Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Val-týr Guðmunds- son fæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 4. júlí 1912. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að morgni þriðju- dagsins 2. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 21.9. 1875 á Næfranesi í Dýra- firði, d. 16.6. 1963, og Guðmundur Ágúst Pálsson, út- vegsbóndi á Laugabóli í Arnar- firði, f. 12.7. 1876 d. 26.6. 1936. Þeim varð sjö barna auðið en aðeins bræðurnir Guðmundur Valtýr og Aðalsteinn, f. 4.8. 1907, d. 12.5. 1998, komust til fullorðins- ára. Aðalsteinn var ókvæntur og barnlaus. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar Valtýs er Valgerður Jóns- dóttir, f. 15.11. 1924 í Selkoti í Þingvallasveit. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, bóndi og síð- ar trésmiður í Reykjavík, f. 8.10. 1888, d. 21.10. 1976, og Guðrún Einarsdóttir, f. 10.10. 1894, d. 26.9. 1951. Guðrún móðir Valtýs og Guðrún móðir Valgerðar voru fóstursyst- ur og ólust upp á Læk í Dýrafirði. Börn Guðmundar Valtýs og Val- gerðar: 1) Ágúst Birgir, f. 15.10. 1941, d. 13.5. 1942; 2) Þóra Guð- rún, f. 5.2. 1943, fyrrverandi mað- ur hennar var Birgir Bergmann Sól Guðmundsdóttir, f. 1995, Aþena Marey Jónsdóttir, f. 1999, og Viktor Smári Eiríksson, f. 2002. b) Katrín Guðrún Tryggva- dóttir, f. 26.9. 1989; 6) Ágúst Óm- ar, f. 14.3. 1962, fráskilinn. Synir hans eru a) Guðbjartur Ægir, f. 18.7. 1988, og Ásgeir Örn, f. 6.6. 1990. Árið 1921 fluttist Valtýr með foreldrum sínum og bróður að Laugabóli í Arnarfirði. Faðir Guðmundar Valtýs var nefndur útvegsbóndi en vor og haust var róið frá Laugabóli. Þeir bræðurnir Valtýr, Aðalsteinn og faðir þeirra reru á báti sínum Blika frá Hlaðsbót, sem var ver- stöð við norðanverðan Arnarfjörð milli Álftamýrar og Stapadals. Þeir voru þar við útræði en fóru heim um helgar og sóttu beitu. Fyrir landi á Laugabóli var hægt að plægja kúfisk, sem notaður var til beitu. Síðar eignuðust þeir bræður bátinn Stíganda sem þeir gerðu út á og lögðu þá upp aflann á Bíldudal. Bræðurnir Valtýr og Aðalsteinn byggðu í samvinnu við ungmenna- félagið sundlaug þar sem volgt vatn kemur úr jörðu í landi Laugabóls og þar kenndi Guð- mundur Valtýr sund. Síðar kenndi hann einnig sund í Reykjarfirði í Arnarfirði. Um 1939 fluttist Guðmundur Valtýr til Reykjavíkur og reri í fyrstu á vertíðum suður með sjó og í Reykjavík. Einnig vann hann um tíma fyrir breska herinn og síðan var hann nokkur ár við báta- smíðar í Slippnum í Reykjavík. Ár- ið 1946 keypti hann svo vörubíl og hóf bifreiðaakstur hjá vörubíla- stöðinni Þrótti í Reykjavík og varð þetta hans aðalstarf samfleytt til 76 ára aldurs. Útför Valtýs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðbjartsson, f. 13.3. 1944, d. 14.4. 1988. Börn þeirra eru a) Reynir Bergmann, f. 8.11. 1962, kvæntur Anabelle Valle. Synir þeirra eru Birgir Valle, f. 1996, og Ró- bert Valle, f. 1998. b) Víðir Bergmann, f. 3.8. 1964, kvæntur Ernu Matthíasdóttur. Dóttir þeirra er Björk Kristjánsdóttir, f. 1983. c) Hlynur Berg- mann, f. 2.1. 1966, kona hans er Sigurást Baldursdóttir. Dóttir þeirra er Bryndís Jónsdóttir, f. 1987; 3) Guðný Eygló, f. 1.9. 