Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 33 FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA lagði fram á Alþingi 8. apríl sl. stjórnarfrumvarp til breytinga á lögum um húsnæðismál. Sam- kvæmt frumvarpinu er m.a. lagt til að sveitarfélögum sé heimilt að falla frá kaupskyldu félagslegra eignaríbúða óski eigandi íbúðarinn- ar þess enda greiði hann upp skuld við framkvæmdaraðila og þau lán sem veitt hafa verið af Bygging- arsjóði verkamanna áður en íbúðin er seld á almennum markaði. Upphaf þessarar breytingar á lögum um húsnæðismál má rekja til eftirfarandi samþykktar bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar frá 1. júní 1999 með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir með vísan til IV. ákvæð- is til bráðabirgða „Sala og ráðstöf- un eignaríbúða“ í lögum um hús- næðismál, nr. 44/1998, að falla frá forkaupsrétti að öllum félagslegum eignaríbúðum í Hafnarfirði og neyta því eingöngu forkaupsréttar bæjarfélagsins þegar því er það skylt lögum samkvæmt, sem er í þeim tilvikum þegar eigandi íbúð- ar, þar sem kaupskylda varir, krefst innlausnar og við nauðung- arsölu.“ Með samþykktinni var eigendum félagslegra íbúða í Hafnarfirði gert kleift að selja íbúðir sínar á al- mennum fasteignamarkaði, að upp- greiddum lánum frá Byggingar- sjóði verkamanna og Hafnarfjarð- arbæ. Samþykkt bæjarstjórnar var byggð á 1. mgr. IV. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál sem segir svo: „Eftir gildistöku laga þessara getur eigandi félagslegrar eignar- íbúðar hvenær sem er, að virtum ákvæðum um forkaupsrétt sveitar- félaga, selt íbúð sína á almennum markaði, greiði hann upp skuld við framkvæmdaraðila og lán sem veitt hafa verið af Byggingarsjóði verka- manna. Forkaupsréttur sveitarfé- laga skal aldrei vera lengri en 30 ár frá útgáfu síðasta afsals íbúðar. Sveitarstjórn er heimilt að stytta þann tíma hvenær sem er“. Ljóst var að vilji löggjafans stóð til þess með setningu l. nr. 44/1998 að losa eigendur félagslegra íbúða úr þeirri spennitreyju sem gamla kerfið var þeim. Engu að síður sá félagsmálaráðherra og Varasjóður viðbótarlána ástæðu til að mót- mæla þessari ákvörðun bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar og hefja lögsókn á hendur Hafnarfjarðarbæ til viðurkenningar á því að kaup- skyldan gilti áfram og var staðfest með dómi Hæstaréttar 20. septem- ber 2001 að svo væri. Framlagning félagsmálaráð- herra nú á frumvarpi til breytinga á húsnæðislögunum er staðfesting á því viðhorfi Hafnarfjarðarbæjar að tilgangi löggjafans með setningu l. nr. 44/1998 var ekki náð að þeim óbreyttum eftir að dómur Hæsta- réttar lá fyrir. Ákvörðun Hafnarfjarðarkaup- staðar um að falla frá forkaupsrétti að félagslegum eignaríbúðum mæltist mjög vel fyrir á meðal eig- enda félagslegs húsnæðis og í mörgum tilvikum gjörbreytti við- horfi þeirra til eigna sinna og opn- að útgönguleið fyrir þá sem óánægðir voru og gerði þeim kleift að eignast annað húsnæði án ann- arrar félagslegrar fyrirgreiðslu, nema þá e.t.v. viðbótarlána. Þá eru dæmi þess að þetta bjargaði fólki frá því að missa íbúðir á nauðung- arsölu. Eftir gildistöku nýju laganna var ekki lengur um íbúðarskipti innan kerfis að ræða heldur urðu eigend- ur félagslegs húsnæðis, ef for- kaupsréttinum er haldið til streitu, að láta íbúð sína á uppreiknuðu verði og kaupa á almennum mark- aði fyrir allt annað og hærra verð. Hér á þessu svæði er það efnalitlu fólki oft ofviða ef það þarf að sæta innlausn íbúðar sinnar. Það að falla frá forkaupsréttin- um samhliða tilkomu viðbótarlána dró úr þeirri flokkun sem var áður í þjóðfélaginu í félagslegar íbúðar og annað húsnæði og þar með var dregið úr þeim fordómum sem ver- ið hafa í samfélaginu gagnvart íbú- um í slíku húsnæði. Fullyrða má að framangreindar breytingar hafa eflt sjálfsímynd og sjálfsbjargarviðleitni margra og án efa gert ýmsa að nýtari þjóðfélags- þegnum en ella. Allt frá því að fallið var alfarið frá forkaupsrétti að félagslegum eignaríbúðum í Hafnarfirði hefur félagsmálaráðherra og stjórn Vara- sjóðs viðbótarlána sett sig á móti þeirri ákvörðun og haldið því fram að hún sé óheimil og byggt þá skoðun sína á því að kaupskyldan sé fortakslaus og henni beri að beita þótt í óþökk eiganda/seljanda sé. En sá skilningur hefur verið hér í Hafnarfirði að á kaupskyldu eigi því aðeins að reyna vilji eigandi/ seljandi nýta sér hana. Undir þenn- an skilning Hafnarfjarðarbæjar hefur félagsmálaráðherra nú tekið með framlagningu fyrrgreinds frumvarps til breytinga á húsnæð- islögunum og er það vel. Frumkvæði Hafnarfjarðar- bæjar skilar árangri Magnús Gunnarsson Kaupskylda Sá skilningur hefur verið hér í Hafnarfirði, segir Magnús Gunnars- son, að á kaupskyldu eigi því aðeins að reyna vilji eigandi/seljandi nýta sér hana. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.