Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 45 Mig langar til að minnast hennar Nöbbu afasystur minnar með nokkr- um orðum. Hún hét fullu nafni Ingigerður Salóme Guðbrandsdóttir. Nabba var föðursystir mömmu. Þar sem mamma var skírð Ingigerður í höf- uðið á langömmu sinni og föðursyst- ur sinni fór hún sem barn að kalla frænku sína Nöbbu og þannig ól- umst við systkinin upp við Nöbbu ✝ Ingigerður Sal-óme Guðbrands- dóttir fæddist í Reykjavík 6. nóvem- ber 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Jóhannes Jónasson frá Sól- heimum í Laxárdal og Guðrún Helga Jónsdóttir frá Hömr- um í Laxárdal. Ingi- gerður ólst upp í stórum systkinahópi; Ásta Guðrún, Ingólfur, Jón, Elín, Kristín (lést barn að aldri), Eyjólf- ur, Jónas og Guðbrandur Gunnar. Jónas er einn eftir á lífi. Útför Ingigerðar fór fram frá Fossvogskirkju 2. apríl. nafnið. Það voru náin og falleg tengsl á milli mömmu og hennar sem ég var svo lánsöm að fá að upplifa og læra af. Þegar dóttir mín fædd- ist skírði ég hana Ingi- gerði í höfuðið á mömmu og Nöbbu. Mér þykir einstaklega vænt um þetta sterka nafn því ég veit að kon- urnar í fjölskyldunni sem hafa borið það hafa verið sannar og hlýjar manneskjur. Ég á mína fyrstu minningu um Nöbbu frá því að ég var um það bil þriggja ára. Þetta er skýr hugarmynd af heimili hennar, langafa og langömmu í Glaðheimun- um. Ég sit í stofunni og held í hönd- ina á Guðrúnu langömmu minni sem þá lá fyrir dauðanum. Nabba frænka gengur þreytuleg milli stofunnar og eldhússins að ná í kaffi og meðlæti fyrir gestina. Hún sest ekki niður hjá okkur heldur passar upp á að engan vanhagi um neitt. Það er engin tilviljun að mín fyrsta minning af henni Nöbbu minni sé á þennan veg þar sem líf hennar sner- ist að langmestu leyti um að hugsa um aðra, aldraða foreldra sína og svo urðu systkinabörnin mörgu hennar umhyggju aðnjótandi. Þau hafa efa- laust skynjað, eins og ég átti seinna eftir að skynja, þá hlýju og velvild sem streymdi frá henni. Börn eru nefnilega oft fljót að átta sig á innra eðli fullorðna fólksins sem í kringum þau eru. Og Nabba var svo sannar- lega barngóð manneskja. Hún tók alltaf á móti mér með opnum örmum og hlýju brosi. Það brást aldrei að hún leiddi mig með sér að litlu komp- unni þar sem hún geymdi ýmislegt góðgæti og gaf mér eitthvað gotterí. Mér fannst alltaf jafnspennandi að gægjast þangað inn með henni því að í barnsaugunum var þarna að finna hinn mesta fjársjóð. Nabba sá líka alltaf til þess að eiga eitthvað gott handa fólkinu sínu sem kom í heimsókn til hennar. Ég held að hún hafi tjáð væntumþykju sína á þessa leið. Það kom alltaf þetta blik í augun á henni þegar hún sá börn, andlit hennar bókstaflega ljómaði upp og alveg fram á síðasta dag. Hlý- legt viðmót hennar kallaði á gagn- kvæma hlýju frá þeim börnum sem í kringum hana voru. Þrátt fyrir mikil veikindi sýndi hún þessi viðbrögð þegar ég kom með dóttur mína, litlu Nöbbu hennar í heimsókn á Skjól. Mér finnst það tómleg tilhugsun að nú sé þeim heimsóknum lokið. En ég er ekki í vafa um að henni líður betur þar sem hún er núna. Ég sé hana fyr- ir mér á fallegum stað þar sem hún er umvafin sínu fólki. Stað þar sem Jón bróðir hennar og afi minn um- vefur hana með sterklegum og traustum örmum sínum. Guð geymi þig þar sem þú ert, elsku Nabba mín, og takk fyrir hlýjuna þína. Þín Íris. INGIGERÐUR SALÓME GUÐ- BRANDSDÓTTIR ✝ Kristín MargrétJónsdóttir fædd- ist í Lambhúsum á Akranesi 8.10. 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23.2. 2002. Kristín var dóttir hjónanna Jónínu Jónsdóttur, f. 22.3. 1873, d. 22.3. 1953, og Jóns Halldórsson- ar, f. 21.9.1874, d. 11.4.1961, útvegs- bónda á Akranesi. Systkini Kristínar voru Skafti, f. 25.7. 1895, d. 19.1.1933, skipstjóri á Kveldúlfi frá Akranesi; Gunnhild- ur, f. 28.6.1897, d. 18.9. 