1945, fyrri maður hennar var Eiríkur Sig- urðsson, f. 24.12. 1936, d. 21.2. 1975. Seinni maður hennar er Paul R. Smith, f. 6.3. 1940. Börn þeirra eru a) Þór Eiríksson, f. 9.12. 1965, kvæntur Huldu Björk Guðmundsdóttur. Dætur þeirra eru Sunna Maren, f. 1994, og Harpa Mjöll, f. 1999. b) Valgerður Eiríksdóttir, f. 2.4. 1971, maður hennar er Tómas Erlingsson. Dæt- ur þeirra eru Tara Líf, f. 1992, og Tinna, f. 1995; 4) Hulda Berglind, f. 9.9. 1949, maður hennar er Har- aldur Sigurðsson. Sonur þeirra er Sigurður Valtýr, f. 1974; 5) Erla Sólrún, f. 6.7. 1956, maður hennar er Tryggvi Þór Agnarsson. Dætur þeirra eru a) Elísabet Lára Tryggvadóttir, f. 20.4. 1975, mað- ur hennar er Eiríkur Ari Valdi- marsson. Þeirra börn eru Brynja Guðmundur Valtýr Guðmunds- son mágur minn lést 2. apríl sl. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum en fyrstu kynni mín af honum hófust þegar ég var þriggja ára gömul og fór með mömmu og tveimur systrum mín- um að Laugabóli í Arnarfirði þar sem fóstursystir mömmu bjó með sonum sínum Valtý og Aðalsteini. Þarna var margt um manninn og oft mikið um að vera. Valtýr og Alli áttu bát sem hét Stígandi og sóttu þeir sjóinn ásamt því að sinna bú- skapnum. Valtýr hafði einnig kennt sund í sundlauginni á staðnum sem hafði verið útbúin af ungmenna- félaginu og fólkinu á Laugabóli. Mér er minnisstætt þegar Valtýr spilaði á harmonikkuna eða plata var sett á fóninn og hundurinn á bænum söng með af hjartans lyst fyrir utan. Valtýr fluttist síðar til Reykja- víkur og ég átti eftir að umgangast hann mikið í gegnum árin þar sem hann og Valgerður systir mín gift- ust. Eitt sumar þegar ég var tíu ára bjuggu þau á Bíldudal og var ég þar hjá þeim og passaði Þóru elst- ur dóttur þeirra. Valtýr var þá á sjó með Alla bróður sínum á bátn- um Stíganda og er mér minnis- stætt þegar þeir komu að landi með lúðu sem var á stærð við mann. Eins þótti mér afar merki- legt að Valtýr spilaði einu sinni fyrir dansi á nikkuna. Það var engu líkara en ég hefði kennt honum að spila, svo hreykin var ég, enda var Valtýr alltaf einstaklega góður við mig. Eftir að ég fullorðnaðist og gifti mig áttum við hjónin lengst af heima í nágrenni við Valtý og Völlu og áttum alltaf vísa aðstoð ef á þurfti að halda. Valtýr átti alltaf vörubíl og ók á Þrótti og þegar við þurftum að flytja eitthvað var allt- af kvabbað í Valtý og hann kom á vörubílnum eins og það væri sjálf- sagt. Valtýr var harðduglegur en einn- ig mikið snyrtimenni. Þegar snjó- aði voru bílastæðin í Rauðagerðinu alltaf auð og nýmokuð enda eins gott því alltaf hefur heimili þeirra verið eins og samkomustaður fyrir afkomendur og ættfólk og öllum jafnvel tekið. Fyrir nokkrum árum keyptu þau hjónin sér ferðabíl og hafa ferðast mikið síðan og alltaf dró Arnarfjörðurinn Valtý til sín þótt víðar væri farið. Ég vil þakka Valtý fyrir sam- fylgdina og bið guð að blessa minn- ingu hans. Við hjónin sendum Völlu systur minni og öllum afkomend- unum innilegar samúðarkveðjur. Bjarndís Jónsdóttir. Góður vinur og nágranni er fall- inn frá, tæplega níræður. Þótt ald- ur hans og heilsa segði