Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Norræna leiklistar- sambandsins hefur samþykkt að færeyska leikskáldið Jóanes Niel- sen hljóti Norrænu leikskáldaverð- launin árið 2002 fyrir leikrit sitt Eitur nakað land Weekend? Í rökstuðningi segir: „Leikritið er lagt upp sem fjölskyldudrama úr samtímanum, en þróast þannig að úr verður fremur verk sem gerist á lokuðu geðsjúkrahúsi þar sem að- alpersónan, Jóhanna, er sýnd innan um aðra sjúklinga á deildinni. Styrkur höfundar liggur meðal annars í samþættingu fyndni og trega svo úr verður gamansamur og frumlegur sviðstexti sem kemur á óvart og opnar hugi okkar. Verkið er skrifað á fljótandi og frjálslegan hátt, á afar fögru mynd- máli og hefur áhrifamiklar einræð- ur, sem sýnir að höfundurinn er ákaflega gott skáld, með tilfinningu fyrir því tragikómíska og lýsir fólki af mikilli samúð. Innan verksins er einnig rúm fyrir vænan skammt af færeyskri sjálfsgagnrýni og lýsingu á sjálfsfyrirlitningu; höfundurinn veigrar sér heldur ekki við að leggja fram gagnrýni fyrir hönd fyrrum nýlendu. Innflytjenda- og flóttamannavandamálin ber þannig á góma, en í miðju atburða- rásarinnar stendur persóna Jó- hönnu með ástarþörf sína beislaða. Mannúðleg, áhrifamikil og gam- ansöm lýsing.“ Önnur leikskáld sem voru til- nefnd eru Niels Frederik Dahl fyrir Som torden, Morti Vitzki fyrir Menneskesönnen, Anna Blom fyrir Masjävlar, Kristian Smeds fyrir Alltmer mörknar huset, Villads Villadsen fyrir Quasapis sidste dag og Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir fyrir Hægan Elektra. Norrænu leikskáldaverðlaunin 2002 Í fyrsta sinn til Færeyja Jóanes Nielsen leikskáld í Færeyjum. Ljósmynd/Jens Kr.Vang LJÓSVÖRP nefnist sýning Þor- steins Helgasonar sem nú stendur yfir í baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16. Þorsteinn er arkitekt að mennt. Hann útskrifaðist frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1988. Hann stundaði myndlist- arnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1993–96 og var gesta- nemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996–97. Þetta er þriðja einkasýning Þorsteins, en hann hef- ur einnig tekið þátt í samsýningum. Þorsteinn rekur teiknistofuna Arcus í samvinnu við aðra. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til 17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningunni lýkur 21. apríl. Þorsteinn Helgason við eitt verka sinna í Galleríi Fold. Þorsteinn sýnir í Fold LISTMÁLARARNIR Kristín Geirsdóttir og Benedikt Gunnarsson eru nýir staðarlistamenn í Skálholti og munu verk þeirra verða sýnd næstu mánuðina í Skálholtsskóla. Kristín ríður á vaðið og var sýning hennar opnuð við upphaf Kyrrðar- daganna, sem haldnir voru í Skál- holti í dymbilviku. Sýningin, sem nefnist Tákn litanna, mun standa fram í júnílok en þá tekur Benedikt við. Kristín Geirsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum listamanna víða um lönd. Fyrir rúmu ári sýndi hún verk sín í Hallgrímskirkju og eru nokkur þessara verka á sýningunni. Leifur Breiðfjörð, Anna Torfa- dóttir og Þorgerður Sigurðardóttir hafa verið staðarlistamenn undan- farin ár og var það að frumkvæði dr. Péturs Péturssonar þáverandi rekt- ors. Fyrrverandi staðarlistamenn eru til ráðgjafar um val nýrra stað- arlistamanna. Verk eftir Kristínu Geirsdóttur sem nú er staðarlistamaður Skálholts. Nýir staðarlistamenn bætast við í Skálholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.