1985, hús- móðir í Reykjavík, gift Boga Ólafs- syni, fyrrverandi yfirkennara Menntaskólans í Reykjavík, d. 1957; Einar, f. 20.7. 1901, d. 19.1. fluttu þau að Suðurgötu í Hafnar- firði, síðan í Drápuhlíð 48 í Reykja- vík og síðast lá leið þeirra að Safa- mýri 46 í Reykjavík. Börn þeirra eru 1) stúlka nefnd Margrét, lést stuttu eftir fæðingu árið 1938; 2) Guðmunda Jóna, f. 8.10. 1939, gift Kristjáni Steindórssyni, bónda að Kirkjubóli í Langadal, og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn; 3) Sigurleif, f. 1.5. 1941, verslunar- kona, gift Sigurði Njálssyni, skip- stjóra í Hafnarfirði, þau eiga fjög- ur börn og sjö barnabörn; 4) Einar, f. 14.6. 1942, lést í bílslysi 1.10. 1946; 5) Jón, f. 26.3. 1945, búsettur í Noregi, hann á tvo syni og eitt barnabarn; 6) Einar Sigurður, f. 12.9. 1948, umsjónarmaður hjá Sundlaug Kópavogs, kvæntur Svanhvíti Kjartansdóttur og eiga þau fjögur börn og þrjú barna- börn. Kristín starfaði lengst af í Hlíðabakaríi við Stigahlíð í Reykja- vík. Síðustu æviár sín dvaldist Kristín á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Kristínar fór fram í kyrr- þey frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 10. apríl og var jarð- sett í Hafnarfjarðarkirkjugarði. 1933, skipsmaður á Kveldúlfi frá Akranesi en hann og Skafti fór- ust báðir með Kveld- úlfi; Halldór, f. 16.8. 1906, d. 31.12. 1961, símritari í Reykjavík; Dagbjört, f. 25.1. 1912, d. 16.8. 1969, gift Guð- jóni Einarssyni, fyrr- verandi framkvæmda- stjóra Múlalundar í Reykjavík, d. 5.7. 1981. Unnusti Kristínar var Guðmundur Jóns- son, f. 27.9. 1906, en hann fórst einnig með Kveldúlfi frá Akranesi hinn 19.1.1933. Krist- ín giftist Sigurði Jónssyni, f. 26.1. 1904, d. 19.7. 1980, frá Lýtings- stöðum í Holtum, sjómanni í Reykjavík. Þau hófu búskap á Tjarnargötu 39 í Reykjavík, þaðan Ó, elsku hjartans móðir mín, svo mild og ljúf og blíð! Þú bjarti engill blíðu’ og ljóss á bernsku minnar tíð. Ó, hjartans móðir, þökk sé þér! Ég þakka ást og trygð, hvert augnablik af alúð fylt og allri móðurdygð. Þín bjarta minning bendir á, hvar blámar himinn þinn. Þann himin ljómar heilög von: Við hittumst annað sinn. (Jón Trausti.) Elsku mamma og amma, guð geymi þig. Þín börn og barnabörn. Þegar við systkinin lögðum af stað út á flugvöll til að fara í lang- þráð frí til Kanaríeyja og hitta for- eldra okkar að morgni 23. febrúar sl. var einhver ótrúleg deyfð yfir okkur báðum, við vorum einhvern veginn hálfutangátta, en skýringin kom fljótt í ljós þegar við komum til Kan- aríeyja, foreldrar okkar tóku á móti okkur og tilkynntu okkur að amma væri dáin, hún hafði lagt af stað í sitt ferðalag um morguninn á nákvæm- lega sömu mínútunum og við lögðum af stað í okkar. Það má segja að við höfum vitað að hverju stefndi en þegar við kvöddum hana kvöldið áður vorum við viss um að við myndum ekki sjá hana aftur í þessu lífi. Hún hafði ver- ið flutt á sjúkradeildina daginn áður og henni fannst það of mikið rask, hún var mjög ósátt við þessa flutn- inga og sagðist ekki mundu geta beðið eftir okkur. Við það stóð hún. Þótt maður viti allt lífið að það taki enda þá er maður aldrei reiðubúinn að missa sína nánustu og sorgin og eigingirnin taka völdin. Amma var orðin 93 ára gömul og orðin þreytt en hún var samt ótrúlega ern, bæði andlega og líkamlega hress. Það sem hrjáði hana einna mest var hræðslan við dauðann, en hún var bú- in að standa svo oft andspænis mann- inum með ljáinn að það var ekkert skrýtið þótt hún væri farin að hafa mikinn beyg af honum. Hún hafði oft lent í alvarlegum slysum sjálf en alltaf komist nokkuð heil frá þeim á end- anum, og svo hafði hún misst svo ótrú- lega marga af sínum nánustu frá barnsaldri af slysförum. Amma hugsaði og talaði oft