okkur að brottförin nálgaðist er enginn tilbúinn að taka tíðindunum, þegar fregnin berst. Hún er svo óraun- veruleg, staðreyndin, að mega ekki framar sjá hann sem hluta af dag- legu lífsmynstri íbúanna í götunni, hann sem vakti yfir öllu, smáu og stóru, og lét sér annt um náung- ann, fylgdist með ef einhver óboð- inn var á vappi, sérstaklega ef íbú- ar viðkomandi húss voru fjar- verandi. Guðmundur Valtýr hófst handa við byggingu húss síns í Rauða- gerði 44 haustið 1978, ásamt konu sinni, Valgerði Jónsdóttur. Þá var byggðin á þessu svæði að þéttast og við sem þetta ritum komin vel á veg með byggingu okkar húss nr. 46. Við vorum öllum ókunnug í hverfinu, en eftir að Guðmundur Valtýr og Valgerður komu til sög- unnar myndaðist traust vinátta á milli okkar nágrannanna og má segja að aldrei hafi skugga borið á. Eitt sinn hafði ég orð á því, að nú væri skammarlega langur tími liðinn síðan ég hafði komið inn fyr- ir þröskuldinn hjá þeim. En þá mælti Valgerður þessi eftirminni- legu orð: „Það er ekki nauðsynlegt að vera stöðugt inni á gafli hjá ná- grönnunum. Það er mest um vert að vita með vissu, að við eigum vin- áttuna og getum leitað hvert til annars, þegar við þurfum á því að halda.“ Guðmundur var hæglátur maður og hjartahlýr og skipti aldrei skapi. Gat verið léttur og gamansamur ef því var að skipta. En fyrst og fremst heiðarlegur og hjálpsamur. Lífið snerist aðallega um það, að geta orðið öðrum að liði. Og um- hyggjan fyrir börnum og barna- börnum kom berlega í ljós þegar rætt var við hann. Guðmundur Valtýr unni átthög- unum og fór, ásamt konu sinni, á hverju sumri vestur í Arnarfjörð á æskuslóðirnar og dvaldi þar lengri eða skemmri tíma. Þau hjónin voru ótrúlega dugleg að ferðast um landið og fóru þá akandi á sinni eigin bifreið. Engum duldist áhugi þeirra á gróðri og ræktun og bar garðurinn þeirra því glöggt vitni. Þau voru mörg handtökin, sem þau eyddu við snyrtingu og viðhald ut- anhúss yfir sumarmánuðina. Alltaf var Guðmundur Valtýr fyrstur út á vorin með trjáklippurnar. En á vet- urna var hann tilbúinn með rekuna ef snjóaði. Og ekki aðeins til að ryðja leiðina fyrir sjálfan sig, held- ur brá hann skjótt við, ef bíll ná- grannans stansaði í snjóskafli. Það var ekki ætlun okkar að rekja æviskeið Guðmundar Valtýs, aðeins að þakka honum þessi ljúfu ár sem við áttum saman hér í Rauðagerðinu. Við biðjum góðan Guð að styrkja eftirlifandi konu hans, börn og alla ættingja og sér í lagi drenginn, sem sá á bak afa sín- um fáum dögum fyrir ferminguna. Hvert kærleiksorð, hvert bros á vinar vör ég vildi þakka nú er lýkur för. Ég veit minn faðir, það er geymt þér hjá í þeirri mynd, sem ryð ei granda má. