Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 1
83. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. APRÍL 2002 OLÍUVERÐ lækkaði nokkuð í gær er ljóst var orðið, að Íranar og Líb- ýumenn ætluðu ekki að fara að dæmi Íraka og draga úr framleiðslunni. Ali Rodriguez, framkvæmdastjóri OPEC, Samtaka olíuframleiðslu- ríkja, sagði í gær, að þau væru and- víg því að beita olíuvopninu svokall- aða vegna hernaðar Ísraela í Palestínu en auk þess var búist við, að Sádi-Arabía og önnur OPEC-ríki myndu auka framleiðsluna kæmi til einhvers skorts á markaði. Einnig var talið, að ríki utan OPEC, til dæmis Rússland, Mexíkó og Noreg- ur, myndu gera slíkt hið sama. Verð á Brent-olíu lækkaði í gær um 92 sent og var þá 26,10 dollarar. Olíuvopni ekki beitt London. AP. VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands og Gerhard Schröder Þýska- landskanslari, hafa leyst áralangar deilur um óuppgerðar skuldir frá tímum Austur-Þýskalands gamla sem varð hluti sambandslýðveldis- ins þýska árið 1990. Munu Rússar greiða Þjóðverjum 500 milljónir evra, um 43 milljarða króna. Einnig náðist samkomulag um að Þjóðverj- ar styddu aukin áhrif Rússa í starfi Atlantshafsbandalagsins, NATO. Tveggja daga fundi leiðtoganna lauk í Þýskalandi í gær. Schröder hrósaði Rússum fyrir að hafa und- anfarin ár greitt skilvíslega af er- lendum skuldum. Taldi hann líklegt að vegna þessa yrði hægt að ná fjöl- þjóðlegum samningum um lánsfrest vegna skuldanna frá sovétskeiðinu sem alls eru um 48 milljarðar Bandaríkjadollara. Bætt samskipti við NATO Embættismenn í aðalstöðvum NATO í Brussel segja að vel gangi að semja við Rússa um aukna þátt- töku þeirra í störfum bandalagsins en samningur um nýtt samstarfsráð NATO og Rússa verður til umfjöll- unar á fundi utanríkisráðherra bandalagsins og Rússlands í Reykjavík í maí. Schröder sagði á blaðamannafundi í gær að vænt- ingar Pútíns um bætt samskipti við bandalagið væru „réttlætanlegar“. Rússneski forsetinn sagði að leyfa ætti Rússum að taka þátt í að móta ákvarðanir á vegum banda- lagsins og fylgja þeim eftir. Hann nefndi að samvinna gæti tekist á sviði baráttu gegn hermdarverkum og tilrauna til að hindra frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. En Pútín tók skýrt fram að Rússar væru ekki að fara fram á neitunarvald í mál- efnum NATO. Weimar, Brussel. AP. Schröder og Pútín semja um skuldir YASSER Arafat er leiðtogi palestínsku þjóðar- innar og gegnir lykilhlutverki í tilraunum til að koma á vopnahléi í átökum Palestínumanna og Ísraela, að sögn Colins Powells, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í gær. „Það er mikilvægt fyrir mig að hitta Arafat að máli ... palestínska þjóðin og arabískir leiðtogar sem ég hef hitt síð- ustu daga telja að hann sé viðmælandi sem Ísr- aelar hljóti að ræða við þegar sá tími rennur upp,“ sagði ráðherrann sem hyggst hitta Arafat í byrgi leiðtogans í Ramallah á laugardag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur harmað þá ákvörðun Powells en mun ekki koma í veg fyr- ir fundinn. Ísraelski leiðtoginn sagði í gær að her- inn myndi halda áfram að ráðast gegn vopnuðum flokkum Palestínumanna þar til þeir hefðu verið yfirbugaðir, hvað sem liði þrýstingi Bandaríkja- manna. Colin Powell, spænski utanríkisráðherrann Josep Pique og talsmenn Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær í Madrid og hvöttu til þess að bundinn yrði endi á ofbeldið. Voru Ísr- aelar hvattir til að draga her sinn umsvifalaust frá svæðum Palestínumanna en einnig sagt að Arafat ætti að halda aftur af hryðjuverkamönn- um. „Hryðjuverk, þar á meðal sjálfsmorðsárásir, eru ólögleg og siðlaus,“ sögðu talsmennirnir. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, gagnrýndi stjórn Sharons með mun harkalegra orðalagi en notað var í yfirlýsingunni og sagðist „skelfingu lostinn“ yfir ástandinu sem nú ríkti á hernumdu svæð- unum vegna árása Ísraelshers. Þing ESB sam- þykkti í gær ályktun um að stöðva viðskipti við Ísrael en samþykktin er ekki bindandi. Sjálfsmorðsárás í Haifa Palestínskur sjálfsmorðingi úr Hamas-samtök- unum sprengdi sig í strætisvagni í gærmorgun í Haifa í Ísrael og tók átta óbreytta, ísraelska borgara með sér í dauðann. Ari Fleischer, tals- maður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði að árásin sýndi hve brýnt væri að báðir aðilar reyndu að koma á friði. Fleischer sagði hins veg- ar að forsetinn efaðist um að Arafat myndi grípa til nauðsynlegra aðgerða í þá veru. Enn sátu ísraelskir hermenn í gær um Fæð- ingarkirkjuna í Betlehem en þar hefur hópur vopnaðra Palestínumanna leitað skjóls í einum hluta kirkjunnar. Skotið var á armenskan munk við kirkjuna í gær og hann særðist illa, deiluað- ilar kenndu hvor öðrum um árásina. Prestur á staðnum, David Jaeger, sagði ástandið mjög slæmt og hætta væri á að til blóðugra bardaga kæmi, hvorki væri vatn né rafmagn í umsetna hlutanum. Lögð var fram sáttatillaga um að pal- estínsku vígamennirnir fengju að fara í friði til Gaza en ekki var ljóst hvort hún yrði samþykkt. Um 300 Palestínumenn, þ.á m. konur og börn, gáfust í gær upp í Jenin-flóttamannabúðunum á norðurhluta Vesturbakkans en þar hafa átökin verið einna hörðust. Um 13.000 manns bjuggu í Jenin en flestir hafa flúið hana og talsmenn Pal- estínustjórnar saka Ísraela um að varpa fórn- arlömbum átakanna í fjöldagrafir. Talið er að hundruð Palestínumanna hafa fallið síðustu daga auk a.m.k. 28 ísraelskra hermanna. AP Palestínskir karlmenn og unglingsdrengir með bundnar hendur í húsagarði við Al Ain-flóttamannabúðirnar í Nablus á Vesturbakkanum í gær. Hermenn notuðu gjallarhorn til að hvetja Palestínumenn til að gefast upp. Powell leggur áherslu á mikilvægi Arafats Varað við blóðugum átökum við Fæðing- arkirkjuna í Betlehem Madrid, Jerúsalem, Jenin, Ramallah. AP, AFP.  Martröð/24 ♦ ♦ ♦ BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur opinberlega sagt Ísraelum að þeim beri að kalla herlið sitt „án tafar“ frá heimastjórnar- svæðum Palestínumanna en um leið hafa talsmenn stjórn- arinnar látið í veðri vaka í einkasamtölum við Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, að hann geti smám saman dregið úr aðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum. Bandaríska blaðið The Boston Globe hafði þetta eftir tveim bandarískum embættismönnum í gær. Hvor- ugur vildi láta nafns síns getið. Óformlegt samkomulag var um, að Sharon myndi hefja um- talsverðan brottflutning herja frá svæðum Palestínumanna um sama leyti og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kæmi til Jerúsalem, að sögn heimildarmannanna. Þeir sögðu að Bandaríkja- stjórn liti ekki á aðgerðir Ísr- aela sem ögrun við George W. Bush forseta. „Sharon veit hversu langt hann má ganga.“ Ekki að hlusta Embættismaður í varnar- málaráðuneytinu sagði að Mið- Austurlandaför Powells hefði beinlínis verið hagað þannig „að Sharon fengi meiri tíma“. Annar embættismaður stað- festi þetta. „Ísraelar eru ekki fyrst og fremst að hlusta á það sem við segjum, heldur fremur fylgjast með því sem við ger- um.“ Reynt að kaupa Sharon tíma?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.