalds á náttúruauð-
lindum, með lögum nr. 58/1998 um
þjóðlendur og ákvörðun marka
eignarlanda, þjóðlendna og af-
rétta. Samkvæmt lögunum telst til
þjóðlendna allt land sem ekki er
háð einkarétti og jafnframt er ís-
lenska ríkið lýst eigandi slíks
lands og hvers konar réttinda og
hlunninda sem því fylgir þótt ein-
staklingar og lögaðilar kunni að
eiga þar takmörkuð eignarrétt-
indi, t.d. afnotarétt.
Þorgeir Örlygsson ráðuneytis-
stjóri iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins fjallar um að-
draganda að setningu
þjóðlendulaganna og
markmið þeirra, svo og
hver er eignaréttarleg
staða þjóðlendu.
Í ljósi þeirrar óvissu
sem ríkir víða um mörk
þjóðlendna og landa sem háð eru
einkaeignarétti er sjálfstæðri
stjórnsýslunefnd, óbyggðanefnd,
falið að skera úr um mörk þjóð-
lendna og eignarlanda.
Ljóst er að skoðanir landeig-
enda og ríkisins um þessi mörk
fara ekki alltaf saman, sérstaklega
á svæðum sem nýtt hafa verið sem
afréttir í uppsveitum um margra
alda skeið.
Björg Thorarensen
Björg Thorarensen fæddist í
Reykjavík 1966. Stúdent frá MR
1985. Lagapróf frá HÍ 1991.
Fulltrúi í dóms- og kirkju-
málaráðuneyti 1991-92, lauk
M.Sc. í lögum frá Edinborgarhá-
skóla í stjórnskipunarrétti og
mannréttindum 1993. Stunda-
kennari í þeirri grein við HÍ til
2002, lögfr. í dómsmálaráðuneyt-
inu frá 1995 og skrifstofustjóri
löggæslu- og dómsmálaskrif-
stofu 1996-2002. Prófessor við
lagadeild HÍ frá mars 2002. Maki
Markús Sigurbjörnsson hæsta-
réttardómari og eiga þau þrjú
börn, Ingunni E, Sigurbjörn og
Þorstein.
Víða óvissa
um mörk
þjóðlendna og
eignarlanda
LÖGREGLAN á Patreksfirði rann-
sakar þjófnað á um 1.800 lítrum af
bensíni úr geymum við Flókalund á
Barðaströnd í janúar s.l.
Lásar voru brotnir af bensíntankn-
um og bensíninu dælt af. Hluti þess
fannst fyrir nokkru í skúr þar sem
það var geymt í tunnum undan grá-
sleppuhrognum og í smjörsýrubrús-
um. Lögreglan á Patreksfirði hefur
eiganda skúrsins ekki grunaðan um-
fram aðra og að hennar sögn liggur
enginn sérstakur undir grun í málinu.
Leitað að
stolnu bensíni
♦ ♦ ♦