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi.) María og Gestur. Mig langar til að minnast í örfá- um orðum vinar míns og svila Guð- mundar Valtýs Guðmundssonar, sem nú hefur kvatt þessa jarðvist eftir nokkurra mánaða veikindi, sem hann bar af miklum hetjuskap, og lét alltaf sem allt væri í besta lagi. Hann var sannkölluð hetja, alltaf hress og kátur hvað sem á bjátaði. Kynni okkar hófust þegar báðir voru ungir að árum, og allt virtist leika í lyndi, og við ætluðum svo sannarlega að sigra heiminn, þótt minna yrði úr en í upphafi var ætlað. Valtýr, eins og hann var alltaf kallaður í ættingja- og vina- hópi, var einlægur vinur og alltaf boðinn og búinn að hlaupa undir bagga og hjálpa ef hann vissi að einhver átti í erfiðleikum, það feng- um við hjónin svo sannarlega að reyna, þegar við hófum okkar bú- skaparbasl. Þá var gott að eiga góða vini, sem leita mátti til þegar á bjátaði, það verður seint full- þakkað. Valtýr var mikill atorku- maður, og bjó sér og fjölskyldu sinni fagurt og gott heimili, ásamt konu sinni, sem ekki var síðri hvað það snerti, fyrst við lítil efni á Suð- urlandsbraut 98, og síðar í Rauða- gerði 44, þar sem þau reistu stórt og fagurt hús, með yndislegum garði þöktum trjám og blómskrúði svo unun var á að horfa, og ekki var síðra á að líta þegar inn var komið. Þar var allt í röð og reglu, sem bar lýsandi vott um snyrti- mennsku og fegurðarsmekk hús- ráðenda, þar var gott að koma, og njóta samverustunda með þeim hjónum. Valtýr gat verið gaman- samur og hnyttinn í tilsvörum, fróðleiksfús, og hafði oft frá mörgu skemmtilegu að segja, einkum frá því að hann var að alast upp á Laugabóli, þar sem þeir bræður stunduðu sjóróðra á eigin báti, og margt skemmtilegt bar til tíðinda, hann hafði afar gaman af að ferðast um landið, og átti mikið myndasafn, bæði frá fyrri árum og síðar, og hafði hann mjög gaman af að sýna þessar myndir, sem marg- ar hverjar voru mjög vel heppn- aðar. Einnig áttu þau hjón gott bókasafn, sem oft var gaman að grúska í, sér til fróðleiks og skemmtunar. Ég vil að lokum þakka Valtý vini mínum og svila allar samverustundirnar, sem voru bæði margar og skemmtilegar. Ég ætla að lokum að kveðja hann með lítilli vísu, sem ég sendi honum þegar hann varð sjötugur: Það er fjórði júlí, fæðingardagur þinn, þú fæddist að sögn árið 1912, og ert því á þessum degi, sjötugur, svili minn, en samt finnst mér vonlaust að marka þér ákveðið hólf. Því enn ertu ungur í anda og léttur í lund, þó líði á daginn er þónokkur spölur í kvöld. Gæfan þig elti ennþá um langa stund. Þú átt, þér, vinur minn hreinan og fágaðan skjöld. (Valdimar Lárusson.) Svo bið ég góðan guð að blessa sál hans og styrkja ástvini hans í þeirra mikla missi. Við Dúna send- um þeim öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Í guðs friði. Valdimar Lárusson. GUÐMUNDUR VALTÝR GUÐMUNDSSON ✝ GuðmundurErmenreksson fæddist í Reykjavík 13. janúar 1923. Hann lést á dvalar- heimilinu Víðinesi 6. apríl 2002. Foreldrar hans voru Ingunn Einars- dóttir, f. 13. október 1887, og Ermenrek- ur Jónsson tré- smíðameistari, f. 16. febrúar 1886. Systkini Guð- mundar: Einar Erm- enreksson, látinn; Guðjón Ermenreksson, látinn; Guðmundur Ermenreksson (al- nafni hans), lést í bernsku; Krist- ari í Hafnarfirði, f. 28. september 1946. Hún giftist Einari Sigurðs- syni 5. ágúst 1967. Þau slitu sam- vistir 1989. Þeirra börn eru: a) Lind Einarsdóttir viðskiptafræð- ingur, f. 23.7. 1969. Hennar mað- ur er Steingrímur Jón Þórðarson dagskrárgerðarmaður, f. 12.4. 1967. Þau eiga tvær dætur, Perlu og Hörpu. b) Hrund Einarsdóttir byggingarverkfræðingur, f. 7.9. 