um andleg málefni við okkur systkinin og eflaust marga fleiri, hún las mikið um þau og talaði oft um hvað tæki við eftir þetta líf og var þá fátt um svör, en nú hefur hún fengið svör við spurning- unum sem leituðu svo ákaft á hana. Þegar einhver deyr sem er svo ná- inn manni sem amma var okkur þá koma upp í hugann margar minning- ar sem við rifjuðum nú oft upp með henni sitjandi á rúmstokknum, með stríðnislegt bros og hlátrasköllin á milli, því amma var ótrúlega lítið far- in að gleyma og þegar talið barst aft- ur í tímann, í sveitina vestur að Kirkjubóli, þá glaðnaði yfir henni við að rifja upp allar ferðirnar með afa á hinum ýmsu drossíum sem afi keypti. Sigríður í Hafnarfirði (eins og við köllum hana), góðvinkona ömmu frá æsku, var oft með í för. Þegar þau þrjú sátu á tröppunum í sólbaði og Sigurður sá um að bera sólarvörnina á þau svo að axlirnar brynnu ekki var oft aldeilis glatt á hjalla og mikið hlegið. Amma var mikill skörungur og vildi hafa allt í röð og reglu, þann- ig að þegar hún kom í sveitina þýddi sko ekkert að bera hey með sér inn eða kasta af sér strigaskónum á tröppurnar, öllu skyldi vera raðað snyrtilega og allt hey dustað af föt- unum. Þær voru líka ófáar pönnu- kökurnar og skonsurnar hennar ömmu sem voru þær allra bestu, sem mettu marga svanga munna okkar krakkana, en það var mjög mann- margt í sveitinni í þá daga og oftast tvöfalt fleiri börn en við systkinin. Amma fór líka margar ferðirnar út í sjoppu að afgreiða ferðalanga og hélt þar öllu í röð og reglu. Það var alltaf glatt á hjalla þegar þau komu í sveit- ina, alltaf færðu þau okkur eitthvað, en minnisstæðust og kærust verður fyrsta dúkkan mín hún Anna Lísa og svo í einni síðustu ferðinni hans afa færðu þau mér englamyndina sem hafði verið fyrir ofan rúmið þeirra mestan þeirra búskap og hefur hún hangið yfir rúminu mínu í sveitinni síðan. Þegar við þurftum að fara til Reykjavíkur var alltaf gist hjá ömmu og var þá oft mikið fjör. Amma fór með okkur á bingó í Templarahöllina, þá var Siggi frændi oft með líka en þau tvö voru fastagestir á bingó- kvöldum þar. Svo fórum við oft með henni í Lindarbæ að spila félagsvist og skipti þá aldursmunurinn engu máli því þetta voru samkomur fyrir eldri borgara svo það var alveg dekr- að við okkur. Við systkinin áttum bæði því láni að fagna að fá að dvelja hjá ömmu fyrst eftir að við fluttum til Reykja- víkur og treysti það vináttuböndin og væntumþykjuna í garð ömmu enn frekar og bundumst við henni sterk- um böndum sem hafa verið óslitin síð- an. Ég held að við getum sagt að það séu ekki margir dagarnir sem við heyrðum ekki í henni einu sinni, ef ekki tvisvar, á dag og við fórum til hennar oft í viku eða hún kom til okk- ar á meðan hún treysti sér til, því amma var mjög félagslynd og hafði gaman af að spila, meira að segja svindlaði hún stundum þegar hún var að spila við okkur krakkana og hafði gaman af. Hún tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi aldraðra þangað til núna síðustu árin, þá treysti hún sér aðeins til að spila félagsvist og spilaði meira að segja við vini sína á Hrafnistu dag- inn áður en hún dó. Amma var mikill sælkeri og rosa- legur gikkur, hún elskaði Mozart- kúlur og Síríus-súkkulaði sem bæði mamma og Sigurður færðu henni óspart, við lítinn fögnuð stúlknanna sem reyndu svo að fá hana til að borða mat. Ekki má svo gleyma mjólkurhristingnum frá Skalla, hún var fljót að finna ef hann var ekki frá Skalla og lét okkur þá heyra að þetta væri sko ekki rétti mjólkurhristing- urinn. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hjartkæra ömmu okkar og þótt viðbrigðin verði mikil hjá okkur systkinunum verða þau þó sýnu meiri fyrir mömmu sem er rétt komin frá Kanaríeyjum og var vön að vera hjá ömmu daglega þegar hún var hér í Reykjavík og hjálpa henni með handsnyrtingu og fótsnyrtingu o.fl. sem enginn mátti gera nema mamma. Leiðir okkar og ömmu skilja að sinni og við fyllum tómarúmið og mildum söknuðinn með yndislegum minningum um góða og kærleiksríka konu sem oft gat verið erfið og haft allt á hornum sér eins og við öll, en vildi alltaf vera að gefa manni eitt- hvað. Við sögðum alltaf við hana að það dýrmætasta sem hún gæti gefið okkur væri fallega brosið hennar, því hvað er manni dýrmætara hjá manns nánustu en einlægt og fallegt bros? Þá veit maður að þeim líður vel, og við vitum að amma brosir mikið núna og er hamingjusöm, umvafin ást og kærleika af öllum þeim sem hún var búin að missa í gegnum árin. Við viljum senda kærar þakkir til stúlknanna á Hrafnistu sem sátu oft hjá henni og sýndu henni ómælda hlýju og þolinmæði. Að lokum biðjum við ömmu Guðs blessunar. Kristín Margrét og Sigurður. Mig langar til að minnast ömmu minnar, sem lést 23. febrúar síðast- liðinn, í nokkrum orðum. Sem lítill drengur var ég svo lán- samur að hafa hana ömmu mína í næsta nágrenni. Þær voru margar ferðirnar sem voru farnar til ömmu og afa þegar þau bjuggu í næsta húsi í Safamýrinni. Ætíð höfðu þau tíma fyrir okkur systkinin, hvort sem var til að stytta okkur stundir eða til að létta lund ef eitthvað bjátaði á. Alltaf lumaði hún á góðgæti og víst er að amma mín gerði heimsins bestu pönnukökur. Í mörg sumur voru amma og afi á Kirkjubóli hjá Mummu dóttur sinni. Þeim þótti gott að komast frá borg- inni og njóta kyrrðarinnar í sveitinni. Ég var ekki nema fimm ára þegar ég fór að fara í sveit á Kirkjuból. Það var gott fyrir lítinn strák að hafa ömmu sína nálægt. Í sveitinni var það eitt af aðalstörfum mínum að sækja kýrnar. Því starfi fylgdi einnig að færa ömmu spenvolga mjólk á morgnana en þannig fannst henni mjólkin best. Þegar afi Sigurður dó eftir erfiða sjúkdómslegu árið 1980 flutti amma úr Safamýrinni, fyrstu árin í þjón- ustuíbúð í Bólstaðarhlíðinni. Síðasta áratuginn dvaldi amma á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leið henni ágætlega og hún hafði yndi af að taka í spil. Skemmtilegast fannst henni þó þeg- ar ættingjar komu í heimsókn. Að öll- um ólöstuðum voru það dætur henn- ar og nafna sem heimsóttu ömmu oftast en aðrir komu eins og unnt var. Eftir að ég flutti út á land fyrir sjö árum fækkaði ferðum mínum til ömmu. Þó var ekki farið til Reykjavíkur án þess að koma við á Hrafnistu. Amma var þakklát fyrir hverja þá stund sem setið var að spjalli og sér- staklega þótti henni gaman þegar dóttir mín söng fyrir hana. Síðast þegar fundum okkar ömmu bar saman kvaddi hún eins og hún vissi að við myndum ekki sjást aftur. Sú varð líka raunin. Ég vil að lokum þakka henni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Einar Sigurðsson og fjölskylda. Elsku amma. Að kveðja nákominn ættingja er alltaf sárt. Minningar reika um hugann og rifjast upp allar gömlu góðu sælustundirnar. Þú sýndir mér alltaf svo mikla væntum- þykju, kærleik og hlýju. Þú last fyrir mig og sagðir mér sögur. Man ég helst eftir „Smjörbítli og Gullintana“. Oft spiluðum við rússa og olsen, ol- sen. Ég var nú ekki sá fljótasti að ná tökum á lestrinum, en þú hafðir alltaf tíma og þolinmæði til að kenna mér að lesa. Ó hve heitt ég unni þér – Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. Óska ég þess, að angur mitt aldrei snerti hjarta þitt. Til þess ertu alltof ljúf og góð – En ég vil þú vitir það, vina mín, þó hausti að, að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð. (Tómas Guðm.) Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og vil ég þakka þér fyrir allar stundir sem við áttum saman. Guð veri með þér. Þinn Kristinn Mar Einarsson. KRISTÍN MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.