1970. Hennar maður er Sverrir Þorvaldsson stærðfræðingur, f. 23.10. 1969. Þau eiga tvö börn, Vífil og Svölu. c) Kjartan Ein- arsson, starfsmaður Marel, f. 22.6. 1973. Hans kona var Eydís Gréta Guðbrandsdóttir verslunar- maður, f. 7.2. 1970. Þau slitu sam- vistir. Þau eiga tvö börn, Tinnu Rán og Breka. Sambýlismaður Drafnar er Ásgeir P. Ásbjörnsson kerfisfræðingur, f. 9.11. 1956. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ín Ermenreksdóttir f. 19. janúar 1919; Svanlaug Ermenreks- dóttir, f. 5. september 1925. Árið 1946 kvæntist Guðmundur Súsönnu Kristjánsdóttur fóstru, f. 14. júlí 1924 í Hafnarfirði. For- eldrar hennar voru Sumarlína D. Jóns- dóttir, f. 23. ágúst 1900, d. 1985, og Kristján Kristjánsson, f. 28. júlí 1898, d. 1976. Þau slitu sam- vistir 1948. Dóttir Guðmundar og Súsönnu er Dröfn Guðmundsdóttir, kenn- Okkur langar í nokkrum orðum að minnast elsku afa okkar sem lést laugardaginn 6. apríl sl. Okkur er djúp sorg í hjarta að fá ekki að hitta hann aftur í þessu jarðlífi en við erum líka glöð yfir því að hafa fengið að kveðja hann á okkar hátt á páskadag. Þessi páskadagur mun alltaf lifa í minningunni sem afa- dagurinn. Þetta var fallegur dagur og sólin skein. Við mættum öll systkinin til mömmu Drafnar og Ásgeirs með maka okkar og börn. Að sjálfsögðu var amma Súsanna þar líka en afa þótti alltaf svo gaman að hitta hana. Það var há- tíðleg páskamáltíð og allir glaðir og kátir. Við tókum sérstaklega eftir því hvað afi var myndarlegur í nýjum ljósum jakkafötum og virt- ist svo hress og glaður. Fljótlega eftir matinn var taflið dregið fram en afi var góður skákmaður. Þarna sat hann, gamli maðurinn, í nokk- urn tíma og tefldi við okkur til skiptis, og vann okkur öll. Þetta vakti svo mikla lukku og aðdáun hjá barnabarnabörnunum að þau voru farin að læra mannganginn og tefla af áhuga þegar leið á dag- inn. Við systkinin minnumst afa sem einstaklega hlýs manns sem mátti ekkert aumt sjá. Lífið lék hann ekki alltaf vel en aldrei sáum við hann bitran. Hann var alltaf svo góður, sérstaklega við börn og dýr. Þegar við vorum börn fórum við stundum og heimsóttum hann í Gunnarsholti. Það var alltaf mikill spenningur að fara að hitta afa og Tító. Tító var hundurinn á bænum. Afi átti ekki þennan hund en það skipti engu því dýr hændust svo að afa að það var eins og hann ætti þau öll. Það var sama hvar hann fór um eða bjó, alltaf hændust öll dýr að honum. Afi hafði alltaf mjög gaman af tækjum og á árum áður var hann mikið í því að kaupa og selja ým- iskonar tæki. Þótt afi hafi sjaldn- ast haft mikla peninga milli hand- anna var hann ótrúlega gjaf- mildur. Fyrir 25 árum var ekki algengt að börn ættu segulbands- tæki en afi birtist einn daginn með glænýtt tæki fyrir okkur börnin. Svona var afi, alltaf tilbúinn að gleðja aðra. Okkur þótti öllum mjög vænt um afa. Það verður skrítið fyrir okkur að halda jól án hans en okk- ur finnst engin jól vera án þess að finna góðu vindlalyktina hans afa og fá hans hlýja faðmlag. Megi hann hvíla í friði. Lind, Hrund og Kjartan. GUÐMUNDUR ERMENREKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.